Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Ingimundur gamli HU-65: Haffærisskírteini í lagi - engar vísbendingar um hvers vegna gúmbátur losnaði ekki Ingimundur gamli Sjálfvirki sieppibúnaðurinn mun hafa verið yfírfarinn í maí. Engar vísbendingar hafa komið fram sem varpað geta ljósi á hvers vegna björgunarbátur i sjálfvirkum losunarbúnaði skipsins virkaði ekki þegar Ingimundur gamli sökk á Húnaflóa 8. október. í DV á fimmtudag sagði Garðar Garðarsson hjá Sigmund hf. í Vest- mannaeyjum, sem framleiddi bún- aðinn, það eitthvað skrýtið ef bún- aðurinn virkaði ekki. Upplýsti hann að skipta þarf um lofthylki og pillu sem ræsir sjálfvirkan sleppibúnað í brúnni einu sinni á ári. Vísaði hann til Siglingastofnunar sem hefur með eftirlit að gera. Fram hefur komið að skip fá ekki haífærisskirteini nema sjálfvirkur slepppibúnaður, sem nú er skyldur í flestum íslensk- um skipum, sé í lagi. Samkvæmt upplýsingum DV mun búnaðurinn í Ingimundi gamla hafa verið yfirfar- inn í maí og mun skipið hafa verið með gilt haffærisskírteini til 31. des- ember nk. Jón Bemódusson, forstöðumaður skipasviðs á Siglingastofnun, segir að allur viðurkenndur sleppibúnað- ur hafi farið í gegnum prófunarferli hjá Iðntæknistofnun og staðist þær kröfur sem þar hafi verið settar. „Síðan er Iðntæknistofnun með út- tekt samkvæmt ákveðnum gæða- staðli á fyrirtækjunum sem fram- leiða búnaðinn. Það er því mikil áhersla lögð á að þessi búnaður sé í lagi.“ Samkvæmt nýjum lögum um meðferð sjóslysa þá er slysið á Húnaflóa nú alfarið í höndum rann- sóknamefndar sjóslysa, sem aftur heyrir undir samgönguráðuneytið. Þegar niðurstöður liggja fyrir úr þeirri rannsókn tekur Siglingastofn- un málið til efnislegrar umfjöllunar. Nýskipaður formaður rannsóknar- nefndar sjóslysa er Ingi Tryggva- son, lögfræðingur í Borgarnesi. Hann sagði rannsókn vegna sjó- slyssins á Ingimundi gamla standa yfir en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt þessum reglum er öll- um skipum, sem eru 15 metrar eða minni og notuð em í atvinnuskyni, skylt að vera með losunarbúnað. Skip sem eru 15 metrar og stærri og notuð í atvinnuskyni eiga að vera með bæði sjósetningar- og losunar- búnað. Sveinn Garðarsson skipbrotsmað- ur lýsti í DV atburðarásinni þegar skipið sökk. Er hann í viðtalinu nefndur vélstjóri en hann mun hafa verið skráður stýrimaður á skipið. Þetta leiðréttist hér með. -HKr. Aödáunarvert frumkvæöi Auðarverðtaunin voru á fímmtudag veitt þremur konum en þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Verðlaunin eru hvatningarverðtaun Auðar í krafti kvenna. Verðiaunahafarnir eru Bergljót Arnatds framkvæmdastjóri, Guðrún Stella Gissurardóttir, forstööumaöur Svæðismiðlunar Vestfjaröa, og Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður. Þær eru verðlaunaðar fyrir að vera frumkvöölar hver á sínu sviði og fyrir að hafa sýnt aðdáunarvert frumkvæði við nýsköpun og virkjun hugvits. Samningur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja: Óháðir í einu og öllu Barðastrandarsýsla: Bíll á steini Lögreglan á Patreksfirði var köll- uð að tveimur umferðaróhöppum á miðvikudag. Ökmnaður annars bíls- ins hafði stöðvað bil sinn í Skála- nesi í Barðastrandarsýslu til þess að skoða landakort en gleymdi að ganga þannig frá sjálfskiptum bíln- um að hann færi ekki af stað. Bíll- inn rann aftur á bak út af veginum og niður þriggja metra háan bakka þar sem hann stöðvaðist svo ofan á tveimur stórum steinum með öll fjögur hjólin á lofti. Bílstjórinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur en bíllinn er mikið skemmdur. Hinn bíllinn valt uppi á Hálfdáni. