Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Page 64
Sölukössum er lokað
^kl. 19.30
í ijp
á laugardögum
og dregið
kl. 19.45
Unglingur kæröi:
Fataframleiðandi
ákærður fyrir
kynferðisbrot
^Fataframleiðandi á höfuðborgar-
"A "sFæðinu, karlmaður, hefur verið
ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 15
ára stúlku í tengslum við starf sitt.
Manninum er gefið að sök að hafa
sært blygðunarsemi stúlkunnar
þegar hann átti viö hana samskipti
vegna fataframleiðslu hans.
Maðurinn er ákærður fyrir að
hafa strokiö fiskroðsprufu um kyn-
færi stúlkunnar i því skyni að fá í
þau sýni af tíðablóði. Ætlunin hafi
verið að kanna áhrif þess á þau efni
sem maðurinn hugðist nota til fram-
leiðslu á kvennærfatnaði.
Stúlkan kærði háttsemi manns-
ins til lögreglu. Rannsókn fór síðan
fram sem varð til þess að saksókn-
ari sá ástæðu til að gefa út ákæru á
: "^ffindur manninum. Ákæran hefur
verið send Héraðsdómi Reykjaness
þar sem málið verður tekið til
dómsmeðferðar á næstu mánuðum.
Sakborningurinn neitaði sök þegar
hann mætti við þingfestingu fyrir
dóm. Búist er við að fjölskipaður
dómur taki málið til meðferðar þeg-
ar dómsyfirheyrslur fara fram.
-Ótt
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
Stakk með
skærum
Lögreglubifreið í viðbragðsstöðu
fyrir utan verslun Hagkaups í Skeif-
unni í gærmorgun þar sem kom til
átaka tveggja manna sem enduðu
með því að annar lagði til hins með
skærum. Hlaut sá minni háttar
jverka á hálsi og var fluttur á slysa-
ild en skæramaðurinn var hand-
tekinn. Báðir eru mennirnir af er-
lendu bergi brotnir og sá sem varð
fyrir skærunum er starfsmaður Hag-
kaups. DV-mynd S
Ársfangelsi fyrir
hasssmygl
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi
í gær fertugan mann í ársfangelsi
fyrir að reyna að smygla til landsins
tæplega fimm kilóum af hassi.
Maðurinn var skipverji á togar-
anum Breka frá Vestmannaeyjum.
Fíkniefnin fundust þegar skipið
kqgn til Eyja í janúar. Maðurinn ját-
æn brot sitt og kvaðst hafa átt að
flytja það til landsins gegn greiðslu.
DV-mynd ÞÖK
Helga Sigurjónsdóttir við lestrarkennslu sína í Laufásborg. Hún ætlar að kenna börnunum að lesa með gömlu aðferðinni.
Helga Sigurjónsdóttir ætlar að stofna grunnskóla:
Kennir börnum
að lesa ókeypis
með gamla laginu í Laufásborg
„Ég ætla að kenna bömunum í
Laufásborg að lesa með gamla lag-
inu, eins og ég gerði þegar ég var
barnaskólakennari fyrir mörgum
áram,“ segir Helga Sigurjónsdóttir
kennari sem hefur tékið aö sér að
kenna fjögurra og fimm ára börnum
að lesa í leikskólanum Laufásborg
við Bergstaðastræti. „Ég nota hljóð-
lestursaðferðina sem ég lærði hjá
ísak Jónssyni og hefur reynst mér
jafn vel og ýmsar nýrri aðferðir.
Staðreyndin er sú að margir ungir
kennarar hafa ekki fengið nægjan-
lega þjálfun í lestrarkennslu og
þurfa jafnvel að fara á námskeið til
að ná þessu,“ segir Helga sem
einnig ætlar að kenna bömunum á
Laufásborg reikning.
Helga Sigurjónsdóttir stefnir að
því að stofna einkarekinn grunn-
skóla sem myndi leggja höfuð-
áherslu á kennslu yngstu bamanna:
„Það er byrjað óþarflega seint að
kenna börnum að lesa hér á landi.
Því fyrr sem byrjað er - því betra -
því bömin em böðuð í lesmáli hvert
sem litið er og hreinn óþarfi að bíða
til sex ára aldurs. Þróunin erlendis
sýnir okkur einnig að þar eru menn
að losa sig við óttann við að byrja of
snemma. Sjálf hef ég kennt þriggja
ára barni að lesa með góðum ár-
angri. Einn kosturinn er aö auki sá
að ef lestrarerfiðleikar koma í ljós
þá er betra að eiga við þá strax,"
segir Helga Sigurjónsdóttir sem nú
er að leita sér að húsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir nýja grunn-
skólann sinn. Helga segist vera drif-
in áfram af vitneskju sinni og vissu
um þá almennu óánægju sem sé í
landinu með ríkjandi skólakerfi:
„Ég veit ekki hvort mér tekst að
byrja næsta haust. Það er flókið mál
að stofna grunnskóla," segir Helga
sem á meðan ætlar að halda áfram
að kenna börnunum í Laufásborg að
lesa og reikna með gamla laginu -
ókeypis. -EIR
I ranabíl
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri var hátt uppi í gær þegar hún
prófaði nýjan ranabfl sem Slökkvilið
Reykjavíkur er að taka í notkun.
Ranabíllinn er búinn nýjustu tækj-
um á sviði slökkviliðsmála, nær 32
metra í loft upp fullteygður og kost-
aði 35 milljónir króna - eða rúma
milijón á hvern metra upp í loft. Ingi-
björg Sólrún lýsti ánægju sinni með
nýja ranabílinn þegar hún sat í körfu
hans. DV-mynd S
Veðrið á sunnudag
og mánudag:
Víða létt-
skýjað fyrir
norðan
Austan- og suðaustanátt, 8-13
m/s með suðurströndinni en
annars hægari. Skýjað að mestu
og súld eða rigning með köflum
sunnan og austan til en yfirleitt
léttskýjað um landið norðan- og
vestanvert.
Hiti 5 til 10 stig.
Veðrið í dag er á bls. 65
MERKILEGA MERKIVÉLIN
bfother PT-12QD..
Islenskir stafir
5 leturstæröir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar|
Prentar í tvær línur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443