Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 12
12 ____________________________LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V Mikilvægar forsetakosningar í Mexíkó á sunnudag: tækja fjórum dögum síðar. At- hafnamennirnir fyrirlíta banka- stjórana sem neita að lána fyrir- tækjum þeirra fé með þeim afleið- ingum að mörg þeirra hafa orðið gjaldþrota. Fox tók undir gagnrýni á banka- kerflð og greindi í löngu máli frá áformum sínum um að lögsækja alla þá sem voru grunaðir um fjár- svik. Labastida og Cardenas kölluðu hann hræsnara. „Einn daginn segir hann svart og þann næsta hvítt,“ sagði Labastida nýlega við fréttamenn um borð i flugvél sinni. „Einn dag- inn segir hann bankastjórum að þeir séu ekki sekir um neitt og síð- ar segir hann iðnrekendum að hann ætli að fangelsa bankastjór- ana. Hann er spurningamerki í stígvélum." Vicente Fox gengur einmitt í stígvélum til að minna kjósendur á uppruna sinn á hrjóstrugri bújörð í Guanajuato. Krossferð gegn spillingu Fox hóf afskipti af stjórnmálum árið 1988 þegar hann fór í framboð til þings fyrir PAN. Flokkurinn var stofnaður 1939, til höfuðs Lazaro Cardenas forseta, föður Cu- auhtemocs frambjóðanda, sem margir töldu sósíalista. Fox bauð sig síðan fram til emb- ættis ríkisstjóra heima í Guanaju- ato árið 1991. Hann sneri kosninga- baráttu sinni upp í krossferð gegn spillingu innan stjómarflokksins og stóð fyrir margra vikna mót- mælaaðgerðum eftir að úrslitin lágu fyrir og hann vann ekki. Fjór- um árum síðar bauð hann sig aftur fram og sigraði með miklum yfir- burðum. Stjórnvöld í Mexíkó hafa lofað að forsetakosningamar á sunnudag verði þær heiðarlegustu sem nokkru sinni hafa verið haldnar. En atburðir að undanförnu benda þó til þess að harðlínumenn innan stjórnarflokksins PRI telji að kosn- ingasvik geti fært þeim sigur. Emesto Zedillo forseti, yfirmað- ur kjörstjórnar Mexíkós, og fjöl- margir aðrir ráðamenn hafa vísað því alfarið á bug að kosningaúrslit- in gætu ráöist af svindli. Þeir benda á ýmsar varúðarráðstafanir, svo sem gegnsæja kjörkassa og tjöld fyrir kjörklefum. Frambjóðendur stjórnarandstöð- unnar og virtir menntamenn hafa áhyggjur af því að verði mjótt á mununum kunni stjórnarflokkur- inn að grípa enn á ný til kosninga- svika, eins og hann hefur svo oft gert áður. Byggt á Reuter, Jyllands-Posten og New York Times. Indíánar mótmæla Indíánar I þorpinu Amador Hernandoz í Chiapas-héraöi í Mexíkó kenna stjórn- arflokki iandsins, sem hefur fariö meö völdin síöan 1929, um félagslegt óréttlæti sem grasserar í héraöinu. Sinnaskipti um bankamenn Annað gott dæmi um sinnaskipti Fox eru ummæli hans um banka- kerfið og stjórnendur þess í vor. Á fundi með bankamönnum í sumarleyfisborginni Acapulco bar frambjóðandinn lof á stjórnendur bankanna fyrir að halda þeim á floti í umrótinu sem fylgdi í kjölfar geng- islækkunar mexíkóska gjaldmiðils- ins árið 1994. Hann rétt tæpti á þvi Kerfiskallinn til í slaginn Francisco Labastida, forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Mexíkó, setti upp boxhanska á kosningafundi í borginni Cuernavaca á þriöjudag. Labastida þykist viss um aö sigra, enda ekki hefö fyrir ööru /' Mexíkó. Eitt sameinar mexíkósku þjóðina kannski umfram annað um þessar mundir, fátæka jafnt sem ríka. Það er óskin um breytingar í kjölfar for- setakosninganna á sunnudag eftir 71 árs valdasetu eins og sama flokksins. Talað er um að forsetakosning- arnar geti orðið eins konar upphaf nýrrar byltingar í þessu næstfjöl- mennasta ríki Rómönsku Ameríku. Þau undur og stórmerki hafa nefni- lega gerst að frambjóðandi