Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Síða 11
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 11 Kolbrún Sverrrisdóttir heitir ekkja vestur á ísafirði sem upp- skorið hefur virðingu og aðdáun flestra vegna þrotlausrar baráttu sinnar fyrir því að kúfískbáturinn Æsa ÍS verði tekinn upp af hafs- botni þar sem hann liggur örstutt undan landi á um 60 metra dýpi. Hún hefur barist um á hæl og hnakka í því skyni að upplýst verði hvað hafi getað orðið til þess að skipið sökk í blíðskapar- veðri með þeim afleiðingum að eiginmaður hennar og faðir fór- ust. Eftir sat hún með þrjú böm og án fyrirvinnu. Nærtækt hefði verið hjá ekkjunni ungu að gefast upp og sætta sig við hraksmánar- legar bætur. Hugsanlega hefði hún getað leitað á náðir félags- málastofnunar og þannig kreist út framfærslueyri til að lifa af. Nær- tækt hefði verið að flytja til Reykjavíkur og standa í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd til að fá í jólamatinn. Kolbrún tók annan pól í hæðina og ákvað að berjast fyrir réttlætinu með höfuðstöðvar heima á ísafirði. Hún lagði því nótt við dag og hóf baráttu sína sem nú hefur staðið í þrjú ár. í stað þess að leggjast í vol og víl breyttist ekkjan á ísafirði í eins konar stofnun sem sendi út bréf i hundraða tali og hringdi í því skyni að fá málið upplýst. Allir al- þingismenn hafa fengið frá henni bréf sem lýsir bágum bótum til þeirra sem lifa maka sinn eða for- eldri eftir sjóslys. Úps! Hún hefur verið óþreytandi við að benda á þá skekkju sem er í rannsóknum þegar sjóslys eru annars vegar og flugslys hins veg- ar. Farist flugvél er allt sett í gang til að ná flaki, hvort sem það ferst á landi eða í sjó. Enginn dregur af sér við leit að líkum þegar svo hörmulega vill til að fólk ferst. Farist skip þá vitna menn gjarnan í íslandssöguna og viðhorfið er „úps, þarna fór enn einn.“ Þegar minningarathöfn um hinar horfnu hetjur hafsins er að baki er málinu lokað sem óupplýstu slysi. Gjaman stendur í skýrslum „óhappatilviljun." í þeirri af- greiðslu kristallast barátta Kol- brúnar. Hún hefur ekki viljað sætta sig við að Æsa ÍS hafi farist í blankalogni uppi við kálgarða Arnarfjarðar fyrir óhappatilviljun eða handvömm skipstjóra eins og ýjað var að. Hún barðist fyrir því að skipið yrði tekið upp en uppsk- ar skammir framan af. Á ein- hverju stigi var tryggingafélagið tilbúið að leggja peninga i að taka skipið upp og gera við það. Vand- inn var bara sá að hefði verið gripið til þess var ekki lengur um að ræða altjón og sú lausn hefði kostað útgerðina, sem var í krögg- um, stórfé í stað þess að við altjón fékkst skipið greitt út að fullu. Þvi var hugmynd tryggingafélagsins ýtt út af borðinu. Síðar féllst sam- gönguráðherra á að fá breskt köf- unargengi til að rannsaka skipið á hafsbotni. Gengið var til þess að skoða flakið sem var erfitt verk vegna þess að leir þyrlaðist upp við minnstu hreyfingu. í raun má segja að kafararnir hafi fálmað sig áfram í flakinu og við það. Enda hafði köfunin lítið upp á sig annað en það að lík skipstjórans og eiginmanns Kolbrúnar, Harðar Bjamasonar, fannst og hann var jarðsettur í vígðri mold. . ■ ''' Ekkjan í mál Hafi einhver haldið að Kolbrún myndi hætta baráttunni á þessu stigi var það mikill misskilningur. Hún krafðist þess af enn meiri hörku að skipið yrði tekið upp. Sjálf gekk hún í að hvetja kafara til að gera tilboð í verkið. Þegar hún fann að kerfið vildi ekki gera meira Laugardagspistill Reynir Traustason fór hún í mál og krafði útgerðina og tryggingafélagið bóta fyrir sína hönd og barnanna. Kolbrún fékk gjafsókn og réð lögfræðing. Krafan var hógvær og hljóðaði upp á 7 milljónir króna i bætur. Rökin fyr- ir kröfunni vora þau að útgerðin og þar með tryggingarnar bæru ábyrgð á því að skipinu hafði verið breytt í nokkrum atriðum án þess að yfirvöld siglingamála væru með í ráðum. Víst er að hrollur er í mörgum