Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 14
14 Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Siguröur Steinþórsson, eigandi Gull & Silfur: „Ég býö starfsfólki mínu alltaf upp á Rautt Eöal Ginseng á álagstímum. Svo er þaö líka frábært fyrir nákvæmnisvinnu." Heiga Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur: „Rautt Eöal Ginseng er án úrgangsenda og reynist best á álagstímum." Hafsteinn Daníelsson íþróttakennari: „Þaö eykur snerpu og úthald." Blömin: Þroska fræ í Rótarbolurinn: Máttugasti hluti jurtarinnar Rautt Eöal GSnseng Skerplr athygll og eykur þol. ___________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Fréttir r>V Vinnusamir Pólverjar eftirsóttir af atvinnurekendum: „íslendingar mega passa sig“ - unga kynslódin hérlendis oft agalaus og kann ekki aö vinna I uppsveiflu atvinnulífs á lands- byggðinni i kjölfar skuttogaravæð- ingar á árunum upp úr 1970 var víða í sjávarplássum unnið myrkr- anna á milli til að „bjarga verðmæt- um“ eins og það hét i þá daga. Fljót- lega varð ljóst að ekki myndi hafast undan að vinna allan þann afla sem að landi kom nema fá aðkeypt vinnuafl. ísfirðingar og Hnífsdæl- ingar voru fyrstir til að bregðast við þessu og á upphafsárum skuttogara- væðingarinnar fór að streyma þang- að fólk í gegnum breskar vinnu- miðlunarskrifstofur. Var þar mest áberandi fólk í atvinnuleit frá ríkj- um breska samveldisins, svo sem Ástralíu, Suður-Afríku og einnig fólk frá Nýja- Sjálandi. Góð reynsla var af þessum aðkeypta starfskrafti og atvinnurekendur í fiskvinnslu um alla Vestfirði sigldu í kjölfarið og starfsfólk frá fleiri þjóðum tók að streyma inn á vinnumarkaðinn vestra. Yfirleitt komst þetta fólk fljótt í náin tengsl við íslendingana sem fyrir voru og var tekið inn í félags- lífið. Reyndar var um tíma áberandi pörun ástralskra og ný-sjálenskra kvenna og karla við íslendinga. Settust margir að í vestfirskum sjávarplássum. Sumir búa þar enn og eins flutti töluverður fjöldi ís- lendinga með erlendum mökum til framandi heimsálfa. Fólk af ólíkum uppruna fór í kjölfarið einnig að koma inn á vestfirskan vinnumark- að og árangurinn er sá að í dag er búsett fólk á Vestfjörðum af meira en 40 þjóðemum. Á síðasta áratug hefur innflutn- ingur á fólki frá Austur-Evrópuríkj- um, einkum Póllandi, verið mjög áberandi. Er svo komið að Pólverjar eru langfjölmennastir af því vinnu- afli sem flutt er til landsins og verða líklega um eitt þúsund í ár. Fleiri landshlutar hafa nýtt sér reynslu Vestfirðinga af þessu vinnuafli og Hörður Kristjánsson blaöamaöur nú streymir mestur hluti þess inn á vinnumarkað á Reykjavíkursvæö- inu þar sem nú ríkir uppgangur likt og við upphaf skuttogarabyltingar- innar vestur á fjörðum. Pólsk „gettó“ aö hverfa Vegna hins mikla fjölda fóru Pól- verjarnir fljótlega aö mynda eins konar „gettó“ í sjávarplássum á Vestfjöröum. Ástæðan var fyrst og fremst vegna málsins. Ólíkt Áströl- unum töluðu Pólverjarnir nánast enga ensku og áttu því í erfiöleikum meö tjáskipti viö Islendinga. Þeir töluðu nær eingöngu pólsku auk þess sem rússneska er kennd þar af skyldurækni í skólum líkt og dansk- an á íslandi. Þetta tjáskiptavanda- mál leiddi síðan til þess að Pól- verjamir héldu enn frekar hópinn og uröu afskiptir í samfélaginu. Þetta hefur hins vegar mjög breyst á síðustu árum og með auknum sam- skiptum viö íslendinga og aukinni íslenskukunnáttu eru „gettóin" smám saman að hverfa. Pólsklr „agentar“ Einstaka Pólverja úr hópunum sem fyrstir komu og tókst aö brjót- ast út úr þessari einangrun með því að læra íslensku nýttu sér þetta ástand. Uröu þeir þannig eins konar „agentar" sem tóku aö sér að vera tengiliðir á milli Pólverjanna og ís- lenska samfélagsins. Vitaö er aö þetta stunduöu einstakir menn gegn greiöslu og högnuöust trúlega vel. Töldu menn sig t.d. vita um einstak- Pólverjar í flskvlnnslu „Pólska Hnan“ hjá Hraöfrystihúslnu- Gunnvöru hf. í Hnífsdal. DV-MYND HKR. ling sem m.a. hafði milligöngu um að flytja inn starfsfólk frá Póllandi og heyrst hefur talað um að slík við- vik hafi kostað Pólverja sem hingað vildu koma 1000 dollara. Fóru því vinnulaun fyrstu vikurnar í að greiða umboösmanninum. Mikill þagnarmúr hefur ríkt um þetta í hópi Pólverjanna. DV hefur heim- ildir fyrir því að tekið hafi veriö fyr- ir slíkt í a.m.k. einu