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bíllinn er ónýtur. -SMK Yfir á rauðu: Fimm á dag Myndavélar sem taka myndir af fólki sem ekur yfir á rauðu ljósi á fjöl- fómum gatnamótum í Reykjavik taka myndir af um fimm ökumönnum á dag sem eru að flýta sér of mikið. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá lögreglunni í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík byrjaði að nota þessar myndavélar fyrir tveim- ur árum og eru þær við átta gatna- mót. Fljótlega verður tekin í notkun níunda myndavélin sem tekur bæði myndir af þeim sem fara yfir á rauðu Ijósi sem og þeim sem aka of hratt yfir á grænu. -SMK Konu misþyrmt Lögreglumenn í eftirliti óku fram á konu á Laugavegi um hálfsexleyt- ið í gær. Konunni hafði verið mis- þyrmt, var hún nefbrotin og með aðra áverka. Hún var flutt á slysa- deild þar sem læknar gerðu að sár- um hennar. Konan sagði lögreglu að ráðist hefði verið á hana í íbúð við Laugaveginn og þekkti hún árásar- aðilann sem er karlmaður. -SMK Læknafélag íslands og Samtök verslunarinnar, f.h. lyfjafyrir- tækja, undirrituðu á fimmtudag samning um samstarf lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf. Það voru þau Sigurbjöm Sveinsson, formaður Læknafélags- ins, og Guðbjörg Alfreðsdóttir, for- maður lyfjahóps Samtaka at- vinnulífsins, sem undirrituðu samninginn og þau fagna því bæði að búið sé að setja ákveðinn ramma varðandi samskipti þess- ara aðila. Sigurbjörn segir að markmið samningsins sé því að stuðla að sjálfstæði lækna og lyfjafyrirtækja.. í samskiptum sín á milli. Samn- ingsaðilar eru sammála um að samskiptmn lækna og lyfjafyrir- tækja skuli vera háttað á þann veg hverju sinni að hvor aðili sé hin- um óháður i einu og öllu. í samn- ingnum er meðal annars að finna ákvæði um fræðslu og kynningu á lyfjum og rannsóknarsamstarf. -MA Einstök rannsókn á eitrunarslysum: Rannsókn sem nær til allrar þjóðarinnar - verður framkvæmd hér á landi á næsta ári Á næsta ári fer í gang umfangs- mikil rannsókn á eitrunarslysum á íslandi. Það er Eitrunarmiðstöð Landspítalans í Fossvogi, Rann- sóknarstofa i lyfiafræði við Há- skóla íslands og Sigurður Guð- mundsson landlæknir sem standa að rannsókninni en hún mun standa yfir í eitt ár. Að sögn Guð- borgar A. Guðjónsdóttur, lyfia- fræðings hjá Eitrunarmiðstöð- inni, er markmiðið með rann- sókninni að fá heildarmynd yfir eitrunarslys á landinu og áhrif þeirra. Allar heilsugæslustöðvar og sjúkrastofnanir verða beðnar um að skila gögnum um öll eitrunarslys í sínum umdæmum sem siðan verða notuð við rannsóknina. „Við munum meðal annars skoða tíðni eitrunarslysa, hvaða efni koma við sögu og hvaða afleiðingar slysin hafa,“ segir Guðborg. Hún segir að það sé von þeirra sem standa að rannsókninni að með henni verði hægt að efla forvamar- starf