Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 26
26 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 #igt fólk Elísabet Sif Haraldsdóttir er átján ára en hún byrjaði að dansa átta ára gömul. Fór hún vegna þess að hana langaði sjálfri eða sendu foreldrarnir hana af stað? „Bæði og,“ segir Elísabet. „Sigurður Hákonarson þekkti pabba og vissi af mér. Hann spurði hvort ég vildi prófa að koma í dans og ég ákvað að fara í einn tíma. Síðan langaði mig bara ekki að hætta." „Málið var ekki svona einfalt," segir Haraldur, faðir Elísabetar, sem stutt hefur dóttur sína með ráðum og dáð. „Ég átti þijú önnur böm sem kepptu í hand- og fótbolta en það var svo dýrt að ég hugsaði með mér að best væri að láta síð- asta barnið í eitthvað ódýrara, svo sem einn tíma í dans á viku, en nú er hún að setja mig á hausinn,“ segir Haraldur og hlær. „Þetta eru hræðileg fjárútlát en um leið er ég auðvitað að fjárfesta í framtíð dótt- ur minnar og ég geri mér grein fyr- ir að það tekur tíma. Ef hlutimir ganga upp, sem viö vonum að þeir geri, þá gefur dansinn vel af sér en enn þá er allt mjög erfitt. Þau þurfa að komast í þá stöðu að vera ein af sex bestu í Evrópu en þá verða þau boðin á allar keppnir." Elísabet Sif og Rafick Hoosain lentu í 7.-12. sæti í UK Open keppn- inni sem haldin var 18.-20. janúar en sú keppni er ein af þeim stærstu í heimi þar sem dönsuðu 175 danspör frá mörgum löndum. Einnig var árangur þeirra glæsi- legur í Kopenhagen Open keppn- inni þar sem þau lentu í 9. sæti af 100 pömm. Elísabet hefur verið í London að dansa í rúm tvö ár. Hún er ekki í dansskóla en einkaþjálfun verður hún að hafa þar til hún kemst út úr því að vera áhugamaður yfir í að vera meistari. Þá fer hún sjálf að taka fólk í kennslu og getur keppt sem atvinnumaður. „Það eina sem við gemm er að æfa,“ segir hún. Við æfum alla daga og tökum svo einkatíma þegar þjálfarinn okkar er á landinu. Ekkert er annað gert. Fyrst þegar ég fór út dansaði ég við breskan strák í rúmt ár og gekk vel. Við kepptum í dansi undir 21. árs og áður en við hættum vorum við farin að vera í þriðja til fjórða sæti í flestum mótum. í fyrra vor- um við breskir meistarar. Síðan hættum við að dansa saman vegna þess að okkur samdi alls ekki.“ Elísabet segir að það sé engin framtíð í að eiga dansfélaga sem manni semur ekki við því dansfé- laginn sé nokkum veginn eins og maki manns. AUtaf eru dansfélag- amir saman. Æfa saman, ferðast saman og búa jafnvel á sama stað, sem er auðvitað ómögulegt ef þau era ekki vinir. Elísabet Sif Haraldsdóttir og Rafick Hoosain frá Suður-Afríku hafa dansað saman í tæpt ár en hafa þegar náð glæsileg- um árangri á erlendum stórmótum. DV-mynd Pjetui Er ad setja föðurinn Elísabet og Rafick byijuðu að dansa saman í lok júlí á síðasta ári. „Við höfðum ekki þekkst áður en vissum hvort af öðra. Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum náð góð- um árangri en það er erfitt þegar horft er til þess að á mótunum era að keppa pör sem hafa dansað saman í mörg ár og verið á háu stigi mjög lengi.“ Það era suður-amerískir dansar sem parið dansar. Elísabet segir að margir aðrir dansar þyki henni spennandi en hún sjái sína framtíð í suður-amerísku dönsunum. „Suður- amerískir dansar era þó ekki bara ebm stíll þar sem þeir era samsettir úr fimm dönsum auk þess sem við eram með ballettspor, djassballett- spor og fleira sem við blöndum sam- an við okkar túlkun." Hvað era þau að gera á íslandi núna? „Við eram að heimsækja fjölskyld- una og undirbúa okkur fyrir úrtöku- mót heimsmeistaramótsins þar sem við höfum áhuga á að keppa fyrir ís- lands hönd. Það eru aðeins valin tvö pör sem fá að fara á heimsmeistara, Evrópu- og Norðurlandamótið." Gerið þið ykkur vonir um að kom- ast þangað? „Já,“ segir Elísabet og hlær. Enda er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn. -þhs Elísabet Sif og Rafick í Ijúfri suður-amerískri sveiflu. ... í prófíl Elva Rut fim- leikadrottning Fullt nafn: Elva Rut Jónsdóttir. Faeðingardagur og ár: 6. janúar 1979. Maki: Enginn. Börn: Engin. Starf: Nemi í Rensborgarskóla í Hafnarfirði. Skemmtilegast: Fimleikar og að vera með vinum minum. Leiðinlegast: Að læra undir próf. Uppáhaldsmatur: Kjúklinga- bringur að hætti mömmu og svo er ég algjör eplafíkill. Uppáhaldsdrykkur: Greip- toppur. Fallegasta manneskjan: Litli bróðir minn var voðalega fal- legur þegar hann fæddist. Fallegasta röddin: Allir sem geta sungið fá mitt atkvæði enda er ég sjálf gjörsamlega laglaus. Uppáhaldslíkamshluti: Aug- un. Hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni: Hlutlaus, enda fylgist ég lítið með henni. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú viljaj eyða nótt? Það er örugglegaj notalegt að kúra hjá Simba. Uppáhaldsleikari: Nicholas j Cage og Siggi Sigurjóns. Uppáhaldstónlistarmaður: Enginn sérstakur. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Eru þeir sætir? Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Friends. Leiðinlegasta auglýsingin: Skjáauglýsingar. Leiðinlegasta kvikmyndin: Pret-a-porter. Sætasti sjónvarpsmaður-1 inn: Þórhallur Gunnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur, enda get ég ekki sagt að ég stundi þá mik- ið. Besta „pikköpp“-iínan: Hef greinilega ekki fundið hana j enn! Hvað ætlar þú að verðal þegar þú verður stór? Égl efast um að ég verði mikið, stærri. Eitthvað að lokum? Nei, takk, ég held bara ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.