Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Síða 33
A>V LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 41 og verða ástfangin. Ósjálfrátt dofnaði áhugi minn á karlmönnum sem var aldrei upp á marga fiska hvort sem var því nú voru komin skýr tilfinn- ingaskil á milli mín og þeirra og ég var í fuUkomnu sambandi við sjálfa mig. Ég er ekki að segja að ég hafi breyst í einhverja rauðsokku eða karlmannahatara en nú hafði ég í fyrsta skiptið mjög ákveðnar hug- myndir um hvað hrein ást væri þvi ég fann svo sterkt fyrir henni og, það sem meira er, að hún væri eðlilegur hlutur og enginn skyldi dirfast að segja mér annað.“ - Var það á þessum tímamótum sem þú ákvaðst að koma út úr skápn- um og opinbera kynhneigð þína? „Ég hef aldrei komið út úr skápn- um enda var ég aldrei inni í neinum skáp og hef aldrei þurft að fara leynt með mínar réttu tilfmningar. Mér finnst reyndar öll þessi umræða um að samkynhneigð snúist fyrst og fremst um kynlíf vera út í hött. Sam- kynhneigð snýst alls ekki fyrst og fremst um kynlíf heldur það sem hugur og hjarta kýs. Þetta er ekkert öðruvísi en að segja að gagnkyn- hneigð snúist fyrst og fremst um kyn- líf þegar allir vita að svo er ekki.“ Fólk skemmtir sér ekki til að slást - Hvenær var leitað til þin um að þú tækir að þér starf skemmtana- stjóra Spotlight? Það var í apríl ‘98 að verðandi eig- endur staðarins höfðu samband við hommar séu mun meira áberandi i samfélaginu en lesbíur og eins þær um að ákveðinn rígur sé oft á tíðum milli þessara tveggja hópa. Hún segir homma miklu meiri fé- lagsverur en lesbíur og þeim finn- ist gaman að skella sér á diskótek og dansa í takt við dúndrandi danstónlist á meðan lesbíur séu meira fyrir rokktónlist í þyngri kantinum eða séu heima við með bjórinn innan seilingar í stað þess að fara út að skemmta sér. Hún segir það einnig loða við lesbíur að dregin sé upp ákveðin mynd af þeim bæði af samfélaginu al- mennt en þó ekki síður af þeim sjálfum. „Mér finnst alveg fáránlegt að fólk, og ekki síst lesbíur sjálfar, skuli vera að halda uppi ein- hverri ákveðinni ímynd af lesbi- um sem krúnurökuðum mótor- hjólatöffurum eða þungarokkur- um sem safni vöðvum og reyni að líkjast karlmönnum. Ég hef horft upp á margar fallegar stelpur breyta sér samkvæmt þessari fyr- irmynd því að þeim eru ósjálfrátt settar ákveðnar kröfur um hvern- ig þær eigi að líta út sem þær fylgja ósjálfrátt til þess eins að vera ekki umtalaðar og passa ekki inn í hópinn. Það er eins og lesbíur finni þörf hjá sér til að sanna hver fyrir annarri að þær séu lesbíur i raun og veru. Sjálf átti ég lengi vel í útistöðum við aðrar lesbíur sem héldu því fram að ég væri ekki sú sem ég segðist vera og uppnefndu mig þess í stað viðtal sætti. Ástandið hefur þó batnað að hennar sögn og nú er staður- inn vel sóttur af öllum hópum samkynhneigðra. Jafnfjarlægt að sofa hjá karli og „trukkalessu" „Ég skil ekki nauðsyn þess að skapa einhverja ákveðna týpu af lesbíum til að allar aðrar geti fylgt í kjölfarið. Ég er og mun alltaf vera sú sem ég er, þ.e. fyrst og fremst kona með kvenlegar þarfir og ég get ekki séð að það ætti að koma neinum við nema mér sjálfri. Ég neitaði því á sín- um tíma að ég væri sú eina sem hefði þessar hugmyndir og eftir að ég byrjaði að koma fram í fjöl- miðlum og tala opinskátt