Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Kveðja til Ingiríöar drottningar Danir syrgja nú Ingiríði drottningu sem lést síðastliðinn þriðjudag. Fjöldi þjóðhöfð- ingja við útför drottningarinnar Þjóðhöfðingjar víðs vegar úr Evr- ópu verða viðstaddir útför Ingiríðar drottningar af Danmörku í Hró- arskeldu á þriðjudaginn. Auk norsku og sænsku konungsfjöl- skyldnanna koma Albert Belgíukon- ungur og Paola drottning, Beatrix Hollandsdrottning og Jean stórher- togi frá Lúxemborg. Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, verða einnig viðstödd. Kista drottningarinnar hefur ver- ið flutt til hallarkirkju Kristjáns- borgar í miðborg Kaupmannahafn- ar. Þar getur almenningur kvatt drottninguna. Reykhringir komu upp um glæpakonu Reykvenjur japanskrar glæpa- konu, sem eftirlýst hefur verið í 30 ár, komu loksins upp um hana. Jap- anskt dagblað greindi frá því í gær að Fusako Shigenobu, leiðtogi Japönsku rauðu herdeildanna, sem skildi eftir sig slóð blóðugra mann- rána og árása, hefði verið gripin. Shigenobu, sem er 55 ára, blés alltaf hringi þegar hún reykti sígarettum- ar sínar. Lögreglan í afskekktum bæ í vesturhluta Japans var viss um að hún hefði fundið keisaraynjuna, eins og Shigenobu var kölluð, þegar hún sá hana reykja. Það reyndist rétt. Talið var að Shigenobu væri búsett í Líbanon. Þýskalandskanslari Gerhard Schröder óttast að umræðan um útlendinga kyndi undir árásum á þá. Þýskaland: Meirihlutinn vill færri útlendinga 62 prósent A-Þjóðverja og 47 prósent V-Þjóðverja eru þeirrar skoðunar að of margir útlendingar séu í Þýskalandi. Tveir þriðju hlutar vilja meiri takmarkanir á flutningi útlendinga til landsins. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar sem birt var í gær. íbúar Þýskalands eru nú 82 milljónir. Þar af eru útlendingar 7 milljónir. Fyrir áratug voru þeir 4 milljónir. 89 prósent eru þeirrar skoðunar að krefjast eigi þess af útlendingum aö þeir tali þýsku vilji þeir búa í Þýskalandi. 61 prósent segir þá eiga að taka upp þýska siði og venjur. Kurr í herbúðum keppinautanna Spennan í herbúðum forsetafram- bjóðenda Bandaríkjanna jókst í gær þegar fréttastofur greindu frá því að George Bush hefði 327 atkvæða for- skot á A1 Gore í Flórida að lokinni endurtalningu í öllum sýslum ríkis- ins. Þetta voru óopinberar tölur. Starfsmenn kosningaskrifstofu Bush sögðu sinn mann hafa unnið. Bush hélt áfram vali sínu á ráðherr- um en starfsmenn Gores sögðu kosningunum ekki lokiö. Telja á í þriðja sinn í Palm Beach-sýslu í dag og talningu þar lýkur ekki fyrr en eftir helgi. Einnig er eftir að telja ut- ankjörstaðaatkvæði. Flestir eru sammála um að sett hafi verið met í klúðri í forsetakosn- ingunum síðastliðinn þriðjudag. Hundruð kjósenda í Palm Beach- sýslu segja kjörseðilinn hafa verið útbúinn þannig að þeir gætu hafa greitt hægri manninum Pat Buchanan atkvæöi sitt í stað A1 Gore. Að Buchanan skyldi fá næst- um 8 prósent atkvæða í sýslunni þykir styðja þessa kenningu þar sem hann fékk 1 prósent á lands- vísu. Buchanan kveðst meira að segja sjálfur vera þeirrar skoðunar að hann hafi fengið atkvæði sem í raun hafi ekki verið hans. Yfir 19 þúsund atkvæði i Palm Beach voru lýst ógild þar sem kjós- endur höfðu greitt tveimur fram- bjóðendum atkvæði. Demókratar segja það vera vegna ruglingslegs kjörseðils. Repúblikanar segja ekk- ert óeðlilegt við ógilda kjörseðla. í St. Louis í Missouri voru kjör- staðir opnir nokkrum klukkustund- um lengur á svæði demókrata þar sem enn voru langar biðraðir fyrir utan þegar loka átti. Repúblikanar segja þetta kosningasvindl. í Missouri var að minnsta kosti einn kjörstaður ómannaður í yfir eina klukkustund. Starfsmenn yfir- gáfu staðinn án þess að læsa kjör- kössunum. Repúblikanar segjast einnig líta á þetta sem kosninga- svindl. I Iowa, þar sem Gore bar sigur úr býtum, munaði svo litlu á atkvæöa- fjölda að líklega þarf að endurtelja þar lika. í Wisconsin, þar sem Gore sigraði einnig, er svo jafnt milli Gore og Bush að repúblikanar íhuga að biðja um endurtalningu. I Nýju Mexíkó er eftir að telja 27 þúsund utankjörstaðaratkvæði. For- skot Gores er svo litið að Bush get- ur fengið meirihluta að lokinni taln- ingu á