tilfelli þegar upp komst í einu frystihúsanna vestra. Sá Pólverji býr reyndar enn hér á landi, þó hann hafi nú flutt í annan landshluta. DV hefur einnig heimildir fyrir því að Islendingum hafi af pólskum agentum verið boðnar mútur fyrir að þegja um mál af þessum toga varðandi pólskt Rúnar Guðjón Loftsson. Guömundsson. kom hingað með þrjú börn, sem heita, Robert, Violeta og Alexandra, og segist ánægð með starfið. VIII vera áfram Öllu þessu fólki líkar dvölin hér svo vel, flest eftir nokkurra ára bú- setu, að þau vilja alls ekki fara til baka, jafnvel þó þeim líki ekki sér- lega vel kuldinn og rokið hér á landi, sem þau eiga ekki að venjast heima hjá sér í Póllandi. Þau taka lífið á íslandi fram yfir, því hér eru möguleikamir meiri til að hafa þaö gott. Þá eiga þau orðið marga is- lenska vini. Jacek nefnir launin sem dæmi. í frystihúsinu í Hnífsdal þarf hann að vinna I ca. eina viku til að hafa jafn mikið og á einum Pétur Sigurðs- Teresa Hellnska. son. starfsfólk Rauða hersins svokallaða þegar reynt var að afhjúpa þessa starfsemi. Blaðamaður spurði nokkra Pól- verja sem nú starfa hjá Hraðfrysti- húsinu - Gunnvöru hf. í Hnífsdal um tilurö slíkra umboðsmanna. Þessu neituöu þeir allir sem einn og sögöust ekki þekkja slík tilfelli í dag. Jacek Nieduzak kom frá litlu sveitaþorpi í Póllandi ásamt móöur sinni Jezefu Nieduzak. Hann sagöi aö flestir Pólverjarnir hefðu frétt af þessari vinnu vegna afspurnar og vegna kunningsskapar viö fólk sem farið hefði til Islands. Þannig hafi heilu fjölskyldurnar komið til aö vinna á íslandi, en í frystihúsinu starfar einnig bróöir hans Dariusz. Teresa Helinska fiskvinnslukona hafði svipaöa sögu að segja. Hún mánuði í Póllandi. Að vísu segir hann verðlagið í Póllandi lægra, en þar sé ekki hægt að gera sömu hluti og hér og síöan sé mjög óvíst að menn fái yfirleitt vinnu þar í landi. Pétur Sigurðsson, formaður verkalýösfélagsins Baldurs á ísa- firði og forseti Alþýðusambands Vestfjarða, segir að miðað viö taxta- laun sérhæfðs fiskvinnslumanns, sem sótt hafi námskeið og er búinn að vinna í tíu ár, séu dagvinnulaun með bónus í kringum 110 þúsund krónur á mánuði. Miöaö við það má ætla aö mánaöarlaun verkamanna í Póllandi séu á bUinu 20 tU 30 þús- und íslenskar krónur á mánuöi. Það þarf því engan að undra að Pólverj- ar, sem búa viö um 14% atvinnu- leysi, sækist eftir því aö fá vinnu á íslandi. Meira aö segja hafa veriö dæmi í gegnum tíöina um hámennt- að háskólafólk, jafnvel verkfræð- inga, sem hafa komið tU íslands að vinna í fiskvinnu á mun hærri laun- um en buðust fyrir þeirra störf í heimalandinu. íslendingar mega passa sig Reynsla atvinnurekenda er mjög góð af þessu fólki, sem þeir hrósa í hástert. Guðjón Loftsson, verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. í Hnífsdal, hefur langa reynslu af samskiptum við erlent verkafólk. Hann segir það upp tU hópa vera mjög vinnusamt. Hann bendir á að ólíkt íslenskum ungdómi í dag þekki Pólverjarnir aga og hagi sér samkvæmt því. Þeir séu mjög samviskusamir við vinn- una og undan þeim þurfi ekkert að kvarta. Hann líkir þessu við ís- lenska unglinga sem fæddir eru á sjötta áratug aldarinnar og voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumark- aði I frystihúsum vestra á sjöunda og áttunda áratugnum. „Sjálfsagt yrði það kaUað barna- þrælkun 1 dag, en þessi krakkar lærðu að vinna 12-14 ára og ég get ekki séð aö þeir hafi borið skaða af því,“ segir Guðjón. „íslendingar mega sannarlega passa sig ef þeir ætla ekki að missa störfin í hendur fólks eins og þessara duglegu Pól- verja. I dag er mjög erfltt að taka ungt fólk inn í svona störf. Það eru tU hreint ágætir einstaklingar en fjöldinn er svo agalaus að erfitt er aö fá það fólk tU aö vinna nokkuð af viti. Hjá þeim fer mestur tíminn í aö bíða eftir útborgunardeginum." Rúnar Guðmundsson, verkstjóri í frystihúsinu, tekur undir góöa reynslu af bæði Pólveijum og fólki af öðrum erlendum uppruna. Sumir séu búnir að vinna hjá þeim árum saman og séu mjög ábyggilegir starfsmenn. Hann segir aö í hópi starfsmanna fyrirtækisins sé líka fjöldi mjög dugmikiUa heima- manna. Þar sé um að ræða ómetan- legan traustan Kjarna sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í áraraðir og kann sitt fag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.