Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Page 30
30
Helgarblað
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
I>V
Christel Wunschmann varð ástfangin af margra barna móður:
Eiginmaður-
inn var í
vegi hennar
„Viö elskum hvor aðra og erum
mjög hamingjusamar. Viö höfum
bara við svolítið vandamál að
glíma en þaö leysum við á okkar
eigin hátt.“
Christel Wtinschmann, 39 ára
tveggja barna móðir, tilgreindi
ekki nánar við hvaða vandamál
hún og ástkona hennar glímdu.
Hún brosti í staðinn frammi fyrir
sjónvarpstökuvélinni og lagði
handlegginn ástúðlega um axlir
konunnar sem sat við hlið hennar
í sjónvarpsstúdíóinu, Manuelu
Friedrichs. Manuela var 30 ára
fráskilin fjögurra barna móðir.
Hún horfði ástfangin á Christel.
Það ríkti eintóm hamingja
þennan dag í stúdíóinu SAT 1.
Stjórnandi þáttarins, Vera Int
Veen, var einnig glaður. Þetta var
sennilega í fyrsta sinn sem þýsk
sjónvarpsstöð sýndi tvær konur er
komu út úr skápnum og viður-
kenndu samkynhneigð sína opin-
berlega.
Skortur á ástúð og
skilningi frá
eiginmonnunum
Konurnar tvær, sem voru frá
Leipzig, sögðu frá því hvemig
hjónabönd þeirra hefðu farið út
um þúfur, meðal annars vegna
skorts ástúð og skilningi frá eigin-
mönnum þeirra, og hvemig þær
hefðu loks fundið hamingjuna hjá
hvor annarri.
Christel Wúnschmann sagði
ekki sjónvarpsáhorfendum frá
vandamálinu sem þurfti að leysa.
Hún fékk hins vegar tækifæri til
þess tveimur mánuðum seinna í
þéttskipuðum réttarsal í
Chemnitz.
Christel var vel klædd og hún
virtist feimin. Hún líktist alls ekki
því sem hún var í raun og veru:
kaldrifjaður morðingi sem hafði
drepið manninn sinn af því að
hann stóð í vegi hennar.
Morðiö líktist siátrun
Ákærandinn sagði að morðið á
Wolfgang Wúnschmann, sem var
41 árs verkfræðingur, hefði líkst
aftöku eða jafnvel enn frekar
slátrun. Réttarlæknarnir höfðu
nefnilega fundið 41 stungusár á
Wolfgang Wiinschmann
Hann stóö í vegi fyrir því aö konan
hans gæti notiö nýrrar vinkonu
sinnar.
„Wolfgang var snar-
vitlaus yfir því að
konan hans hafði orð-
ið ástfangin af barns-
hafandi fráskilinni
þriggja barna móður.
Reiði hans var þó
ekki meiri en svo að
hann langaði til að
vita hvernig kynlífi
þeirra væri háttað."
líki hins myrta. Það kom ekki
heim og saman við skýringu
Christel sem kvaðst hafa drepið
mann sinn í nauðvöm er hann
reyndi að nauðga henni.
Við réttarhöldin bað Christel
kviödómendur og dómara um að
sýna skilning vegna ástlausrar til-
veru hennar með tilfinningaköld-
um eiginmanni. Eiginmaður
hennar hefði aldrei haft kynferðis-
leg samskipti við hana á annan
hátt en með því að nauðga henni.
Hún hafði hitt Wolfgang árið
1981. Þegar hann hafði barnað
hana krafðist hann þess að þau
giftust. Fjölskylda hans var fin og
sætti sig ekki við barn utan hjóna-
bands. „En þetta var ekki hjóna-
band sem stofnað var til af ást,“
sagði hin ákærða. Fæðing lítillar
yndislegrar dóttur lagaði ekki
hjónabandið.
MSi
„Hann hafði alls engan áhuga á
tilfinningalífi mínu. Ég þurfti á
öryggi og ástúð að halda. Ég vildi
ekki bara vera notuð í rúminu.
„Hann afvopnaði mig alltaf með
því að segja að hann elskaði mig
og að ég vissi það. En það var ekki
nóg fyrir mig.“
Þegar Christel gekk með yngri
dóttur þeirra fitnaði hún og henni
tókst ekki að ná af sér aukakíló-
unum. „Hann var óánægður með
það og refsaði mér með þvi að
hafna kynlífi með mér. Á árunum
1989 til 1994 stunduðum við ekkert
kynlíf þótt mig langaði til þess.“
Christel stakk upp á því að þau
færu til hjónabandsráðgjafa.
