Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020- Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMiÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Agaleysi í umferðinni Umferðin tekur árlega mikinn toll. Óbætanlegt er manntjónið sem er fylgifiskur umferðarslysanna. Hvert líf er dýrmætt og hryggilegar fréttimar sem greina frá dauðaslysum. Oft á í hlut ungt fólk sem á lífið fram und- an. Eftir sitja harmþrungnir ættingjar og vinir. Þeir sem slasast í bílslysum stríða oft lengi við afleiðingarnar og sumir hljóta varanleg örkuml. Líf þeirra sem og þeirra nánustu breytist. Ekkert verður eins og áður. Á bak við stutta frétt um bílslys, sem einu sinni birtist, fylgir oft mikil saga. Sú barátta sem við tekur fer hins vegar sjaldnast hátt. Þetta er rétt að hafa í huga þegar mesta umferðarhelgi ársins gengur í garð. Bíllinn er almenningseign og veitir okkur mikið frelsi. Menn geta farið á skammri stundu hvert á land sem er og nýta sér það óspart. En það fylg- ir því ábyrgð að aka bíl. í umferðinni taka menn ábyrgð á sjálfum sér, farþegum sínum og öðrum vegfarendum. Bíllinn er ekki leikfang. Ökuferðin getur breyst í harm- leik bregði eitthvað út af. Bílaframleiðendur hafa aukið öryggi bíla sinna. Far- þegarými er styrkt sérstaklega og fram- og afturendar bíla byggðir til þess að taka við höggum. Hið sama gild- ir um vörn við hliðarárekstrum. Þá eru flestir nýir og nýlegir bílar búnir öryggispúðum sem blásast út við árekstur. Bílbeltanotkun er skilyrði þess að þeir komi að notum verði bíllinn fyrir höggi. Bílbelti eru öryggistæki sem sannarlega bjarga mannslífum og draga úr skaða í slysum. Notkun þeirra er enda lögbundin. Vegakerfi hér hefur batnað til muna undanfarin ár. Varanlegt slitlag hefur tekið við af malarvegum á flöl- fömustu leiðum. Betri bílar og bætt vegakerfi koma þó ekki í veg fyrir bílslys. Þar reynir sem fyrr á vegfarend- ur, fæmi, aðgæslu, tillitssemi og ábyrgð. í umferðinni verður að fara eftir settum reglum en þar er mikill mis- brestur á. íslendingar eru agalausir í umferð. Fjöldi öku- manna virðir ekki hraðatakmörk, aðrir sinna ekki boð- um umferðarljósa eða umferðarmerkja. Gangandi vegfar- endur ana hugsunarlaust yfir götur, jafnvel á móti rauðu ljósi. Dagfarsprúðir menn hafa hamskipti undir stýri og gefa ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Það er áberandi að ökumenn í öðrum löndum sýna ná- unganum í umferðinni yfirleitt meiri tillitssemi en tíðkast hérlendis. Það á við við um Evrópulönd og Banda- ríkin. Gefi ökumaður ytra til kynna breytta akstursstefnu getur hann reiknað með að næstu menn hliðri til. Hér- lendis er slík hegðun fátíðari og mörg dæmi um að næstu menn gefi frekar í en að hægja á, öðrum til aðstoðar. Þarna er almennur misbrestur í uppeldi og þörf á breyttu hugarfari. Foreldrar kenna bömum sínum regl- ur umferðarinnar og það er þeirra að sýna gott fordæmi. Börn læra að bíða eftir græna karlinum á umferðarljós- um en fullorðna fólkið skaðar til frambúðar með því að brjóta reglurnar að þeim aðsjáandi. Unglingamir fylgjast með foreldrum sínum við akstur og taka upp ósiði þeirra, hvort sem um er að ræða brot á reglum eða til- litsleysi. Unglingar mega taka bílpróf 17 ára gamlir. Töl- ur sýna að fjórir af hverjum tíu þeirra valda tjóni á fyrsta akstursári sínu. Það er ekki náttúrulögmál og verður að breyta. Lögreglan og umferðaryfrrvöld verða með áróður, leic- beiningar og viðbúnað vegna verslunarmannahelgarinn- ar. Á því er full þörf um þessa helgi sem og alla aðra daga ársins. Jónas Haraldsson Því verður ekki á móti mælt að líf okkar nútímamanna er flókið. Sumir myndu komast svo að orði að við lifðum í tvenns konar umhverfl. Annað krefst þess að við gagnrýnum stöðugt það sem á vegi okkar verður og endurmetum ákvarð- anir okkar og skoðanir en í hinu leyfum við okkur að njóta kærkominnar hvíldar frá þess- um kröfum