um sjálfa mig hef ég fengið sönnun fyrir því að svo er ekki. Þessi umræða um hvernig lesbía eigi að vera er svo fáránleg að ég hef meira að segja lent í hörkurifrildi á fundi hjá Samtök- unum ‘78 við lesbiu sem hélt því óbeint fram að ég bæri ekki sömu tilfinningar til kvenna og hún þar sem ég færi ekki eftir útlits- og klæðareglum þeirra. Ég benti henni á fáránleika orða hennar og spurði hvort hún vildi virkilega keppast um hvor væri meiri lesbía - ég eða hún. Ég bauð henni að rífa úr mér hjartað og skoða það um leið og ég hló að henni.“ „Ég get sagt fyrir mitt leyti að DV-MYNDIR ÞÖK „Ég hef aldrei komið út úr skápnum enda var ég aldrei inni í neinum skáp og hef aldrei þurft að fara leynt með mínar réttu tilfinningar. Mér finnst reyndar öll þessi umræða um að samkynhneigð snúist fyrst og fremst um kynlíf vera út í hött. Samkynhneigð snýst alls ekki fyrst og fremst um kynlíf heldur það sem hugur og hjarta kýs.“ mig og buðu mér stöðuna. Ég taldi og tel mig vita hvað skemmtistaður af þessu tagi þarf að bjóða upp á. Ég hef heimsótt mikið af „gay“ klúbbum bæði í London og New York og þekki þ.a.l. flóruna í skemmtanamálum mjög vel og taldi mig geta notað þá þekkingu hér heima. Okkur langaði að koma á fót skemmtistað og skapa stemningu þar sem algjört frelsi og fordómaleysi rikti því samkyn- hneigðir eru nú einu sinni þeir síð- ustu sem geta verið með fordóma í garð annars fólks. Það er oft svo ríkjandi á öðrum klúbbum og stöðum i borginni að þegar maður gengur inn þá er ætlast til einhvers af manni og maður þarft að aðlagast staðnum. Á Spotlight að- lagast staðurinn hins vegar þér. Ég trúi því að fólk vilji fyrst og fremst fara út að skemmta sér til að hafa gaman af en ekki tU þess að lenda í einhverjum slagsmálum og rifrUdi. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að það ríki aUtaf góður andi á staðnum. Þetta gerum við með ýmsu móti, m.a. með svoköUuðum þema- kvöldum þar sem mismunandi þemu eru tekin fyrir hverju sinni og eins með því að bjóða upp á góða tónlist sem þá er í höndum góðra manna eins og Páls Óskars sem er stórvinur minn og eins og bróðir. Hann hefur gert mikið tU að kynna staðinn fyrir almenningi.“ Uppnefndu mig tvíkynhneigða druslu Rósa segir þær sögur að hluta tU sannar sem halda því fram að tvíkynhneigða druslu á mUli þess sem þær klipu í rassinn á mér og reyndu við mig.“ Rósa segir lesbíur lengi vel hafa verið i miklum minnihluta meðal gesta Spotlight. Þær hafi borið við að staðurinn væri ekkert fremur „gay“ staður en hver annar auk þess sem skoðanaágreiningur hennar við aðrar lesbíur hafi orð- ið tU að kynda undir frekara mis- það er mér jafnfjarlægt að ætla að sofa hjá myndarlegum karlmanni og það er fyrir mig að sofa hjá ein- hverri karlmannlegri „trukka- lessu“. Ég vU brjóta upp þessa rót- grónu ímynd sem lesbíur hafa á sér þannig að þær geti stigið fram í fullkomnu fordómaleysi í stað þess að þurfa að samlagast ákveð- inni ímynd og neyðast tU að dUla sér í takt við rokktónlist í hópi með öðrum lesbíum. Ég þekki reyndar margar lesbíur bæði er- lendis og hér heima sem eru karl- mannlegar í eðli sínu en ég veit að þær eru það i hjartanu og óháð einhverri fyrirframskapaðri imynd og það er aUt annað mál.