Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 27 %!önd Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Askrifendur fá oW rniili _ aukaafslátt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV DV 550 5000 Morðið á Stephen Lawrence: Svört samviska Breta STirriK 20 % afsláttur frá 27.2. - 4.3. Opfö suuniidag 13 - 17 Falleg glervara með 20-30% afslætti Klapparstíg 35 • Sími 561-3750 Sex árum eftir morðið á svarta unglingspiltinum Stephen Lawrence í London gera Bretar nú upp við kynþáttahatur sem gegnsýr- ir þjóðfélagið og opinbera kerfið. í vikunni var birt skýrsla þar sem lögreglan er harðlega gagnrýnd fyr- ir vanhæfni og kynþáttahatur. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heitir herferð gegn rasismanum. Sex ára barátta foreldra Stephens, Doreen og Nevilles Lawrences, við lögregluna og dómskerfiö hefur því ef til vill ekki verið árangurslaus. Stephen Lawrence var 18 ára fyrir- myndarnemandi sem dreymdi um að verða arkitekt. En þegar hann beið á strætisvagnastöð i Eltham í suðausturhluta London kvöldið 22. april 1993 ásamt vini sínum réðust fimm ungir piltar á hann og stungu hann í hálsinn. Stephen Lawrence var svartur. Morðingjarnir voru hvítir. Þeir hrópuðu ókvæðisorð um blökkumenn þegar þeir stukku á brott. Stephen skjögraði um 250 metra eftir götunni áður en hann hneig niður. Hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. „Ég sagði við hann að við skyld- um ekki fara þangað,“ sagði vinur Stephens, Dwaine Brooks, sem er svartur en slapp óskaddaður frá árásinni. „Það eru of mörg hvít gengi í þessu hverfi.“ Sonarmissirinn var erfiður fyrir foreldrana sem flutt höfðu frá Jama- ica til London til aö freista gæfunn- ar. Sorgin blandaðist hins vegar bit- urleika þegar þeim varð ljóst að rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard hefðu ekki í hyggju að upplýsa morðið. Vinur hins myrta handjárnaður Fyrsta vísbendingin kom þegar á morðstaðnum við komu lögreglunn- ar þangað. Dwaine Brooks lýsti hvítu piltunum fimm og benti í þá átt sem þeir höfðu hlaupið. En lög- reglan handjárnaði Dwaine og hafði meiri áhuga á að fá að vita hvort hann eða vinur hans, sem hafði ver- ið stunginn, hefðu einhvem tíma komist í kast við lögin. Doreen og Neville Lawrence þótti einnig sem komið væri fram við þau eins og sakamenn í staðinn fyr- ir fómarlömb. Þegar þau spurðu hvers vegna enginn hefði verið handtekinn svöruðu lögreglumenn- irnir að þögnin ein mætti þeim í hverfinu. Þegar fimmmenningarnir voru handteknir---------3s»r----- tveimur vikum seinna og kærðir i vísaði dómari máli þeirra frá vegna í ónógra sannana. ‘‘ _________ Foreldrar Stephens kærðu lögregluna fyrir að hafa ekki rannsakað málið nógu vel. Ástæðuna sögðu þau vera þá að fórnarlambið hefði verið svart og morðingjarnir hvítir. Yfirmaður Scotland Yard í London, sem nú hef- ur beðið íjölskylduna afsökunar, vísaði ásökunum á bug. Lögreglan Kastað var eggjum í hina grunuðu eftir yfirheyrslu í júní 1998. Símamynd Reuter hreinsaði sjálfa sig af öllum ásökun- um i innanhússrannsókn. En eftir stjórnarskiptin í maí 1997 fyrirskipaði hinn nýi innanríkisráð- herra stjórnar Verkamannaflokks- ins, Jack Straw, óháða rannsókn á málinu. Síðan hefur Scotland Yard orðið að viðurkenna að morðrannsókn- inni hafi verið ábótavant frá upp- hafi til enda. Samkvæmt skýrslu dómarans, Williams Macphersons, sem kominn er á eftirlaun, er lög- reglan í London gegnsýrð cif „stofn- anabundnu kynþáttahatri“ sem nái ekki bara til annarra lögregluum- dæma heldur einnig til annarra stofnana eins og til dæmis skóla og bæjaryfirvalda. Lögreglan veitti ekki skyndihjálp Vinnubrögð lögreglunnar í máli Stephens hafa vakið furðu og hneykslun. Enginn lögreglumaður veitti Stephen skyndihjálp á morð- staðnum þar sem hann lá í blóði sínu. í stað þess að koma fram við Dwaine Brooks sem vitni var farið með hann eins og sakamann og -----!----------hann handjárn- aður. Þrátt fyrir að lögreglan i fengi margar vís- | bendingar sem I bentu til að fímmmenning- ■■/ arnir hefðu verið að verki var lög- reglan svifasein. Reyndar kvaðst lögreglan ekki hafa getað fengið neinar upplýsing- ar í hverfinu. Bent hefur verið á að einn lögreglumannanna, sem rann- sakaði málið, er kunningi fóður eins hinna grunuðu. Þegar Doreen Erlent fréttaljós Lawrence lét lögregluna fá blað með nöfnum mögulegra morðingja sonar hennar bögglaði lögreglumaöurinn blaðið í lófa sér eins og það væri rusl, að því er hún greinir frá. Það var ekki fyrr en Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, fordæmdi morðið í heimsókn sinni til Bret- lands sem lögreglan hóf rannsókn fyrir alvöru. Þá var það of seint. Vegna vanrækslu lögreglunnar voru ekki lengur til nein sönnunar- gögn gegn fimmmenningunum Jamie og Neil Acourt, David Norris, Luke Knight og Gary Dobson. Ekki var hægt að fá neinn dómara til að taka mál þeirra fyrir. Leynilegar myndbandsupptökur Síðar hafa leynilegar myndbands- upptökur lögreglunnar sýnt hvemig fimmmenningamir hafa sýnt hver öðmm hvemig Stephen var stung- inn til bana. Fimmmenningunum, sem neita allri aðild að morðinu, var skipað að bera vitni frammi fyr- ir rannsóknarnefnd en þeir neituðu að svara spurningum. Dagblaðið Daily Mail brást i fyrra með því að birta nöfn fimmmenninganna og myndir af þeim. Á forsíðu blaðsins voru þeir kallaðir moröingjar Stephens. Þegar mæður piltanna fimm lýstu því yfir í viðtali við BBC fyrir viku aö saklausir synir þeirra sættu of- sóknum hvatti Daily Mail þær til að höfða meiðyrðamál gegn blaðinu til að dómstóll gæti beint eða óbeint tekið afstöðu i málinu. Þrátt fyrir svarta skýrslu kvaðst innanríkisráðherra Bretlands hafa beðið yfirmann lögreglunnar í London, Paul Condon, um að gegna áfram embætti þar til hann fer á eft- irlaun eftir 10 mánuði. Doreen Lawrence er ósátt við þá ákvörðun. Hún sagði að Condon nyti ekki trausts blökkumanna þar sem hann hefði hvað eftir annað varið undir- menn sína. Byggt á Reuter og Jyllands-Posten Doreen dg Neville Lawrence fyrir framan mynd af syni sínum sem var myrtur í apríl 1993. Símamynd Reuter • Líli] og létt en ótriilega öflug • 1350W • Axlaról • Stillanlegur sogkraftur •Afastur afþurrkunarbursti HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 AÐALFUNDUR Aóalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veróur haldinn mánudaginn 8. mars kl. 20:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aóalfundarstörf 2. Breyting á reglugeró Sjúkrasjóös VR Rowenta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.