varðandi eitrunarslys og þannig fækka þess konar slysum á landinu. „Slík rannsókn sem nær til heill- ar þjóðar hefur aldrei áður verið framkvæmd hér á landi og örugg- lega hvergi annars staðar í heimin- um svo vitað sé,“ segir Guðborg að lokum. Á næstunni verður unnið að því að kynna rannsóknina á heilsu- gæslustöðvum og sjúkrastofnunum á landsbyggðinni. -MA Sandkorn Pft'. > Umsión: Gylfi Kristjánsson nctfang: sandkorn@ff.is Flygillinn Vægast sagt haUærislegt mál er komið upp norður á Akureyri en þar í bæ er hvergi aðstaða til að geyma og nota heilmikinn 6 milljóna króna flygil sem keyptur var fyr- ir nokkrum árum til minningar um tón- listarmanninn ást- sæla, Ingimar Ey- dal, og gefmn bæn- um. Flygillinn hefur verið geymdur i safnaðarheimili Akureyrarkirkju og ekki aðgengilegur nema endrum og eins. Nú á að flytja flygilinn út í sveit þangað sem menn verða að leggja leið sína vilji þeir æfa sig. Kostar það síðan stórfé þegar flytja þarf flygilinn til notkunar á Akur- eyri. Sagt er að þetta neyðarlega mál kalli á að tekið verði boði rík- isstjórnarinnar um að byggt verði menningarhús í bænum... Óvíst meö spóluna í síðustu viku voru menn að funda um persónuvemd í viðskipt- um og stjórnsýslu og var m.a. rætt um notkun á kennitölum. Fjöl- miðlar gerðu þessari ráðstefnu einhver skil, og á einhverri sjón- varpsstöðinni fór einn snillingur- inn af stað. Sá fann Hallgrím Snorrason hagstofustjóra og spurði hann merkilegrar spuming- ar. Sú fiallaði um það hvort sjón- varpsmaðurinn hefði heimild til að neita að gefa upp kennitölu sína ef hann færi á myndbanda- leigu til að leigja sér myndbands- spólu. Svar hagstofustjóra var snjallt, nefnilega það að fiölmiðl- ungurinn mætti neita að gefa upp kennitölu sína en þá væri óvíst hvort hann fengi afhenta mynd- bandsspólu... Qui Gong eða Ping Pong Heilsugarður Gauja litla ætlar að opnaði líkamsræktarplan á Ing- ólfstorgi í Reykjavík á fostudaginn. Sagt er að með þessum gjömingi hafi Gaui ætlað að lyfta hug- takinu heilbrigði og hreyfing upp á hærra plan. Það plan er að bjóða upp á nýjung I heilsuræktinni sem er svokallað Qui Gong. Verða slíkir ókeypis Qui Gong-tímar á hverjum föstu- degi í allan vetur. Gamall maður sem leið átti hjá, en aldrei hefur bragðað annað en alíslenskan kjamgóðan mat, var því ekki viss hvort hann væri gjaldgengur í hópinn. Spurði hann því alvarleg- ur í bragði: „Þarf maður svo ekki að éta hrísgrjón til að stunda þetta Ping Pong...?“ Pappalögguráðherra Ferils Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra verður trú- lega lengi minnst á pappaspjöldum sögunnar. Ráð- herrann hefur legið xmdir stöðugri skothríð að undanfomu, bæði utan þings og innan. Ekki varð pistill Hl- uga Jökulssonar á Skjá einum heldur til að mýkja ferilmynd Sólveigar, en þa.r minnti hann á fina dýra klósettið í ráðuneytinu sem varð að blaðamáli, tilefnis- lausa blaðamannafundi, kostnað- inn við embætti ríkislögreglu- stjóra, nýja fangelsið í Reykjavík, pappalöggur og margt fleira. Að sögn gárunga er nú talið líkleg- ast að eftir þetta kjörtímabil verði Sólveigar helst minnst sem fyrsta „pappalögguráðherra“ ís- lands... I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.