Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Dularfullt hvarf Einars Arnar Birgissonar: Stend á gati og hugsa í hringi „Einar hringdi í mig klukkan rétt rúmlega tíu á miðvikudagsmorgun- inn og sagðist þá vera á leiðinni til mín; yrði kominn innan fimm mín- útna. Síðan hef ég ekki heyrt frá honum. Ég stend á gati og hugsa í hringi því ég skil þetta ekki,“ sagði Atli Helgason lögmaður, félagi Ein- ars Arnar Birgissonar, sem leitað hefur verið undanfarna daga án ár- angurs. Atli og Einar opnuðu í síð- ustu viku tiskuvöruverslunina GAPS Collection að Laugavegi 7 og rættist þar með gamall draumur Einars Arnar um eigið fyrirtæki. Peningamálin á hreinu „Við Einar vorum báðir búnir að vinna mikið fyrir opnunina og vor- um þreyttir en það var ekkert í fari Einars sem benti til þunglyndis. Hann er ákaflega jákvæður og hvers manns hugljúfi og það var einmitt þetta þægiiega og jákvæða viðhorf hans sem varð til þess að hann tryggði okkur GAP-umboðið hér á landi,“ sagði Atli Helgason sem þvertekur fyrir að tengja megi fjár- hagsvandræði við hvarf félaga síns. Búiö sé að fara yfir alla bankareikn- inga og þar sé ekkert að fínna sem bent geti til óreiðu eða vandræða af peningalegum toga. Vakti um nóttina Atli Helgason var staddur á lög- mannsstofu sinni að Borgartúni 33 þegar Einar Örn hringdi í hann upp úr klukkan tíu að morgni miðviku- dags. Skömmu síðar hringdi Einar Öm í starfsfólk sitt í versluninni GAP við Laugaveg og sagðist verða kominn þangað fyrir hádegi. Báðar segir meöeigandi hans í GAPS Collection símhringingar Einars voru frá heimili hans að Hlíðarhjalla 44 í Kópavogi en Einar hafði farið seint á fætur þennan morgun þar sem hann hafði vakað fram eftir nóttu og fylgst með bandarísku forseta- kosningunum í sjónvarpi. Kvöldið áður hafði hann kvatt starfsfólk sitt í GAP-versluninni á léttum nótum og farið inn í Valsheimili þar sem hann lék handboltaleik með Hrað- lestinni sem samanstendur af göml- um handboltaköppum úr Val. Reyndar tapaði Hraðlestin leiknum um kvöldið og með það gantaðist Einar Örn í fyrrgreindum símtölum við starfsfólk sitt og meðeiganda. Síðan ekki söguna meir. Dularfull bifreið Athygli vekur að bifreið Einars Arn- ar farrnst á bílastæði við Hótel Loftleið- ir á fimmtudagsmorgni en hún var þar ekki klukkan þrjú um nóttina þegar fjöldi leitarmanna fór þar um. Virðist því sem bifreiðinni hafi verið lagt á bílastæðið eftir klukkan þrjú aðfara- nótt fimmtudagsins, annaðhvort af Einari sjálfum eða einhverjum öðrum því leitarhundar fundu engin spor frá bifreiðinni. Flest bendir því til að Ein- ar hafi fariö beint yflr í aðra bifreið á bílaplaninu við Hótel Loftleiðir eða þá að einhver annar hafi komið bílnum þar fyrir. Allt er þetta þó óljóst og lög- reglan vinnur sleitulaust að rannsókn málsins. Dreift á Netinu Mynd af Einari Erni meöan hann iék meö KR en Einar var um tíma atvinnu- maöur í knattspyrnu í Noregi. Meö honum á myndinni eru Bjarni Þorsteins- son og Atli Eövaidsson. Mynd þessari hefur veriö dreift á Netinu. Kvöldið fyrir hvarfið Einar Örn í Valsheimilinu nokkrum stundum áöur en hann hvarf. Leitað til miðla Fjöldi vina og félaga Einars Arn- ar hefur skipulagt leit að honum og hefur hvatningum um þátttöku ver- ið dreift á Netinu auk mynda, gam- alla og nýrra, af Einari Erni. Að auki stóðu vinir og skyldmenni Ein- ars fyrir bænastund í Hjallakirkju í Kópavogi í gærkvöld og að sögn Atla Helgasonar, félaga hans í GAP, hefur verið leitað til miðla: „Við