Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Side 48
«, tfeiðivon LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1999 Veiðieyrað: Litla flugan með hnýtingakeppni þessa ráðstefnu enda kom þar margt fróðlegt fram. Eins og það hver eigi að gæta hagsmuna heiðargæsanna, þegar á að sökkva varplandi þeirra. Heiðargæsin virðist eiga fáa málsvara meðal þeirra sem ráða í þessu þjóðfélagi. Hvernig sem skyldi nú standa á því. En er Skot- veiðifélags íslands ekki rétti málsvari þeirra? Það hlýtur að vera. Gengur vel að selja í Blöndu Veiðin gekk feiknavel í Blöndu í fyrra og lokatölur úr ánni eftir síð- asta sumar voru 2600 laxar. Vel gengur að selja veiðileyfi í ána og komast færri að en vilja. Dagarnir seljast eins og heitar lummur. Margir hafa gælt við að komast á svæði tvö uppi á dal en það er ekki hægt fyrr en seint í ágúst. Aðsóknin er það mikil, svo maður tali nú ekki um svæði eitt, þar komast færri að en vilja. En veiðimenn geta nú huggað sig við að svæði íjögur í Blöndu er enn- þá á lausu, svo og veiðiréttur í Blöndulóni í sumar. Þar veiðist vel af bleikju og nokkrir laxar á hverju sumri. Vatnið var fúlipyttur Dorgveiðimenn hafa töluvert ver- iö á ferðinni síðustu daga og rennt fyrir fiska í vötnum landsins með misjöfnum árangri. Við fréttum af einum sem vissi af góðu vatni og ætlaði að renna fyrir fiska þar. Reyndar var oft mikill gróður i vatninu þegar leið á sumarið en flskur var þónokkur í því. Mætti veiðimaðurinn á svæðið með bor- inn sinn og boraði holu. En þá byrj- aði nú fjörið fyrir alvöru því dullufnikur kom upp úr vatninu góða og vinurinn var fljótur að koma sér í burtu. Þó hann væri með bullandi veiðidellu var lyktin of slæm. Veiðimenn gera ýmislegt til að stytta biðina eftir næsta veiðisumri en sú bið styttist óðum með hverjum deginum. Litla flugan og Partridge hafa ákveðið að efna til fluguhnýtingar- keppni og verður keppt í 6 flokkum en tveimur aldurs- hópum. Þátttakend- ur skulu skrá sig í Litlu flugunni þar sem þeir fá í hend- ur efnislista og öngla frá Partridge til notkunar í keppninni. Þetta verður að gera fyr- ir 13. mars. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta skrifað eða hringt í Litlu fluguna og þeim verður sinnt eftir bestu getu. Þátttakendur skulu hafa skilað inn flugum sínum í keppnina með dulefni fyrir 15. apríl 1999, ásamt lokuðu umslagi sem inniheldur rétt nafn keppandans ásamt heimilis- fangi og símanúmeri. Glæsileg verðlaun eru í boði í báðum flokkum enda úrvalið mikið af þeim flugum sem á að hnýta: Green Highlander, Dimmalimm, Watson Fransy, Peter Ross, Þingey- ingur og Teal and black, svo fáeinar séu nefndar til sögunnar. Dómnefnd skipa Bjami R. Jóns- son formaður, Skúli Kristinsson, Jón Bragi Gunnarsson og Árni Baldursson. Úrslit verða kynnt í Litlu flugunni laugardaginn 24. apr- íl klukkan 14 og verðlaun jafnframt afhent. Hreyknir veiðimenn með vænan afla. Vemdari keppninnar er Kristján Kristjánsson sem er öllum hnútum kunnugur í svona keppnum þar sem hann hefur haldið þær nokkrar í gegnum árin með góðum árangri. Loftur Atli veiddi þann stærsta Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur er mönnum ennþá í fersku minni, enda stutt síðan hún var haldin. Við sögðum frá 8 bikur- um síðustu helgi en tveir urðu eftir af tæknilegum ástæðum. Daiwa- bikarinn er gefinn af Seglagerðinni Ægi og veittur þeim sem