Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 28
28 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV DV-MVNDIR GVA Lítt lesnir gagnrýnendur „Því miður telja ýmsir sem hafa tjáð sig um þessi mál að niðurstöður þessara bandarísku vísindamanna séu öfgakenndar. / umræöum um þessi mál kemur nær alltaf í Ijós aö þeir hinir sömu hafa ekki lesiö bækur þeirra. Þannig dæmir fólk án þess aö kynna sér rannsóknir. “ Jón Bragi Bjarnason, prófessor í lífefnafræði við Háskóla íslands, hefur ákveðnar skoðanir á sykurneyslu og styður þær með rannsóknum erlendra vísindamanna og eigin þekkingu. Svkur er fíkniefni „Þaö er þó spurning hvort mað- ur á aö fá umræöu og gagnrýni fyrir að geysast fram og tala um hlutina. Þaö er ekki bara þakkaö, þaö er aöallega vanþakkaö. Ég komst hins vegar aö þeirri niöur- stööu aö ég gæti ekki þagaö. Ég heföi þekkingu sem fáir byggju yfir og œtlaöi ekki aö þegja í þessu máli þótt sumum þœtti betra aö svo vœri.“ Þetta segir Jón Bragi Bjarna- son, prófessor í lífefnafraeði við Háskóla íslands. Hann hélt á dög- unum fyrirlestur á ráðstefnu um sykur þar sem hann sagði að syk- ur væri eitur. Jón Bragi kynntist kenningum bandarískra lækna og vísindamanna sem meðal annars eru birtar í bókaröð sem nefnd er Sugarbusters! Kenningar vísinda- mannanna og reynsla hans sjálfs hefur sannfært hann um skað- semi sykurs. „Sykur er eitur! Sykur veldur fikn. Það er mikil fíkn tengd syk- urneyslu. Sé tveggja til fimmtán tonna neytt á 60 ára tímabili geta komið fram alvarleg eituráhrif. Sykumeysla íslenskra barna er um 36 kíló á ári eða 2 tonn á 60 árum. Og það er einungis hvíti sykurinn." Fitulosun líkamans hindruð Mikið sykurát veldur hærri blóð- sykri sem veldur miklu insúlíni í blóði sem hefur ýmsar alvarlegar af- leiðingar. Aukið innsúlínmagn í blóði hindrar fitulosun og eykur þar af leiðandi fitusöfnun og eykur hættuna á insúlínofnæmi. Af þessu skapast heilsuvandamál eins og offita, blóðfita og kólesteról eykst, hætta er á sykursýki II, kransæða- sjúkdómum og fleiru. „Sykursýki II sem einnig er köll- uð fullorðinssykursýki eða áunnin sykursýki stafar af því að magn insúlíns í blóðinu er svo mikið að viðtakarnir dofna og meira og meira af insúlíni þarf til að hafa áhrif á þá. Þetta er svokallað ónæmi,“ segir Jón Bragi. „Einnig getur farið svo að geta brissins minnki til að framleiða insúlín. Insúlín bókstaflega hindrar fitulos- un úr fituvef og veldur fitusöfnun í fituvef. Þetta á sök á offitu og hefur áhrif á blóðfituna og er talið að insúlín valdi aukinni framleiðslu kólesteróls í lifrinni. Kransæðasjúk- dómar og sykursýki eru einnig vel þekkt vandamál sem oft stafa af syk- urneyslu." Við erum ekki vélar Jón Bragi segir að hollara sé að borða fitu en sykur. Líkaminn ákvarði sjálfur hvað hann gerir við fituna ef sykumeysla er í lágmarki og þar af leiðandi insúlínmagn í blóði lágt. „Ríkur maður sem á næga pen- inga þarf ekki að safna þeim. Eins er það með samanburð á sykur- neyslu og fituneyslu." Skaðsemi sykurs er sífellt að verða fleiri vísindamönnum kunnar að mati Jóns Braga. „En svo er hin hlið málsins sem er almenn skynsemi. Strásykur er líklega eina hreina sameindin sem talin er til matvæla fyrir utan salt. Önnur sameind er etanól eða vín- andi. Það er viðurkennt að vínandi er eitur og salt hefur ýmis slæm áhrif. Sama gildir um sykur. Sykur er svipaður bensíni sem er notað sem orkugjafi á vélar sem eru ekki lifandi. Erum við þannig vélar að við getum meðhöndlað slík efna- sambönd og hversu lengi hefur „Allri skuldinni er skéllt á einn sökudólg - fituna. En þar er verið að hengja bakara fyrir smið. Fitan er ekki vandamálið. Það er það sem menn eru að gera sér grein fyrir. Sagt hefur verið að maður sé það sem maður borðar og af því leitt að ef fólk borðar fitu þá sé það feitt. Sannleikurinn er sá að maður er það sem maður er. “ mannskepnan notað slíka sameind? í eitt hundrað ár. Maðurinn virðist ekki vera gerður til að meðhöndla slík efni. Hann getur meðhöndlað sykur í náttúrulegu formi eins og í hvítkáli. Sá sykur sem er í hvítkáli þeytist ekki beint inn í blóðið við meltingu. Líkaminn er gerður til að neyta slíks sykurs. Ef við umgengjumst sykur sem eitur eða krydd færi betur fyrir okk- ur. Ef við umgöngumst hann sem matvæli og erum grandalaus við neyslu hans þá erum við í hættu.“ Offita er stórkostlegt vanda- mál Fituneysla hefur minnkað mikið á síðustu árum en samt er offita stórkostlega vaxandi vandamál eins og sykursýkin. Talið er að árið 2000 verði tíðni sykursýki II um átta pró- sent í Bandaríkjunum. Það er tólfti hver maður en af fólki um og yfir sextugu er það miklu hærra hlut- fall. “Kenningin er sú að í raun sé þetta allt saman óþarfi og að hægt sé að koma í veg fyrir þetta allt með breyttu mataræði. Ekki má borða sykur nema í mjög litlu magni og ekki heldur sykrur, mjölva og sterkju sem hafa svipuð áhrif og sykur; hækkar blóðsykur og kallar á mikið insúlínflæði." Jón Bragi segir að sykur sé af- skaplega óheppileg fæða. Hann sé óhollur og geri ekkert fyrir fólk. í honum séu hvorki prótín né trefjar. Að mati Jóns Braga eru þær vörur sem ætti að fara varlega í að borða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.