Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Síða 66
74 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Tilvera I>V lí f iö Antíkmessa í Perlunni í gær var opnuð svokölluð Antikmessa í Perlunni. Tilgang- urinn er að kynna antik á Is- landi. Að sýningunni standa Antíkhúsið, Antíkmunir, Antík- húsgögn, ömmu-antík og Guð- mundur Hermannsson úrsmiður. Sýningin stendur í dag og á morgun og er opin almenningi frá 11 til 18. POPP_________________________ . i ■ SUEPE I LAUGARDALSHOLL lceland Alrwaves-hátíðin nær há- marki í Laugardalshöll í kvöld. Egill Sæbjörnsson, Súrefni og Mínus koma fram og svo stíga stórhljóm- sveitirnar Suede, Raming Ups og Thievery Corporation á stokk og setja punktinn yfir i-ið á mestu tón- leikaveislu sem sést hefur í háa herrans tíö. ■ GAUKURINN Stuöhljómsveitirnar Sóldögg og Skítamórall spila á Gauki á Stöng laugardagskvöld. Klassík ■ ART-2000 Alþjóðleg raf- og tölvu- tónlistarhátíö í fyrsta skipti á Islandi í Salnum í Kópavogi. Kabareti ■ BEE GEES A SOGU Fimm strákar syngja vinsælustu lög þeirra Gibb- bræðra og Hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar leikur undir í Súlnasal á Hótel Sögu. Á eftir er dansleikur með Saga Klass. ■ HRATT OG BÍTANPI Skemmtidag skrá í kvöld í Kaffileikhúsinu f tengslum við útkomu matreiðslubók- arinnar Hratt og bítandi eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur. Sýningin hefst kl. 19.30. ■ ÞJÓDBÚNINGAKYNNING HJÁ HEIMILISIÐNAÐARFELAGINU Um helgina er þjóðbúningakynning hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Opið verður kl. 13-17 laugardag og sunnudag í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélagsins að Laufásvegi 2. Aðgangur er ókeyp- is. Opnanir ■ ILMUR HJÁ SÆVARI íímur María Stefánsdóttir mun opna sýningu á innsetningu sinni í Galleríi Sævars Karls í dag. Sýningin er opin á af- greiðslutíma versluninnar. Sýningin stendur til 9. nóvember. ■ MARGRÉT GUÐMUNDSPÓTTIR Margrét Guðmundsdóttir opnar kl. 16 í dag sýningu á verkum sínum í kaffistofunni í Hafnarborg. Sýningin nefnist Gluggi til austurs - blönduð tækni/ infusion technique. Opið alla daga nema þriöjudaga frá 11- 18. Sýningunni lýkur 6. nóvember. ■ SÉRSTAKUR PAGUR t dag kl. 16 hefst sýning á Ijósmyndum Nönnu Bisp Buchert við Ijóð Kristínar Ómarsdóttur í Hafnarborg. Sýningin heitir Sérstakur dagur. Fundir ■ FELAG ELPRÍ BORGARA Fundur um gigtarsjúkdóma á vegum Félags eldri borgara í Reykjvík í Ásgarði, Glæsibæ. Fyrirlesarar eru Helgi Jónsson og Arnór Víkingsson. Klukkan 13.30. ■ FJÖLSKYLDURÁÐSTEFNA FRAMSOKNARKVENNA Fjölskyldu- ráðstefna Landssambands fram- sóknarkvenna verður haldin aö Hverfisgötu 33, Reykjavík, kl. 10.00 JK Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Fyrsta rafræna MA-ritgerðin Markaðssetning og skáldskap- ur tengdari en margur ætlar segir Jón Örn Guðbjartsson, framkvæmdastjóri og MA í bókmenntum í dag verður lögð fram fyrsta rit- gerðin til MA-prófs í rafrænu formi við Háskóla íslands. Um er að ræða lokaritgerð í íslenskum bókmennt- um í formi margmiðlunardisks og vefsvæðis með frjálsum aðgangi. Það er Jón Örn Guðbjartsson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Vefju ehf., sem leggur ritgerðina fram. Hann hef- ur síðustu ár haslað sér völl í hugbúnaðargeiran- um og unnið sem markaösstjóri hjá