Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kosningafurða í Flórída Ekki verður gæfulegt fyrir George Bush að verða for- seti Bandaríkjanna út á framkvæmd kosninganna í Florida undir stjórn bróður hans. Næsta öruggt er, að for- görðum hafa farið þúsundir og ef til vill tugþúsundir at- kvæða, sem ætluð voru A1 Gore í einni sýslunni. Pat Buchanan, einn frambjóðenda til forseta, hefur sjálfur viðurkermt, að Gore eigi mörg atkvæði, sem voru sett á Buchanan í Palm Beach sýslu. Tölfræðin sýnir, að Buchanan fékk þar talin meira en tíu sinnum fleiri at- kvæði hlutfallslega en hann fékk i öðrum sýslum. Kjörseðillinn i þessari sýslu var af ólöglegri gerð, sem leiddi til þess, að aftan við reit Gore voru tveir hringir, sá efri fyrir atkvæði greidd Buchanan og sá neðri fyrir at- kvæði greidd Gore. Ör, sem vísaði á neðri reitinn, átti að leiðbeina kjósendum Gore á réttan reit. Verra er, að meira en nítján þúsund atkvæði voru lýst ógild í þessari sömu sýslu, af því að gatað hafði verið við nöfn Gore og Buchanan í senn. Demókratar segja, að þessi tvígötun hafi verið tæknileg villa, enda hafi hún litt komið fram i kosningunni um þingmenn í sömu sýslu. Margar íleiri ásakanir hafa komið fram um vafasama framkvæmd kosninganna í Palm Beach, sem er fremur fátækt hverfi, þar sem eru margir svertingjar og stuðn- ingur við Gore er eindreginn. Stutt er í grunsemdir um, að tæknivillumar hafi verið viljandi framdar. Ekki er hægt að halda fram, að kjósendur í þessu hverfi séu vitgrennri en kjósendur í öðrum fátækrahverf- um, enda höfðu repúblikanar síðdegis í gær ekki komið fram með sannfærandi mótrök gegn ásökunum um furð- ur í framkvæmd og talningu í þessari sýslu. Ef kosningar og talning i Palm Beach hefðu farið fram með eðlilegum hætti, væri A1 Gore núna yfirlýstur rétt kjörinn forseti Bandaríkjanna. Óhlutdrægir aðilar eru sammála um, að óreiðan í framkvæmd kosninganna í Palm Beach hafi fyrst og fremst komið niður á Gore. Ekki verður séð, að til lengdar verði hægt aö neita að handtelja í þremur sýslum Florida og kjósa upp á nýtt í Palm Beach. Endurtalningin hefur verið framkvæmd i vélum, sem samkvæmt sumum fréttum eiga það til að hlaupa yfir göt, ef pappírsrifið hangir í gatinu. Að öðrum kosti verður litið svo á, að Bush-fjölskyldan sé mafía, sem hafi stolið forsetakosningunum með því að misnota aðstöðu ríkisstjórans og þáverandi formanns kjörstjórnar í Florida, Jeb Bush, bróður frambjóðandans. Slíkt getur tæpast gerzt í Bandaríkjunum árið 2000. Þegar eftir var að endurtelja aftur í Palm Beach og um 2000 utankjörstaðaatkvæði, hafði George Bush 327 at- kvæði umfram A1 Gore i Florida. Þessar lágu tölur blikna i samanburði við þær þúsundir eða tugþúsundir at- kvæða, sem fóru forgörðum í Palm Beach sýslu. Framkvæmd kosninganna í Florida er gífurlegt áfall fyrir Bandaríkin. Þau senda eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningum viða um heim, en geta svo ekki sjálf lýst yfir réttu kjöri A1 Gore sem forseta, af því að atkvæðum var viljandi eða óviljandi stolið af honum í Florida. Engin sátt getur orðið í Bandaríkjunum um niður- stöðu, sem lætur ruglið í Palm Beach gilda sem niður- stöðu forsetakosninganna. Þess vegna verður að kjósa aft- ur í þeirri sýslu, þótt óhlutdrægir aðilar átti sig á, að efn- islega hafa Bandaríkjamenn þegar valið Gore. Það er ávísun á öngþveiti, ef ráðamenn í Florida ætla að reyna að þverskallast við leiðréttingu mála og hindra þannig, að þjóðarviljinn nái fram að ganga. Jónas Kristjánsson Leiðandi menning? Spurningar um stööu og framtíð minnihlutahópa og innflytjenda vega nú æ þyngra í þýskri þjóðfélagsumræðu. Á myndinni er mótmælt auknum nýnas- isma í Þýskalandi. Þjóðverjar eru nú að átta sig á að hugarfarsbreytingu þarf til að ná sambandi við meðborgara af öðru þjóðerni. Það er ekki aðeins af menningarlegri og félagslegri nauð- syn heldur einnig af efnahagsástæð- um: Þeir þurfa, eins og Vestur-Evr- ópuþjóðir, á innílytjendum að halda til að viðhalda efnahagsforræði sínu í Evrópu á næstu áratugum. Stjórn sósíaldemókrata (SPD) og græningja tókst í sumar að rýmka innilytjendalöggjöfina og það sætir tíðindum að Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU) og