Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Qupperneq 61
69
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
I>V Tilvera
íslandsmót í einmenningi 2000:
Erlendur Jónsson sigr-
aði eftir harða keppni
Islandsmót í einmenningskeppni
var haldið í Bridgehöllinni við
Þönglabakka um sl. helgi. Eftir
hörkukeppni við íslandsmeistarann
frá í fyrra, Sigurbjörn Haraldsson,
sigraði Erlendur Jónsson og vann
þar með sinn fyrsta íslandsmeist-
aratitil. Sigurbjörn varð að sætta
sig við annað sætið en hinn síungi
Ásmundur Pálsson hreppti bronsið.
Sjötíu og tveir spilarar tóku þátt í
mótinu, aðeins minna en í fyrra, og
voru spiluð 3 spil á milli para.
Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Ei-
ríksson, mótstjóri Stefanía Skarp-
héðinsdóttir og verðlaun í mótslok
aíhenti forseti Bridgesambandsins,
Guðmundur Ágústsson.
Þótt Erlendur hafi verið að vinna
sinn fyrsta íslandsmeistaratitil hef-
ur hann um árabil verið einn af
betri spilurum landsins. Þótt heppn-
isþátturinn spili stórt hlutverk í
einmenningskeppni gefur auga leið
að enginn vinnur mótið án þess að
spila vel og betur en andstæðing-
amir.
Við skulum fylgjast með Erlendi í
einu spili frá mótinu og sjá hvernig
„toppur" er búinn til!
4 K98743
«• 3
K
* G10832
N/A-V
4 AD2
«4 97
♦ 97642
* Á96
í n-s sátu Unnar Atli og Hrólfur
Hjaltason, en a-v Erlendur og Þórð-
ur Björnsson. Þetta er dæmigert
„sagnbaráttuspil", þar sem a-v eru í
erfiðara hlutverkinu vegna stöð-
unnar, á hættu gegn utan.
En skoðum sagnröðina:
Noröur Austur Suöur Vestur
1 4 24 3
pass 3 4 4«* pass
pass 44 dobl pass
pass pass
Stefán
Guðjohnsen
skrifar um bridge.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá
þýða tveir spaðar hjá suðri góða
hækkun í hjarta og þrjú hjörtu hjá
vestri góða hækkun í spaða. Hrólfur
segir síðan fjögur hjörtu, en þangað
ætlaði hann allan tímann. Það kem-
ur til Erlendar, sem veit að doblið
bíður hjá Hrólfi og vegna stöðunn-
ar, þá má hann ekki verða tvo nið-
ur.
Hann ákveður að segja fjóra
spaða, doblið kemur og síðan er
bara að bíða eftir blindum. í þetta
sinn er blindur klæðskerasaumaður
fyrir spil Erlendar og fjórir spaðar
eru auðunnir.
Það er hiiís vegar augljóst að
fimm hjörtu eru góð fórn gegn fjór-
um spöðum, aðeins einn niður, eða
hvað? Ja, reyndar ættu fimm hjörtu
að vinnast, ef sagnhafi hugsar mál-
ið í botn. Enginn tekur tígulkóng-
inn einspil fyrir aftan, þegar sex
spil eru úti, segið þið. En skoðum
úrspilið. Hvort sem austur spilar út
spaða eða laufi kemur í ljós að vest-
ur hefur byrjað með ÁD í spaða og
laufás. Með tígulkóng að auki hefði
hann stokkið strax í fjóra spaða.
Það er því einfalt mál fyrir norður
að spila tígli á ásinn og hæla sjálf-
um sér í huganum þegar kóngurinn
kemur í.
7
IJrval
- gott í hægmdastólinn
Talið frá vinstri: Sigurbjörn Haraldsson, Erlendur Jónsson, Islandsmeistari,
Ásmundur Pálsson og Guðmundur Ágústsson, forseti Bridgesambandsins.
Myndgátan hér
til hliðar lýsir
Lausn á gátu nr. 2835:
Útskipun
eyþoR-
Myndasögur
ÉG ER VlKINGUR FRÁ
NÁTTÚRUNNAR HENDI!
Engínn hefur nokkru sinni gefíð
mér neitt!
HEYR! ÞÚ VERÐSKULDAR
ÞETTA! //
mjög óhagstæóur. Það minnir
mig á þaó...
E
E