Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 x>v Fréttir Vaxtahækkanir og milliuppgjör hafa gríöarleg áhrif á hlutabréfamarkaði: deCODE fylgir öðr- um fyrirtækjum - segir framkvæmdastjóri VÍB - óvissan ekki yfirstaöin DV-MYND GVA Lágt gengi Lækkanir hlutabréfa sem oröið hafa á bandaríska hlutabréfamarkaöinum, Nasdaq, aö undanförnu hafa valdiö titringi. Hluturinn í deCODE fór lægst niöur í 16,2 dollara en var kominn upp í 18 dollara í gærdag. Óvissan er ekki alveg yfir- staöin, aö sögn Siguröar B. Stefánssonar framkvæmdastjóra. Myndin er úr höfuöstöövum íslenskrar erföagreiningar. „Ástæðuna fyrir lækkun hluta- bréfa deCODE á bandarískum hluta- bréfamarkaöi tel ég vera þá að það fylgir öðrum tæknifyrirtækjum. Ég er þess fullviss að vísitalan mun hækka aftur. Þó er svo að sjá sem þessi óvissa er verið hefur á mark- aðinum sé ekki alveg yfirstaðin," sagði Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, um þær lækkan- ir hlutabréfa sem orðið hafa á bandaríska hlutabréfamarkaðinum, Nasdaq, að undanförnu. Hluturinn í deCODE fór lægst niður í 16,2 doll- ara en var kominn upp í 18 dollara í gærdag. Nasdaq-hlutabréfavísitalan virð- ist vera að rétta heldur við eftir að hafa lækkað um 22 prósent sl. þrjá mánuði. Þá hafa orðið lækkanir á Easdaq, evrópska hlutabréfamark- aðinum. Á Verðbréfaþingi Islands hafa orðið verulegar lækkanir að undanfomu, í kjölfar 56 prósenta hækkunar sem varð á níu mánaða tímabili. „Það sem vegur þyngst í lækkun- um hlutabréfa á bandaríska verð- bréfamarkaðinum að undanfórnu er tvennt,“ sagði Sigurður. „Annars vegar eru vaxtahækkanir Seðla- bankans i Bandaríkjunum sem riðið hafa yfir síðustu mánuði. Hins veg- ar hafa milliuppgjör fyrirtækja fyr- ir þriðja ársfjórðung verið að koma í október. Fáein fyrirtæki hafa ver- ið að birta afkomuviðvaranir eða niðurstöður hafa verið undir vænt- ingum. Þegar markaðurinn er mjög viðkvæmur eins og nú leiða slíkar fréttir til gríðarlegra viðbragða. Eitt af öflugustu fyrirtækjum veraldar, IBM, hefur t.d. lækkað í október- mánuði um heil 28 prósent. Þetta dæmi er ekki einstætt.“ Sigurður sagði að lækkunin á Bandaríkjamarkaði nú væri heldur meiri en oft áður. Minna mætti á að um þessar mundir væru liðin ná- kvæmlega 13 ár frá „svarta mánu- deginum" 19. október 1987. „Árið 2000 er miklu líkara árinu 1994 í Bandaríkjunum. Þá var bandaríski seðlabankinn búinn að hækka vexti allt frá árinu 1993 fram á haust ‘94. Það bremsaði alla hækkun af á hlutabréfamarkaði þannig að það varð lækkun allt það ár fram í des- ember. Þá hófst þessi hækkana- hrina sem stóð alveg fram á þetta ár. Varðandi deCODE benti Sigurður á að um væri að ræðá nýtt fyrirtæki sem væri að vinna í hátækni. Þess vegna þyrfti að meta það út frá öðr- um sjónarmiðum heldur en rótgróin fyrirtæki. „deCODE er að þróa nýja tækni og aðferðir og gera spennandi hluti. En óvissan hlýtur að teljast vera eitthvað meiri. Áhættan er mest í nýjum fyrirtækjum i há- tæknigreinum, þar sem menn eru meira að veðja á framtíðina, heldur en í öðrum tilvikum. Á síðasta ári voru fjárfestar tilbúnir til að borga gríðarlega hátt verð fyrir liftækni- fyrirtæki, internetfyrirtæki eða ým- iss konar tæknifyrirtæki sem menn töldu að væru að gera nýja og spennandi hluti. Svo kemur í ljós að sumt gengur upp, annað ekki. Það er í þessum geirum sem menn eru að leggja mest undir.“ Sigurður kvaðst ekki sammála þvi sjónarmiði að hálfgert gullgraf- araæði hefði gripið um sig hér á landi í fjárfestingum í hlutabréfum. „Mér finnst menn ekki hafa gengið of djarflega fram, nema ef undan eru skildar fjárfestingar fyrir láns- fé. Að öðru leyti finnst mér mjög eðlilegt að íslenskri íjárfestar, allt frá einstaklingum upp í lifeyris- sjóði, séu að færa sig meira og meira yfir í hlutabréf. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðir eru að stíga rétt skref með því að færa sig yfir á alþjóðlegan hluta- bréfamarkað. Fyrir fimm árum gat ekki heitið að íslenskir lífeyrissjóð- ir ættu nein hlutabréf nema á ís- landi. Nú eru þeir búnir að koma 25-30 prósentum að meðaltali af eignum sínum í alþjóðleg hlutabréf. Það er ekki aðeins að þeir hafi feng- iö mjög góða ávöxtun á þessum árum heldur eru flestir sammála um að þessi áhættudreifmg sé af hinu góða þótt hún hafi einhverjar eignasveiflur í för með sér.