“ Orðið hommi hefur neikvæða merkingu - Oft er talað um að hommar og lesbíur og þá sérstaklega hommar lifi frjálsara ástalífi en gengur og gerist og skipti oft um ástvin. Kannast þú við þennan orðróm? Já, það er rétt. Reyndar er sam- líf samkynhneigðra oft dregið nið- ur í svaðið þegar rætt er um kyn- líf þeirra og sú þröngsýna mynd dregin upp af hommum að þeir séu í sífeUu að riða hver öðrum í rass og lesbíur geri ekki annað en sleikja píkumar á hver annarri. Hvað varðar frjálsar ástir þá eru lesbíur í fyrsta lagi, miklu fremur en hommar, samþykktar af samfé- laginu. Orðið hommi hefur mjög neikvæða merkingu og krakkar nota t.d. „helvítis homminn þinn“ sem blótsyrði án þess að leiða hugann frekar að merkingu orð- anna. Viðhorf þjóðfélagsins, sérstak- lega tU homma, veldur því að þeir eru miklu tregari og seinni á sér tU að koma út úr skápnum og þeg- ar þeir loks láta slag standa veld- ur það því að þeir springa út og lifa mun meira áberandi ástarlífi en lesbíur oft á tíðum gera. Þú getur ímyndað þér sálarkvölina sem fylgir því að þurfa þóknast öUum í kringum þig nema sjálfum þér í 10 jafnvel 20 ár án þess að sýna þitt rétta andlit. Þegar þú loks opinberar kynhneigð þína er gleðin svo mikU að þú lifir þrisvar sinnum meira lífi en manneskjan við hliðina á þér. Það er í raun sorglegt að slík gleði skuli brjótast út einungis yfir því að fá að vera sá sem þú ert.“ Takmark mitt að réttinda- barátta verði óþörf Rósa nefnir sem dæmi að oft á tíðum komi samkynhneigt fólk af landsbyggðinni, sem enn sé ekki komið út úr skápnum, tU að skemmta sér í Reykjavík og rati þá inn á skemmtistaðinn Spotlight. „Það kemur aUs konar fólk hingað inn sem segir mér sögur af því hvUíkt helvíti það sé að vera samkynhneigður úti á landi, sérstaklega vegna fordóma í garð þeirra sem eru öðruvísi. Þetta fólk hefur á orði við mig hversu gott sé að geta verið mað- ur sjálfur og hvað það kvíði fyrir að snúa aftur heim. Það er einmitt þessu viðhorfi sem þarf að breyta. Um leið og viðhorf einstaklingsins breytist breytist viðhorf samfélagsins í heUd sinni. Það að vera samkyn- hneigður á ekki að þurfa að vera neitt tUtökumál heldur ofurein- föld staðreynd. Enginn á að þurfa að vakna á morgnana og vera hræddur við samfélagið og virð- ingarleysi þess. Fólk er svo upp- fuUt af ranghugmyndum og spáir í alls konar hluti sem skipta aUs engu máli fyrir innri hamingju. Takmark mitt er að réttindabar- átta af því tagi sem samkyn- hneigðir hafa þurft að heyja hing- að tU verði á endanum óþörf og í kjölfarið feUd niður. Samt er ég mjög fegin því að koma fram og tala máli fjöldans því að það er ekkert betra en þegar stelpur ganga upp að manni og þakka manni fyrir að hafa hreinlega bjargað lifi þeirra með einhverju sem maður hef sagt á opinberum vettvangi. Sjálfri líður mér vel, ég er and- lega þenkjandi, hamingjusöm og óhrædd og horfi björtum augum fram á veginn. Það má segja að samkynhneigðin sé minnsti part- urinn af sjálfri mér sem mann- eskju. Ég hef aldrei kunnað að festa mig í ákveðnu munstri, held- ur kýs ég að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Ég hef verið með annan fótinn úti í London eins og ég sagði áðan þar sem ég hef verið að vinna í mínum tón- listarmálum, án þess að ég vUji vera að skapa óþarfa væntingar og kröfur. Svo gerist bara það sem gerist.“ -KGP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.