í því trausti að heimurinn sé ekki allur seldur undir reglur efa og tortryggni. Maðurinn þarf jú að rækta aðr- ar hliðar sálarinnar eigi hann að þroskast og dafna. Flest upp- lifum við þessi skil daglega, t.d. þegar við komum heim að lokn- um vinnudegi, „kúplum“ okkur út úr erlinum og setjum okkur í annan gír. Tvískinnungur? I DV sl. föstudag er grein eft- ir dr. Hjalta Hugason þar sem Heilog saga og vanheilög? Á því kristnihá- iöarári sem nú ítendur yfir er eðli- egt aö forystumönn- ím þjóðkirkjunnar >é tíðrætt um 1000 ira sögu kristni í landinu. Þá er skilj- anlegt aö þeim sé upphafsskeiö kristnisögunnar sér- staklega hugstætt Það er hins vegar verðugt athugunar- efni aö skoða hvern- ig þeir umgangast þennan mikilvaíga kafia i sögu kirkju ogJMófar____________ ............ finna margvislegar líiallsirinil helgisögur og þjóðsög- njaiicumii t bland við fræðilegri texta. Helstu leiötogar is- lensku þjóökirkjunnar í lok 20. aldar aöhyllast augljóslega söguskoö- un Gunnlaugs á l>ing- eyrum. Þeir viröast líta svo á að allar skráðar sagnir af upp- tökum kristni I land- inu séu jafntraustar, óháö aldri þeirra. stil. frásagnarhætti og bók- menntaflokki þeina njaltl Hugason rita sem þær eru sóttar prófessor__________til. Af þeim sökum eru um hvort til sé tvenns konar saga Heilög saga scm hæfir hátíðlegun tækifærum og segir frá helgum at burðum á helgan hátt og svo önn ur vanheilög saga til hverdags brúks. Eins mætti spyrja hvor kirkjan sem stofnun hljóti eöl sínu samkvæmt aö aðhyllast aðn söguskoöun en viötekin er á öör um bæjum. Hér er með öðrum oröum spur hvort þaö sé eitthvaö i hugmynda heimi eða heimsmynd kirkjunna enn í dag sem sé ósamræmanleg einföldum gmndvallarreglum al mennrar heimildarýni. Spuming in kann að viröast sérhæfö en húi snýst 1 raun um samræmiö eö ósamræmiö milli trúar og visinda Greinarhöfundur vitnar í skrif dr. Hjalta Hugasonar í DV föstud. 23. þ.m. Seg- ir hann gagnrýni dr. Hjalta ósanngjarna og byggjast á óraunsærri mynd af veruleikanum. Gleðin og gagnrýnin Kjallarinn Skúli S. Ólafsson prestur í ísafjarðarkirkju Bókstafstrúin taki hreinlega við þar sem þekkinguna þrjóti. Hátíð og vfsindi Þessi gagnrýni dr. Hjalta er ósanngjörn, enda byggist hún á óraunsærri mynd af veruleikanum. Hann lit- ur fram hjá því að þótt prestar eigi, eins og aðr- ir nútímamenn, vísind- um og fræðum mikið að þakka og lifi að hluta til í þeirra heimi er ekki þar með sagt að þar sé tilvera þeirra öll geymd. Þeir eiga sér, eins og aðrir nútímamenn, af- „Þegar fyrir valinu verður vett- vangur frásagna af kristniboði Þorvalds víðförla er það ekki frágangssök þótt ströngum lög- málum fræðanna sé ekki fylgt heldur er það vegna þess að sögurnar hafa lifað með þjóðinni öldum saman...“ fundið er að því að við framkvæmd kristnihátíðar hafi kröfum vísinda- legrar sagnfræði ekki verið fylgt eft- ir sem skyldi. Frá- sagnir Flateyjar- bókar af kristni- boði Þorvalds víð- fóíla í Húnaþingi standist ekki fræðilegar kröfur um áreiðanleika og falli samkvæmt því undir helgisög- ur eða þjóðsögur. Hér er væntanlega vísað til hátíðar- halda Húnvetninga frá því í síðasta mánuði þar sem kristniboðs Þor- valds var minnst. Dr. Hjalti heldur því fram að hér geri kirkjunnar menn sig seka um alvarlegan tví- skinnungshátt og spyr hvemig þeir geti lifað í heimi tækni og vísinda um leið og þeir sýni fræðunum slíka lítilsvirðingu sem þessa. Hann hefur það einnig fyrir satt að guðfræðingar lesi Biblíuna með gagnrýnu hugarfari en taki hins vegar kirkjusöguna bókstaflega, án tillits til rannsókna fræði- manna. Greininni lýkur með þeirri hugleiðingu að vísast sé söguleg þekking kirkjunnar manna svo bágborin að hæpið sé að tala hér um meðvitaða afstöðu. drep sem mikilvægur hluti lífs þeirra er helgaður. Þegar kirkjan, með presta i far- arbroddi, heldur hátíð er það m.a. gert í því skyni að efla með sér samhug og