fyr- irtækjum í upplýsinga- tækni. Staða bókarinnar „í ritgerðinni er flallað um stöðu bókarinnar í nútímanum og með hvaða hætti hún keppir við aðra miðla,“ segir Jón Örn í samtali við DV. „Við upplifum geysilega öra þróun við miðlun upplýsinga og Internetið er að gerbylta landslag- inu. Nýjar tegundir bóka eru að koma fram sem eru að öllu leyti rafrænar og pappír kann að vera á hröðu undanhaldi. Tæknilegar for- sendur til að geyma allt að milljón bókartitla á einni kjöltutölvu eru til staðar. Við erum líka að horfa á bókina fara halloka í samkeppni við auðmelt- anlegri miðla, eins og kvikmyndir og tölvu- leiki. Bókin krefst meiri DVJVIYND GVA Jón Orn Guðbjartsson / ritgeröinni er fjallaö um stööu bókarinnar í nútímanum og meö hvaöa hætti hún keppir viö aöra miöla. Tilvistarleg kreppa mannsins Jón Öm segir að í ritgerðinni sé tilvistarleg kreppa mannsins í nú- tímanum skoðuð og tengsl hans við raunveruleikann. „Við erum öll á upplýsingafylliríi og í nánustu framtíð munum við halda áfram að glíma við ofgnótt áreitis frá fjölmiðl- Internetinu, tölvupósti og SMS- sendingum. í þessu yfirflæði upp- lýsinga reynist okkur æ þyngra að greina á milli þess sem er veruleiki og hins sem er skáldað; við ^ greinum varla á milli þess sem er rétt og rangt. Þetta skýrist ef til vill best af því að sj ónvarpsáhorfand- inn i nútímanum situr við matarborðið og skóflar í sig kjötbollum með brúnni sósu og kartöflumús á sama tíma og hann glápir sviplaus á morð, nauðganir og rannsóknir á hálfkæstum mannslíkömum í fjöldagröfum í sjónvarpsfréttum. Nútímamanninum reynist næsta auðvelt aö taka við upplýsingum um hörmungar og mannfórnir. Það veldur honum meiri áhyggjum hvort batteríin í fjarstýringunni eru Flís á djasstónleikum í Múlanum: íslenskur framtíöardjass Píanótríóið Flis leikur á Múlan- um í Betri stofunni á Kaffi Reykja- vík annað kvöld og hefur tríóið leik kl. 21.00. Flís var stofnað haustið 1998. Meðlimir þess eru Davíð Þór Jónsson, píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, kontrabassa, og Helgi Svavar Helgason, trommur. Allir stunda nám við FÍH- skólann og eru virkir tónlistarmenn innan hans sem utan. Tríóið hefur haldið tón- leika víðs vegar um Reykjavík sem og úti á landi, einnig spilað á djass- hátíð í Færeyjum sumariö 1999 og nú síðast á Jazzhátíö Reykjavíkur. Áhrifavalda má nefna Keith Jarrett- tríóið, Branford Marsalis-kvintett- inn og fleiri „inspirerandi risa“ íhugunar en aðrir miðlar því hún gerist í höfðinu á lesandanum. Kvikmyndin hefur tvihliða áreiti, bæði sjónrænt og hljóðrænt, og því er erfíðara að skilja við hana þegar maður er einu sinni farinn að glápa. Þegar krafan um aðgerðir bætist viö, eins og í tölvuleikjum, er mað- ur nánast orðinn háður miðlinum. Til marks um undanhald bókarinn- ar á síðustu árum má benda á að fyrir réttum áratug voru unglinga- bækur söluhæstar í hverju bóka- flóðinu á fætur öðru. Núna seljast þær hreinlega ekki. Þær falla bara ekki að hraðanum í samfélagi nú- tímamannsins. Unglingar vilja miklu frekar liggja yfir tölvuleikj- um sem geta jafnvel verið gagnvirk- ar sögur þar sem þeir eiga þess kost að ráða sjálfir úrslitum. Þannig gæti hver þátttakandi í sjálfu sér skrifað sína eigin bók,“ segir Jón Örn. djassins. Eigið efni er í bland við verk annarra en þó er áhersla