Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Helgarblað DV Kötturinn magister Óli hefur tvisvar orðið fyrir bíl: Hótelköttur á eftir- launum á Eyrarbakka - „malar sögum í eyru mín,“ segir Friörik Erlingsson, umsjónarmaður Óla Jim Carrey. Kúkað í búð- um Pariö geöþekka, Jim Carrey og Renee Zeilweger, brá sér í verslun- arferð í Los Angeles um daginn og væri það ekki í frásögur færandi nema hvað þau höfðu hundspott sitt með í för. Eins og í sífellt fleiri verslunum eru gæludýr ekki vin- sælir gestir en þegar fræga fólkið á i hlut er þó hægt að umbera ýmis- legt. Hundurinn hegðaði sér vel fyrstu fimm mínúturnar sem rölt var um verslunina en fór þá að draga til tíð- inda. Tíðindin voru í formi hægða sem runnu niður af hundgreyinu víðs vegar um búðina svo ekki varð við ráöið. Jim varð því að grípa hundinn og fara með hann út í bíl (sem er vonandi með leður eða plastáklæöi) en Renee stóð inni og baðst afsökunar í gríð og erg. Sagði hún hundinn vera veikan og gleymst hefði að gefa honum lyf þennan daginn. Starfsfólk verslun- arinnar tók uppákomunni eftir at- vikum vel en átti þó erfitt með að átta sig á því að sjálfur dýraspæjar- inn hefði tekið veikan hund með sér í verslunarleiðangur. „Óli, eða Ólafur, eins og hann heitir fullu nafhi, er fæddur á Bjam- arfossi í Staðar- sveit á Snæ- fellsnesi, undah læðunni Dimmálimm. Óli komst ungúr i eigu Viktors Sveinssonar, hótel- stjóra á Hótel Búðum, og var þar heimilisfastur nokkur sumur. Þar var hann nokkurs konar staðar- haldari og hélt gestum hótelsins oft eftirminnilegan félagsskap í garð- stofunni á sumarsíðkvöldum yfir te- bolla eða sérristaupi. Hann var enn fremur súbdjákn eða eftirlitsköttur með kirkjunni á Búðum en sinnti ekki síður veiði- eðli sínu en hafði ekki aðrar emb- ættisskyldur. Óli heillaði oft gesti svo mjög að þeir sendu honum bréf eða póstkort sérstaklega eftir að dvöl þeirra lauk.“ Þannig lýsir Friðrik Erlingsson rithöfundur kettinum sem hann hef- ur herbergjað í nokkur misseri en segist varla geta talið sig eiganda hans með góðri samvisku. Óli hefur marga fiöruna sopið og ekki víst að allt þyldi dagsljósið sem hann gæti sagt frá ef hann heföi mál. Á eftirlaunum í heilnæmu loftslagi „Það á enginn ketti eins og Óla. Hann á hins vegar marga eigendur. Ég lít miklu frekar á mig sem auð- mjúkan þjón hans þar sem hann dvelur í kyrrð og góðu yfirlæti á ró- legum eftirlaunum á óðalssetri sínu við sjóinn á Eyrarbakka í heilnæmu loftslagi." Óli býr hjá Friðriki á Eyrarbakka og hafa þeir, rithöfundurinn og kötturinn, náið samstarf. Óli var reyndar réttur og sléttur Óli þangað til faðir Friðriks, Erlingur Gíslason, gaf honum viðurnefnið magister vegna virðulegrar og lærðrar fram- DVWYND NJORÐUR Friörik Erlingsson rithöfundur Friðrik á köttinn magister Óia sem hefur marga fjöruna sopið. Meöal annars hefur hann tvisvar sinnum orðið fyrir bíl og mjaðmagrindarbrotnað oggengur þess vegna um með lamað skott og spengda mjaðmagrind. komu sem einkennir hann svo mjög og það hefur loðað við hann. „Hann læðist um húsið og þegar ég sit í þungum þönkum í vinnu- stofu minni þá kemur hann skjótari en skugginn og stekkur upp á axlir mínar og leggst þar eins og trefdl. Þar flatmagar hann og malar sögum í eyrun á mér því Óli er mikill sagnaköttur. Hann fylgir mér oft á gönguferð- um en við erum sjaldan beinlínis samferða. Hann er ýmist á eftir eða tekur á sig króka og birtist þá kannski fyrir framan mig.“ Gleymdi að lesa á númerlð Óli var lengi búsettur hjá Viktori Sveinssyni í Þingholtunum 1 Reykjavík ásamt Druslu, systur sinni, og ungum syni hennar. Óli var vanur að fagna eiganda sínum með því að stökkva upp á vélarhlíf bílsins þegar hann renndi í hlað. „Svo tók hann feil einn daginn og stökk upp á húddið á sams konar bíl sem ók eftir götunni. Hann hefur ekki munað eftir að lesa á númerið. Bilstjóranum dauðbrá og Óli varð undir bílnum og mjaðmargrindar- brotnaði.“ Óla var tjaslað saman en það kom ekki í veg fyrir að nokkrum mánuð- um síðar lenti hann aftur fyrir bíl og mjaðmagrindarbrotnaði aftur. Hann var í bæði skiptin undir hand- leiðslu færustu sérfræðinga og er í dag með spengda mjaðmagrind. „Það eina sem minnir á þessi óhöpp er að hann er með lamað skott sem hann dregur á eftir sér. Þetta gefur honum sérkennilega dillandi göngulag sem heillar allar læður á Eyrarbakka upp úr klón- um.