helsta stjórnarandstöðuaflsins, skyldi fá flokk sinn í vikunni til að styðja ályktun þar sem kveðið er skýrt á um að Þýskalandi sé inn- flytjendaland. Þótt engin ástæða sé til að gera of mikið úr þessari þróun eru stjórn- málamenn engu að síður að hugsa um innflytjendamál og um leiðir til að berjast gegn kynþáttahyggju. Þannig sameinaðist fólk úr öllum stjórnmálaflokkum í Þýskalandi í gær með því að taka þátt í fjölda- göngu gegn öfga-hægrihyggju og nýnasima i Berlín. Og þýska stjórnin hefur ákveðið með formlegum hætti að fara þess á leit við stjórnlagadómstólinn að nýnasistaflokkurinn NPD, sem hef- ur staðið á bak við fjölmörg ofbeld- isverk gegn minnihlutahópum og innflytjendum, verði bannaður. Fyrir því eru aðeins tvö fordæmi: Á 6. áratugnum voru þýski ríkis- flokkurinn (smáflokkur sem hafði á sér nasistastimpil) og Kommúnista- flokkur Þýskalands leystir upp. Fjölmenningarsamfélag og aöskilnaöur Þessar aðgerðir benda til þess að hin pólitíska stétt vilji gera eitthvað til að skilja aðra menningarheima þótt bann NPD sé umdeilt. Þær breyta hins vegar engu um þá staðreynd að hyldýpi er milli Þjóðverja og innflytjenda af öðru þjóðerni, eins og t.d. Tyrkja. Og jafnvel þótt reynt hafi verið að sporna gegn einangrun minnihluta- hópa með hugtakinu „fjölmenning- arsamfélag" má frekar líta á það sem fegrunaryrði yfir „friðsamlega sambúð“, svo gripið sé til kalda- stríðsfrasa - eða „aðskilnað í sátt og samlyndi". Af þeirri ástæðu er það nokkur ráðgáta hvers vegna „fjölmenning- arhugtakiö" er enn eitur í beinum margra af þeirri ástæðu að það ógni vestrænum gildum. Gott dæmi um þá menningar- fræðilegu pólitík sem hér liggur að baki er einmitt ályktun CDU. Þótt þar sé mælst til þess að bjóða inn- flytjendur velkomna og skerpt á nauðsyn þess að efla skilning á þörf- um þeirra er klykkt út með því aö segja að eitthvað sé til sem nefna mætti „leiðandi menningarheim í Þýskalandi". Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræöingur Erlend tíöindi Þetta fyrirbæri væri reist á kristi- legum gildum, upplýsingunni, vest- rænum menningarfi og mannúðar- stefnu.“ Formaður þingflokks CDU, Friedrich Merz, vildi ganga hreint til verks og nefna þetta „þýska for- ræðismenningu" en flokksformann- inum þótti þar skiljanlega of djarft teflt. Reyndar má draga í efa að Merkel hafi sjálf viljað tala um menningu með þessum hætti. Þótt hún hafl æ oftar að undanfomu skírskotað til „fóðurlandsins og þjóðarinnar", án þess þó fara yfir mörk „ásættanlegr- ar þýskrar þjóðernishyggju," hefur hún viljað draga upp frjálslyndari mynd af CDU eftir að hún var kjör- in formaður (hún telur t.d. vel hugs- anlegt að starfa með græningjum). Hugmyndin um „leiðandi menn- ingu“ hefur vafalaust verið það póli- tíska verð sem hún þurfti að greiða fyrir að fá hægri arm flokksins, og ekki síst systurflokk hans i Bæjara- landi, CSU, til að hleypa að nýjum hugmyndum í innflytjendamálum sem geta markað þáttaskil í stefnu Kristilegra demókrata. Mannúö og menning Menningarfrumkvæði Kristilegra demókrata hefur þegar skerpt þjóð- félagsumræðu í Þýskalandi, enda sýnist sitt hverjum um ágæti þess. Það er býsna margt í þýskri 20. aldar sögu sem á ekkert skylt við þau fögru orð sem notuð voru til að réttlæta hina „leiðandi menningu" og gefa henni gildi. Heimurinn væri án efa betri ef mannúðarstefna og hugsjónir upplýsingarinnar hefðu verið höfð að leiðarljósi. Ekki þarf því að koma á óvart að lagasmiðurinn og samfélagsgagn- rýnandinn Wolf Biermann skyldi hafa beitt öllum sinum háðsku stíl- vopnum til að skjóta það í kaf. En það er vettvangur skrifa hans sem heyrir til sögulegra tíöinda: Maður- inn sem varaði við næstu „ísöld“, ef Helmut Kohl kæmist til valda (þ.e. áður en 16 ára valdaferill hans hófst), er nú orðinn einn helsti menningarfrömuður þekktasta hægri blaðsins í Þýskalandi, Die Welt, sem studdi kanslarann fyrr- verandi með ráðum og dáð. Um það er ekki nema allt gott að segja að efla skilning innan „þýsks menningarheims", en það á vita- skuld ekki að vera forsenda þess að taka á miklu brýnna máli: að koma á raunverulegu sambandi milli ólíkra menningarheima í Þýska- landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.