Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 11
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 11 Kinnfiskasog að kvöldi Mér er það í barnsminni að hafa sótt ýsuna í fiskbúðina fyrir móð- ur mína. Ef ég man það rétt þá var dagskammturinn ýsa fyrir 10 krónur. Engan samanburð hef ég á tímakaupi þeirra tíma og nú en þykist þó vita að soðningin hafi verið talsvert ódýrari þá. Þá voru flök ekki keypt nema spari. Ýsan var í heilu lagi, slægð að vísu. Sumir jafnaldrar mínir þykjast muna það að hafa fengið ýsuna af- geidda yflr borðið með vír í gegn- um augu og borið hana þannig heim. Þess minnist ég ekki. í fisk- búðinni í mínu ungdæmi var henni pakkað inn í gömul dagblöð. Þá fór fram endumýting á pappír án þess að nokkur þekkti það hug- tak. Enginn mótmælti Þá var heitur matur í hádeginu og kallað á börn af götunni til borða. Feðurnir í hverfinu komu heim í hádeginu og borðuðu þverskorna ýsu. Það þurfti áreið- anlega óhemju mikið af ýsu til þess að metta munna í ölium þess- um húsum. Enginn mótmælti soðningunni. Tólgin var á sínum stað, smjörið eða hangiflotið. Með voru kartöflur. Mæður á hverju heimili sáu um að skræla þær og gengu frá fiski á diskum barna sinna þannig að engin hætta var á að bein leyndist í fiskinum. Undir öllu þessu hljómaði sú eina og ei- lífa Gufa, veður, tilkynningar, andlát og jarðarfarir, síðasta lag fyrir fréttir og jafnvel fugl dagsins. Að því loknu hófst loks fréttalest- urinn. Traustar raddir Péturs Pét- urssonar og Jóns Múla Ámasonar héldu við öryggistilfinningu heim- ilismanna. Við treystum því að svona yrði þetta um aldur og ævi. En allt er í heiminum hverfult. Mæðurnar fóru út á vinnumarkað- inn líkt og feðurnir. Smábörnin fóru á leikskóla og eldri börnin fengu skóladaginn lengdan svo þau færu sér síður að voða ein heima. Um leið lagðist af hádegis- maturinn á heimilunum. Ýsan sást ekki lengur í heilu lagi enda liðu fiestar fiskbúðir undir lok með breyttum þjóðfélagsháttum. Nú finnst hún flökuð innan um ýmislegt annað i fiskborðum stór- markaðanna. Sá góði og laglegi fiskur er ekki lengur undirstaða alls. Ýsuflökin eru líka orðin dýr matur og keppa við margt það sem flnna þótti á árum áður. Ungdómurinn strækar Þá hefur það líka gerst, sem ekki var séð fyrir þegar Jón Múli og Pétur héldu jafnvægi á heimil- um landsmanna, að unga kynslóð- in strækar á flskát. Gildir þar einu þótt foreldrarnir séu tilbúnir að splæsa i ýsuflök sem eru tvöfalt dýrari en kjúklingur, svo dæmi sé tekið. Á mínu heimili lýsa blessuð börnin frati á ýsu jafnt sem flat- fisk. Ýmislegt höfum við foreldr- arnir reynt en með litlum árangri. Dugar þar lítt þótt faðirinn segi hreystisögur af sjálfum sér, til dæmis um útlegðina á Snæfells- nesi fyrir um þrjátíu árum eða svo. Þá vann pistilskrifarinn, ung- lingur að aldri, hjá ríkisfyrirtæki sem sinnti erindum víða um land, meðal annars á því fagra nesi Vesturlands. Vinnuflokknum var komið fyrir í vist hjá ágætri hús- móður. Hún sá um að allir fengju nóg en fjölbreytt var það ekki. Við fengum nætursaltaðan fisk sex daga vikunnar, hvort sem var í há- deginu eða á kvöldin. Vera kann að við höfum fengið sömu trakter- ingar á sunnudögum líka en hug- ur minn er of nætursaltaður til að muna það. Þótt þannig tilreiddur fiskur sé ágætur má öllu ofgera. Krakkarnir mýkjast ekkert við þessa sögu. Þú lifðir í árdaga sið- menningarinnar, pabbi minn, segja þeir og bæta við að sosum. ekkert sé við því að gera. Um leið biðja þeir um pitsur, kjúklinga, pítur og yngsta barnið vill helst pylsur í öll mál. auðétnar og fljót- matreiddar. Eldri krakkarnir geta einnig hugsað sér grillaða kjötrétti og almennilegar steikur til til- breytingar. Þeir sem meðvitaðir eru orðnir um hollustuna muna einnig eftir pasta og grænmeti. Fisk tjóir ekki að tala um. Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðamtstjóri Gellur freista Við foreldrarnir viljum þó ekki gefa okkur og kaupum fisk annað veifið. Við vitum fyrir fram að það kostar átök við kvöldverðarborðið. Krakkarnir narta í fiskinn til málamynda og bjarga sér síðan á brauði, jógúrt eða öðru tilfallandi úr kæliskápnum. Þar sem við eig- um ekki kött fer afgangurinn í ruslið. Stöku sinnum gef ég heimilis- friðnum langt nef og kaupi i stráksskap mínum þjóðlegan mat og fornan, að mati barna minna. Gellur freista mín stundum þegar ég sé þær í fiskborðinu. Þá sting ég upp slíkri fjárfestingu við konu mína þegar við bregðum okkur saman í búðina. Hún stynur og dæsir og spyr mig hvort ég viti hvað ég sé að kalla yfir okkur. Ég játa því en minni hana um leið á það hverjir stjórni á heimilinu. Sætti ungviðið sig ekki við það fæði sem á boðstólum er geti það leitað annað. Eftir þessa ræðu læt- ur konan gjarnan undan og treyst- ir því að börnin fmni sér eitthvað annað til næringar. Hún veit það eins vel og ég að gellur prófa þau alls ekki. í fyrsta lagi finnst þeim nafnið á þessum mat segja nóg og i annan stað séu gellur svo slepju- legar að klígju veki. Við hjónin sitjum því ein að gellunum og einkum ég. Þótt hún fari ekki hátt með það held ég að konu minni þyki margt fegurra á diski en gellur. Ég geng þá fram af börnunum með því að borða gell- urnar af augljósri nautn og segi fátt slá þetta út nema ef vera skyldi að fá þær nætursaltaðar og bragðsterkari. Þá standa þau gjarnan upp frá kvöldverðarborð- inu. Fjórar, takk Þetta létta stríð mitt við börnin finnst mér skemmtilegt og einkum þjóðlegt. Konan biður mig þó að fara með gát í þessum leik. Ég hef lofað því en stenst þó ekki alltaf freistinguna, komist ég í færi. Svo var í síðustu viku í okkar daglega rápi í hverfisversluninni. Þá höfð- um við innbyrt pitstur, pítur, pasta og kjúklinga dögum saman. Krakkarnir voru þvi sælir og saddir og fullir af vítamínum. Þvi taldi ég rétt að þeir þyldu eina þjóðlega umferð þegar ég rakst á kinnar í fiskborðinu. „Kaupum kinnar," sagði ég, spenntur eins og smástrákur. Þær hef ég raunar sjaldan borðað og minnist þess úr æsku minni að mér þóttu þær forn matur þá. Hvað þá núna. Konan dró heldur úr. Heimilisfriðurinn hefði verið með besta móti og vart ástæða til þess að rugga þeim báti fyrir svo sérkennilegt áhugamál að bjóða þeim upp á þorskkinnar. Ég var hins vegar kominn í stellingar og varð ekki haggað. „Ætli við fáum ekki fjórar,“ sagði ég við kaupmanninn og benti á kinnarnar. Við borguðum, að mér fannst, smánarverð fyrir þetta lostæti. Ég áttaði mig raunar ekki þvi hve mikill matur væri í hverri kinn en konan bað mig að hafa ekki áhyggjur af því. Það yrði varla samkeppni um kinnfiskinn. Vonin sem brást „Hvað er í matinn?“ spurðu krakkarnir einum rómi þegar við komum heim. Móðir þeirra sagði ekki orð og ég glotti. „O, nú hefur pabbi fengið að ráða. Það verður fiskur," sagði eldri dóttir- in. í villtustu draumum sínum reiknaði sú góða stúlka þó ekki með því að faðir hennar drægi upp fjórar kinnar af þorski. „Oj,“ sagði yngri dóttirin, „það eru göt þar sem augun áttu að vera.“ Matarlyst þeirra virtist vera í lágmarki og saman leituðu þær á náðir móður sinnar, í þeirri vissu að hún hefði hvergi komið nærri valinu. Verst léku kinnarnar þó strák- inn á þrítugsaldrinum. Hann var sennilega svangur eins og strákar á þessum aldri eru alltaf. I sak- leysi sínu hafði hann bundið von- ir við það að mamman kæmi heim með almennilegan mat og helst að pabbinn væri ekki með í innkaupaleiðangrinum. Strákur hlunkaðist því niður og starði ýmist á kinnamar eða föður sinn. „Pabbi, góði sýndu ekki svo aug- ljós merki klikkunar, að velja þennan andskota," stundi strák- urinn loks er hann mátti mæla. Hann var of undrandi til að hrópa á föður sinn. Hvað með þá signu? „Ætli þetta dugi þér ekki, elsk- an,“ sagði konan er hún rétti mér pottinn með kinnunum fjórum. Af karlmennsku einni saman og til þess að ganga fram af börnum mínum át ég þær allar. Á eftir dæsti ég og bar mig vel en viður- kenni að tvær hefðu dugað. Það er ekki víst að þetta frum- kvæði mitt og þjóðlegt hátterni hafi aukið löngum barna minna í fisk. Þau óttast mest að ég kaupi signa grásleppu næst, rétt til þess að kynna þeim fullkomnun þjóð- legrar matarmenningar. Það væri auðvitað spennandi en konan tæki sennilega í taumana. Ég held að henni líki ekki lyktin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.