Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 29
29
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
H>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Hákon og Mette-Marit
eru enn saman.
Hákon krónprins í
húsnæðisleit
Norski krónprinsinn er þessa dag-
ana í húsnæðisleit. Þar sem kærast-
an Mette-Marit Hoiby á þriggja ára
son vill prinsinn fá stærri íbúð með
sérsvefnherbergi fyrir son hennar. í
dag býr prinsinn í 60 fermetra íbúð í
fjölbýlishúsi í miðbæ Óslóar en leigu-
samningurinn rennur út í ágúst sem
og leigusamningurinn að íbúðinni
við hliðina sem notuð er af lífvörðum
prinsins. Af þessu er greinilegt að
prinsinn lætur þá gagnrýni sem
hann hefur hlotið vegna sambands
síns við hina einstæðu móður Mette-
Marit sem vind um eyru þjóta en þau
eru þó ekki farin að búa opinberlega
saman.
Að flnna ibúð í Ósló er ekki auð-
velt, ekki einu sinni fyrir krónprins
enda er hann líka með ýmsar sér-
stakar kröfur. Ef í nauðirnar rekur
getur hann þó alltaf endurnýjað
samninginn á íbúðinni sem hann býr
í núna.
Parið er ekki með nein stór plön
fyrir sumarið. Þó er ekki ólíklegt að
þau láti sjá sig á Quartstónlistarhá-
tíðinni í Kristiansand. bærinn er
heimabær Mette-Marit en það var
einmitt á hátíðinni í fyrra sem þau
kynntust og Amor skaut ástarörvum.
Þorpshátíðin „Stöð í stöð“ á Stöðvarfirði:
Þaö heyrist orðiö sjaldan í norölensku sveitinni Skriöjökiunum en þeir
munu þó láta duglega í sér heyra á þorpshátíöinni á Stöövarfiröi. Um versl-
unarmannahelgina verða þeir svo á Akureyri.
Ætlar Raggi Sót aö múna?
Hljómsveitin á sér sína tengingu
við Stöðvarfjörð því sveitarstjórinn,
Jósef Friðriksson, er í sveitinni.
„Við kunnum vel við Austfirðinga
og ég held ég geti fullyrt að þeir séu
okkar aðalaðdáendur," segir Jón
Haukur.
Nú, hvað um Akureyringa?
„Það eru allir orðnir svo leiðir á
okkur fyrir norðan," svarar Jón
Haukur og hlær.
Hann telur ekki útilokað að í
framtíðinni muni Skriðjöklarnir
láta að sér kveða af auknum krafti.
Þeir eigi efni sem þá langar til að
taka upp, þannig að það er aldrei að
vita hvað gerist.
Hann lofar að minnsta kosti
miklu „stöði“ bæði á Stöðvarfirði og
öðrum giggum sveitarinnar, enda
sveitin fræg fyrir skemmtileg og
óvænt „sjóv“ á sviðinu. Haft er fyr-
ir satt að Raggi Sót hafi múnað af
sviðinu á ballinu á Stöðvarfirði í
fyrra og bíða heimamenn í ofvæni
eftir þvi hvort hann endurtekur
leikinn. -snæ
Það styttist í þorpshátíðina Stöð í
Stöð á Stöðvarfirði en hátíðin er nú
haldin í fimmta sinn, dagana 13.-16.
júlí. „Þetta er fyrst og fremst þorps-
hátíð en engin útihátíð," undirstrik-
ar Karl Th. Birgisson einn af skipu-
leggendum hátíðarinnar. Dagskráin
verður að vanda fjölbreytt og stíluð
inn á fólk á öllum aldri. M.a. verður
boðið upp á göngutúra, dorgveiði-
keppni, leiktæki fyrir börnin, Jón
Gnarr mun skemmta, útimarkaður
verður á staðnum svo fátt eitt sé
nefnt. Rúsínan í pylsuendanum er
þó án efa ball á laugardagskvöldið
með Skriðjöklum.
Gamlir aödáendur
Skriðjöklarnir mættu á hátíðina í
fyrra og gerðu allt vitlaust þegar
þeir tóku upp hljóðfærin aftur eftir
7 ára hlé. Það sumar spiluðu þeir
einnig við fleiri tækifæri við góðar
undirtektir. í sumar áætla þeir að
spila á fleiri giggum og m.a. verða
þeir á Akureyri um verslunar-
mannahelgina.
En eiga Skriðjöklarnir enn þá vin-
sœldum aó fagna?
„Ekki almennum vinsældum en
við eigum okkur marga gamla aðdá-
endur. Unga fólkið kannast ekki al-
veg við okkur en það var þó fólk á
öllum aldri sem mætti á böllin hjá
okkur í fyrra og hafði gaman af,“
segir einn af meðlimum hljómsveit-
arinnar, Jón Haukur Brynjólfsson.
Hver man ekki eftir lögunum: Er ekki tími til kominn að tengja og Hryssan
mín blá, meö norðlensku piltunum í Skriðjöklum? Þeir hafa eitthvaö elst
síðan þessi mynd var tekin.
Skriðjöklarnir eru
enn í „stöði“
Kr.4.295,-
Kr. 14.900,-
Quick Fold borð
^99^.
Gasgrill
20r9QD
Gasgrill
Tðr9Q0
Skráðu þig $
/ vefklúbbinn
www.husa.is
verð
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is