lögð á „okkar tónlist". Davíð Þór Jónsson er fæddur á Akranesi og lék fyrst á djasshátíð 17 ára gamall. Hann leikur einnig á saxófón og hefur meðal annars leik- ið með Stórsveit Reykjavíkur. Síð- asta vetur dvaldi Davíð Þór i Noregi og lék þar með ýmsum djassleikur- um. Helgi Svavar Helgason er fæddur á Siglufirði og byrjaði ungur að læra á píanó og gítar. Fór seinna að spila a trommur. Helgi hefur leikið með Funkmaster 2000, Drum’n Brass og Stórsveit FÍH-skólans. Valdimar Kolbeinn er fæddur í Kópavogi og hefur spilað á kontra- bassa frá 18 ára aldri. Hann hefur spilað með böndum eins og Funkmaster 2000 svo og hinum ýmsu djassböndum. Hann stundar einnig nám í klassískum kontra- bassaleik. Valdimar er forfallaður á sunnudaginn kemur en í hans stað leikur Róbert Reynisson gítarleik- ari. Hann hefur stundað nám við FÍH-skóiann og verður gaman að sjá hvemig honum tekst að fylla skarð Valda Kolla með Flís. í lagi, poppið brunnið eða hvort diet-kókið sé kalt. Veruleiki hvers manns er í raun ekkert annað en það sem stendur honum næst.“ Yfirborðskenndur veruleiki Jón Örn segir að ritgerðin fjalli einnig um leit miðlunar frá innvið- unum upp á yfirborðið. Hraðinn í gangvirki nútímans er með slíkum hætti að ekki vinnst timi til að kryfja neitt eða komast að kjarna málsins. „Við sjáum hvernig dag- blöðin blása út fyrirsagnir og auka rými mynda á kostnað textans. Fréttir í sjónvarpi verða æ knappari og tími til túlkunar er enginn. Manneskjan er því farin að glíma við yfírborðskenndan veruleika þar sem gömul gildi eru að fletjast út,“ segir Jón Örn. Að sögn Jóns Arnar var vefsvæð- ið unnið undir leiðsögn Matthíasar Viðars Sæmundssonar, dósents við Háskóla íslands. „Matthías er fram- sýnn maður og hefur, svo dæmi sé tekið, staðið fyrir Kistunni sem er veftímarit um hugvísindi. Þótt hann sýsli að sumu leyti með gömul fræði er hann afar opinn fyrir nýjum að- ferðum við miðlun upplýsinga og listgreina," segir Jón Örn. En hvað veldur því að markaðs- maður í hugbúnaðargeiranum sekk- ur sér á kaf í bókmenntir? „Þótt nám sé alltaf farsælt lærist það ekki á skólabekk að vera listamaður frekar en að fá góðar hugmyndir. Api verður ekki maður þótt hann setji upp hatt. Markaðssetning og skáldskapur eru miklu tengdari fyr- irbæri en margur gæti ætlað - hvort tveggja nærist á hugmyndaflugi manneskjunnar. Markaðssetning er í raun ekkert annað en útfærsla á góðum hugmyndum eins og skáld- skapurinn," segir Jón Öm. -Kip Leitin að jólakorti DV Nú er hafin hin árlega samkeppni um bestu myndina á jólakort DV fyrir árið 2000 meðal krakka á grunnskólaaldri. Undanfarin ár hef- ur mikil þátttaka verið í þessari samkeppni enda veglegir vinningar i boði. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir að vera í sterkum litum og tengjast jólun- um. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV 2000. Vinningshaf- ar hljóta 1. verðlaun: Playstation leikjatölva með 2 stýripinnum og Toy Story 2 leik frá BT. 2. verðlaun: Toy Story 2 úr og myndband frá Sammyndböndum. 3. verðlaun: Toy Story 2 myndband frá Sammynd- böndum. Skila þarf myndunum inn til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, fyrir 20. nóvember, merkt „DV jólakort". Flís Leikur í Kaffi Reykjavík á sunnudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.