Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Side 11
J3V LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 11 „Mundu eftir að fara með barn- ið til tannlæknisins og borga námskeiðið sem við mæðgumar ætlum á,“ sagði konan og setti mér ýmislegt fleira fyrir. Hún þurfti að skreppa í nokkra daga til útlanda og hafði af biturri reynslu nokkrar áhyggjur af frammistöðu manns síns þá daga sem hún varð að treysta á hann. „Þú verður að vekja stelpuna snemma,“ hélt konan áfram, „gefa henni að borða áður en hún fer í skólann og búa til nestið. Þú manst svo að greiða henni og sjá um að hún fari i hlýjum föturn." „Viltu ekki vinsamlega skrifa þetta á miða, elskan," sagði ég, „og hengja hann á kæliskápinn svo ég geti krossað við og áttað mig betur á skyldum mínum við heimili og fjölskyldu." Konan sagði það ekki í sínum verka- hring. Ég gæti gert það sjálfúr fyrst ég væri ekki lengra kominn á þroskabrautinni. Það taldi ég vissara og skrifaði helstu atriðin á æpandi gulan miða og festi á skápinn. Þar bar tannlæknisferð- ina hæst enda hafði é'g lofað að standa mig þar, auk námskeiðsins mikilvæga. „Mundu að tannlækn- irinn er klukkan eitt í dag,“ var það síðasta sem konan sagði áður en hún hvarf í gegnum passaskoð- unina á Keflavíkurflugvelli. Við feðginin kinkuðum kolli og veif- uðum þar til hún hvarf upp rúllu- stigann og inn í glæsiheim frí- hafnarinnar. Ábyrgð í nokkra daga Dóttir okkar er á tiunda ári og því dugleg að bjarga sér. Á það treysti ég þessa daga ábyrgðar minnar sem í hönd fóru. Þá vissi ég að eldri dóttir okkar hjóna var betri enginn. í huganum ákvað ég því að kalla hana tO nokkurrar aðstoðar. Það átti ekki síst við um fataval yngri stúlkunnar komandi skólamorgna sem og að greiða hénni. Hún er með þykkt og mik- ið hár. Það er því ekki átakalaust að komast í gegnum haddinn. Ég er klaufi við það en sú eldri föður- betrungur. Þegar heim kom af flugvellin- um las ég þau fyrirmæli, á gula listanum, að örverpið okkar ætti að vera heima þann dag. Stúlkan var að jafna sig eftir flensuna. Jafnframt stóð þar að mér bæri að hringja í skólann og láta vita. Flugvélin fór svo snemma að ég gat sinnt þessari tilkynninga- skyldu áður en ég fór í vinnuna. Áður en ég fór fékk hún hósta- mixtúruna, samkvæmt gula blað- inu, blöð og liti og barnamyndir á spólum til þess að drepa tímann í einverunni. Ég lofaði að vera í símasambandi. Sjálfsagt að hliðra til Ég hafði alveg gleymt mér í vinnunni þegar síminn hringdi. Hjartað tók eitt aukaslag þegar kona á línunni kynnti sig og sagð- ist vera á tannlæknastofu dóttur okkar hjóna. Ég leit í fáti á klukk- una og varð hugsað til konu minnar um leið enda taldi ég víst að ég hefði þegar á fyrsta degi klúðrað helstu fyrirmælunum á gula miðanum. Mér létti hins veg- ar við það að konan á tannlækna- stofunni var blíð á manninn ef ekki biðjcmdi. Hún sagði að að- stæður hefðu breyst á stofunni og spurði því í mestu vinsemd hvort hugsanlegt væri að breyta komu- tíma stúlkunnar. Ég áttaði mig á því að ég hafði sloppið með skrekkinn. „Jú“, sagði ég og dró seiminn, „ég reyni að koma því við.“ Ég þakkaði hinum breyttu aðstæðum á tannlæknastofunni bæði hátt og í hljóði um leið og ég skaust eftir baminu. Við mættum því til tannlæknisins á réttum tíma og fengum að auki þakkir fyrir tillitssemina. Ég þakkaði kurteislega en vildi gera lítið úr. Sjálfsagt væri að hliðra til. Skoð- unina tók fljótt af og barnið fór aftur heim í spóluheiminn. Súpa og dós af vatni Ég hafði vart stappað af mér snjóinn i ganginum heima það kvöld þegar söngurinn hófst. „Það Laugardagspistill Jónas Haraidsson er ekkert til hérna, hvorki brauð né mjólk. Mamma sagöi að þú ætt- ir að elda.“ Eldri systkinin höfðu greinilega komið á undan mér heim. „Við skulum nú sjá,“ sagði ég og opnaði skápinn með gula miðanum. Hann var eins og eyði- mörk. Ég renndi fram nokkrum skúffum og fann sveppasúpu í dós. „Væri ekki fint að fá sér súpu?