Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Kveðja til Ingiríöar drottningar Danir syrgja nú Ingiríði drottningu sem lést síðastliðinn þriðjudag. Fjöldi þjóðhöfð- ingja við útför drottningarinnar Þjóðhöfðingjar víðs vegar úr Evr- ópu verða viðstaddir útför Ingiríðar drottningar af Danmörku í Hró- arskeldu á þriðjudaginn. Auk norsku og sænsku konungsfjöl- skyldnanna koma Albert Belgíukon- ungur og Paola drottning, Beatrix Hollandsdrottning og Jean stórher- togi frá Lúxemborg. Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, verða einnig viðstödd. Kista drottningarinnar hefur ver- ið flutt til hallarkirkju Kristjáns- borgar í miðborg Kaupmannahafn- ar. Þar getur almenningur kvatt drottninguna. Reykhringir komu upp um glæpakonu Reykvenjur japanskrar glæpa- konu, sem eftirlýst hefur verið í 30 ár, komu loksins upp um hana. Jap- anskt dagblað greindi frá því í gær að Fusako Shigenobu, leiðtogi Japönsku rauðu herdeildanna, sem skildi eftir sig slóð blóðugra mann- rána og árása, hefði verið gripin. Shigenobu, sem er 55 ára, blés alltaf hringi þegar hún reykti sígarettum- ar sínar. Lögreglan í afskekktum bæ í vesturhluta Japans var viss um að hún hefði fundið keisaraynjuna, eins og Shigenobu var kölluð, þegar hún sá hana reykja. Það reyndist rétt. Talið var að Shigenobu væri búsett í Líbanon. Þýskalandskanslari Gerhard Schröder óttast að umræðan um útlendinga kyndi undir árásum á þá. Þýskaland: Meirihlutinn vill færri útlendinga 62 prósent A-Þjóðverja og 47 prósent V-Þjóðverja eru þeirrar skoðunar að of margir útlendingar séu í Þýskalandi. Tveir þriðju hlutar vilja meiri takmarkanir á flutningi útlendinga til landsins. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar sem birt var í gær. íbúar Þýskalands eru nú 82 milljónir. Þar af eru útlendingar 7 milljónir. Fyrir áratug voru þeir 4 milljónir. 89 prósent eru þeirrar skoðunar að krefjast eigi þess af útlendingum aö þeir tali þýsku vilji þeir búa í Þýskalandi. 61 prósent segir þá eiga að taka upp þýska siði og venjur. Kurr í herbúðum keppinautanna Spennan í herbúðum forsetafram- bjóðenda Bandaríkjanna jókst í gær þegar fréttastofur greindu frá því að George Bush hefði 327 atkvæða for- skot á A1 Gore í Flórida að lokinni endurtalningu í öllum sýslum ríkis- ins. Þetta voru óopinberar tölur. Starfsmenn kosningaskrifstofu Bush sögðu sinn mann hafa unnið. Bush hélt áfram vali sínu á ráðherr- um en starfsmenn Gores sögðu kosningunum ekki lokiö. Telja á í þriðja sinn í Palm Beach-sýslu í dag og talningu þar lýkur ekki fyrr en eftir helgi. Einnig er eftir að telja ut- ankjörstaðaatkvæði. Flestir eru sammála um að sett hafi verið met í klúðri í forsetakosn- ingunum síðastliðinn þriðjudag. Hundruð kjósenda í Palm Beach- sýslu segja kjörseðilinn hafa verið útbúinn þannig að þeir gætu hafa greitt hægri manninum Pat Buchanan atkvæöi sitt í stað A1 Gore. Að Buchanan skyldi fá næst- um 8 prósent atkvæða í sýslunni þykir styðja þessa kenningu þar sem hann fékk 1 prósent á lands- vísu. Buchanan kveðst meira að segja sjálfur vera þeirrar skoðunar að hann hafi fengið atkvæði sem í raun hafi ekki verið hans. Yfir 19 þúsund atkvæði i Palm Beach voru lýst ógild þar sem kjós- endur höfðu greitt tveimur fram- bjóðendum atkvæði. Demókratar segja það vera vegna ruglingslegs kjörseðils. Repúblikanar segja ekk- ert óeðlilegt við ógilda kjörseðla. í St. Louis í Missouri voru kjör- staðir opnir nokkrum klukkustund- um lengur á svæði demókrata þar sem enn voru langar biðraðir fyrir utan þegar loka átti. Repúblikanar segja þetta kosningasvindl. í Missouri var að minnsta kosti einn kjörstaður ómannaður í yfir eina klukkustund. Starfsmenn yfir- gáfu staðinn án þess að læsa kjör- kössunum. Repúblikanar segjast einnig líta á þetta sem kosninga- svindl. I Iowa, þar sem Gore bar sigur úr býtum, munaði svo litlu á atkvæöa- fjölda að líklega þarf að endurtelja þar lika. í Wisconsin, þar sem Gore sigraði einnig, er svo jafnt milli Gore og Bush að repúblikanar íhuga að biðja um endurtalningu. I Nýju Mexíkó er eftir að telja 27 þúsund utankjörstaðaratkvæði. For- skot Gores er svo litið að Bush get- ur fengið meirihluta að lokinni taln- ingu á