utankjörstaðaratkvæðum. Samt sem áður hefur verið lýst yfir sigri Gores í ríkinu. Daginn eftir forsetakosningarnar var því lýst yfír að Gore hefði feng- ið flest atkvæði kjósenda, með nær 200 þúsunda atkvæða forskot á Bush. Nú segir yfirkjörstjóm að það sé alls ekki víst að Gore fái flest at- kvæði kjósenda. Eftir sé að telja milljónir utankjörstaðaratkvæða. Tvær fylkingar Bandaríkjamenn hafa nú skipst í fylkingar. Hér kallast repúblikanar og demókratar á fyrir utan dómhúsið I Palm Beach-sýslu í Flórída. Barak svartsýnn fyrir fundinn med Clinton ísraelskir hermenn skutu í gær til bana þrjá Palestínumenn á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu. Yftr 20 Palestínumenn særðust í átökum við ísraelska hermenn. Einn ísra- elskur hermaður fékk skot í hálsinn í Betlehem og annar særðist er sprengja sprakk í Jerúsalem. Síð- degis í gær lokuðu ísraelskir her- menn Betlehem og Ramallah til þess að reyna að bæla niður óeirðirnar. ísraelska lögreglan bannaði einnig palestínskum körlum yngri en 45 ára að sækja bænastund í al- Aqsa-moskunni i Jerúsalem. Að sögn sjónarvotta beittu lögreglu- menn kylfum er þeir hindruðu Palestínumenn frá því að sækja bænastundina. Nokkrir sættu bar- smíðum en bænastundinni lauk þó friðsamlega. Slagorð hrópuö Grímuklæddur félagi Hamassamtak- anna mótmælir ofbeldi ísraela. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, kvaðst í gær svartsýnn á friðarhorfur. Barak hittir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta á morgun. „Ég býst ekki við að viðræöurnar í Was- hington leiði til þess að friðarvið- ræður verði teknar upp að nýju. Ég held til Washington í öðrum til- gangi, til þess að binda enda á of- beldið,“ sagði ísraelski forsætisráð- herrann við fréttamenn í gær. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, ræddi við Clinton í Washington á fimmtudaginn. Arafat tókst ekki að fá Banda- ríkjaforseta til að styðja hugmynd- ina um að senda friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að vernda Palestínumenn gegn of- beldi ísraela. Of önnum kafinn HMn Joseph Fstrada, ■ forseti Filipps- ■ eyja, sagði í gær ■ að hann hefði r •"'""ÍssJU ekÉi frá til- jrm raunum fyrrver- I andi bandamanns I : í J sins til að múta honum með millj- ónum dollara þar sem hann hefði haft of mikið að gera. Verösamráö olíurisa Húsleit var gerð á fimmtudaginn hjá stórum sænskum olíufélögum vegna gruns um samráð á verði á dísilolíu. Engar þorskveiöar Alþjóðahafrannsóknarráðið mæl- ir með því aö enginn þorskur verði veiddur í Norðursjó og Skagerak ár- ið 2001 þar sem þorskstofninn sé að hruni kominn. Dæmd fyrir mismunun Borgarstjórinn í Vitrolles í Frakklandi, Catherine Mégret, hef- ur verið dæmd fyrir mismunun. Til að hvetja borgarbúa til barneigna ætlaði Mégret ætlaði að gefa ný- fæddum börnum 5 þúsund franka. Aðeins þeir sem áttu að minnsta kosti annað foreldrið franskt eða evrópskt áttu að fá peningagjöfina. Milljónir undir gólfinu Ástralska lögreglan fann 4 millj- ónir ástralskra dollara undir gólfi í heimahúsi hjá þjófum sem notað höföu stolið bankakort 7 þúsund sinnum. Slasaöist á fingri Harry prins, yngri sonur Díönu ----—---------n prinsessu og J Karls Bretaprins, kom aftur í skól- ann í gær eftir að hafa gengist und- ir aðgerð á þum- alfingri. Prinsinn meiddi sig í fót- boltaleik. Langamma hans, Elísabeth drottningarmóðir, er á batavegi eftir viðbeinsbrot. Dóttir Schyman krotar Anna, dóttir Gudrun Schyman, leiðtoga Vinstri flokksins í Sviþjóð, viöurkennir að vera einn veggjakrotaranna sem kosta Stokk- hólm 10 milljónir íslenskra krónu á viku. Önnu finnst að verja eigi fénu sem fer í að hreinsa veggina til vamar ofbeldis gegn konum í stað- inn. 6 milljónir sjálfboöaliða Saddam Hussein íraksforseti hætti í gær skrán- ingu sjálfboðaliða í stríð gegn ísrael. Yfír 6 milljónir sjálfboðaliða gáfu sig fram á einum mánuöi. Saddam óskaði eftir sjálfboðaliðum þegar átök hófust á ný á herteknu svæðunum. Ættingjar Elians reiöir Ættingjar kúbverska drengsins Elians Gonzalez kalla lögmann þeirra í máli drengsins svikara þar sem hann aðstoði A1 Gore við að kæra kosningaúrslitin í Flórída.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.