Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 10
10 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 H>‘\T óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, Sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plótugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Undarleg Japansferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi lugu fullum hálsi að fjölmiðl- um, þegar þau fullyrtu, að ferð þeirra, ásamt Jónu Gróu Sigurðardóttur borgarfulltrúa, til Japans væri ekki á vegum túrbínuframleiðandans Mitsubishi. Fjölmiðlar hafa náð í dagskrá ferðarinnar, sem er gef- in út af umboðsaðila Mitsubishi á íslandi og á blaðhaus hans. Hún sýnir, að ferðin snýst um túrbínufyrirtækið, þótt vinum þess sé gefinn smátími til að spjalla við borgarstjórn Tokyo um ljósleiðara í holræsum. í fundargerðum borgarráðs, borgarstjórnar og Orku- veitunnar er hvergi að finna stafkrók um, að borgin eða Orkuveitan samþykki að kosta þessa Japansferð. Þetta vakti grun um óheilindi, því að slíkra bókana er þörf, þegar farið er í ferðalög á vegum þessara aðila. í reglum borgarinnar er beinlínis bannað, að menn þiggi ferðir á vegum viðskiptaaðila borgarsjóðs og Orku- veitunnar. Borgarstjóri, fulltrúar meirihlutans og minni- hlutans eru að brjóta reglur, sem settar hafa verið til að reyna að hamla gegn spillingu hjá borginni. Mitsubishi hefur selt veitunni tvær túrbínur og hefur fengið í hendur viljayfirlýsingu um þá þriðju án útboðs. Eftirlitsstofnun Efnahagssvæðis Evrópu hefur sent hing- að til lands fyrirspurn og kvörtun. Það er fyrsta skref stofnunarinnar í málarekstri gegn spillingu. Þegar upplýst varð, hvemig lá í málinu, hætti Jóna Gróa Sigurðardóttir við túrbínuferðina til Japans, enda er ekki lengur hægt að verja hana. Gögnin liggja á borð- inu og þau sýna öll, að ferðin er á vegum fyrirtækis, sem stundar vafasöm viðskipti við borgarstofnun. Til að forðast hagsmunaárekstra er það almenn við- skiptaregla á Vesturlöndum, að vinnuferðir stjórnenda séu greiddar af viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, en ekki af viðskiptaaðilum, sem tefla um mikilvæga hags- muni í samningum við fyrirtækið eða stofnunina. Athyglisverðast við mál þetta er, hversu reiprennandi stjórnmálamennirnir lugu að fjölmiðlum, þótt þeir hefðu mátt vita, að hið sanna mundi koma í ljós. Þetta sýnir, hvernig hrokinn getur slegið fólk blindu, þegar það er búið að vera lengur við völd en hæfilegt er. Kannski verður reynt að bakfæra kostnaðinn yfir á Reykjavíkurborg til mæta gagnrýni, sem hér kemur fram og víðar úti í bæ. Það breytir ekki því, að skjölin sýna, að ferðin er farin á vegum viðskiptaaðilans sam- kvæmt dagskrá, sem gefin er út á bréfsefni hans. Það breytir ekki heldur því, að ferðin er farin án fjár- hagslegs samþykkis þar til bærra stofnana borgarinnar og átti því ekki að vera á kostnað þeirra, þótt hinum spilltu snúist hugur, þegar þeir hafa verið staðnir að því að þiggja Japansferð úr hendi viðskiptaaðila. Borgarfeður og -mæður hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna skorts á lóðum í Reykjavík. Úthlutun lóða er orðin að takmörkuðum gæðum, sem hafa fengið skömmtunargildi. Slíkt kallar á spillingu, svo sem endranær, þegar menn geta farið að úthluta. Þetta minnir allt á stjórnarhætti, sem tíðkuðust fyrr á árum hjá borginni, þegar sami flokkurinn hafði verið við völd áratugum saman. Eini munurinn er sá, að spill- ingin hefur haldið innreið sína heldur hraðar hjá