Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 32
32 Helgarblað LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 x>v Skundum á Þingvöll - biskup segist ánægður ef 20 þúsund manns koma á Kristnihátíð í dag hefst Kristnihátíð á Þing- völlum. Þar er fagnað því að 1000 ár eru liðin frá því að kristni var lögtekin á Þingvöllum. Við þekkj- um öll söguna af Þorgeiri Ljós- vetningagoða, hvernig hann hvarf undir feldinn í næstum tvo daga og kom aftur út með þann dóm að einn siður skyldi ríkja í landinu. Þann sið höfum við síðan haft. Ekki verður deilt um að uppi eru merk tímamót en talsvert hef- ur verið deilt um það hvernig staðið skuli að Kristnihátíð og hafa margir orðið til þess að finna hátíðahöldunum sem flest til for- áttu. Það mun óhætt að segja að í heild hafi flest sem sagt hefur ver- ið um hátíðahöldin verið nei- kvætt og í aðfinnslutón. Neikvæð umræða á greiðan aðgang DV hitti herra Karl Sigur- björnsson biskup þegar stund var milli stríða í annasömum undir- búningi og spurði hann hvers vegna umræðan hefði verið svo neikvæð sem raun ber vitni? „Ég hef talsvert velt þessu fyrir mér,“ sagði Karl. „Ég get samt ekki sett fram neina eina sérstaka ástæðu. Það er nú einu sinni svo að auðvelt er að blása í glæður neikvæðninnar og neikvæð um- ræða virðist eiga greiðari aðgang að fjölmiðlum en tíðindi af því sem betur gengur. Því miður. Umfjöllunin hefur að mestu verið neikvæð og það finnst mér auðvitað miður. Þá er mér hugsað til alls þess fólks sem lagt hefur nótt við dag við undirbúning há- tíðarinnar og gert allt sem það getur til þess að hún mætti takast sem best. Vitaskuld er hátíðin alls ekki hafin yfir gagnrýni, því allt orkar tvímælis þá gert er, en nei- kvæðnin hefur verið meiri en ég „Það stóð aldrei til að að- skilja trúarsöfnuði og allt það gáleysistal sem menn höfðu uppi um um „and- lega aðskilnaðarstefnu“ var í hœsta máta ósmekklegt. Og það hvemig samkynhneigðir hafa að ósekju verið skot- spónn í þessu samhengi. Á seinni stigum kom fram óánœgja með Hesta- gjá og þá var því kippt í liðinn enda var þetta all- an tímann aðeins tilboð. Menn voru að geipa um þetta í fjölmiðlum af miklu gáleysi en ég hafna því eindregið að um einhverja stífni í samskiptum hafi verið að rœða af okkar hálfu. “ „Ég get þó tekið undir með konunni sem sagði við mig austur á Hellu um daginn að það vœri eins með þessa hátíð og Eurovision. Það segist enginn œtla að horfa en svo horfa allir. Við erum ekki gefin fyrir að skuld- binda okkur fyrir fram en þegar dagurinn renn- ur upp og sólin skín þá skundum við auðvitað á Þingvöll. “ Ekki bara mínus á reikningi Mikil gagnrýni hefur verið uppi á verulegan kostnað við há- tíðahöldin. Það hefur komið fram að heildarkostnaður við há- tíðahöld vegna kristnitöku verði 890 milljónir, þar af tæplega 300 milljónir vegna Þingvallahátíð- ar. Finnst þér þetta tal um kostn- að og gagnrýni á hann varpa skugga á undirbúninginn? „Það lá alltaf fyrir að það myndi kosta mikið að halda þessa hátíð á Þingvöllum. Þar er helgasti staður þjóðarinnar en þar er engin aðstaða og því þarf að tjalda til einnar nætur sem er auðvitað dýrt. Og meiri kröfur eru gerðar varðandi þægindi nú en áður. Ég er samt viss um að þjóðin verður auðugri fyrir vik- ið. Þetta er ekki bara mínus á einhverjum reikningum heldur fjárfesting í þáttum sem skipta máli. Það hefur sýnt sig að þær stórhátíðir sem haldnar hafa ver- ið á tímamótum sem þessum skilja eftir sig dýrmætan arf. Það reyndum við 1874, 1930 og slðan 1944. Það er mannlegt að vilja fagna því þegar maður stendur á kross- götum í lífinu og þetta gerum við á okkar persónulegu afmælum og viljum gjarnan kosta ein- hverju til. Það er mikilvægt því þannig styrkjum við samheldn- ina og eflum tilfinningu okkar fyrir því að við erum hvert og eitt hluti af stærra samhengi. Kristnihátíð er gjöf sem við eig- um að gefa börnunum okkar, reynsla sem verður þeim dýr- mætt veganesti til framtíðar." Er þetta eins og Eurovision? Undanfarnar vikur hafa birst í fjölmiðlum skoðanakannanir á því hve margir hyggjast leggja leið sína á Þingvöll. PriceWater- houseCoopers gerði könnun nú í vikunni sem sýndi að 10,2% þjóð- arinnar segjast nokkuð viss um að leggja leið sína á staðinn. Er biskup ánægður með þá aðsókn? „Mér hefði fundist ábyrgðar- laust annað en að gera ráð fyrir að geta tekið á móti mjög mikl- trúi því að engin vandkvæði eigi að geta orðið á framkvæmdinni. Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið í 10 ár en ég hef í sjálfu sér ekki unnið að skipu- lagningu nema síðustu tvö árin.“ Gáleysistal og misskilningur Það heyrðust háværar gagnrýn- israddir frá fulltrúum ýmissa sér- trúarsafnaða sem fannst sér vera skipað út í horn með því að bjóða þeim Hestagjá til afnota en ekki aðalhátíðasvæðið. Nú á síðustu dögum var gert sérstakt samkomu- lag við fulltrúa nokkurra safnaða um þátttöku þeirra í hátiðinni. Sýnduð þið of mikla stífni í þessu? „Ég hef óneitanlega verið undr- andi á þeim útúrsnúningum sem beitt hefur verið í þessum efnum. Mitt kappsmál við undirbúning þessarar hátíðar var að ekkert færi milli mála hvert tilefnið væri. Það er kristnitakan. Þannig vildi ég að hátíðamessan, sem er ásamt fundi Alþingis miðpunktur hátið- arinnar, væri með virkri þátttöku sem flestra. Þar á ég bæði við full- trúa íslensks ríkisvalds, erlendra gesta og annarra trúarsöfnuða og síðast en ekki síst næstum alla presta landsins. Auk þess var fulltrúum ýmissa safnaða og áhugahópa innan þjóð- kirkju sem utan boðið að vera með dagskrá i Hestagjá þar sem sýna mætti hina litríku flóru trúarlífs- ins i landinu. Það stóð aldrei til að aðskilja trúarsöfnuði og allt það gáleysistal sem menn höfðu uppi um um „andlega aðskilnaðar- stefnu" var í hæsta máta ósmekk- legt. Og það hvernig samkyn- hneigðir hafa að ósekju verið skot- spónn í þessu samhengi. Á seinni stigum kom fram óánægja með Hestagjá, og þá var því kippt í lið- inn enda var þetta allan tímann aðeins tilboð. Menn voru að geipa um þetta í fjölmiðlum af miklu gá- leysi en ég hafna því eindregið að um einhverja stifni í samskiptum hafi verið að ræða af okkar hálfu. Þetta mál var aldrei rætt nema í fjölmiðlum á þessum nótum.“ bjóst við.“ Ekkert samsæri Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta samsæri. Finnst þér það rétt- mætt? „Ég vil ekki kalla þetta sam- særi en því er ekki að neita að margir hafa hoppað upp á vagninn og sleg- ist í för með þeim sem vilja veg trúar og kristni í landinu sem minnstan. Margir hafa not- að þetta tæki- færi til að koma höggi á kristni. Margir vilja lika ná sér í athygli og neikvæð um- ræða og gagn- rýni er oft ágæt leið til þess. En þetta er ekki skipulegt sam- særi. Fjölmiðlar hafa sumir dreg- ið taum hins nei- kvæða og mér finnst t.d. DV hafa verið ótrú- lega neikvætt í sínum frétta- flutningi og hingað til nánast sniðgengið allt sem jákvætt er við þessa hátið og undirbúning hennar. Það er auðvitað um- hugsunarefni.“ Stórhugur stjórnvalda Margir hafa orðið til þess að gagnrýna umsvif við framkvæmd hátíðarinnar. Beinist sú gagnrýni að einhverju leyti að kirkjunni? „íslensk stjómvöld hafa af stór- hug og myndarskap staðið að und- irbúningi og framkvæmd hátíða- halda til að fagna þessum tíma- mótum. Ákvörðun Alþingis er stórmannleg og er afar mikilvæg viðurkenning á þætti kristninnar í menningu okkar og þjóðlifi i þúsund ár. Kostnaðurinn er ekki bundinn við Þingvallahátíðina eina, þótt hún sé viðamest þeirra verkefna sem hafa verið um land allt í þessu tilefni. Forsenda stjómvalda var þjóðhátíð, hátíð fyrir þjóðina alla. Þaö var vissu- lega mikilvægt að þjóðkirkjan skyldi fá veglegan sess í sjálfri há- tíðinni. Unnið hefur verið að undirbún- ingi Þingvallahátíðarinnar af kostgæfni með það í huga að þau mistök sem óneitanlega voru gerð við svipuð hátíðahöld 1994 endur- tækju sig ekki. Mér skilst og ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.