Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 JLlV e»jfréttir Tillaga meirihluta bæjarstjórnar í Hverageröi um kattahald: Köttur verði tryggður fýrir minnst 10 milljónir - bæjarfulltrúi talar um reglugerö um kanarífugla DV, Hveragerði: Til umræðu er nú tillaga meiri- hluta bæjarstjómar Hveragerðis, L-lista, um kattahald í bænum. í tillögunni er gert ráð fyrir því, að kattahald verði bannað í Hvera- gerði. Þó megi veita undanþágur en með um 25 skilyrðum. Meðal annars er sú kvöð að hver kötttur skuli tryggður fyrir að lágmarki tíu milljónir króna. Þess er einnig getið að ekki megi vera fleiri en tveir kettir eldri en þriggja mán- aða á sama heimili. Heimilt verði auk þess að „eyða“ köttum séu þeir ómerktir. Fjörugar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar um tillöguna en Knútm- Bruun, fulltrúi Sjálfstæð- isfélagsins, var sá eini sem gerði athugasemdir við tillöguna og gerði óspart grin að innihaldi hennar. Örlaði fyrir brosi á vör flestra fundarmanna. Knútur kvaðst eiga einn kött, Hvera að nafni, hvað annað, 10 ára, sem engan skaða gerði nema að veiða einstöku mýs og meira að segja einu sinni mink. Ef tryggja yrði hvern kött fyrir 10 milljónir sagð- ist hann búast við því að í tillögu um endurskoðun reglugerðar um Hveri, hefðarköttur Knúts Bruuns, á heimili sínu í gær. Hveri veiðir af og til mýs og hefur einu sinni veitt mink. DV-mynd Eva hundahald, sem liggur fyrir, yrði væntanlega gert ráð fyrir a.m.k. sexfaldri tryggingu fýrir hvern himd. Síðar þyrfti væntanlega að athuga með reglugerð og trygg- ingar á kanarifuglum og fleiri heimilisvinum. Svo vill til að nokkrir kettir úr Hveragerði eru nú um helgina á kattasýningu í Kópavogi. Einn eigandi þriggja þeirra, sem eru á sýningunni, er Maria Isabel. Hún og fjölskylda hennar urðu nýlega fyrir stórtjóni af völdum bruna í húsi þeirra og búa nú i sumar- húsi í Ölfusborgum. Fjölskyldan, hjón og tvö böm, áttu hund en honum þurfti að lóga því ekki má hann dvelja með fjölskyldunni f sumarhúsinu. Fjölskyldan á auk þess fimm ketti sem fengu inni í Kattholti í Reykjavík á meðan þau hjón reyna að leysa úr hús- næðismálum. Þrír kattanna verða á sýningimni í Kópavogi. Maria Isabel sagði í samtali við DV að hún væri aldeilis forviða og hneyksluð á þessari tillögu og að hér væri verið að taka fram fyrir hendur fjölskyldunnar til þess að stjórna sínu eigin heimili. -eh Rafveita Hvergeröinga til sölu: Bæjarstjórnarfundur ógiltur - þar sem fundarboð kom klukkutíma of seint Langar þig í skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku? □ Langar þig aÖ vita allt um handanheimana, um hvar látnir vinirþínir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla og hvaða merkilegar rannsóknir hafa verið gerðar á því í veröldinni í dag? □ Og langar þig að setjast í skemmtilegan og svo sannarlega spennandi skóla í glaðvœrum og jákvœðum hópi nemenda eitt kvöld í viku, þar semfarið er ítarlega í máli og myndum, sem og í námsefni, yfir allt sem lýtur að framhaldslífi okkar jarðarbúa eins og mest og best er vitað um það á hnettinum í dag,fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og hundruðum ánægðra nemenda sl. sex misseri.Síðustu kynningarfundir ársins eru í skólanum í dag og á morgun, kl. 14 og á mánudagskvöldið, kl. 20.30. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar, kl. 14 til 19. És: Sálarrannsóknarskólinn - Skemmtilegasti skólinn í bænum - Síðumúla 31 s. 561 9015 & 588 6050 J DV, Hveragerði: Á fundi bæjarstjómar Hveragerðis fyrir rúmri viku var lögð fram tillaga meirihluta bæjarstjómar, fuiltrúa Bæjarmálafélagsins, þess efnis að at- huga skyldi möguleika á sölu rafveitu Hveragerðisbæjar til Rafmagnsveitna ríkisins. í greinargerð með tillögunni segir að líkur séu á að breytingar í orkuumhverfmu geti orðið töluverðar á næstu árum í kjölfar aukinnar sam- keppni. Auk þess er sagt að það sé „skoðun bæjarfulltrúa Bæjarmálafé- lags Hveragerðis, að þeim fjármunum, sem felast í dreifikerfi rafveitunnar, sé betur varið, t.d. í þjónustu sem lög- boðið er að sveitarfélagið annist og í lækkun skulda, sem leiði til aukins ráðstöfunarijár sveitarfélagsins til framtíðar.“ Fulltrúi sjálfstæðismanna, Knút- ur Bruun, hafði áður lýst yflr harðri andstöðu sinni við málefnið. Á umræddum fundi hélt Knútur þrumuræðu um hversu „vont mál“ þetta væri og að minnsta kosti ætti að halda borgarafund, þar sem íbú- ar gætu tjáð sína skoðun. Hann lagði síðan fram bókvm, þar sem hann lýsir þá, sem standa að tillög- unni, bera fulla ábyrgð á stórum skrefum aftur á bak í orkumálum Hveragerðisbæjar og, m.a. væntan- legum taxtahækkunum bæði til heimila og garðyrkjustöðva. Þess má geta aö samkvæmt upp- lýsingum frá RARIK er taxti fyrir hverja kilóvattstund í Reykjavík kr. 7,53 en frá veitustofnun Hvera- gerðis fengust þær upplýsingar, að þar væri iaxtinn kr. 6,80. Fundar- hlé var haldið eftir að Knútur hafði lagt fram tillögu um að allar gerðir fundarins yrðu gerðar ómerkar, þar sem gildandi reglum um boðun fundarins hefði ekki verið fylgt. Fundarboð hafði borist Knúti klukkustund síðar en reglugerð bæjarins segir til um. Eftir hlé samþykkti fundurinn tillögu Knúts og teljast því allar samþykktir fundarins ógildar. Að sögn fróðra manna um fundarsköp þarf að framfylgja öllum settum reglum en þetta mun þó vera einsdæmi í sögu bæjarstjómarfunda og þótt víöar væri leitað. Boðað er til aukafund- ar bæjarstjórnar Hveragerðis næsta mánudag, þar sem allar sam- þykktir síðasta fundar verða vænt- anlega endurteknar og sömu mál tekin fyrir. -eh Nýbygging við Melaskólann Við Melaskólann í Reykjavík er risin nýbygging. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti skólastjóra hana formlega í gær. Melaskólinn varð einsetinn nú í haust. Hann er einn fjögurra skóla sem bættust í hóp einsetinna skóla í Reykjavík. Því eru þrir fjórðu skóla borgarinnar einsetnir. Áætlað er að einsetningunni ljúki árið 2002. Melaskólinn tók til starfa árið 1946 og tók þá við af Skildinganes- skóla sem var til húsa á ýmsum stöðum í Skerjafirði og á Gríms- staðaholti á árunum 1929 til 1946. í Melaskóla eru nú um 580 börn í 1.-7. bekk. Við skólann starfa 44 kennar- ar, auk skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra og á þriðja tug annarra starfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.