núver- andi valdhöfum en búast hefði mátt við. Hitt verður svo öllum til góðs, að framvegis taki fjöl- miðlar og borgarbúar mátulega alvarlega fullyrðingar þeirra, sem hafa það, sem hentugast þykir. Jónas Kristjánsson Bandamenn Tyrkja gegn Kúrdum Víða í Evrópu hafa menn spurt að því síðustu vikur, hvers vegna Vesturlönd styðja sjálfstjðrn Al- bana í Kosovo en ekki sjálfstjórn Kúrda í Tyrklandi og víðar í Mið- Austurlöndum. Þorri íbúða stórra svæða í austurhluta Tyrklands eru Kúrdar sem hafa sætt meira harð- ræði af Tyrkjum en albanski meiri- hlutinn i Kosovo hefur mátt þola frá hendi Serba. Kúrdum, sem ekki era skyldir Tyrkjum frekar en Alb- anir eru skyldir Serbum, hefur ver- ið bannað að nota tungumál sitt i skólum og fjölmiðlum og þeir hafa verið sviptir einfóldustu mannrétt- indum. Tyrkneski herinn hefur staðið fyrir hernaði, göldamorðum og pyntingum sem hafa kostað mun meiri þjáningar og dauða en fram- ferði Serba í Kosvo. Um leið hafa írakar verið einn stórtækari. Hvers vegna styðja Vesturlönd ekki ein- arðar og gamlar kröfur Kúrda um sjálfstjóm eða sjálf- stæði frá ógnarstjómum ríkjanna sem drottna yfir þeim? r A sprungusvæði Saga Kúrda er löng og lengri en saga flestra þjóða Evrópu. Saga þeirra hefur mótast af því að heim- kynni Kúrda eru á hefðbundnum mörkum stórvelda í austri og vestri. Þótt landamæri hafi hreyfst og ríki komið og fariö, þá liggja um lönd Kúrda gömul og nokkuð stöðug mörk á milli ríkja Persa, Araba og Tyrkja eftir að þeir fluttu á svæðið og íttu burt leyf- um rómversk-býzanska ríkisins. Kúrdar hafa aldrei náð að mynda sjálfstætt ríki á þessu gamla sprungusvæði í heimspólitíkinni. í stað þess hefur þeim verið sundrað af stórveldunum í kring. í stríði írana og íraka börðust sumir Kúrdar með írak, aðrir með íran og að und- anfömu hafa Kúrdar í írak verið þvingaðir til þess að hjálpa Tyrkjum gegn Kúrdum í Tyrklandi. Þessi pólitíska óeining, sem stafar ekki síst af veikri stöðu Kúrda gagn- vart ríkjum svæðisins, og nokkur aðgreining eftir tungumálum og siðum, breytir því hins vegar ekki að Kúrdar hljóta að teljast sérstök þjóð, ekki síður en Albanir i Kosovo, múslimar í Bosníu og Tyrkir í Tyrklandi. öflugan stuðning með því að ísrael hefúr gert Tyrklandi að nánasta bandamanni sínum utan Vestur- landa. Ástæðan fyrir því er að bæði ríkin eiga Sýrland að sínum svarn- asta fjandmanni, ísraelsmenn af vel þekktum ástæðum, Tyrkir af enn eldri og flóknari ástæðum. Auk þess að selja Tyrkjum vopn, og sjá um endurnýjun á tyrkneskum flugvélum sem beitt er gegn Kúrdum, þá hafa ísraelsmenn notað óhemjusterk sam- bönd sín í Bandaríkjunum til að reka áróður fyrir málstað Tyrkja gegn Kúrdum. Um leið hefur tekist náið samstarf á milli leyniþjónusta ísraels og Tyrklands. Það segir nokkra sögu að Bandaríkjamenn taka þátt í sam- eiginlegum fundum leyniþjónust- manna Tyrklands og ísraels þar sem rætt er um aðgerðir gegn Kúrdum og hreyfingum sem berjast gegn her- námsliði ísraels í Líbanon og Palest- ínu. ísraelskir flugmenn, sem gera reglulega loftárás- ir á Libanon, hafa fengið aðstöðu til þjálfunar í Tyrk- landi. Þetta nána samband við Tyrkland hefur eitt- hvað verið gagnrýnt í ísrael, þar sem vinir ísraels í Bandaríkjunum hafa gengið svo langt í áróðri fyrir Tyrki að véfengja þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrr á þessari öld, morð tyrkneskra hersveita á einni til tveimur milljónum Armena. Einstöku manni í ísr- ael finnst nöturlegt að afkomendur fórnarlamba helfararinnar í Evrópu skuli reyna að véfengja þjóð- armorðið á Armenum í skiptum fyrir aðstoð við áframhalandi hernám á löndum Araba í Mið-Austur- löndum. