Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 20
20 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Rúnar Helgi Vignisson skrifar um kynferöislega nánd í smásögum sínum: Erótík getur líka verið hundur DV-MYND HILMAR ÞÓR Þaö kostar klof aö ríða röftum „Vissulega er margt í samskiptum kynjanna sem þolir illa dagsbirtu en ég einsetti mér að líta ekki undan. Það kostar þó klof að ríöa röftum og óneitan- lega getur manni stundum þótt óþægiieg tilhugsun aö ættingjar og vinir lesi skrif af þessu tagi. Mamma hefur samt sagt að sögurnar mínar séu fínar!“ Bókin er tileinkuð ástkonu minni. Sumir hafa komið upp um sig með þvi að spyrja: Ást- kona þín? Er það eiginkona þín?“ Fyrir skömmu gaf JPV forlag út smásögur Rúnars Helga Vignissonar, I allri sinni nekt. Rúnar Helgi hefúr áður sent frá sér bækumar Ekkert slor, Nautnastuld, Standhögg og Ást- fóstur auk þess sem hann hefur þýtt fjölda verka, meðal annars eftir Philip Roth, Wiiliam Faulkner og Amy Tan. Smásagan er nakið form Nafn bókarinnar, í allri sinni nekt, vísar ekki eingöngu til kynferðislegrar nektar. Nektin í bók Rúnars Helga vís- ar einnig til þess að þegar maður er nakinn, strípaður, hlýtur manni að vera kalt. Þá er nektin ekki síst hug- læg. „Ég reyni að sýna persónumar ber- strípaðar, búa til andlega nekt,“ segir Rúnar Helgi. „Ég skapa aðstæður milli karls og konu þar sem þau em á ýms- an hátt berskjölduð, tilfínningalega og jafnvel kynferðislega. Smásagan hent- ar vel til að koma slíku á framfæri. Hún ber ekkert skraut, hún er hnit- miðuð og hvert orð hefúr vægi. Að því leyti er smásagan nakin.“ Nekt og erótík Nektin er augljósust í fyrstu sögu bókarinnar sem heitir einmitt Nekt. Sagan gerist á nektarströnd og eftir því sem henni vindur fram verður hún kynferðislegri og innilegri. „í fyrstu sögunni er fólk ailsnakið í orðsins fyllstu merkingu en er um leið nakið í annarri merkingu; í þeirri sögu hefur fólkið á nektarströndinni í vissum skilningi afklæðst siðmenning- unni því fótin endurspegla hana og sá sem er náhvítur á nektarströnd er eins nakinn og hægt er að vera. Hann hef- ur ekki einu sinni brúnkuna til að skýla sér, þá afurð vestrænnar tísku- hugsunar. Og hvað stendur þá eftir? í Nekt velti ég því meðal annars fyr- ir mér hvort samasemmerki sé á milli nektar og erótíkur og hvort því sé eins háttað hjá báðum kynjum. Erótikin verður að minnsta kosti til og magnast við nánari kynni. Tilflnningar og eró- tík eru því nátengd fyrirbæri; eitthvert rafmagn myndast milli andstæðra póla þegar þeir komast í námunda hvor við annan. Svo getur erótik líka verið hundur sem rænir fótum manns og dregur mann á asnaeyrunum út um víðan völl,“ segir Rúnar Helgi og vísar til sögu sinnar, Erótík á Jónsmessunótt. Persónulegt viöfangsefni Á bókarkápu segir að sögumar fjalli um berskjaldaðar persónur í tiiflnn- ingalegu og kynferðislegu návígi. Rit- höfundar komast væntanlega ekki á persónulegri slóðir en einmitt þegar fengist er við náin samskipti kynj- anna. „Min bók hefst þegar aldingarður- inn er að baki og við blasa mýrar og keldur. Þetta hefúr verið mér hugleik- ið viðfangsefni alla tið enda samskipti kynjanna lykillinn að eilífðinni, undir- staða lífsins. Ég ákvað snemma að víkja mér ekki undan því að fást við þetta viðfangsefni sem hefur orðið enn verðugra í seinni tíð, þökk sé femín- ismanum meðal annars. Vissulega er margt í samskiptum kynjanna sem þolir illa dagsbirtu en ég einsetti mér að líta ekki undan. Það „Flestir karlar eru mjög uppteknir af kynlífi, jafn- vel helteknir, eins og sam- félagið vitnar um hvert sem litið er. Hins vegar grunar mann stundum að þegar mesti bríminn er að baki í samskiptum karls og konu hafi konur tilhneigingu til að líta á karlmenn eins og á pípu- lagnir, stundum verði að losa vatnslásinn svo hœgt sé að halda áfram að vaska upp. “ kostar þó klof að ríða röftum og óneit- anlega getur manni stundum þótt óþægileg tilhugsun að ættingjar og vinir lesi skrif af þessu tagi. Mamma hefur samt sagt að sögumar mínar séu fmar!