stjórnar- flokksins PRI er ekki efstur í skoð- anakönnunum. Ekki bara af því að kannanir eru ekki lengur gerður á vegum PRI, heldur hins að aðrir frambjóðendur hafa meiri aðgang að fjölmiðlunum en nokkru sinni fyrr til að koma sér og málefnum sínum á framfæri. Fyrrum forstjóri Coca Cola Maðurinn sem gæti gert draum margra um breytingar að veruleika er ekki nein byltingarhetja í anda þeirra Panchos Villa og Emilianos Zapata við upphaf tuttugustu aldar- innar. Nei, hann er fyrrum forstjóri Coca Cola í Mexíkó og heitir Vicente Fox, eigandi fjölda iðnfyrir- tækja og bújarða í Guanajuato-ríki í miðhluta Mexíkós. Flokkur Fox, hinn íhaldssami PAN, er elsti og stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn i Mexíkó. Vicente Fox var með heldur meira fylgi en Francisco Labastida, frambjóðandi stjórnarflokksins, í síðustu skoðanakönnunum sem % birtar voru. Langt á eftir þeim kom hinn vinstrisinnaði Cuauhtemoc Cardenas, fyrrum borgarstjóri í Mexíkóborg, höfuðborg landsins. Hann var áður fyrr talinn líklegast- ur til að rjúfa einokun PRI á forseta- efninu en fær ekki nema um sautján prósent atkvæða, ef marka má skoðanakannanimar. Fátækt og óstjórn „Vicente Fox virðist ætla að sigra með þvi að skella skuldinni fyrir mikilli fátækt í sjötíu ár á lélega stjóm,“ segir Lorenzo Meyer, pró- fessor við Colegio de Mexico háskól- ann, í viðtali við danska blaðið Jyllands-Posten. Prófessorinn bendir á að að PRI njóti enn mikils stuðnings úti á landsbyggðinni en styrkur PAN liggur í borgunum, fyrst og fremst meðal þeirra sem yngri eru og betur menntaðir. Það sem gerir árangur Fox í kosn- ingabaráttunni enn áhugaverðari en ella er að stjórnarflokkurinn hef- ur, eðli málsins samkvæmt, miklu öflugri kosningavél og miklu meira umleikis. Fox aftur á móti hefur einstakan hæfileika til að hrífa al- menning með sér. í augum andtæðinga sinna er Vicente Fox pólitískt kameljón sem talar tungum tveim. Stuðningsmenn hans telja hann aftur á móti snjallan baráttumann sem hefur tekist að afla sér fylgis umfram það sem flokkur hans nýt- ur meö því gefa pólitískum merki- miðum langt nef. Fox hefur tekist að afla sér stuðn- ingsmanna úr öllum áttum, hvort heldur það eru íhaldssamir landeig- endur eða stjórnendur fyrirtækja. En á þessari leið hefur Fox oft ver- ið ósamkvæmur sjálfum sér i yfir- lýsingum sínum og hefur Francisco Labastida nýtt sér það óspart. Fox viðurkenndi til dæmis í ferð til New York árið 1996 að hann væri hlynntur einkavæðingu ríkisolíufé- lagsins Pemex, tákngervingi mexíkóskrar þjóðemisstefnu. Labastida hefur í kosningaauglýs- ingum sínum á undanfornum vik- um lýst þeim orðum við landráð. Fox brást við þeim með þvi að lýsa því yfir að hann myndi aldrei einka- væða Pemex. að fjármálamenn, sem gerðu sig seka um fjársvik þegar almannafé var notað til að bjarga bankakerf- inu, yröu látnir svara til saka. Bankamenn fognuðu orðum hans ákaflega, sem vonlegt er. „Fox sagði okkur það sem við vildum heyra,“ segir bankastjórinn Roberto González. Annað hljóð kom í strokkinn þeg- ar Fox sat fund eigenda smáfyrir- stígvélum Vicente Fox, forsetaframbjóöandi stærsta stjórnarandstööuflokksins í Mexíkó, heilsar stuöningsmönnum sínum á fjöldafundi í borginni Jalapa. Vicente, sem er fyrrum forstjóri Coca Cola í Mexíkó, gengur um í leöurstígvélum til aö minna kjósendur á uppruna sinn. Vicente ólst upp á búgaröi í miöhluta landsins. Ef marka má skoöanakannanir gæti svo fariö aö Fox tækist aö binda enda á 71 árs einokun stjórnarfiokksins PRI á forsetaembættinu. '
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.