Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 JjV Reykjavíkurmærin ingibjörg Ólöf Isaksen er: Fimmti ættliðurinn sem býr í sama húsinu - langafi byggði húsið og síðan hefur það gengið manna á milli í fjölskyldunni Ingibjörg Ólöf Isaksen með son sinn, Ragnar Ágúst. Hún hefur búið í íbúðinni hún var barn. Nú er þetta stórt hús, hefur fjöl- skyldan alltaf búið í sömu íbúðinni? „Nei. Afi og amma hófu t.d. bú- skap uppi í risi og fluttu sig svo nið- ur um eina hæð. í gamla daga var þessi hæð sem við erum núna á ein íbúð en svo var þessu skipt niður í tvær íbúðir. Önnur íbúðin er mjög lítil og er ég í henni en amma er í stærri íbúðinni. Einar Pétursson, langafi minn, var trésmiður og fór hann í fram- haldsnám í húsasmíðum úti í Dan- mörku. Þetta hús héma er til dæm- Húsið á Hverfisgötu 59 sem fjöl- skylda Ingibjargar hefur búið í frá því langafi hennar byggði það árið 1928. DV-mynd E.OL. is allt mjög hátt til lofts og með list- um og komst hann upp á lagið með það úti í Danmörku eins og tíðkað- ist þá. íbúðin er frekar gamaldags og t.d. er íbúðin hennar ömmu með tveimur stofum eins og öll hús voru þá. Lóðin héma sem langafi keypti og húsið stendur nú á var með litlu timburhúsi. Hann færði húsið aftur í bakgarð og byggði sökkulinn og þetta hús út frá gamla húsinu. Gamla bakhúsið brann svo fyrir nokkuð mörgum árum.“ Nú eru verslanir i húsinu, hefur það alltaf verið? „Já. Ríkey og Hraðmyndir eru hérna á neðri hæðinni þar sem einu sinni var fatahreinsun sem frændi minn rak í fjölda ára, og mjólkur- búð, en nú em sem sagt verslanir á jarðhæð en íbúðir á hinum hæðun- umJt-x V síðan í ágúst í fyrra en einnig þegar DV-mynd Pjetur Hvað gerir þú svo þegar þú dvel- ur ekki í húsinu góða? . „Ég er að vinna í Seðlabankanum og æfi og þjálfa sund með sundfélag- inu Ægi. Það er yfirdrifið nóg að gera og kem ég því oft seint heim á kvöldin." Er gott að búa á Hverfisgötu 59? „Þetta er rosalega þægilegt. Ég hef auðvitað verið hérna af og til í mörg ár og alltaf þekkt þetta, farið í heimsókn til ömmu og þekkt hverf- ið.“ Nú er oft talað um háreysti í mið- borginni. Verður þú ekkert vör við það? „Nei, maður finnur voðalega lítið fyrir því. Svefnherbergið snýr aftur í bakgarð en þegar ég fæ gesti er oft kvartað yfir umferðinni en ég er al- veg hætt að taka eftir því. Maður venst þessu mjög fljótlega." -hdm Það verður að teljast nokkuð al- gengt hér á íslandi að ýmsir munir séu lengi í vörslu sömu fjölskyld- unnar; erfist kynslóða á milli. Er þá um að ræða ýmsa innanstokks- muni, eins og lampa eða borðbúnað og þar fram eftir götunum. Hitt er þó líklega ekki eins algengt að hús eða íbúðir gangi í erfðir til langs tíma en þess finnast þó enn dæmi. Húsið á Hverfisgötu 59, sem byggt var árið 1928, hefur þjónað mörgum en afkomendur mannsins sem byggði það búa enn í því. Ingibjörg Ólöf Isaksen er fjórði ættliðurinn sem býr í húsinu og sonur hennar sá fimmti. Við báðum hana að segja okkur frá húsinu og sögu þess. „Ég flutti hingað inn í ágúst i fyrra en ég bjó héma að vísu líka þegar ég var lítil með mömmu og pabba þannig að þetta er í raun í annað sinn sem ég flyt inn í þessa íbúð. Langafi minn byggði húsið árið 1928 og bjó héma í fjögur ár en þá dó hann. Börnin hans þrjú héldu eftir lát hans áfram að búa í húsinu. Svo fluttist eitt þeirra út en hin bjuggu áfram í húsinu og er afi minn annað þeirra. Afi á tvö böm, mömmu og frænda minn, og hafa þau bæði búiö héma. Nú bý ég svo hérna með syni mínum, Ragnari Ágústi sem er eins árs.“ i&iðsljós \ \ Skringilegt par Frá Hollywood berast þær fréttir að hið ólíklega par Eliza- beth Taylor og Michael Jackson hafi farið saman í blaðaviðtal sem mun birtast á næstunni. Þar er sagt að þau séu afskaplega opin um samband sitt sem felur í sér rómantískar lautarferðir og letidaga á hinum einkennilega búgarði Michaels. Ennfremur kemur fram að sú gamla er með mynd af söngvaranum hangandi inni í stofu hjá sér og hann hefur áritað: „Til minnar einu sönnu ástar, Elísabetar, ég mun að ei- lífú elska þig.“ í viðtalinu lýsir Michael frúnni sem „hlýrri, mjúkri ábreiðu sem ég elska að hjúfra mig upp að og breiða yfir mig. Um tilfinningar Liz segir hann: „Hún er manneskja sem elskar mig, elskar mig í raun og veru.“ Samhliða öllum þessum yfirlýsingum Michaels um að hún elski hann ver Liz hann með kjafti og klóm, mótmælir harð- lega öllum aðdróttunum um að pilturinn sé eitthvað einkenni- legur og segir: „Allt töfrandi fólk hlýtur að hafa hrænræktaða sér- visku til að bera.“ Þeim í Hollywood finnst hann hins veg- ar ekkert sérvitur, bara stórund- arlegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.