“ „Tll hamingju meö bamlðu Þegar verk eru á persónulegum nót- um vill það oft gerast að lesendur lesa höfundinn inn í verkið. „Ég býð öllum að lesa það inn í sög- umar sem þeir vilja. Ég er orðinn ýmsu vanur í þessum efnum. í einni af bókum mínum varð söguhetjan faðir og eftir það var mér óskað til ham- ingju með bamið þó að ég væri ekki orðinn faðir þá. Tilhneiging fólks til að lesa skáldskap sem sjálfsævisögu getur reynt á þolriftn í svona litlu samfélagi en líka orðið spaugileg. Það veldur kannski einhverjum vonbrigðum þeg- ar ég segi að atburðarásin í sögunum mínum sé skáldskapur frá upphafl til enda. Hins vegar get ég ekki neitað því aö ég nýti mér alla mína reynslu í skrifln. Rithöfundur getur ekki gert annað. í þeim skilningi em sögumar sjálfsævisögulegar eins og öll skáld- verk. Hins vegar er skáldskapurinn mun hentugri farvegur fyrir sannleik- ann en ævisagan. En maður verður að skrifa um það sem brennur á manni þó að fólk fái ýmsar ranghugmyndir um mann. Mín persóna skiptir hins vegar ekki máli, aðalatriðið er að sögumar standi fyrir sinu sem listræn afurð.“ Losaö um stífluna Sagan Dropinn á glerinu fjallar á áleitinn hátt um mann sem missir konuna sina. Fjallað er um uppgjör mannsins við konuna þar sem tilfmn- ingar hans til hennar byggjast að vem- legu leyti á gremju vegna kynferðis- legrar ófullnægju. Þegar henni er sval- að getur hann byrjað að syrgja. „Karlskepnan virðist með þeim ósköpum gerð að hún fær seint nóg í kynferðislegum efnum. Þess vegna syrgja karlar á vissu aldursskeiði kyn- líf sitt, eins og sjá má i sögunni. Kynlíf karlsins í sögunni þvælist fyrir honum og þeim hjónum. Hann hefur eflaust orðið fyrir áhrifum frá könnunum um tíðni bólfara og þótt hann standa höll- um fæti. Það kom í raun í veg fyrir að þau hjónin gætu notist sem skyldi. Um vítahring sem þennan má lesa í hand- bókum." Sumir halda því fram að kynlíf geti þvælst mjög fyrir í samskiptum fólks og flæki þau verulega. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef aldrei skilið allt þetta tal um Viagra til að auka kyngetuna. Ég hef alltaf hald- ið að karlmenn hefðu meiri þörf fyrir lyf sem héti Niagra og drægi úr kyn- þörfinni. Kynlíf er sjaldnast einfalt mál því kynin eru um margt ólík í afstöðu sinni tO þess, auk þess sem brauðstrit- ið kemst iðulega upp á milli hjóna. Flestir karlar eru mjög uppteknir af kynlífi, jafnvel helteknir, eins og sam- félagið vitnar um hvert sem litið er. Hins vegar grunar mann stundum að þegar mesti bríminn er að baki í sam- skiptum karls og konu hafl konur til- hneigingu til að líta á karlmenn eins og á pípulagnir, stundum verði að losa vatnslásinn svo hægt sé að halda áfram að vaska upp. En auðvitað á það ekki við um ástkonu mína!“ Og þá er oft best að fá fagmann til verksins? „Ólíkt öðrum iðnaðarmönnum eru slíkir píparar sjaldnast uppteknir þeg- ar á þarf að halda!“ Femíníski bókmenntaguðdómurínn Rúnar Helgi veltir fyrir sér hvort ís- lenskir karlrithöfundar séu feimnir við að fást við samskipti kynjanna. „Þeir hafa sumpart kinokað sér við að fjalla ærlega um samskipti kynj- anna í nútímanum. Þeim hættir til að fara eins og kettir í kringum heitan graut eða nota töffaraskap til að hylma yfir sannar tilfinningar. Þeir eru oft mjög góðir í að gantast með samskipti kynjanna en sönn og einlæg tilfinning finnst mér sjaldséð, hvort sem hún er ljót eða falleg." Með tilkomu femínismans vilja sumir meina að kvenrithöfundar hafi fengið forræðið yfir tilfinningunum. „Margir karlmenn hafa veigrað sér við að ögra þessari femínísku hugsun sem ég tel að hafi á síðustu árum virk- Feimni rithöfunda við samskipti kynjanna Jslenskir rithöfundar hafa sumpart kinokað sér við að ijalla ærlega um samskipti k/njanna í nútímanum. Þeim hættir til að fara eins og kettir í kringum heitan graut eða nota töffaraskap til að hylma yfír sannar tilfinningar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.