Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 57
65 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 SS-; Myndbönd Afmælisbörn Carl Lewis 39 í dag Einn mesti íþróttamaður sögunnar, Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis verður 39 ára í dag, sama dag og Diana prinsessa hefði orðið 39 ára. Carl Lewis var ekki að- eins ósigrandi í spretthlaupum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar heldur var hann bestur í langstökki og setti heimsmet þar eins og i spretthlaupum. Carl Lewis hlaut mörg ólympíugull, en hann keppti á þrennum ólympíuleikum. Lewis er hættur allri keppni í dag en er virtur leiðbeinandi og fyrirmynd ungra marma sem vilja hasla sér völl í íþróttum. Jerry Hall 44 ára á morgun Fyrrum fiú Mick Jagger og einnig fyrrum súpermódel, Jerry Hall er fjörutiu og fjög- urra ára á morgun. Jerry Hali, sem enn þann dag í dag vinnur htilsháttar við sýningar- störf þótti sýna mikla þolimæði í sambúð sinni með Jagger, sem á mjög bágt með sig þegar kemur að kvenfólki. Jagger og Hall eiga fiögur böm sem Hall hefur umráð yfir. Hail sem er bandarísk og kemur frá Texas á hún tvíburasystur, sem heitir Terry. Auk sýningarstarfa hefur Hall leikið í kvikmynd- um og á sviði og skrifað í tískublöð. Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 2. júlí og mánudaginn 3. júlí Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Spa sunnudagsins: Þú ert í góðu ástandi til að taka ákvarðanir í sambandi við minni háttar breytingar. Þú átt auðvelt með að gera upp hug þinn. Spa mánudagsins: Þér hættir til að velta þér óþarflega mikið upp úr lítilfjörlegum vandamál- um og hafa af þeim meiri áhyggjur en vert er. Gerðu þér glaðan dag. Hrúturinn (21. mars-19. aprtll: ^“^m*Þú verður mikið á ferð- inni í dag og gætir þurft að fara langa leið í einhverjum tilgangi. Þú þarft að skyggnast undir yfirborð hlutanna. Spa manudagsins: Galgopaskapur einkennir daginn í dag og svo virðist sem ekki beri að taka eitt orð alvarlega. Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnú: Sambönd ganga í gegn- mjf um erfltt tímabil. Sér- staklega er hætta á spennu vegna sterkra tilfinninga á rómantíska sviðinu. Spá mánudagsins: Þú lest eitthvað sem vekur áhuga þinn svo um munar. Þegar til lengri tíma er litið á þetta eftir að hafa mikil áhrif. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: Spá sunnudagsins: " Þú færð að heyra gagn- rýni vegna hugmynda þinna í dag. Þú átt auð- velt með að meta aðstæður og ert öruggur í starfl þínu. Spá mánudagsins: AUt sem þú tekrn- þér fyrir hendur í dag gengur vel. Þú ert fullur bjart- sýni og tilbúinn að reyna eitthvað nýtt. Kvöldið verður skemmtilegt. Vogin (23. sept-23. okt.l: Andrúmsloftið í kring- \f inn þig verður þrungið * f spennu fyrri hluta dagsins. Hætta er á deilum yflr smáatriöum. Spá manudagsins: Þér flnnst þú hafa mikið að gera en verið getur að þínir nánustu hafl það líka. Reyndu að sýna sanngimi í samskiptum við aðra. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: Spá sunnudagslns; 'Þú lærir mikiö af öðr- um i dag og fólk verð- ur þér hjálplegt. Stundum jafnvel án þess að vita af því. Spá mánudagsins: Þú ert fullur sjálfstrausts mn þessar mundir og ekki minnkar það við viðurkenningu sem þú færð á opinberum vettvangi. sameiginlegan kostnað á einhvem hátt í dag skaltu vera sparsamur. Spá manudagsins: Greiðvikni borgar sig ávallt betur en stirfni og leiðindi. Þetta áttu eftir að reyna á efttminnilegan hátt í dag. Vinur biður þig um peningalán. Nautið (20. aaril-20. maí.l: Þú ert dáhtið utan við þig í dag og ættir að Smr* hefja daginn á þvi að skipuleggja allt sem þú ætlar að gera. Ekki treysta á að aðrir geri hlutina. Spá manudagsins: Þú færð fréttir sem koma róti á huga þinn. Ekki er þó ástæða til að hafa áhyggjur. Ástin blómstrar hjá þér. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Spa sunnudagsins: I Þú hefur í mörg hom að líta og átt á hættu að vanrækja einhvem sem þér þykir þó afar vænt mn. Vertu heima hjá þér í kvöld og slappaðu af. Spa maoudagsins: Gerðu eins og þér finnst réttast í máli sem þú þarft að taka ákvörð- un í. Þú ættir ekki einu sinni að leita ráða, málið er þess eðlis. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: 'Vvtt Þú ættir að skipuleggja TÍfcþig vel og vera viðbúinn ' því að eitthvað óvænt komi upp á. Ekki láta óvænta at- burði koma þér í uppnám. Spá mánudagsins: Þú vinnur að sérstöku gæluverk- efni um þessar mundir og á það hug þinn allan. Gættu þess að það bitni ekki á fjölskyldunni. Sporðdrekl (24. okt.-21. nðv.i: Spa sunnudagsms: | Reyndu að vinna verk- _ ms_Jýin á eigin spýtur í dag. * Kf þú treystir alger- lega á aðra fer allt úr skorðmn ef þeir bregðast. Spá mánudagsins: Kunningjar þínir gætu komið þér 1 vandræði þó að það sé hreint ekki ætlun þeirra. Þú þarft að sýna sjálfstæði, þá fer allt vel. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: 1 ^ Spá sunnudagsins: [/7 Þú ættir ekki að treysta ^Jr\ algerlega á eðhsávísun- ina þar sem hún gæti bmgðist þér. Þú hittir persónu sem heillar þig við fyrstu sín. Spa manudagsms: Ef þú ferð ekki eftír innsæi þínu era meiri líkur á að þú lendir í ógöngum en ef þú hlýðir á þinn innri mann. Happatölur þínar era 5, 8 og 21. LUCIILÍBALL AHKMILLER mmm* KJassísk mytitfböi Room Service: Sígildir Marx-bræður ★★★ Fyrir skömmu vakti listi sem tímaritið Empire gerði yfir 100 fyndnustu myndir allra tíma all- miklar deilur meðal kvikmyndaá- hugamanna. Þeim eldri og íhalds- samari þótti nýrri myndum gert of hátt undir höfði en yngra fólki þyk- ir áratugagamlar myndir oftast lítið fyndnar i samanburði við grín- myndir síðustu ára. Staðreyndin er sú að húmor er afar huglægur og nátengdur tíðarandanum, þannig að fólki, sem elst upp við tölvur og Intemet, MTV, frjálsræði og opin- skáa umfjöllun um kynlíf, flnnst lít- ið fútt í gömlu forsunum. TO að njóta þeirra þarf maður annaðhvort að vera gömul sál eða geta stillt sig inn á aðra bylgjulengd en maður er vanur. Room Service er 62 ára gömul mynd með Marx-bræðrunum marg- frægu sem voru frumkvöðlar í am- erískri grinhefð á sínum tíma. Groucho Marx var jafnan leiðtog- inn, orðheppinn svindlari sem var alltaf með eitthvað siðlaust ráða- brugg í gangi og ávallt reiðubúinn með kaldhæðnislega útúrsnúninga við öflu sem sagt var við hann. Hægri hönd hans var Chico Marx, fremur rustalegur náungi með ítalskan hreim. Harpo Marx var síð- an trúðurinn í hópnum, sagði aldrei neitt en flautaði því meira. Húmor þeirra er samblanda af hnyttnum samtölum og villtum slapstick, svo fáránlegur að hann verður nánast súrrealískur á köflum. Það má jafn- vel segja að myndir þeirra, sérstak- lega þær fyrstu, séu anarkískar og andfélagslegar. í Room Service eru þeir að reyna að setja upp leikrit án þess að hafa nokkurt fé milli handanna. Þeir plata sig og leikhópinn inn á hótel- stjóra og láta skrifa aflt á herbergið sitt. Þegar þeir eru komnir í 1200 dollara skuld og ljóst að þeir eiga ekki túskilding með gati á að fleygja þeim á dyr en þeir beita ýmsum bellibrögðum til að halda herberg- inu. Á milli þess sem þeir fela sig fyrir hótelstjóranum halda þeir fundi með væntanlegum fjárfestum og reyna að koma í veg fyrir að leik- ritaskáldið stingi af og selji leikritið samkeppnisaðila. Þessi mynd, sem á sínum tíma var með fjörlegasta móti, myndi sennilega virka fremur hæggeng i augum ungra áhorfenda sem eru vanir því að brandararnir komi á færibandi. Þeir mega þó eiga það, Marx-bræður, að þeir voru frum- kvöðlar í faginu og bjuggu til sína sérstöku tegund af gríni sem hefur orðið fyrirmynd margra síðan. Mað- ur hlær ekki eins oft og mikið að Room Service og að mörgum betri grínmyndum nú til dags en myndin hefur sögulegan sjarma. Pétrn- Jónasson Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leikstjóri: Willam Seiter. Aðalhlutverk: Groucho, Chico og Harpo Marx. Bandarísk, 1938. Lengd: 78 mín. The Patriot þykir ofbeldisfuli Mel Gibson í hlutverki