Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 viðtal drepur fæti niður næst þó sjálf vilji hún sem minnst um það segja. Þrátt fyrir þann styr sem staðið hefur um Rósu að undanfomu og þá athygli sem hún hefur fengið út á kynhneigð sína og afdráttarlaus- ar skoðanir á lífinu og tilverunni eru ýmis mál sem hún hefur hing- að til ekki viljað tjá sig um, þar á meðal um þann ríg sem ríkir í heimi samkynhneigðra yfir þeirri stöðnuðu ímynd sem hingað til hefur loðað við lesbíur. Mætti að sönnu kalla það valda- baráttu úr heimi samkynhneigðra kvenna þar sem deilt er um hvort lesbíum sé skylt að hegða sér og klæða sig eftir ákveðnum skyldu- boðum eða ekki. Á sama tíma verða lesbíur og viðhorf þeirra stöðugt meira áberandi, einkum fyrir tilstilli kvenna á borð við Rósu Guðmundsdóttur sem virðist ætla að opna umræðuna um mál- efni lesbía á sama hátt og Páll Ósk- ar gerði fyrir homma á sínum tíma. Rósa féllst á að koma í viðtal og gera hreint fyrir sínum dyrum. Smásamfálagshugsunar- háttur ekki fyrir mig - Hvemig var að alast upp í Vest- mannaeyjum? „Það'var bæði gott og slæmt eins og gildir um lítil samfélög yfírhöfuð. Það var yndislegt að vera þama sem bam en við 12 ára aldur fór allt til fjandans. Það er óhollur hugsunar- háttur sem ræður ríkjum þama eins og annars staðar, fólk á ekkert einka- líf, allir þekkja alla og krakkar mót- ast mjög illa við slíkar aðstæður. Það em miklir fordómar í gangi gagnvart minnihlutahópum og þeim sem era öðruvísi og ég féll auðvitað undir þá skilgreiningu. Ég er þessi tegund af ævintýramanneskju sem líkar vel í stórborg erlendis, þessi smásamfé- lagshugsunarháttur sem frnnst svo víða á íslandi er ekki fyrir mig. Ég var mjög bráðþroska og var far- in að stunda skemmtanalífið þegar ég var 13 ára. Ég hékk mikið með eldri krökkum og fór oft til Reykjavíkur þar sem ég var i píanónámi og notaði jafnframt tækifærið til að skemmta mér um helgar. Á þeim árum var ég eitthvað að rugla með strákum eins og gengur og gerist en undraði mig á því af hverju ég bæri ekki sömu kenndir til stráka og vinkonur mínar sem vora flestcU á fostu eða enda- laust talandi um karlmenn. Ég man að ég spurði sjálfa mig oft að því hvort ég væri öðravísi en þær og tiÞ fmningalaus en ég kenni því um að ég ólst upp í litlu samfélagi þar sem ég hafði ekkert tO að miða mig við annað en það sem samfélagið kaus að kalla eðlilegt," segir Rósa um ung- lingsárin. Ekki rauðsokka eða karlmannahatari Rósa var 15 ára þegar hún áttaði sig hvers eðlis hún var. „Skyndilega rann það upp fyrir mér að ég var of- boðslega hrifin í fyrsta skiptið á æv- inni - af konu. Þetta var ekki líkam- legt ástarsamband og ekki einu sinni samband í þeim skilningi heldur fyrst og fremst ást og andleg hrifh- ing. Ég hafði alltaf borið sérstakar tilfinningar til kvenna en ég hélt að það stafaði fyrst og fremst af því að - Rósa Guðmundsdóttir, skemmtanastjóri Spotlight, lýsir heimi samkynhneigðra kvenna Um miðbik ársins 1998 steig Rósa Guðmundsdóttir á svið sem skemmtanastjóri nýs skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í Reykjavik, Spotlight, og má segja að hún hafi upp frá því verið tíður gestur fjöl- miðla síðan en Rósa hefur vakið mikið umtal fyrir ýmiss konar uppákomur sem hún hefur staðið fyrir á staðnum auk þess sem hún er sjálf lesbísk og hefur talað frjálslega um kynhneigð sina í blöðum og sjónvarpi. Það vekur furðu marga að Rósu, sem er aðeins 21 áirs, hefur þrátt fyrir ungan aldur tekist að hasla sér völl í menningarlífinu og ekki er nóg með að hún eigi þátt i að reka einn vinsælasta skemmtistað Reykjavíkur heldur hefur hún einnig verið með annan fótinn í tónlistarborginni London en sjálf segist hún vera að „vinna i sínum málum“ sem fullvíst má telja að séu tónlistarlegs eðlis enda Rósa mjög tónelsk manneskja að upp- lagi og því aldrei að vita hvar hún ég væri frjálslynd og opin gagnvart öðra fólki.“ „Þegar mér varð ljóst að ég væri lesbía varð ég svo glöð að ég hugsaði eiginlega aldrei út í að ég væri lesbía heldur fyrst og fremst að ég hefði raunverulega eiginleika til að elska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.