Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Side 72
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Snyrtiborð, dúkkur, dúkkuvagnar, vöggur, þríhjól og bílar fyrir litlar dömur. Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavömr FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Guðmundur áfram hjá KR Knattspyrnumaðurinn snjalli Guð- mundur Benediktsson samdi í gær við KR um að leika með Islandsmeist- urunum næstu þrjú árin. - - Guðmundur, sem er 26 ára, héfur verið lykilmaður í sigrum KR síð- ustu tvö sumur og skorað samtals 13 mörk og lagt upp önnur 20 á þess- um tímabUuin. Hann var kosinn knattspymumað- ur ársins 1999. Guðmundur var hættur samn- ingaviðræðum við KR í vikunni en utanaðkomandi aðilar komu viðræð- unum aftur í gang. -ÓÓJ Umferðarátak: Guömundur Benediktsson. Bæjarstjór- inn stöðvað* ur þrisvar Vestfirskir lög- gæslumenn stóðu fyrir víðtæku umferðarátaki í gær og fóru milli fjarða. Á Patreks- flrði stöðvaði ís- firskur lögreglu- maður bæjar- stjórann í Vest- urbyggð í þrí- gang þar sem hann ók bifreið sinni í heimabyggð: „Maður verður að gæta að sér í umferðinni. Ég er ekki vanur svona ströngu eftirliti," sagði Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri sem slapp með áminningu í öll þrjú skiptin. Vestfirska umferðarátakið þótti takast vel og skilaði slysalausum degi á ísafirði sem þykir einstakt á erilsömum fostudegi vestra. -EIR Jón Gunnar Stefansson. \ brother P-touch 9400 r Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. DV-MYND PJSTUR Dyravöröurinn Kalli kanína býr í Öskjuhlíðinni og tekur stundum að sér dyravörslu í Perlunni óumbeðinn. Hér bíður hann eftir að hópur skólabarna gangi inn um dyrnar sem hann gætir svo vet. Félagsþjónustan í Reykjavík: 300 þúsund króna húsa- leiga fyrir skjólstæðing - sem vill ekki í Grafarvog með tvö börn „Þeir hjá Félagsþjónustunni sögðu mér að finna gistiheimili fyr- ir mig og börnin því ég fer ekki upp í Grafarvog eftir allan þann flæking sem ég hef verið á síðasta árið,“ sagði 36 ára einstæð móðir tveggja bama sem búið hefur á gistiheimili í austurbæ Reykjavikur í rúman mánuð vegna húsnæðisvandræða. Nóttin á gistiheimilinu kostar 7900 krónur þannig að mánaðarleigan er 300 þúsund krónur. „Börnin mín hafa alist upp í vesturbænum og ég legg ekki á það yngra að fara að skipta um skóla og félagsskap eins og ástandið er. Félagsþjónustan hef- ur boðið mér íbúð i Grafarvogi en þangað fer ég ekki bíllaus. Ég er studd af Barna- vemdarnefnd i þeirri afstöðu minni,“ sagði móðirin sem er í stöðugu sam- bandi við Fé- lagsþjónustuna, að eigin sögn, án þess að úr húsnæðismál- um hennar ræt- ist. Hefur hún einnig verið í sambandi við þingmenn í Reykja- vík og Ögmundur Jónasson alþing- ismaður er meðal fjölmargra sem reynt hafa að greiða úr flækju móðurinnar. Móðirin missti félagslega íbúð sem hún haföi til umráða í vesturbænum þar sem hún hafði ekki greitt húsaleigu í lang- an tíma en þá skuld segist hún nú hafa gert upp. Öli loforð um nýja íbúð i hverflnu hafi verið svikin en böm hennar tvö em 16 og 10 ára. „Ég skil ekkert í þessu,“ sagði gistihúseigandinn þar sem litla flöl- skyldan býr nú fyrir 300 þúsund krónur á mánuði. „Ég hafði sam- band við Félagsþjónustuna þegar konan óskaði eftir að