samstöðu, lyfta sér upp og gleðjast á merkum tímamótum. Þegar fyrir valinu verður vett- vangur frásagna af kristniboði Þorvalds víðfórla er það ekki frá- gangssök þótt ströngum lögmálum fræðanna sé ekki fylgt heldur er það vegna þess að sögumar hafa lifað með þjóðinni öldum saman og fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í lífi hennar og sjálfsskilningi. Að gleðjast og gagnrýna Hér er kirkjan, með öðrum orð- um, að rækta þá hlið sína sem ger- ir vægari kröfur til fræðilegrar ná- kvæmni en sú vísindalega gerir. Það gerir hún einnig hver jól og hverja páska þegar hún flytur þjóðinni fagnaðarerindið um fæð- ingu og upprisu Krists. Vitanlega hlífir hún þá söfnuðunum við flóknum vangaveltum og spekúla- sjónum um það hversu áreiðanleg- ar frásagnir guðspjallanna eru í raun og veru. Hvort tímasetning þessara hátíða sé raunverulega rétt. Hvort hér hafi kirkjan tekið yfir heiðnar hátíðir og notað þær sem ramma utan um helga leynd- ardóma sína. Eins og dr. Hjalta er fullkunn- ugt um mætti fylla heilu bókasöfn- in með skrifum frómra manna um þessi atriði. En ég geri ráð fyrir því að dr. Hjalta sé það einnig ljóst að hátíðin er ekki vettvangur slíkra þanka. Hátíðin er tími gleði og innlifunar. Gagnrýnin og fræð- in eiga sér annan stað í lífi okkar. Og þar kemur kirkjusagan m.a. til skjalanna. Einn mikilvægasti vettvangur þessara tímamóta í sögu kirkju og þjóðar er skrásetn- ing kirkjusögu íslands, löngu tíma- bærs framlags sem dr. Hjalti hefur umsjón með. Með þessu tvennu, há- tíðinni og vísindunum, má segja að kirkjan geri þessum atburðum þau skil sem þeir verðskulda, jafnt í gleði sem og með gagnrýni. Skúli S. Ólafsson Skoðanir annarra Kynslóðaskipti í viðskiptalífinu „Auðvitað er ljóst, að stjórnunaraðferðir og hug- myndir nútímans hafa komið frá Bandarlkjunum á síðustu áratugum. En það fer ekki á milli mála, að það eru að verða kynslóðaskipti í evrópsku við- skiptalífi og ný, ung og vel menntuð kynslóð er að komast þar til áhrifa, sem leitar fyrirmynda vestan hafs og þá ekki sízt í viðhorfi til hluthafa, þeirra, sem leggja fjármagn í fyrirtækin... Þessi þróun hef- ur aö sjálfsögðu sett mark sitt á íslenzkt viðskiptalíf, alla vega síðustu tvo áratugi og ekki fráleitt að halda því fram, að stjómendur Eimskipafélags íslands hf., að frumkvæði Harðar Sigurgestssonar, forstjóra þess, hafi lengi verið þar í fararbroddi og áhrif frá þeim náð út í viðskiptalífið til fleiri fyrirtækja." Úr forystugrein Mbl. 29. júlí. Kosningaloforð fjúka „Einkaframtakiö er farið að keppa svo stíft við það opinbera, að ekki dugir annað en hörfa... En hvar ríkið ætlar að skera niður er leyndarmál. Það eina sem vitað er með vissu að ekki verður látið bíða, er lagning nýs Miðbæjarflugvallar, sem borgar- stjóra er hugleiknari en allar aðrar framkvæmdir, ef mark er takandi á viðbrögðum hennar við samdrátt- arhjali forsætisráðherra í fréttaviðtali... Hætt er við að fjárlaganefnd fái slæman höfuðverk þegar hún fær fyrirskipanir úr stjórnarráðinu um niðurskurð- inn... Þá fjúka kosningáloforðin fyrir lítið.“ Oddur Ólafsson, í Degi 29. júlí. Nektardans hluti af menningunni? „Fólk veigrar sér við því að vera á móti nektar- dansstöðum því enginn vill vera stimplaður aftur- haldsscimur nöldrari og vera gegn frjálsu framtaki. Ég tala nú ekki um gamla öfundsýkisstimplinn, þ.e. að konur sem gagnrýni þessa starfsemi séu svo Ijót- ar og kynþokkalausar að þær hljóti einfaldlega að vera öfundsjúkar. Svo er það máttleysisafstaðan, að Reykjavík sé að vaxa sem borg og að þetta sé eitt af mörgu sem ekkert er hægt að gera í, eins og hver önnur mengun... Fjölmiðlar hafa tekið þátt í að sam- þykkja nektardans sem sjálfsagðan hlut af menningu okkar og íslandsmeistaratitillinn hefur nú verið veittur í fyrsta sinn.“ Hildur Fjóla Antonsdóttir, í Morgunblaðsgrein 28. júií.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.