Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 TIV m á mér draum___________________________________________ Hjörtur Magni Jóhannsson á sér bæði starfsdrauma og aðra drauma: Fleiri tíma í sólarhrínginn til að sinna fjölskyldunni - dreymir líka um að fara með íslendinga á söguslóðir Biblíunnar Stóri draumur Hjartar Magna var alltaf að ferðast um allan heiminn og blund- aði það fljótt í honum. DV-mynd Hilmar Þór Hjörtur Magni Jóhannsson er prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík og hefur verið það um nokkra hríð. Hann hefur komið víða við þótt ungur sé og er því tilvalið að hann segi að- eins frá sér og draumum sinum. „Já, ég er prestur í Fríkirkjunni hér í Reykjavík og er búinn að vera það í eitt og hálft ár. Fríkirkjusöfnuð- urinn er hundrað ára í ár og helstu væntingar mínar og draumar í dag eru mikið í tengslum við að sjá Frí- kirkjuna sem blómstrandi söfnuð. Hér í Fríkirkjusöfnuðinum er játuð ná- kvæmlega sama trúin og gert er í þjóðkirkjunni en okkar sérstaða felst meðal annars í því að við erum óháð ríki. Fyrir einni öld náðum við því markmiði sem hægt og mjakandi er verið að vinna að hjá ríkisstyrktu þjóðkirkjunni, þ.e.a.s. aö greina alveg á milli ríkis og kirkju, eins og reynd- ar hefur þegar verið gert víðast hvar í heiminum. Söfnuðurinn er líka þannig að fólk getur tilheyrt honum óháð því hvar það býr á landinu. Stór- ijölskyldur geta til dæmis sameinast í sama söfnuðinum þótt búseta sé dreifð. Minn stóri draumur er því að skapa blómlegt og lifandi safnaðar- starf hér í Fríkirkjunni. Allar ytri að- stæður eru til fyrirmyndar, kirkjan er nú eftir endurbætur einhver sú al- glæsilegasta í borginni og nýlegt safn- aðarheimili býður upp á kröftuga starfsemi. En ímynd Frikirkjusafnað- arins hefur því miður ekki alltaf vitn- að um sátt og gagnkvæmt traust. Þess vegna er mikið innra uppbyggingar- og endurnýjunarstarf fram undan og við það eru draumar mínir bundnir. Ein vísbending um að sá draumur minn sé að rætast er að á þessu eina og hálfa ári sem ég hef starfað hér hafa hátt i 300 manns bæst í söfnuð- inn og nú eru í honum vel á sjötta þúsund meðlimir. Það er trú mín að fríkirkjufyrirkomulagið sé það fyrir- komulag trúmála sem hentar best í nútímasamfélagi og þar að auki er það einnig langtrúverðugast. Þegar fólk hugsar um trúmál eða áleitnar tilvistarspumingar sækja að, þá á það alls ekki að vera svo að ríkisrekin stofnun eða svartklæddir embættis- menn leiti fyrst á hugann. Kirkjan á heldur að vera grasrótarhreyfmg og það er í samræmi við væntingar fólks- ins.“ Róandi áhrif að hugsa til stríðs- hrjáðra söguslóða Biblíunnar Hvar hefur Hjörtur Magni alið manninn fram til dagsins í dag? „Ég lauk guðfræðinámi frá Háskóla íslands en var einnig við nám í Mið- Austurlöndum um tveggja ára skeið. Auk prestsþjónustu á Suðurnesjum í u.þ.b. áratug dvaldi ég í þrjú ár ásamt fjölskyldu minni í Edinborg í Skotlandi. Þar vann ég að doktorsrit- gerð á sviði guðfræði og fjölmiðlunar við Edinborgarháskóla. Að ljúka þeirri vinnu er einn minn heitasti draumur. En til þess hefur gefist sára- lítili tími.“ Hvernig var dvölin í Mið-Austur- löndum? „Ég var við nám m.a. við hebreska háskólann í Jerúsalem, borginni helgu, í tvö ár. Þetta var mjög skemmtileg lífsreynsla og mikið ævin- týri. Þar samtvinnaðist í eitt framandi menningarheimar, spennandi mannlíf og heillandi fræði. Svo eru þetta auð- vitað söguslóðir Biblíunnar og þriggja stærstu eingyðistrúarbragða veraldar. Það er gamaÚ draumur að fara með ís- lenska hópa þangað í menningar- og skemmtiferðir. Ég fer reyndar á næsta ári með hátt í 100 manna hóp til Eg- yptalands og ísraels í hálfan mánuð. Og ferð Fríkirkjufólks er fyrirhuguð." Er þetta hollt hvet'jum manni að fara þangað? „Mjög svo. Þetta er náttúrlega vett- vangur heimsviðburðanna í dag og þama eru söguslóðir og vettvangur at- burða Nýja testamentisins. Þetta er mjög spennandi og tilvalið að eiga svona áhugasvið sem er langt utan er- ilsins hér á íslandi. Ég hef það svona sem einkadagdraum að láta hugann reika þangað og eins mótsagnakennt og það hljómar þá hefur það