veiðir Umsjón Gunnar Bender stærsta laxinn í Gljúfurá í Borgar- firði á leyfilegt agn. Bikarinn hlaut Bjöm Gunnlaugsson fyrir 7 punda hæng sem hann veiddi í júní á maðk í Skurðinum. Vesturrastar- bikarinn er geftnn af versluninni Vesturröst og er hann veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á veiðisvæðum fé- lagsins á leyfi- legt agn. Loftur Atli Eiríksson hlaut bikarinn fyrir 20 punda hæng sem hann veiddi í Skarðs- streng í Stóm- Laxá í Hreppum á maðk í ágúst. Veiðiferð þeirra Hilmars Hanssonar og Lofts Atla í ágúst gaf þeim Gull- og silfúr- fluguna og tvo bikara fyrir veiðina i Stóm- Laxá í Hreppum enda veiddu þeir feiknavel á svæði eitt og tvö. Bikarar hjá Skaga- mönnum Aöcdfundur Stangaveiðifé- lags Akraness var haldinn fyrir skömmu og þar vom veitt verðlaun fyrir stærstu fiskana. Magnús Magnússon veiddi stærsta laxinn sem vó 16 pund og Jóhann Gestsson fékk þann stærsta sem beit á flugu félagsmanna, var fiskurinn 7 pund. Skotveiðifélagið og gæsirnar Skotveiðifélag íslands sýndi það og sannaði fyrir skömmu að félagið er svo sannarlega þarft. Fyrir skömmu hélt félagið ráðstefnu um áhrif vatnsaflsvirkjana á heiðar- gæsastofhinn. Mættu fjölmcirgir á Bridgehátíð '99: Handbragð atvinnumannanna sést í gegn íslenskir bridgemenn hafa oft staðið sig betur en á Bridgehátíð í þetta sinn, utan Ragnar Magnússon og Sigurður Vilhjálmsson. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að handbragð erlendu atvinnumann- anna skín í gegn. Sagnir, vöm og sókn em hnitmiðaðri og raunar kemur það ekki á óvart því afkoma þeirra byggist á þvi að halda villum i lágmarki. Ég fylgdist með Zia og Shenkin í nokkram leikjum þeirra og þótt Shenkin stæði sig vel var spila- mennska Zia á köflum óaðfinnan- leg. Auðvitað brá hann á leik á stundum fyrir áhorfendur eins og Zia er einum lagið. Hér er spil frá leik þeirra við sveit af Suðumesjum þar sem þeir sögðu slemmu í tveim- ur sögnum og tóku inn 11 impa, sem er dýrmætt í 10 spila leikjum. N/n-v ♦ 976532 ♦ K96 ♦ 2 * D76 * ÁD1084 «* 53 * G754 * KG * G «* ÁD108742 * 983 * 104 * K * G * ÁKD106 * Á98532 Með Zia og Shenkin í n-s gengu sagnir á þessa leið: Noröur Austur Suður Vestur pass 3 ^ pass! 4 * pass pass 4 Gr pass 6 + pass pass pass Það er athyglisvert að Shenkin segir pass við þremur hjörtum með sín sterku spil. Raunar á hann enga góða sögn því þrjú grönd væra til \ 1 ' # Mæla mig hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apófekum, góður fyrir mig og mömmu. ThermoScan BRfiun Zia og Shenkin spá í sagnirnar. Fjöldi áhorfenda fylgist með. þess að spila. Fjögur hjörtu og fjög- ur grönd koma til greina en líklega hefir þessi staða ekki verið rædd hjá þeim félögum. Hins vegar er ólíklegt að þrjú hjörtu verði pössuð út. Ákvöröun vesturs um að taka ekki fómina í sex hjörtu er umdeil- anleg, en væntanlega hefir hann verið hræddur um að n-s ættu alslemmu. Vöm í sex hjörtum dobluðum gæti verið áhugaverð því n-s verða að trompa tvisvar út til þess að ná spilinu þijá niður sem er lítið upp í slemmu á hættunni. Það er freist- andi fyrir suður að skoða blindan með tígulás, en þá er allt um sein- an. Trompi hann út verður sagnhafi að taka á kónginn í blindum og spila tígli. Zia verður að hoppa upp með gosann til þess að trompa aftur út og það hefði hann áreiðanlega gert. Stefán Guðjohnsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.