„Hann hló bara og sagði að hjóna-
band okkar kæmi öörum ekki við.
En það kom honum sjálfum
greinilega ekki við lengur. Þetta
var óþolandi."
Fann þjáningarsystur
Christel fann þjáningarsystur
þegar hún hringdi í símaþjónustu.
Hinum megin á línunni var
Manuela Friedrichs sem var
þriggja barna móðir og átti von á
því fjórða. Hún hafði einnig orðið
fyrir vonbrigðum með sinn mann.
„Mér geðjaðist strax aö rödd
hennar og við hittumst á kcififihúsi
viku eftir fyrsta samtalið. Frá
fyrstu stundu vorum við báðar
vissar um að við ættum samleið.
Loksins fann ég þá ástúð sem ég
hafði saknað. Loksins hafði ég
fundið einhvem sem vildi taka
mig í faðm sinn.“
Þegar Christel greindi eigin-
manni sínum frá nýju ástinni í lífi
sínu og að hún vOdi skilja varð
hann bandvitlaus og samtímis
skelfilega afbrýðisamur, ekki síst
yfir þvi að missa konuna sína í
faðm annarrar konu.
Wolfgang var snarvitlaus yfir
því að konan hans hafði orðið ást-
fangin af barnshafandi fráskilinni
þriggja bama móður. Reiði hans
var þó ekki meiri en svo að hann
langaði til að vita hvemig kynlífi
þeirra væri háttað. „Hann neyddi
mig til að segja frá samlífi okkar í
smáatriðum og svo nauðgaði hann
mér. Það brást aldrei. Og svo æpti
hann á eftir að hann myndi aldrei
leyfa að dætur okkar ælust upp í
lesbísku sambandi."
Með eldhúshnífinn í
göngutúr
Morðið var framiö i malar-
gryfju á 11 ára afmælisdegi yngri
dótturinnar. „Maðurinn minn
kvaðst þurfa ferskt loft og hann
vildi fara i göngutúr. Hann vildi
fara að malargryfjunni þar sem
við höfðum átt unaösstundir sam-
Heimillö
Christel og Woifgang bjuggu í þessu húsi. Nágrannarnir töldu hjónaband
þeirra gott.
Komnar úr skápnum
Christel Wunschmann, til hægri, ásamt vinkonu sinni ManueiuFriedrichs
þegar þær greindu frá því í sjónvarþi aö þær væru ástfangnar. Þær sögöust
báöar hafa saknaö ástúöar og öryggis í hjónaböndum sínum.
Dæmd í lífstíðarfangelsi
Christel leidd úr réttarsal í handjárnum eftir aö hafa veriö dæmd í
lífstíöarfangelsi. Hún kvaöst hafa myrt eiginmann sinn í nauövörn en enginn
trúöi henni.
an og hann neyddi mig til þess að
koma með. Hann hafði drukkið og
ég var hrædd um að hann myndi
nauðga mér á ný. Þess vegna tók
ég með mér eldhúshníf í öryggis-
skyni. Það sem gerðist þegar við
komum að malargryfjunni var al-
ger nauðvörn."
Rétturinn var á öðru
máli. Wolfgang
Wúnschman hafði verið
stunginn 41 sinni, í hjart-
að, magann, nýrun, lifrina
og reyndar í öll helstu líf-
færin. Það vó einnig þungt
að Christel hringdi ekki til
lögreglunnar eftir morðið
til að tilkynna árás. Hún
hélt bara heim, fór i bað og
stakk blóðugum fotum sín-
um í þvottavélina.
Christel Wúnschmann
var fundin sek um morð að
yfirlögðu ráði og hún var
dæmd í lífstíðarfangelsi.
Þegar við réttarhöldin
hafði móðir Christel,
Christa Brandes, sagt við
yfirheyrslu aö hún hefði
naiTOiMi
slitið öllu sambandi við dóttur
sína. Hin ákærða tók því eiginlega
með jafnaðargeði en hún brotnaði
algerlega niður þegar hún fékk
þessi skilaboð frá ástkonu sinni:
„Ég vil aldrei sjá þig aftur.“
Morðinginn gengur laus
Julia Schneider óttast morðingja móður sinnar