leigja hjá mér því mér fannst nú heldur mikið í lagt að greiða þessa upphæð fyrir unga konu en mér var tjáð að þetta væri allt í lagi. Félagsþjónustan hef- ur þegar greitt fyrir hálfan mánuð og mér er sagt að hinn helmingur- inn sé á leiðinni,“ sagði gistihúseig- andinn sem skilur lítið í þessari hagkvæmni enda sé hann vanur að leigja fólki aðeins eina og eina nótt í einu en aldrei heilu mánuðina Ekki náðist í Lám Bjömsdóttur fé- lagsmálastjóra í gærkvöld vegna þessa máls. -EIR Félagsþjónustan í Reykjavík Greiðir 7900 krónur fyrir nóttina á gisti- heimili í austurbæ Reykjavíkur. Erfðavísir lyftir deCODE Dómsmálaráðuneytið vinnur að nýju frumvarpi til laga: Harðari refsingar - meira en 10 ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot Hjá dómsmálaráðuneytinu er unnið að því að skoða hvort ekki sé rétt að hækka refsirammann i flkni- efnamálum. Þannig verði heimilt að dæma brotafólk i meira en 10 ára fangelsi sem er hámarksrefsing fyr- ir flkniefnabrot í dag. Samkvæmt upplýsingum Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoðar- manns dómsmálaráðherra, er stefnt að því að frumvarp verið lagt fram síðar á yfirstandandi þingi sem miðar að því að lög verði sett til samræmis við dómavenju þar sem stöðugt þyngri refsingar eru dæmdar í flkniefnamálum. Þyngri dómar endurspeglast sér- staklega af æ meira magni af sterk- um fikniefnum - t.a.m. innflutn- ingi og dreifingu á e-töflum, sem Hollendingurinn lelddur fyrir dómara. talið er mjög hættulegt fíkniefni fyrir neytendur. Til marks um það hvers vegna gjaman er litið svo á að refsiramminn sé „sprunginn" er hægt að benda á að ungur íslend- ingur var fyrr á árinu dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir innflutning og dreifingu á rúmlega 4.000 e-töflum. í dag hefur annar maður, Holiend- ingur, verið ákærður fyrir að hafa haft 14.200 e-töflur i vörslum sínum er hann kom nýlega í Leifsstöð. Þar sem refsiramminn er ekki hærri en raun ber vitni er ljóst að Hollendingurmn verður aldrei dæmdur til þyngri refsingar en 10 ára fangelsis, reyndar finnst mörg- um raunhæft að giska á 8 til 9 ára fangelsi þannig að ekki verði dæmt alveg upp „refsiþakið". Af þessu er hins vegar ljóst aö Hollendingur- inn mun fá „magnafslátt“ sé miðað við unga manninn sem fékk 7 ára fangelsi, enda var sá fyrmefndi með hátt í fiórfalt meira af töflum í sínum fórum en íslendingurinn. -Ótt Hlutabréf deCODE genetics, móðurfé- lags Islenskrar erfðagreiningar, hækk- uðu eftir að opnað var á Nasdaq hlutabréfamark- |jj ^ aðnum í Bandaríkjun- um. í fyrradag var loka- p|Sa gengi bréfanna 18,0 doll- , arar, en fór vel yfir 19 dollara í gærdag. Lægst varð gengið 16,2 dollarar. deCODE hækkaði einnig á hlutabréfamarkaði Easdaq i gær. Þessar hækkanir komu i kjölfar til- kynningar deCODE og svissneska lyfla- fýrirtækisins Roche um að vísinda- mönnum íslenskrar erfðagreiningar, ásamt islenskum geðlæknum, hefði tek- ist að einangra erfðavísi sem tengist geðklofa. Vísindamenn Roche eru þegar byrjaðir að nota niðurstöður þessara rannsókna við þróun nýrra meðferðar- og greiningarúrræða. Roche hefur greitt íslenskri erfðagreiningu áfangagreiðslu vegna hluta þessara niðurstaðna, sam- kvæmt rannsóknarsamningi. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.