utankjörstaðaratkvæðum. Samt sem áður hefur verið lýst yfir sigri Gores í ríkinu. Daginn eftir forsetakosningarnar var því lýst yfír að Gore hefði feng- ið flest atkvæði kjósenda, með nær 200 þúsunda atkvæða forskot á Bush. Nú segir yfirkjörstjóm að það sé alls ekki víst að Gore fái flest at- kvæði kjósenda. Eftir sé að telja milljónir utankjörstaðaratkvæða. Tvær fylkingar Bandaríkjamenn hafa nú skipst í fylkingar. Hér kallast repúblikanar og demókratar á fyrir utan dómhúsið I Palm Beach-sýslu í Flórída. Barak svartsýnn fyrir fundinn med Clinton ísraelskir hermenn skutu í gær til bana þrjá Palestínumenn á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu. Yftr 20 Palestínumenn særðust í átökum við ísraelska hermenn. Einn ísra- elskur hermaður fékk skot í hálsinn í Betlehem og annar særðist er sprengja sprakk í Jerúsalem. Síð- degis í gær lokuðu ísraelskir her- menn Betlehem og Ramallah til þess að reyna að bæla niður óeirðirnar. ísraelska lögreglan bannaði einnig palestínskum körlum yngri en 45 ára að sækja bænastund í al- Aqsa-moskunni i Jerúsalem. Að sögn sjónarvotta beittu lögreglu- menn kylfum er þeir hindruðu Palestínumenn frá því að sækja bænastundina. Nokkrir sættu bar- smíðum en bænastundinni lauk þó friðsamlega. Slagorð hrópuö Grímuklæddur félagi Hamassamtak- anna mótmælir ofbeldi ísraela. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, kvaðst í gær svartsýnn á friðarhorfur. Barak hittir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta á morgun. „Ég býst ekki við að viðræöurnar í Was- hington leiði til þess að friðarvið- ræður verði teknar upp að nýju. Ég held til Washington í öðrum til- gangi, til þess að binda enda á of- beldið,“ sagði ísraelski forsætisráð- herrann við fréttamenn í gær. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, ræddi við Clinton í Washington á fimmtudaginn. Arafat tókst ekki að fá Banda- ríkjaforseta til að styðja hugmynd- ina um að senda friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að vernda Palestínumenn gegn of- beldi ísraela. Of önnum kafinn HMn Joseph Fstrada, ■ forseti Filipps- ■ eyja, sagði í gær ■ að hann hefði r •"'""ÍssJU ekÉi frá til- jrm raunum fyrrver- I andi bandamanns I : í J sins til að múta honum með millj- ónum dollara þar sem hann hefði haft of mikið að gera. Verösamráö olíurisa Húsleit var gerð á fimmtudaginn hjá stórum sænskum olíufélögum vegna gruns um samráð á verði á dísilolíu. Engar þorskveiöar Alþjóðahafrannsóknarráðið mæl- ir með því aö enginn þorskur verði veiddur í Norðursjó og Skagerak ár- ið 2001 þar sem þorskstofninn sé að hruni kominn. Dæmd fyrir mismunun Borgarstjórinn í Vitrolles í Frakklandi, Catherine Mégret, hef- ur verið dæmd fyrir mismunun. Til að hvetja borgarbúa til barneigna ætlaði Mégret ætlaði að gefa ný- fæddum börnum 5 þúsund franka. Aðeins þeir sem áttu að minnsta kosti annað foreldrið franskt eða evrópskt áttu að fá peningagjöfina. Milljónir undir gólfinu Ástralska lögreglan fann 4 millj- ónir ástralskra dollara undir gólfi í heimahúsi hjá þjófum sem notað höföu stolið bankakort 7 þúsund sinnum. Slasaöist á fingri Harry prins, yngri sonur Díönu ----—---------n prinsessu og J Karls Bretaprins, kom aftur í skól- ann í gær eftir að hafa gengist und- ir aðgerð á þum- alfingri. Prinsinn meiddi sig í fót- boltaleik. Langamma hans, Elísabeth drottningarmóðir, er á batavegi eftir viðbeinsbrot. Dóttir Schyman krotar Anna, dóttir Gudrun Schyman, leiðtoga Vinstri flokksins í Sviþjóð, viöurkennir að vera einn veggjakrotaranna sem kosta Stokk- hólm 10 milljónir íslenskra krónu á viku. Önnu finnst að verja eigi fénu sem fer í að hreinsa veggina til vamar ofbeldis gegn konum í stað- inn. 6 milljónir sjálfboöaliða Saddam Hussein íraksforseti hætti í gær skrán- ingu sjálfboðaliða í stríð gegn ísrael. Yfír 6 milljónir sjálfboðaliða gáfu sig fram á einum mánuöi. Saddam óskaði eftir sjálfboðaliðum þegar átök hófust á ný á herteknu svæðunum. Ættingjar Elians reiöir Ættingjar kúbverska drengsins Elians Gonzalez kalla lögmann þeirra í máli drengsins svikara þar sem hann aðstoði A1 Gore við að kæra kosningaúrslitin í Flórída.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.