“ spurði ég um leið og ég brá dósahnífnum á loft. Börnin störðu orðlaus á föður sinn. Það tækifæri nýtti ég mér og skellti innihald- inu í pott og las tillögu að upp- skrift á dósinni. „Hellið innihald- inu í pott og bætið við einni dós af vatni. Hrærið vel í innihaldinu að suðu. Til þess að bæta súpuna má blanda vatni og mjólk saman til helminga." Heimilið var mjólkur- laust svo ég hélt mig við fyrri til- löguna. Á skúffubotninum fann ég kínverska sveppadós og bætti út í. Þá loks fékk yngri dóttirin málið og hrópaöi: „Ég vil ekki sveppi." Þau eldri máttu enn ekki mæla. Það varð afgangur af súpunni og breytti litlu þótt ég sigtaði alla sveppi frá. Eftir á velti ég þvi fyr- ir mér hvort viðtökumar hefðu orðið betri með seinni uppskrift- inni. Alltaf fjölbreyttur, sá gamli „Mamma segir að ég eigi að hafa miða með í skólann og vera inni í frímínútum," sagði yngri dóttirin næsta morgun. „Mundu eftir að skrifa hann áður en þú ferð.“ Ég játti því og vakti um leið þá eldri og bað hana að hafa syst- ur sína til, greiöa henni og útbúa nestið. Með það var ég rokinn. Eldri dóttirin leyfði sér það að hringja í mig í vinnuna þegar nokkuð var liðið á daginn. „Þú gleymdir að skrifa miðann," sagði hún. „Ég þurfti að gera það,“ sagði hún með raddblæ 17 ára stúlku sem hefur skyndilega mátt axla hlutverk foreldris af fullum þunga. „Það var heldur ekki til brauð og ekki kókómjólk sem systir mín á að hafa með sér í skólann." Auðmjúkur lofaði ég bót og þakkaði henni aðstoðina. Ég kom þvi við í búðinni á heimleiðinni, keypti mjólk, brauð og sitthvað smálegt. Málið vand- aðist þegar kom að aðalréttinum. I kjötborðinu gat aö líta allt dýra- lífið, svín, kindur og jafnvel fol- ald. Fiskmegin blönduðust hinir ýmsu fiskréttir sósum og rækjum, grænmeti og kryddi. Ég valdi vín- arpylsur. „Ertu með pulsur,“ sagði strákurinn á heimilinu, nokkuð kominn á þrítugsaldur. „Maður hefði svo sem getað sagt sér það sjálfur. Alltaf fjölbreyttur, gamli maðurinn," sagði hann og klappaði föður sínum á öxlina. „Þetta er þó framför frá súpunni," bætti hann við og mundi gær- kvöldið greinilega. Æðri matargerðarlist Næsti morgunn var þvi betri. Það var bæði til brauð og kókó- mjólk og bamið fór nýgreitt í skólann, meira að segja með inni- verumiða frá föður sínum. Ég fylgdist símleiðis með barninu eft- ir að það kom heim úr skólanum og valdi hakk og pítubrauð af miklu sjálfsöryggi á heimleiðinni. Ég lét það vera að biðja kjötaf- greiðslumanninn um uppskrift- ina. „Nú,“ sagði strákurinn stóri og glotti, „það er bara ævintýra- mennska í matargerðinni. Kallinn er ekkert annað en „gourmet". Mundirðu eftir pítusósunni?" Ég bað hann vel að lifa og gera sér þetta að góðu án sósunnar. „Mamma hefur alltaf sósu með,“ sögðu stelpurnar einum rómi. „Mamma er í útlöndum," sagði ég, „og ekki orð um það meir.“ í því hringdi síminn. Mamman á heimilinu var greini- lega með hugann heima og vildi vita hvemig gengi. „Eins og i sögu,“ sagði ég. „Blessuð bömin era bæði hrein og hlýðin og full af næringarefnum. „Fórstu með hana til tannlæknisins?" spurði konan. „Já, elskan, dettur þér annað í hug?“ Konan var í útlönd- um og kaus því að segja ekki hug sinn allan. Kíkt á gátlistann „Megum við tala við mömrnu", sögðu bömin öll í kór. Ég fékk það á tilfinninguna að þau gerðu upp á milli foreldra sinna. Sú yngsta byrjaði og ég heyrði að hún sagði stuttlega frá tannlækn- isferðinni en annað var henni hugleiknara: „Mamma! Pabbi gef- ur okkur bara pulsur, hakk og ógeðslega súpu. Hún var með kekkjum og sveppum. Svo gleymdi hann að kaupa kókó- mjólk og nesti." Þaö mátti merkja á framhaldi samtalsins að móðirin reyndi að stappa stálinu í barnið. Þess væri ekki langt að bíða að hún kæmi heim. Um leið leit ég á gula mið- ann á kæliskápnum, svona rétt til þess að fullvissa mig um að merkt væri við allt sem ég átti að gera. Miðjubarnið var komið i símann þegar ég áttaði mig á því að einu hafði ég gleymt, að borga nám- skeiðiö mikilvæga sem mæðgurn- ar ætluðu á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.