Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 DV Hugaö að afbrotaunglingum Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráöherra Danmerkur, og aðrir ráöa- menn skoöa leiöir til aö taka á barn- ungum glæpamönnum. íhuga að stofna barnadómstól Meirihluti þingmanna í danska þjóðþinginu íhugar nú að setja á laggirnar sérstakan barnadómstól sem á að gera kleift að dæma ung- linga undir fimmtán ára aldri til vistar á sérstökum betrunarhælum fyrir börn. Þar með stefnir í uppgjör við þá grundvallarreglu að ekki eigi að setja unglinga undir flmmtán ára aldri á bak við lás og slá. Lissa Mathiasen, formaður dóms- málanefndar þingsins, segir að nauðsyn sé á slíkum dómstóli til að hægt sé að tryggja réttaröryggi ung- linganna og jafnframt svipta þá frelsi sem fremja mjög alvarlega glæpi. Eva Smith lagaprófessor, formað- ur sérstakrar forvarnanefndar, er mjög efins um ágæti þess að koma á fót slíkum dómstól. Barsebáck verði lokað á áætlun Umhverfisverndarsamtökin Green- peace eru mjög óhress með að Björn Rosengren, umhverfisráðherra Svi- þjóðar, skuli hafa hafnað því á fundi með danska innanríkisráðherranum, Karen Jespersen, að loka Barseback kjamorkuverinu þann 1. júlí 2001, eins og áformað hefur verið. Græn- friðungar skora á dönsku stjómina að standa fast við upprunalega kröfu um lokun. Talsmaður Greenpeace segir að fyrir hvert ár sem dregst að loka kjarnorkuverinu hlaðist upp mörg tonn af mjög geislavirkum úrgangi. Rosengren sagði Jespersen að ver- inu yrði lokað i fyrsta lagi á árinu 2003. Orkuskortur yrði í sunnan- verðri Sviþjóð ef lokað yrði á næsta ári, eins og fyrirhugað var. Jeltsín á bókamessu Fyrrum Rússlandsforseti staldraöi stutt viö á bókamessunni í Frankfurt í gær þar sem bók hans var kynnt. Jeltsín hálfslapp- ur á bókamessu Bórís Jeltsín, fyrrum Rússlands- forseti, var hálfslappur og stífur þegar hann kom á bókamessuna í Frankfurt í Þýskalandi í gær til að kynna nýju endurminningabókina sína, Miðnæturdagbækurnar. Jeltsín staldraði ekki við nema í tæpa mínútu og aflýsti síðan fyrir- huguðum blaðamannafundi. Þýskur forleggjari Jeltsíns gaf enga skýringu á þvi hvers vegna fundinum var aflýst. 1 bókinni segir Jeltsín frá síðustu árunum sinum á forsetastóli og hvers vegna hann sagði óvænt af sér á gamlársdag í fyrra. Tíu Palestínumenn féllu í átökum við ísraela í gær: Samkomulag um vopnahlé fyrir bí Tíu Palestínumenn féllu i átökum við ísraelska hermenn á Vesturbakk- anum í gær og verður nú ekki annað séð en að vopnahléið, sem Bill Ciint- on Bandaríkjaforseti hafði milligöngu um, sé fyrir bí. Nachman Shai, talsmaður ríkis- stjómar ísraels, sagði á fundi með fréttamönnum undir kvöld i gær að Palestínumenn hefðu ekki virt loka- frestinn sem veittur var til að stöðva átökin. Þá sagði hann að Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, vildi taka sér hvíld frá friðarferlinu og hugsa málið alveg upp á nýtt. Fimm þeirra sem féllu voru skotn- ir til bana í bardögum í borginni Nablus, daginn eftir að ísraelskir her- menn beittu þungvopnuðum þyrlum í sjö klukkustunda löngum skotbar- daga við Palestínumenn á svipuðum slóðum. Mótmælendur féllu einnig i Ramallah, Jenin, Tulkarm, Qalqilya og í þorpinu Salfit þar sem þrettán ára drengur var skotinn í hjartað. Átökin i gær voru þau mannskæð- ustu í 2 vikur. Shai sagði greinilegt að ofbeldinu hefði ekki linnt og að Barak myndi tilkynna eftir tveggja daga leiðtoga- fund arabaríkja, sem hefst í Kaíró í Egyptalandi í dag, að hann myndi gera hlé á friðarumleitunum í bili. Kylfur í Jerúsalem Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sakaði ísraelsk stjórnvöld um að senda hermenn og landnema inn á palestínsk landsvæði tU að æsa tU átaka og hann skoraði á Clinton að kveða upp úr um hvor deilenda bryti samkomulagið sem gert var í Sharm el-Sheikh í Egypta- landi. „ísraelsk stjómvöld standa sig vel í því að drepa friðarferlið á eindreginn hátt,“ sagði Erekat við fréttamann Reuters. ísraelskir lögregluþjónar beittu kylfum i Jerúsalem í gær til að koma í veg fyrir allir undir fertugu gætu sótt bænahald í al-Aqsa mosk- unni á MusterisfjaUi, einhverjum mesta helgidómi múslíma. fsraelar báru við öryggisástæðum. Hundruð Palestínumanna fóru í mótmælagöngu utan við múra gömlu borgarinnar og sungu „guð er mestur“ og slagorð um að þeir myndu verja Jerúsalem. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að stjórn- völd í Washington gerðu sér enn vonir um að ástandið ætti eftir að róast og að friðarviðræður yrðu teknar upp að nýju. Harðlínumúslímar og vinstri- sinnaðir arabar hvöttu leiðtoga arabaríkja til að slíta stjórnmála- tengsl við ísrael og nota „olíuvopn" sitt til að aðstoða Palestínumenn. Leitað skjóls á berangri Paiestinskur piltur reynir aö finna eitthvert skjól í sandinum i átökum palestínskra mótmælenda og ísraelskra her- manna í bænum Khan Yones á sunnanveröri Gazaströndinni i gær. Víöa sauð upp úr miiii Palestínumanna og ísraela á heimastjórnarsvæöunum i gær og féllu tiu Paiestínumenn. Bardagarnir voru þeir mannskæöustu í tvær vikur. Al Gore vill hafa Clin- ton í hæfilegri fjarlægð A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna og forsetaefni demókrata, sagði í gær að Bill Clinton forseti myndi taka þátt í lokaspretti kosn- ingabaráttunnar. Aðstoðarmenn Gores gerðu þó lýðum ljóst að vara- forsetinn vildi halda Clinton í hæfi- legri fjarlægð. Clinton hefur sjálfur sóst eftir því að taka meiri þátt í að reyna að koma Gore í Hvíta húsið, til dæmis með því að koma fram á fjáröflunar- samkomum. Ekki eru þó uppi nein áform um að Gore og Clinton komi saman fram á kosningafundum. „Ég stjóma þessari kosningabar- áttu sjálfur og eins og ég hef sagt við önnur tækifæri er ég sá sem ég er,“ sagði Gore við fréttamenn um borð í flugvél varaforsetaembættisins. Ekki er nema hálf þriðja vika til Hittust við jaröarför Forsetahjónin og varaforsetahjónin i Bandaríkjunum hittust í gær við jarö- arför ríkisstjórans i Missouri. kosninganna og fylgi Gores og keppinautar hans, Georges W. Bush, ríkisstjóra í Texas, er mjög áþekkt. Ýmsir framámenn í demókrataflokknum vilja því að Gore noti forsetann meira í kosn- ingabaráttunni. Clinton er jú enn vinsæll meðal alþýðu manna. Gore og Tipper, eiginkona hans, hittu Bill og Hillary Clinton síðdeg- is í gær, í fyrsta sinn frá fundi þeirra um miðjan ágúst, skömmu áður en Gore var útnefndur forseta- efni demókrata. Þau voru öll við út- fór rikisstjóra Missouri sem fórst í flugslysi á mánudag. Jake Siewert, talsmaður Hvíta hússins, sagði að Clinton hefði rætt tvisvar við Gore í vikunni. „Þeir tala enn saman með reglulegu mUli- bili,“ sagði talsmaðurinn. Má sækja Gaddafí til saka Franskur áfrýj- unardómstóll úr- skurðaði í gær að heimilt væri að sækja Muammar Gadafi Líbýuleið- toga til saka í Frakklandi fyrir sprengjutilræði gegn franskri farþegaflugvél yfir Afríkurikinu Níger á árinu 1989. Rúmlega eitt hundrað manns týndu lífi í slysinu. Rússar blása til sóknar Rússar eru orðnir svo leiðir á því slæma orði sem fer af þeim og landi þeirra á Vesturlöndum að hópur sérfræðinga hefur ákveðið að blása til sóknar og reyna að bæta ímynd Rússlands með ráðstefnum, kynn- ingarherferðum og fleiru. Málari fær verðlaun Færeyska stórmálaranum Ingálvi av Reyni hafa verið veitt menning- arverðlaun færeyska ríkisins og verða þau afhent í Norðurlandahús- inu í Þórshöfn í októberlok. Innanríkisráðherrar þýsku fylkj- anna sextán frestuðu þvi í gær að taka ákvörðun um hvort leitast eigi við að banna Þjóðernissinnaða lýð- ræðisflokkinn, flokk nýnasista. Ákvörðun verður tekin í næstu viku í fyrsta lagi. Mladic er sá seki Radislav Krstic, fyrrum hershöfð- ingi Bosníu-Serba, sagði fyrir stríðs- glæpadómstóli SÞ í Haag í Hollandi í gær að það hefði ekki verið hann, heldur herforing- inn Ratko Mladic sem stjórnaði árásinni á Srebrenica árið 1995 og fjöldamorðunum á bosniskum múslímum sem fylgdu í kjölfarið. Innflytjendur I steininn Tæplega þrír af hverjum fjórum 15 til 18 ára unglingum í Kaup- mannahöfn sem dregnir eru fyrir dómara eða úrskurðaðir í gæslu- varðhald eru af erlendum uppruna. Þetta kemur fram i gögnum lögregl- unnar í Kaupmannahöfn. Enn ein bókin um Díönu Enn ein bókin um Díönu sálugu prinsessu hefur vakið mikla athygli á bókamessunni i Frankfurt í Þýska- landi þar sem útgef- endur hafa keppst við að bjóða í út- gáfuréttinn. Bókin heitir Sannleik- urinn og er eftir blaðakonuna Judy Wade sem skrifar um kóngafólk. Barninu skolað niður Saksóknarar í Þýskalandi rann- saka nú hvort 22 ára gömul kona hafi drepið bam sitt með því að skola því niður um klósettið. Kostunica til Bosníu Vojislav Kostunica, forseti Júgóslaviu, hyggst verða við jarðar- för í Bosníu þrátt fyrir ótta margra um að heimsóknin gæti aukið spennu þar á sama tíma og Bosníu- menn undirbúa kosningar. i 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.