“ -JSS Heppinn viðskiptavinur hreppti milljónir. Þriggja barna faðir: Vann 4,6 milljónir - bauö í glas Þriggja barna faðir á Seltjarnar- nesinu datt heldur betur í lukku- pottinn á fimmtudaginn þegar hann vann 4,6 milljónir í spilasjálfsala á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Um var að ræða Gullpott í spilakassa á veg- um Háskóla íslands. Að sögn starfs- manns á Rauða ljóninu var vinn- ingshaflnn að vonum ánægður með vinninginn og bauð öllum á staðn- um upp á drykk í tilefni hans. -MA Hafnarfjörður: Ók inn um glugga mynd- bandaleigu Ökumaður bíls missti stjóm á honum við Fjarðarvídeó í Fjarðar- götu í Hafnarfirði seint á miðviku- dagskvöldið með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir umferðareyju og inn um glugga myndbandaleigunn- ar. Viðskiptavinir leigunnar stóðu sem betur fer ekki nálægt gluggan- um og slasaðist enginn við atvikið. Ökumanninum var brugðið en hann var ómeiddur. -SMK Holtavörðuheiði: Tveggja bíla árekstur Tveir fólksbílar, sem voru að koma úr gagnstæðum áttum í brekku á norðanverðri Holtavörðu- heiði, fyrir ofan Grænumýrartungu, rákust saman um fimmleytið á flmmtudaginn. Engin slys urðu á fólki enda var allt fólkið sem í bil- unum var spennt í bílbelti en bíl- arnir báðir voru óökufærir eftir áreksturinn. -SMK AKUREYRI rigning 2 BERGSSTAÐIR skýjaö 2 BOLUNGARVÍK alskýjaö 2 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 6 KEFLAVÍK skýjaö 4 RAUFARHÖFN súld 2 REYKJAVÍK skýjaö 4 STÓRHÖFÐI þokumóöa 7 BERGEN léttskýjaö 11 HELSINKI skýjaö 9 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 12 ÓSLÓ skýjaö 9 STOKKHÓLMUR þokumóöa 13 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 13 ALGARVE skýjaö 18 AMSTERDAM þokumóöa 15 BARCELONA skýjaö 20 BERLÍN þokumóöa 13 CHICAGO heiðskírt 13 DUBLIN léttskýjaö 10 HALIFAX alskýjaö 7 FRANKFURT skýjað 14 HAMBORG þokumóða 12 JAN MAYEN súld 4 L0ND0N alskýjaö 14 LÚXEMBORG skýjaö 13 MALLORCA skýjaö 23 MONTREAL heiöskírt 6 NARSSARSSUAQ skýjað -5 NEW YORK heiöskírt 11 ORLANDO þokumóöa 20 PARÍS skýjaö 15 VÍN hálfskýjaö 13 WASHINGTON þokumóöa 5 WINNIPEG heiöskírt 1 Vcðríö i kvöld Urkomulítið suövestan til Norðan 5 til 10 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél norðanlands, lítils háttar rigning suðaustanlands en úrkomulítið suðvestan til. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnan til. Solar^íiii^ur og, sjavarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.47 17.25 Sólarupprás á morgun 08.40 08.32 Síðdegisflóð 13.01 17.34 Árdegisflóð á morgun 01.52 06.25 Sfcýrfcigar á veöurtáknum ^♦^.VINDÁTT —HiTI -10° ^sVINDSTYRKUR V„„CT HEIDSKIRT í metrum á sekúndu x 1 •$> ^3 33 IÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAD AtSKÝJAO SKÝJAÐ SLYDDA SNJÓKOMA Vcðríö a inorflmi ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Goðsögnin um eldingar Þrumur og eldingar hafa oft verið taldar vera vopn hina ýmsu guða. Grikkir bæði umdruðust og hræddust eldingar sem þeir töldu vera komnar frá Zeus. Víkingar töldu hins vegar aö þaö væri Þór sem byggi til eldingarnar með því aö lemja hamrinum sínum í steðja á leiö sinni í gegnum skýin. í Austur- löndum eru til styttur af búdda sem heldur á eldingu með örvum. '' Þurrt norðvestan til Austlæg átt, 13 til 18 m/s með suðurströndinni, en 8 til 13 annars staðar. Rigning veröur sunnan- og austanlands en þurrt norðvestan til. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast sunnan til. mímHm Vindur: A (— 8-13 m/s \ / Hiti 2° «18° Norðaustlæg átt 8 tll 13 m/s norðvestanlands en hægarl annars staðar. Viða rlgnlng , elnkum norðan tll, og áfram fremur mllt. •IfWHiJa Vindur: ( 8-13 m/sV. Hiti 1° iil 6° Noröan og norövestan 8 tll 13 m/s og rlgnlng norðan tll, en þurrt sunnanlands. Heldur kótnandi veður. lyil&vihi'i! Vindur; C 5-10 m/.\ -í -í \ Hiti 1° tit 6° Fremur hæg norðanátt og styttlr upp norðanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.