Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 24
24
Helgarblað
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
DV
mann
(tifúlegt
ögnu
Oddný Sen rithöfundur
Saga Rögnu Bachmann heillaði hana mjög, enda hefur Ragna fariö í gegnum ótrútegar hamfarir á sinni ævi.
Á næstunni kemur út bók Odd-
nýjar Sen, Úr sól og eldi - leiðin frá
Kamp
Knox, sem er ævisaga Rögnu
Bachmann. Gerður var góður róm-
ur að bókinni Kínverskir skuggar
sem Oddný skrifaði fyrir nokkrum
árum - um ömmu sína, Oddnýju Er-
lendsdóttur Sen. Hún hefur einnig
skrifað bókina Á flugskörpum
vængjum um listakonuna Myriam
Bat-Yosef, fyrrverandi eiginkonu
Errós. Nú hefur Oddný tekið að sér
að skrá sögu konu sem hefur farið í
gegnum miklar hamfarir á sinni
ævi.
Oddný segir að hún hafi setið í
London og flett gömlu Mannlífi þeg-
ar hún kom auga á viðtal við
Rögnu. Hún var sjálf að ganga í
gegnum mikla erfiðleika á þeim
tíma og fann strax til óskiljanlegra
tengsla við hana, jafnframt því sem
hún kom auga á að saga hennar
yrði frábært efni í bók.
„Þetta er saga konu sem hefur
komist í gegnum hrikalegustu
hluti,“ segir Oddný og það er ber-
sýnilegt að söguefni hennar hefur
heillað hana mjög. „Hún óst upp í
Kamp Knox við mjög erfiðar að-
stæður og hún lenti í miklum til-
finningalegum áfollum sem barn og
unglingur."
Oddný heldur áfram að rekja
meginsöguþráð bókar sinnar. Ragna
giftist manni sem var þjónn á
Naustinu og sannfærður nasisti að
auki. Vegna hrifningar hans á að-
skilnaðarstefnunni fara þau hjónin
til Viktoríufossanna í Afríku 1974.
Þar yfirgefur hann hana og gerist
málaliði i her Ian Smith, þar sem
hann var í ein tíu ár. Hans saga
varð allskuggaleg en engu að síður
fór hann í opinskátt viðtal fyrir
nokkrum árum og lýsti reynslu
sinni.
Spilavítisþjálfun og
demantasmygl
„Ragna fór til Karíba, sem er
mjög dularfullt land í Afríku, og
Mansal
Hér á eftir birtist lítiö brot úr bókinni Úr sól og eldi. Þegar
hér er komið sögu hefur söguhetjan látiö glepjast til að fara
frá Afriku til Ítalíu meö dansflokki undir stjórn fólks sem hún
þekkti lítið. Fljótlega fer þó aö læöast aö henni illur grunur.
Ég skildi nú hvemig í öllu lá.
Við áttum ekki að sýna nein atriði,
nema í neyð. Okkar aðalatvinna
var að drekka kampavín með
ókunnugum karlmönnum til að fá
þá tU að eyða peningum i klúbbn-
um. Við vorum kampavínsdömur,
hvorki meira né minna. Ég varð
svo ofboðslega reið að ég rauk út.
Ég fór inn í herbergið mitt og
reif mig úr kjólnum meðan reiðin
ólgaði í brjósti mér. Mario barði að
dyrum og kom inn þegar ég var að
fara í sloppinn.
„Hvað vilt þú?“ spurði ég reiði-
lega og vafði aö mér sloppinn.
„Þú ert ekki búin að vinna,
Ragna mín,“ sagði hann vinsam-
lega. „Þú getur ekki farið strax að
sofa.“
Ég leit á hann með fyrirlitningu.
Hann var réttur og sléttur mellu-
dólgur. Hefði ég ekki verið alin
upp í Kamp Knox hefði mér
kannski fatast flugið en ég horfði
aftur á móti beint í augun á honum
og sagði höstuglega:
„Heyrðu, góði minn, ég kæri mig
ekki um svona lifnað! Ég ætla mér
ekki að sóa öllum kvöldum í að
drekka með ókunnugum karl-
mönnum í þessum klúbbi. Þið
Linda tölduð okkur trú um að við
ættum að starfa sem skemmtikraft-
ar, svo ég fer ekki aftur í klúbbinn
fyrr en við eigum að sýna atriði.