“ Stangar úr tönnum með klónni Friðrik er nýbúinn aö sækja Óla úr stuttu sumarorlofi þar sem hann dvaldist hjá Viktori, skráðum eig- anda sínum. Óli sýndi Land Rover- bifreið Friðriks mikinn áhuga og sat í framsæti lungann úr leiðinni austur á Eyrarbakka og skyggndi útsýnið. Óli er slyngur veiðiköttur og fer oft út í móa á Eyrarbakka og slæðir upp einn og einn fugl og stöku mús. „Hann étur fuglana upp til agna, utan fáeinar fjaðrir, og svo skilur hann gjarnan eftir aðra löppina sem ég imynda mér að hann noti til að stanga úr tönnunum." Friðrik er að leggja síðustu hönd á íjórðu skáldsögu sína sem kemur út hjá Iðunni og heitir Bróðir Lúsi- fer. Er köttur 1 bókinni? „Það er ekki köttur í bókinni en talsvert um kýr, en það er margt frá ketti komið því Óli er mér stöðugur innblástur." -PÁÁ Sultarsöngur aldraðra Um fátt er nú meira talað í samfélagi voru en óreglima og hið glórulausa fyllerí á ellilífeyrisþegum, örorkubótaþegum og . yfirleitt eldri borgurum á íslandi. Ég hafði ekki hugmynd um það að kröpp kjör eldri borgara stöfuðu af óreglu og fylliríi fyrr en Pétur Blöndal alþingis- maður og fulltrúi „frjálsrar hyggju“ opn- aði augu mín fyrir því að þeir eldri borg- arar á íslandi sem eiga varla til hnífs og skeiðar eru í fyrsta lagi varla fmnanlegir á íslandi og ef þeir skyldu fmnast þá má ganga út frá því sem vísu að vegna óreglu eigi þeir ekki fyrir salti í grautinn. Með öðrum orðum. Eldri borgarar verða að fara að láta renna af sér til að verða bjargálna ef marka má orð Péturs. Svo bar semsagt við að þegar Alþingi kom saman að loknu sumarleyfi á dögun- um að einhver hundruð - eða þúsundir af aldurhnignu fólki kom saman fyrir fram- an Alþingishúsið einsog til að vekja at- hygli á bágum kjörum sínum. Þetta upphlaup gamlingjanna vakti tals- verða athygli og varð til þess að fjölmiðlar fóru að gera því skóna að til væri gamalt fólk í landinu og ekki nóg með það heldur byggju sumir þeirra þar að auki við sára fátækt. Og einsog vænta mátti fór málið í sjón- varpið - í kastljós- og þar hitnaði nú held- ur betur í kolunum, einsog sagt var í gamla daga. Blöndal - var semsagt til kvaddur í Kast- ljósþátt. Þar var Pétur ómyrkur í máli um hag aldraðra á íslandi og sagði að megnið af þeim hefði það bara gott, þeir væru til sem hefðu hundraðþúsund í lífeyrissjóðs- greiðslur á mánuði áður en skattar væru dregnir frá, og helst var á honum að skilja að þeir sem hefðu orðið óreglunni að bráð og látið í vímunni hjá líða að koma sér í almennilegan lífeyrissjóð hefðu það svos- em ágætt. Hér hefur hann sennilega átt við verka- menn í láglaunavinnu, heimavinnandi húsmæður og allan þann fjölda sem alla æfi hafa verið í handónýtum lífeyrissjóð- um eða jafnvel öngvum lífeyrissjóðum. Aldrað fólk sem orðið er óvinnufært. Þó að ég sé bæði aldraður og óvinnufær lífeyrisþegi er ég Pétri hjartanlega sam- rnála. Ég er orðinn hundleiður á þessum endalausa sultarsöng í óvinnufærum gam- almennum sem láta sér detta í hug að þeir eigi kröfu á það að fá að lifa mannsæm- andi lífi í ellinni vegna þess eins að hafa lifað af í heila mannsæfi og unnið hörðum höndum að því að halda lífinu í sjálfum sér og afkomendum sínum, og alla tíð borgað keisaranum það sem keisarans er og guði það sem guðs er. Þó að þetta sé fólkið sem lagt hefur grunninn að íslensku nútíma „velferðar- þjóöfélagi" er ekki þar með sagt að það eigi að lifa dauðann af. Við ellibelgirnir eigum að víkja á vit ei- lífðarinnar fyrir þeim yngri, eins og marg- nefndum Pétri. Við eigum að flýta okkur að kveðja lífið þegar við erum orðin lög- gild gamalmenni, láta bera okkur til graf- ar á virðulegan hátt en ekki halda áfram að tóra öllum til ama. Samfélagið mun sjá til þess að við eldri borgarar drepumst snauðir því einsog löngum hefur verið sagt: - Maður tekur nú ekki peningana með sér i gröfina. Þó fátt sé það sem gleður mig í ellinni er það einkum tvennt sem vekur mér sér- stakan irnað. Annað er að fara í heitan pott á hverj- um morgni og hitt að ég skuli líkjast Pétri Böndal. Við Pétur berum nefnilega tals- verðan keim af hvor öðrum. Og ekki leið- um að líkjast Við erum báðir snaggaralegir menn, beinskeyttir og vel greindir. Hann er ungur en veröur gamall - einsog ég. Hann er í aurunum - einsog ég. Við höfum báðir sniðgengið fyllirí og óreglu og þessvegna erum við báðir stór- auðugir menn og þurfum ekki að óttast ellina. Og ég skora á eldri borgara á íslandi að feta í fótspor okkar Péturs. Græða á því að hætta svallinu og óreglunni. Verða forríkir reglumenn. Og svo not- um við auðæfin til að sjá fyrir okkur sjálf- ir og þurfa ekki að vera uppá aðra komn- ir. Flosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.