Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 47
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Frítt á söfnin á sunnudögum IEnginn aðgangseyrir er á lista- ; söfn í eigu Parísarborgar á sunnu- dagsmorgnum hér eftir. Þetta kom i fram í fréttatilkynningu frá borgar- ; stjóm Parísar nú í vikunni en með- j al þeirra safna sem um ræðir em Petit Palais og Nútímalistasafn Par- ísar. Ríkisreknu söfnin Louvre og Musee d’Orsay felldu niður að- gangseyri á sunnudögum í upphafi þessa árs. Ferðamenn ættu að hafa tímann fyrir sér því það er ekki fyrr en klukkan eitt á sunnudögum sem gjaldtakan hefst. Leonardo áhrífavaldur Taíland hefur verið vinsælt ferðamannaland í mörg ár og fjöldi íslendinga lagt leiö sína þangað. Þetta árið ætla Taílendingar að slá met í fjölda ferðamanna en talið er að um níu milljónir muni sækja landið heim á árinu. Það er töluvert meira en í fyrra þegar 8,3 milljónir ferðamanna komu til landsins. Japanskir ferðamenn vora manna duglegastir að heim- sækja landið á síðasta ári en næstir á eftir vora Malasíubúar. Tafland hefur marga kosti sem gott ferðamannaland; státar meðal annars af frábærum ströndum og fjölskrúðugu menn- ingarlífl. Þá gera ferðafrömuðir ráð ; fyrir því að nýjasta kvikmynd Le- onardos DiCaprios, The Beach, 1: muni enn auka áhuga ferðamanna Iá landinu. Maya-ströndin, þar sem kvikmyndin var tekin, nýtur gríö- arlegra vinsælda meðal ferða- manna um þessar mundir, jafnvel þótt skammt sé liðið síðan myndin var frumsýnd. Isklifur í Búlandshöfða: Björgunarsveitarmenn þjálfa sig við erfiðar aðstæður Björgunarsveitarmenn búa sig undir átök dagsins. Það hefúr víst ekki farið fram hjá landsmönnum undanfarin misseri hversu björgunarsveitimar á landinu era nauðsynlegar þegar aðstoðar og björgunar er þörf. Björgunarsveitimar era skipaðar sjálfboðaliðum sem era þrautþjálfaðir á sínu sviði og eðli máls- ins.samkvæmt þurfa að eyða drjúgum tima til æfmga. Á síðustu mánuðum hafa bflar merktir hinum ýmsu björgunarsveit- um æ oftar vakið athygli íbúa Snæ- fellsbæjar. Þarna era á ferð björgunar- sveitar hvaðanæva að sem komnar era til æfinga og hafa jafnan aðsetur í hin- um nýja Björgunarskóla Landsbjargar á Gufuskálum. Mikið var um vera dagana 16. til 20. febrúar sl. þegar svokallað fagnám- skeið í fjallamennsku fór fram hér og var aðalstjómandi námskeiðsins Jón Gauti Jónsson frá Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík. Ásamt honum vora þeir Leifur Öm Svavarsson og Ás- mundur Ivarsson og era þeir báðir í FBSR. Einnig var Kjartan Þór Þor- bjömsson frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík leiðbeinandi. Þátttakendur vora vel á annan tug. „Námskeiðið var þrautskipulagt og miklar kröfur gerðar til þátttak- enda. Að því loknu var frammistaða hvers og eins met- in. Snæfellsnesið hentar mjög vel til æfrnga, ekki síst vegna þess að veð- urfar er oft breyti- legt eftir því hvar menn era staddir á Nesinu. Það er afar mikilvægt að þjálfa menn við mis- munandi aðstæður og nauðsynlegt að þjálfun fari líka fram í vondum veðr- um svo menn læri að takast á við slík- an vanda,“ segir Jón Gauti Jónsson. -PSJ sklifur reynir mjög á úthald og þrek. Náttúruupplifun við Mývatn um páskana: Fjöldaganga umhverfis Mývatn og kammertónlist á kvöldin Það er áralöng hefð í Mývatnssveit að bjóða ferðamönnum upp á sérstaka skemmtidagskrá yflr páskahátíðina. Ótal gönguleiðir era á svæðinu hvort sem menn kjósa að ferðast fótgangandi eða á gönguskiðum. „Það þekkja auð- vitað margir náttúrufegurðina hér yflr sumartímann en mörgum þykir jafh- vel meira koma til hennar í vetrarbún- ingi,“ sagði Pétur Snæbjömsson, hótel- stjóri á Hótel Reynihlíð, í samtali við DV. Hótel Reynihlíð heldur úti ferða- þjónustu árið um kring og dagskráin fyrir páskana er að verða fullmótuð. „Megináherslan eins og fyrri ár verður lögð á gönguferðir, góðan mat og fal- lega tónlist. Við munum meðal annars bjóða upp á gönguferðir um ísilagt Mý- vatn og um Kröflusvæðið, svo eitthvað sé neftit," segir Pétur. Hápunktur gönguferðanna verður Þaö verður mikiö um að vera í Mý- vatnssveitinni um páskana eins og endranær. Gönguferöir, skíðaferöir, tónleikahald veröur í boði fyrir inn- lenda sem erlenda feröamenn. eins og ævinlega á fóstudaginn langa en þá er fyrirhuguð ganga umhverfis Mývatn. Leiðin er 36 kílómetrar og gengur í daglegu tali undir nafninu píslargangan, einkum vegna þess hversu strembin hún getur verið fyrir þá sem fara alla leið. „Við höfum æv- inlega þann háttinn á að mönnum er frjálst að taka sér gönguhlé hvenær sem þá lystir og bíll mun fylgja með allan tímann fyrir þá sem vilja hætta göngunni," segir Pétur, en þess má geta að gríðarleg þátttaka var í göng- unni í fyrra eða um áttatíu manns. Gönguskíðin gagnast mönnum vel við Mývatn á þessum árstíma því ógrynni af skemmtilegu skíðagöngu- landi er í nágrenninu. Þá geta þeir sem það kjósa notið sérstakrar leiðsagnar á skíðunum. Músík í Mývatnssveit nefnist hópur valinkunnra tónlistarmanna sem mun skemmta gestum með tónleikahaldi yflr hátíðamar. Fyrir hópnum fer eins og endranær Laufey Sigurðardóttir flðluleikari. „Það er alltaf jafngaman að taka á móti þessu ágæta listafólki sem margt á ættir að rekja hingað. Tvennir tónleikar era fyrirhugaðir um páskana, þeir fyrri á fóstudaginn langa og þeir síðari daginn eftir,“ segir Pétur Snæbjömsson hótelstjóri. -aþ Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu ó leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.