stöndum öll ráðþrota frammi fyrir þessu og skiljum ekki hvað hefur getað gerst. Einar Örn er ekki maður þeirrar gerðar að hann láti sig hverfa á þennan hátt. Það er óhugsandi," sagði Atli Helga- son í gærkvöldi. -EIR Arangurslaus leit Ungur drengur skoöar mynd af Einari Erni sem dreift hefur verið á bensín- stöövar og verslanir á höfuöborgarsvæöinu. Draumaverslun Einars Arnar vlð Laugaveginn Opnuö fyrir viku og allt fariö aö ganga vel. Áróðursmeistarar taka völdin SST" Erótík getur líka verið hundur Rúnar Helgi Vignisson Islendingar mega passa sig íslenskur bixímatur Benedikt Erlingsson Innlent fréttaljós Halldór og kvótinn Flökkukötturinn Ragnar treystir öllum Eyrun betri en augun Ævisaga Steingríms Björk Guðmundsdóttir Gæludýrið mitt Unni útsaumi og garðyrkju Inglríöur drottning f - 32 Lesbía þakkar f guði Ný handbók femínista 1 . : J. Skammvinn hamingja ekkjunnar Sérstæð sakamál 74 Léttur spennufíkill Jlk Dagbjört Ylfa módel 34 Fjársjóður á Öldugötu Konungsflygillinn fundinn Davíð gróf undan Þorsteini ■■■mh Davíð Oddsson H gróf undan Þorsteini Pálssyni þegar Þor- M steinn var forsætis- ' w. pM ráðherra 1987-1988. ■ Þetta er meðal þess sem kemur fram í v,;., JHj þriðja bindi ævisögu Steingríms Her- mannssonar sem kemur út innan skamms. Bylgjan greindi frá. 7,6% hækkun dagvinnulauna Dagvinnulaun hækkuðu um 7,6% að meðaltali á tímabilinu frá öðrum árs- fjórðungi 1999 til annars ársfjórðungs 2000. Vísitala neysluverös hækkaði um 5,7% á sama tíma. Dagvinnulaun höf- uðborgarbúa hækkuðu meira en lands- byggðarfólks og kvenna lítið eitt meiri en karla. Vísir.is greindi frá. Breytt deiiiskipulag samþykkt Bæjarstjóm Kópavogs samþykkti á fimmtudagskvöld einróma breyttar til- lögur að deiliskipulagi F-reits á Vatns- endasvæðinu. Deilt hafði verið um fyr- irhugaða byggingu hárra blokka við vatnið. Vfsir.is greindi frá. Flóamarkaður Engeyjar Lionsklúbburinn Engey stendur fyr- ir árlegum flóamarkaði sínum í Lions- heimilinu að Sóltúni 20. Húsið verður opnað klukkan 13 báða dagana og verð- ur tombóla og fatamarkaður í fullum gangi, að ógleymdum veiðikassa fyrir bömin. Flóamarkaðurinn hefur í 14 ár verið helsta tekjulind Engeyjar. Kristján endurkjörinn Kristján Ragnars- son var enn og aftur endurkjörinn for- maður Landssam- bands íslenska út- vegsmanna á aðal- fundi þeirra sem lauk í gær. Kristján hefur verið formaður LÍÚ í 30 ár og var fyrst kjörinn 1970. Vísir.is greindi frá. Óánægðir starfsmenn RÚV Fjórir af hverjum fimm starfsmönn- um Ríkisútvarpsins era óánægðir með mannaráðningamál hjá stofnuninni. RÚV sker sig algjörlega frá öðrum rík- isfyrirtækjum hvað varðar óánægju. Dagur greindi frá. Þriggja bíla árekstur Þrír bUar lentu í árekstri á Sval- barðsströnd í gær. Bíll keyrði aftan á annan sem ætlaði að beygja út af Sval- barðsstrandarvegi, með þeim afleiðing- um að hann snerist og fór í veg fyrir bU sem kom úr hinni áttinni. Enginn meiddist i árekstrinum en tveir bU- anna eru sagðir mikið skemmdir. Vís- ir.is greindi frá. Nýtt sendiráð í London anríkisráðherra Danmerkur, var við- staddur og færði skjaldarmerki að gjöf frá þeim tíma er ísland var hlúti kon- ungsríkisins Danmerkur. Vísir.is greindi frá. Bíll í sjóinn BUl fór í höfnina f Garði í gær þeg- ar brim hreif hann með sér af bryggj- unni. Tveir ungir menn vora í bílnum þegar hann fór í höfnina en þeir náðu að koma sér út og á land af sjálfsdáð- um. Ríkisútvarpið greindi frá. -bþg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.