Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 50
•58
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
Tilvera
DV
Skegglaus
Mikki mús þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af daglegum rakstri eins og marg-
ir kollega hans hjá Disney.
Disney:
Ekkert skegg í vöngum
Þrátt fyrir að Walt Disney hafl
sjálfur skartað yfirskeggi á sínum
tíma hefur skegg lengst af verið
bannað í skemmtigörðunum sem
eru kenndir við hann. Það er að
segja þegar karlkyns starfsmenn
'^eiga í hlut en þeim hefur verið gert
að mæta vel rakaðir til starfa sinna.
Eitthvað virðist þó stefna í frjáls-
lyndisátt hjá Disneymönnum því í
sumar var skyndilega leyft að
starfsmenn mættu vera með yfir-
skegg. Tekið var fram að það skyldi
vera vel snyrt. Skeggvöxtur í vöng-
um er enn bannaður og ekkert útlit
fyrir að slíkur hárvöxtur verði
leyfður á næstunni.
Prófessor í flugvélafæði
Flugfarþegar þekkja það flestir að
flugvélamatur er sjaldnast ljúffeng-
ur og minnir sist á lúxusfæði. Ekki
er ólíklegt að margir borði ein-
faldaldlega matinn sinn vegna þess
að þeir hafa ekkert betra að gera á
meðan á langri flugferð stendur.
Betri timar í þessum efnum kunna
að vera í vændum þvi Háskólinn í
Surrey hefur nú skipað sérstakan
prófessor i flugvélafæði. í skólanum
eru kenndir kúrsar þar sem nem-
endum er kennt að matreiða mat
fyrir flugfarþega auk þess sem þeir
læra að nota fuflkomnari tækni en
áður hefur tíðkast við upphitun
flugvélafæðis. Frægir breskir mat-
reiðslumenn hafa einnig verið
— ^fengnir til að aðstoða við að setja
saman matseðla fyrir ólíkar flug-
ferðir og því aldrei að vita nemia
flugfarþegar framtíðarinnar muni
gæða sér á veislumat í háloftunum.
Flugtak
Þaö gæti styst í aö Concorde-vélarn-
ar frönsku hefji sig á loft.
Concorde aftur á loft
Vonir um að hinar hljóðfráu
Concorde-þotur verði aftur settar á ’
loft þóttu aukast nú í vikunni þegar!
franski samgöngumálaráðherrann, j
Jean Claude Gayssot, tilkynnti að i
unnið væri markvisst að því að •
auka öryggi vélanna. Eftir hið
hörmulega flugslys á Charles de
Gaulle flugvelli í sumar voru
Concorde-vélarnar settar i geymslu
og hafa sérfræðingar í flugöryggis-
málum reynt að komast til botns í
því hvemig megi koma í veg fyrir
að slíkt slys endurtaki sig. Sam-
gönguráðherrann er bjartsýnn á að
það takist og Concorde-floti franska
flugfélagsins Air France komist aft-
ur á lofi, rfnvel þótt hann sé orðinn
þrjátíu. ára.
Færeyjar:
Vejrgudernes
tumleplads
- grindhvaladráp er hluti af menningu þjóðarinnar
Færeyjar eru klasi átján eyja í Norð-
ur-Atlantshafi miili íslands, Noregs og
Skotlands og eru flestar í byggð. Stærð
eyjanna er um 1400 ferkílómetrar og
eru Straumey og Austurey stærstar.
Slættartindur er hæsta fjall eyjanna,
882 metrar á hæð. Landslag í Færeyj-
um er ekki ósvipað og á Vestfjörðum
þar sem brattir sjávarhamrar ganga í
sjó fram og undirlendi er lítið. Allt
fram á síðustu ár hefur fúglatekja
ásamt sjósókn og sauðfjárrækt verið
ein helsta matarkista eyjanna.
íbúar eyjanna eru um 45.000 og býr
þriðjungur þeirra í Þórshöfn en mifli
flmm og sex þúsund manns í Klakks-
vík. Færeyingar hafa haft heimastjóm
frá 1948 en verið í ríkjasambandi við
Danmörku með eigin fána og þjóð-
tungu.
Um 3,5 milijónir sjófugla em í Fær-
eyjum um varptímann og svartfugl
einn af þjóðarréttum eyjaskeggja.
Ferðamenn sem eiga þess kost ættu að
„brúka“ tækifærið og bragða á langvíu
upp á færeyskan máta, hún er hrein-
asta sælgæti.
DV-MYNDIR V. HANSEN
Laugardagsmorgunn í Viðarlundinum í Þórshöfn
Færeyingar eru ótrúlega líkir íslendingum í útliti og fasi.
Gjogv er klettasprunga norðarlega
á Austurey
Sagan segir aö einu sinni hafi stór
flóöbylgja ætt inn víkina og tekiö
meö sér tvo unga drengi sem voru
aö leika sér þar.
ingu. Þeir sem kjósa styttri ferðir ættu
tvímælalaust að skoða gömlu dóm-
kirkjuna í Kirkjubæ. Andrúmsloftið í
rústunum er magnað, sérstaklega í
þoku og þegar vindur stendur af hafi.
Ferð til Klakksvíkur eða Gjógv er
einnig áhugaverð og á leiðinni má
stoppa víða og litast um í sérstæðri
náttúrunni.