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Bandamenn Tyrkja Bandaríkjamenn aðstoðuðu Tyrkja við að handsama skæruliðaleiðtogann Öcalan nú á dögunum, en Tyrkland er einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna í þessum við- kvæma heimshluta. Ótti Bandaríkjamanna við hræringar meðal Kúrda í Tyrklandi er slíkur að þeir hafa tekið höndum saman með Saddam Hussein um þá stefnu að Kúrdar í írak fái aldrei frelsi, frekar en Kúrdar í Tyrklandi. Tímabundin sjálfstjórn Kúrda i Norður írak, nú á meðan menn vilja berja á Saddam Hussein, er keypt því verði að Kúrd- ar viðurkenni að írak skuli ekki klofið og að þeir hjálpi Tyrkjum við hernað gegn Kúrd- um í Tyrklandi, en Tyrkir leggja Bandaríkja- mönnum til flugvelli til árása á írak. Stuðn- ingur Bandaríkjanna við sameinað írak og áframhaldandi ógnarstjórn Tyrkja á svæðum Kúrda í Tyrklandi byggist á þeirri hugmynd að íran sé öðrum ríkjum hættulegra. Sam- kvæmt þeirri kenningu þurfa Vesturlönd og bandalagsríki þeirri á svæðinu, þ.e. einvel- aldsríkin við Persaflóa og ísrael, sameinað írak og sterkt Tyrkland sem mótvægi í póli- tísku valdaspili á þessu svæði. Hinn nýi bandamaður Á síðustu misserum hafa Tyrkir fengið „Hvers vegna styðja Vesturlönd ekki einarðar og gamlar kröfur Kúrda um sjálfstjórn eða sjálfstæði frá ógnarstjórnum rfkjanna sem drottna yfir þeim?“ oðanir annarra Gott hjá Hillary „Mörgum líst vel á þá hugmynd að Hillary Clint- on setjist í öldungadeildina, þó ekki nema fyrir þær sakir aö hún gæti þar með losað sig úr pólitískum hluta hjónabandsins og keppt um eigin valdastöðu. Margar konur myndu sjálfsagt leggja fé í kosninga- sjóðinn í þeirri einu von að sjá frú Clinton sverja embættiseið sama dag og eiginmaður hennar verð- ur atvinnulaus. Hún hefur eytt mestöllum fullorð- insárum sínum í hlutverki eiginkonunnar sem styður við bakið á manni sínum, að vísu i mjög nú- tímalegri útgáfu þess hlutverks." Úr forystugrein New York Times 24. febrúar. Gott andrúmsloft „Hið góða andrúmsloft sem ríkti á fundum Kjells Magnes Bondeviks forsætisráðherra og Yassers Arafats Palestinuleiðtoga endurspegla breytta af- stöðu forsætisráðherrans og flokks hans til Mið- austurlanda. Margir muna hvernig Kristilegi þjóð- arflokkurinn kom í veg fyrir stofnun skrifstofu PLO með palestínskum starfsmönnum í Ósló. í dag hef- ur Bondevik gott samband við báða aðila samtímis því sem stjóm hans hefur betra samband en fyrir- rennarar hans við stjórn Benjamins Netanyahus. Netanyahu mun síður gruna ísraelsvini eins og Bondevik og Knut Vollebæk utanríkisráðherra um að draga taum Palestinumanna eða andstæðing- anna í ísraelska verkamannaflokknum." Úr forystugrein Aftenposten 25. febrúar. Tala í stað þess að skjóta „Fréttin um að Indland og Pakistan hefðu lofað að ræðast við i stað þess að skjóta hvort á annað var góð. Löndin hafa átt í stríði árum saman í Jammu og Kasmír við rætur Himalayafjalla. Tveir þriðjuhlutar svæðisins, þar sem múslímar eru í meirihluta, tilheyra Indlandi og þriðjungur Pakist- an sem er múslímskt. Samskiptin milli landanna hafa valdið áhyggjum á alþjóðavettvangi ekki síst þegar það fékkst staðfest þegar bæði löndin viður- kenndu að þau væru fær um að framleiða kjarn- orkuvopn." Úr forystugrein Politiken 22. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.