Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Qupperneq 58
66 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Tilvera_________________________ DV Einar Már Jónsson skrifar frá París: s Alfur eða eld- flaug? eins hátt uppi í skýjunum. En alls staðar er Björk i öndvegi, eins og venjulega er henni líkt viö álf, eða þá kannski „eldflaug sem hefur komist í gegnum poppstratosferj- una og sett fútúríska og frumstæða nikkel-ímynd á braut“. ...Og þrátt fyrir ýmiss konar varnagla um Lars von Trier og feril hans yfir- leitt fær Björk jafnan lof. Hún er poppstjarna þessarar kynslóðar, eins og einhvers staðar var sagt, og henni tekst að gera einfeldn- ingslegt melódrama að einhverju allt öðru. Það er kannski gagnrýnandi dagblaðsins Libération sem gefur tóninn einna best. Hann byrjar á að segja að eftir frammistöðu frumkvöðla myndarinnar i Cann- es, Lars von Trier sem var umvaf- inn skýi af ákavítisgufu og sagði að myndin væri kraftbirting neyslu hans sjálfs á taugalyíjum, og þeirra Bjarkar beggja sem gerðu upp sakimar hvort við ann- Á því leikur víst lítill vafi að I einn helsti menningarviðburður i líðandi stundar í París er kvik- 1 mynd Bjarkar og Lars von Trier, Dancer in the Dark, sem frumsýnd var miðvikudaginn 18. október sl. Næstu daga á undan blöstu alls staðar við risastór auglýsinga- spjöld, bæði ofan jarðar og neðan, sem gátu varla farið fram hjá nein- um. í kringum frumsýninguna ^ voru dálkar flestra blaða og tíma- rita yfirfullir af greinum og viðtöl- um við báða frumkvöðla myndar- innar, svo mjög að það er einum fréttamanni ofviða að henda reið- ur á því öllu. Svo virðist þó sem andinn í þessum skrifum sé dálítið breyttur frá því sem var í vor þegar kvik- myndin fékk tvenn verðlaun á há- tíðinni í Cannes. Dómurinn í dag- blaðinu Le Figaro er ekki alveg eins neikvæður og þá, og dómam- ir í öðrum fjölmiðlum ekki alveg að í viðtölum við fjölmiðla, hefði maður einna helst haft löngun til að útbýta nokkrum hnitmiðuðum kinnhestum. „En það hefði ekki verið til neins,“ bætir hann síðan við, „því myndin sjálf er til staðar, og hún er svo augljóslega yfir- gengileg, að maður getur velt þvi fyrir sér, hvort ekki hefði verið rétt að auka beinlinis meðala- skammtinn vegna almennrar holl- ustuverndar." Gagnrýnandinn, sem segist ekki vera í hópi þeirra sem breyttust í fljótandi höfuð- skepnu á sýningu myndarinnar í Cannes, lætur svo i ljós ýmsar efa- semdir um verk Lars von Trier yf- irleitt, hann vildi getaö vísað þeim á bug en eigi að síður loði þau við hann „eins og gamalt tyggjó við peysu“. En niðurstaðan er sú að snilldarverkið í myndinni hafi verið að láta Björk leika aðalhlut- verkið: „Eina fegurð myndarinnar er fólgin í þeirri orku sem söng- konan beitir til að gera uppreisn gegn augljósri heimsku handrits- ins og þeim fötlunum sem sagan íþyngir henni með.“ Við hlið greinarinnar er langt viðtal við Björk og samanlagt eru tvær heil- ar síður helgaðar henni og mynd- inni. í Le Figaro fær myndin eina siðu, fremst í þeim hluta blaðsins sem fjallar um kvikmyndir vik- unnar, með viðtali við Lars von Trier og tveimur greinum. Þær eru báðar fremur neikvæðar, en önnur endar á þessum orðum: „Segja má að myndin standi og falli eingöngu með nærveru Bjark- ar, sem tekst að lokum að stjórna böðli sínum og dáleiða hann, og það svo mjög að það breytir þung- lamalegri myndi í einhvers konar langt myndband til dýrðar smáálfi sem rennur manni jafnan úr greip- um.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.