Ég læt ekki bjóða mér þetta og það
kemur ekki tO greina að ég gerist
drykkjupia!“
„Gerirðu þér grein fyrir að þú
ert búin að skrifa undir samning?“
spurði Mario sallarólegur.
„Já, en hann hljóðar varla upp á
að drekka með ókunnugum karl-
mönnum," sagði ég.
„Þetta er löglegur samningur og
samkvæmt honum áttu að starfa
fyrir næturklúbba eins og við ósk-
um,“ sagði Mario. „Þú getur ekki
snúið þig út úr því fyrr en þú ert
búin að sinna þeim verkefnum
sem þú samdir um. Við borguðum
fyrir þig ferðina hingað og uppi-
haldið og þú skuldar okkur fyrir
hvort tveggja."
Ég verð að fá meiri tima, hugs-
aði ég. Ég verð að finna einhver
ráð.
„Jæja þá,“ sagði ég og reyndi að
sýnast rórri. „En hvar er vegabréf-
ið mitt?“
„Þú færð það ekki strax,“ sagði
Mario og með það fór hann út.
Ég sat eftir á rúminu, gersam-
lega lömuð af skelfingu.
Daginn eftir lagði Linda okkur
lífsreglumar.
„Þiö þurfið að vera sniðugar,"
sagði hún. „Þið megið alls ekki
drekka ykkur fullar. Hellið kampa-
vininu ofan í kælihulstrið svo lítið
beri á. Þið megið ekki heldur virð-
ast of auöfengnar. Þið eigið að
leiða herrana áfram; gefa þeim til
kynna að þið hittið þá á morgun
fyrir utan klúbbinn. Látið þá
kaupa handa ykkur gjafimar sem
eru til sýnis í verslunarglugganum
frammi í anddyri. Reynið að fá þá
til að gefa ykkur töskur, hálsfestar,
hringa, bangsa og kampavínsflösk-
ur. Því meiri peninga sem þið
plokkið af kúnnunum, þeim mun
betri erað þið. Ef þið getið ekki
fengið þá til að kaupa neitt emð
þið ekki upp á marga fiska.“
Ég hafði aldrei heyrt ömurlegri
fyrirlestur. Linda sá svipinn á mér
og tók mig tali.
„Þú veist alveg hvað er að gerast
Ragna Bachmann á þeim tíma sem um ræðir í bókarkaflanum
Ég komst að því að Mario og Linda ferðuðust niöur eftir Afríku til aö
smala saman stúlkum og lugu því að þeim að þær yrðu skemmtikraftar á
Ítalíu. Síöan voru stúlkurnar leigðar út í næturklúbba.
hérna," sagði hún. „Af hverju
hættirðu ekki þessum mótþróa og
fylgist með?“
„Hvað fæ ég út úr því?“ spurði
ég.
„Þú færð að minnsta kosti vega-
bréfið þitt aftur,“ sagði hún.
Þegar hún var farin reyndi ég að
sýna stúlkunum fram á hver staða
okkar væri í von um að þær
mundu gera uppreisn. Ég benti
þeim á að við værum vegabréfs-
lausar í ókunnugu landi og það
væri í rauninni hægt að gera hvað
sem væri við okkur. Við værum
bara ómerkilegar klúbbstelpur.
Stúlkumar sem voru í uppáhaldi
hjá Mario og Lindu fóru strax og
kvörtuðu undan mér en ein stúlkn-
anna, Marianne, settist hjá mér.
Hún vissi upp á hár hvað var í
gangi.
„Ég veit að tvær stúlknanna eru
vændiskonur og ég hef séð flestar
hinna á vafasömum stöðum í Jó-
hannesarborg,“ sagði hún. „Þær
eru héma eingöngu til að selja
sig.“
„Ég trúi því ekki,“ sagði ég og
titraði öll.
„Ertu svon græn?“ sagði Mari-
anne. „Veistu ekki hvað Mario og
Linda gera við Adrianne?"
Adrianne var þroskaheft stúlka;
ófríð en engill í hjarta sínu. Mari-
anne sagði mér aö hún hefði verið
valin í hópinn vegna þess að hún
var með brókarsótt. „Þau setja á
hana grímu til að leyna því hvað
hún er ófríð,“ sagði hún.
Ég stökk upp af stólnum. „Nei,
nei, nei! Ég get ekki trúað því!“
Þetta var þó óumdeilanlega
sannleikurinn. Ég komst að því að
Mario og Linda ferðuðust niður