Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 15
JLlV LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Ólyginn sagði... 1 ss I ... að Brad Pitt hefði fengið lagaverði til að halda hinni nítján ára gömlu Anthenu Marie Roiando frá húsi sínu. Anthena braust sem kunnugt er inn í hús hans og dvaldi næturlangt í svefnherbergi hans. Henni hef- ur nú verið bannað að hafa samband við leikarann og má ekki koma nær Brad en sem nemur 100 metrum. ... að Brad hefði átt að leika á móti Gwyneth Paltrow í kvikmyndinni Duets. Sú sam- vinna var gefin upp á bátinn um leið og ástin yfirgaf þau. Síðan hafa framleiðendur myndarinn- ar verið á fullu við að ná sér í al- mennilegan staðgengii. Þeir hafa loksins fundið einn óþekktan og er nafn hans Scott Speedman. ... að Madonna hefði nú þegar fengið leikskóla fyrir dóttur sína Lourdes. Madonna og barns- faðir hennar, Carlos Leon, tóku barnið sitt með í viðtal í virtan leikskóla á Manhattan og flaug barnið inn. ... að Ulrika Jonsson geti andað léttar. Þannig er mál með vexti að Nicholas nokkur Rathbone var búinn að áreita hana og elta um allt í nokkurn tíma. Hann sendi henni bréf og blóm og taldi sig vera nokkuð vingjarn- legan. Hann fannst látinn í bíl sínum sama dag og hann átti að mæta fyrir rétt vegna áreitn- innar og hafði greinilega svipt sig lífl. sviðsljós Dustin Hoffman: Dýr fyrirsæta Celine Dion: Verflur henni rænt? Margir myndu segja að Dustin Hoífman væri einn besti leikari í heimi og er sú væntanlega raunin: hann er ómetanlegur - eins og Perl- an. Dómari nokkur hefur þó sett verðmiða á leikarann og kom það til vegna þess að ósvífið amerískt blað birti myndir af Dustin í gervi Tootsie frá 1982 í tískubálki sínum. Dustin leist mjög illa á að vera settur í auglýsingar. „Leikur í aug- lýsingum," segir Dustin, „bendir til þess að leiklistarferillinn sé á niður- leið.“ Dómarinn úrskurðaði að tímaritið þyrfti að borga Dustin 120 milljónir króna, væntanlega í doll- urum. Céline Dion tekur sér væntanlega frí frá söngnum á næstunni og er mikið rætt um hvað taki þá við hjá henni. Fregnir herma að hún ætli að snúa sér að leiklistinni. Sagt er að hún hafi hringt í vinkonu sína, Börbru Streisand, og boðist til að leika í þáttaröð mannsins hennar, James Brolin. Hún á meira að segja að hafa lagt til söguþráðinn og hlut- verkið. Celine verður rænt og James bjargar henni. Barbra á að hafa sagt að hún myndi nefna þetta við James en ennfremur hugsað þegar hún lagði tólið á að eina konan sem James ætti að bjarga væri hún sjálf. VERÐ 29. ' 6 hausa Long Play ■ Nicam Stereó 1 Super Int. myndkerfi 1 Upptökumynni 1 Aögerbir á skjá 1 Sjálfleitari Tvö Scart tengi RCA tengi NTSC afspilun Index leitun Hægspilun Fjarstýring Q o o C/D SÍÐUMÚLA 2 GRUnDIG KV8001 • 2ja hausa • Sjálfleitari • Scart tengi • Upptökuminni • Show View • Fjarstýring • RCA tengi VERÐ 19.900 ►tgr. TEtiSAi TVR500 • 2ja hausa • Hægspilun • Scart tengi • Upptökuminni • Sjálfhreinsihaus • Fjarstýring • Sjálfleitari VERÐ 17.90C AKAI VSG286 • 2ja hausa Long Play • NTSC afspilun • Scart tengi • Upptökuminni • Show View • Fjarstýring • Sjálfleitari • RCA tengi TEtiSAÍ TVR405 • 6 hausa Long Play • Sjálfleitari • 2 Scart tengi • Nicam Stereó • Show View • Fjarstýring • Upptökuminni • RCA tengi VERÐ 26.90C AKAI VSG875 • 6 hausa Long Play • Nicam Stereó • Super Int. myndkerfi • Upptökumynni • Sjálfleitari • A&ger&ir á skjá • Hægspilun • Index leitun • NTSC afspilun • Tvö Scart- og RCA tengi aö framan og á baki • Fjarstýring SÍMI568 9090 www.sm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.