Færeysk fyndni
Bókaforlagið Fjas í Færeyjum gefúr
út bráðskemmtilegar bækur sem nefn-
ast Túnatos og era í anda íslenskrar
fýndni sem Gunnar Sigurðsson frá
Selalæk gaf út á sínum tíma.
„Tann ungi blaðmaðurin hevði hug
Ekkert liggur á
Eitt það fyrsta sem Islendingur í
Færeyjum tekur eftir er hversu líkir
Færeyingar era íslendingum. Klæðn-
aður, göngulag og fas minnir einna
helst á venjulega íslendinga við helgar-
innkaupin á fóstudegi. Þeir era þó ein-
hvem hátt afslappaðri og rólegri og
hegða sér eins og það liggi ekkert á.
Hitastigið í Færeyjum er tveimur gráð-
um hærra að meðaltali en á íslandi og
gæti það verið ástæða þess að þeir era
ekki sífellt á þönum.
Líkt og fólkið ætti veðrið í Færeyj-
um ekki að koma íslendingum á óvart.
Á einum og sama deginum skiptast á
skin og skúrir, það getur verið glaða-
sólskin aðra stundina og blindþoka þá
næstu. Úrkoma er mikil og hreint sjáv-
arloft leikur um eyjamar.
Rskaknettir, skerpikjöt og
ræstkjöt
Eins og aðrar menningarþjóðir eiga
Færeyingar sína þjóðarrétti sem sjálf-
sagt er að bragða á þegar eyjamar era
sóttar heim og þar er einnig að flnna
fjölbreytt úrval alþjóðlegra rétta. Pits-
umar á Sjómannaheimilinu era sér-
lega góðar og svo má fá ljúffengar
steikur á fjölmörgum stöðum. Undir-
ritaður fær vatn í munninn þegar
hann minnist bragðsins af langvíunni
og kartöflunum á Hótel Havnia.
Hvalkjöt er algengt á borðum inn-
fæddra og þeir gefa htið fyrir öll boð og
bönn sem tengjast grindhvaladrápi og
telja það gegna stóra hlutverki í menn-
ingu þjóðarinnar.
Fiskaknettir, skerpikjöt og ræstkjöt
verða aftur á móti að teljast til þess
sem er óvenjulegt. Fiskaknettir era
búnir til úr kæstum fiski og stöðnum
mör sem hnoðað er saman í litlar boll-
ur. Skerpikjöt kemur skemmtilega á
óvart en það er kjöt sem er búið að
vindþurrka í nokkra mánuði og minn-
ir á hangikjöt fyrir utan að reykbragð-
ið vantar. Að lokum er það svo ræst-
Fyrir nokkrum árum keypti
kjöt sem líkist engu sem undirritaður
hefur smakkað áður enda er kjötið
hálfúldið þegar það er borið fram.
Ferðamenn ættu að hugsa sig vel um
áður en þeir panta sér ræstkjöt sem að-
alrétt því í raun er þetta réttur fyrir
áhættufikla, jafnvel í smáum skömmt-
um. Væl gagnist.
Rúsdrekka
Drykkjusiðir Færeyinga bera þess
merki að til skamms tima ríktu strang-
ar reglur um áfengiskaup, Þeir einir
máttu kaupa áfengi sem vora skuld-
lausir við hið opinbera og
bannað var að selja áfengi
opinberlega. Meðan höml-
umar vora í gildi störfuðu
nokkrir einkaklúbbar þar
sem hægt var að leggja inn
vín og drekka það síðan i
góðra vina hópi. Eftir að
reglunum var breytt hafa
sprottið upp nokkrir ágætir
matsölu- og skemmtistaðir
í Þórshöfn eins og Kaffl
Natur, Marco Polo og Casa-
blanca. Þeir sem hafa gam-
an af því að dansa ættu að
bregða sér á „Kaggin“ en
Hengt út á snúru
/ Færeyjum þykir sjálfsagt aö eiga þurrkhjall þar
sem geyma má fisk og kjöt.
Bæjarskrifstofurnar í Þórshöfn
bæjarfélagið gömul hús og geröi þau upp til aö nota sem skrifstofur.
Smabatahofnin i Þorshofn
Gjöful fiskimiö eru rétt viö eyjarnar og þangaö geta allir sem hafa aögang aö
bát fariö og sótt sér í soðiö.
gæta þess að innfæddir halda fast í
gamlar hefðir og þvi er ekki óvanalegt
að lenda í hringdansi á diskóteki.
Margt forvitnilegt að sjá
Færeyjar hafa upp á að bjóða fallega
náttúra og forvitnilega sögustaði sem
gaman er að skoða. Samgöngur era
með því besta sem gerist og því lítið
mál að ferðast á milli staða og flestir
bæir bjóða upp á einhvers konar gist-
at skriva heldur langa blaðgreinar. At
enda tók blaðstjórin hann til síðis og
segði, at hann fekk fótin, um hann ikki
skrivaði styttri blaðgreina.
Næsta dagin, tá ið hann skrivaði um
eina vanlukku, sigur blaðgreinin:
- Janus Haraldsem hugdi upp í el-
evatorslokuna fyri at vita, um el-
evatorurin var á veg niður. Tað var
hann. Janus Haraldsen varð 36 ár...“
-Kip