þeirra sem reynt hafa að bregða fæti fyrir ekkjuna nú þegar Héraðsdómur Vestfjaröa hefur fall- ist í einu og öllu á kröfur hennar. Tryggingafélagið og útgerðin gripu til þess í vamarskyni að halda því fram að vanræksla skipstjóra hefði valdið því að hálfoliulaus báturinn lagðist á hliðina og sökk. Það munaði um það fyrir rétt- inum að fyrrverandi skipstjóri Æsu bar fyrir réttinum að skip- ið hefð verið stórhættulegt undir ákveðnum kringumstæð- um og að hann hefði ítrekað varað útgerðina við að illa kynni að fara. Hann hafði löngu áður iýst því í DV að svo hættu- legt væri skipið að þeð hefði ver- ið „heilög regla“ að brenna aldrei nema helmingi olíubirgða skipsins. Þannig mátti aldrei ganga á fremri tanka skipsins. Vandinn var bara sá að útgerð- in var fátæk og átti gjaman ekki fyrir nema slatta af olíu og því var ekki um annað að ræða en brenna úr fremri tönkunum. Mik- il mannaskipti voru á skipinu og ekki er hægt að ætlast til þess að vél- stjóri með örstuttan starfsaldur hafi áttað sig á því að skipið var þvílíkt háskafley að dagleg aðgát var lífsspursmál. Sama á við um skipstjórann sem aðeins hafði verið nokkrar vikur á skipinu. Hann gat varla vitað að dallurinn væri nánast eins og kork- tappi á sjónum. Að samanlögðu féllst Héraðsdómur á að ekki væri réttlætanlegt að skella sök á skip- stjóra og áhöfn og lýst var ábyrgð á hendur útgerðinni. Kolbrún hafði þar með unnið fuilan sigur. í Noregi hefur í nokkur ár verið fjallað ítarlega um baráttu konu fyrir því að tekið verði upp flak togara sem sökk yfir hund- rað sjómílur undan landi. Með skipinu fórst sonru- hennar og norskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á þessu máli. Mál- ið er kannski merkilegast fyrir þær sakir að skipið er á tífalt meira dýpi en Æsan sem hvílir í fjöraborði Arn- arfjarðar. Norsk- ir fjölmiðlar hafa haldið málinu mjög á lofti og krafa móðurinnar um að flakið verði rannsakað þykir sjálfsögð. Á Halamiðum er flak ís- lensks togara, Krossness SH, sem fórst á auga- bragði án þess að nein skýring hafi fundist. Skip- ið sökk febrúar árið 1992 og með því fór- ust þrír menn. Þetta var á þeim árum sem menn trúðu því varla að togari gæti sokkið og engin skýring hefur feng- ist á því að skipið fórst í ágætis- veðri og sökk á 5 mínútum. Skipið liggur á 300 metra dýpi og kröfur um rannsókn hafa ekki farið hátt. Það má kannski segja sem svo að ekki sé von til að flak sem hvílir á 300 metra dýpi sé rannsakað þegar yfirvöld hafa ekki vilja til að rann- saka af viti flak sem er á 60 metra dýpi uppi í harða- landi. Enn er barist Ekkjan vestur á ísafirði er enn að. Tryggingafélagið og útgerðin munu ekki áfrýja til Hæstaréttar. Barátta hennar hefur einkennst af hörku og húmor. Fram kom í DV að færi málið fyrir Hæstarétt myndi hún taka slaginn þar. Nú er ljóst að á það reynir ekki og hún hefur fengið sínum ítrustu kröfum til skaðabóta framgengt. Hvað sem dómsmálum og skaðabótum líðm er ljóst að Kolbrún hefur unnið stórsigra fyrir hönd íslenskra sjó- manna. Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Siglingaráðs og fyrrver- andi formaður Sjóslysanefndar, lýsir þessu ágætlega í DV í dag þar sem hún óskaði Kolbrúnu til ham- ingju með árangurinn. Þar benti Ragnhildur á að barátta hennar og kjarkur hefði skilað því að framlög til rannsókna á sjóslysum hefðu verið stóraukin. Fyrir liggur að búið er að gera Rannsóknar- nefnd sjóslysa sjálfstæðari og hún hefur fengið eigið aðsetur utan samgöngimáðuneytisins. Það er ekki að ástæðulausu að ekkjan sem breyttist í stofnun fær nú hlýjar kveðjur alls staðar að af landinu og miðunum. Hún hefur þegar stuðlað að meiri breyt- ingum á sjóslysarannsóknum en nokkur annar. Þá er borðleggjandi að hugarfarsbreyting hefur orðið hvað sjóslys varðar og kannski segja menn ekki bara „úps“ næst þegar skip ferst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.