róandi áhrif að hugsa til þessa stríðshrjáða heimshluta." Gekk aldrei með prestinn í maganum Dreymdi þig alltaf um að verða prestur? „Ég gekk nú aldrei með prestinn í maganum eins og sumir kollegar mín- ir gerðu. Það réðst aftur á móti þegar ég var í guðfræðideUdinni. Annars er ég kominn af nokkuð trúrækinni fjöl- skyldu þannig að þetta kom lUdega að hluta með móðurmjólkinni." Var eitthvað annað sem þig dreymdi um þegar þú varst yngri? Þú hefur ekki ætlað að verða flugmaður eins og margir aðrir strákar? „Minn stóri draumur var að ferðast um aUan heiminn en það blundaði mjög fljótt í mér. Ég hef þvælst nokk- uð víða en áhugasvæðið mótaðist nokkuð fljótt, með allri þeirri sögu og menningu sem þar er að fmna.“ Það er kannski draumur, sem ekki hefur enn ræst, að ferðast meira? „Ja, bæði og. Að hluta tii hefur hann ræst en það eru vissar óuppfyUt- ar vonir og væntingar sem enn blunda á því sviði." Hefur þann fæðingargalla að hafa aldrei verið með bfladellu Heldurðu einhveijum tengslum við fólk úti í ísrael? „Já, ég á góða vini úti í ísrael, bæði strangtrúaða gyðinga og svo meðal arabanna sem eru ýmist múslímar eða kristnir." Er algengt að prestar taki hluta af námi sínu þarna úti? „Nei, það er ekki algengt en þeir eru nokkrir sem hafa farið þama á eftir mér. í raun ætti það að teljast eðlilegt að menn fari á þessar slóðir þvi þetta eru söguslóðir þeirra bóka sem verið er að rannsaka í guðfræð- inni.“ Eru ekki einhverjir litlir draumar sem hafa fylgt þér, eins og að eignast jeppa eða sumarbústað? „Ég er nú fæddur með þann fæðing- argaUa að ég hef aldrei verið með bUa- deUu né heldur þráð að eignast ver- aldiegan auð í formi timburs eða steinsteypu. En annars hafa aUir draumar í mínum einka- og fjöl- skyldumálum ræst blessunarlega. Eini dagdraumurinn er líklegast sá að það mættu bætast fleiri klukkutímar í sólarhringinn svo ég geti sinnt fjöl- skyldunni betur.“ -hdm fimm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þinu og heimUisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United-simi með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur aö verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 537 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 537 Ekki gætir þú verið svo væn að lána mér eins og einn bolla af bensíni? Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 535 eru: 1. verðlaun: Ósk Davíðsdóttir. Réttarbakka 9.109 Reykjavík. 2. verðlaun: Guðrún Angantýsdóttir, Hólabraut 3,545 Skagaströnd. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danlelle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francls: Fieid of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvl Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Blngham: The Kissing Garden. 9. Nlcholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of. Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Rlchard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthome. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dlck Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vlncenzi: Aimost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. laín Banks: The Business. 8. Jlll Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Ellzabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howltt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fltzgerald: The Blue Bower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patrlcia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Mlchael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Dlamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: Thé Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. Wllllam L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Pairicla Cornwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Fishing 4. Jeffery Deaver: The Devil’s Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Chrlstopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Phllips: Body for Life. 5. H. Lelghton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smlth: Diana, In Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.