frelsishetjunnar. Mel Gibson til varnar ofbeldi í kvikmyndum Mel Gibson leikur titilhlutverkið í The Patriot sem frumsýnd verður í Bandarikjunum í dag. Hann hefur i við- tölum fyrir myndin varið ofbeidið í myndinni, en The Patriot þykir í meira lagi ofbeldisfull. Gibson segir að það sé ekki hægt að kenna kvikmyndum um hversu ofbeldisfull börn eru orðin. Hann viðurkennir að hann, sem dreng- ur, hafði mjög gaman af kvikmyndum þar sem blóðið rann stríðum straumum. „Kvikmyndir eru hluti af uppeldi okkar. Þegar ég var lítill hafði ég engan áhuga á að láta lesa fyrir mig sögu um faflega álfkonu, ég vildi heyra sögur um dreka sem átu fólk og ég sóttist eftir slíku, bæði í sögum og kvikmyndum. Auðvit- að er stundum farið út fyrir mörkin og sumt ofbeldi i kvikmyndum á afls ekki heima þar, er tilgangslaust og aðeins i myndinni ofbeldisins vegna, en ég er samt á því að slík atriði séu ekki ástæð- an fyrir hversu mörg grimmdarverk eru framin af bömum.“ M>ndbarrd JJj Fanny & Eivis „Alvöru“ róm- < antísk gaman- mynd. ★★★< , Astar- sögurnar og hið hefðbundna form þeirra sést oft í myndum en mis mikið áberandi. Sumir vilja alls ekki horfa á ástar- sögur því það gæti sýnt veikar eða of mjúkar hliðar þeirrar mann- eskju. Myndin Fanny & Elvis er ein ' þessara rómantísku mynda sem hægt er að hlæja að. Sannur ástar- sögubragur er á henni. Kate fer til læknis vegna þess að blæðingar eru stundum óreglulegar Læknirinn segir henni, eftir skoðun og prófanir, að lífsklukkan hennar tifi og ætli hún sér að eignast börn verði hún að verða ólétt innan árs. Kate, sem hafði ekki mátt vera að því að eignast börn, verður allt í einu sjúk í börn. Því miður er mað- urinn hennar, Rob, ekki sama sinn- is. Þegar Kate fer og hittir hann til að segja honum hvað læknirinn sagði og að hún vilji eiga börn þá er Rob einmitt með hjákonu sinni á pöbbnum. Viðbrögðin hjá honum T eru því ekki þau sem Fanny býst við heldur segir Rob henni að hann sé að yfirgefa hana vegna hjákon- unnar. En lífsklukkan tifar og tifar. Myndin er skemmtileg, mannleg og vel þess virði að eyða tíma í að horfa á hana. Persónusköpunin er nokkuð einföld en ánægjuleg. Sér- lega skemmtilegur karakter er leigj- andi Kate og góðvinur hennar. Þetta er mynd sem maður ætti ekki að láta hjá sér fara vilji maður prýði- lega afþreyingu. -GG k ' Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Kay Mellor. Aðalhlutverk: Kay Mellor, Kerry Fox og Ray Winsto- ne. Samevrópsk, 1999. Lengd: 107 mín. Leyfð fyrir alla aldurshópa. The Girl Next Door Ósköp venju- leg klám- stjarna ★■i Klámiðnaðurinn virðist vera í tísku í kvikmyndaheiminum um þessar mundir, svo sem sjá má á dramatískum stórmyndum eins og The People vs. Larry Flynt og Boogie Nights og heimildamyndum sem sýndar eru í bíósölum eins og kvikmyndir væri að ræða. Sex: The Annabel Chong Story var ein af mest sóttu myndunum á kvik- myndahátíð fyrir nokkru og The Girl Next Door fór beint í almennar sýningar án þess að kvikmyndahá- tíð þyrfti til. rf. Myndin skyggnist inn í líf klám- stjörnunnar Stacy Valentine sem giftist ung, sat fyrir í Ijósmynda- þætti hjá klámtímariti að áeggjan eiginmanns síns, skildi síðan við hann og fór að leika í klámmynd- ; um. Eitthvað virðist hún stunda penara pornó en hin subbulega Annabel Chong og útgangspunktur myndarinnar virðist vera að Stacy Valentine sé bara venjuleg mann- eskja á óvenjulegum starfsvett- vangi. Gallinn er að jafnframt því að vera tiltölulega venjuleg er Stacy fremur óspennandi persóna. Það er því fátt athyglisvert hér á ferðinni þótt myndin sé nokkuð fagmann- lega unnin, a.m.k. í samanburði við villimannslega tilgerðina í mynd- inni um Annabel Chong. Það er helst að óhugnanleg atriði sem sýna fegrunaraðgerðir á Stacy hreyfl ónotalega við manni. -PJ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Christine Fugate. Aðaihlutverk: Stacy Valentine. Bandartsk, 2000. Lengd: 82 mín. Bönnuð innan 16 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.