Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Það er ekki auðvelt að taka viðtal við Benedikt Erlings- son, leikara og leikstjóra. Samt er Benedikt vel máli farinn, hraðmæltur, orðmargur og við- ræðugóður. Það vantar ekki. En hann öslar gegnum orðaflaum og þegar verður djúpt á honum stekk- ur hann stein af steini í leit sinni að réttu samlíkingunni eða ná- kvæmlega lýsingunni á þvi sem hann vildi sagt hafa og viðmæl- andi hans verður ringlaður. En ekki nóg með það heldur finnst manni eins og hann sé aldrei að tala í fullkominni alvöru. Svona menningarlegri, þungri, ábyrgri alvöru sem er hafin yfir flím og spott. Alvöru alvöru. Hvar er Jónas Hallgrímsson? Benedikt er að leggja síðustu hönd á uppsetningu sína á nýju ís- lensku leikriti sem heitir Skálda- nótt. Þetta er verkefni á vegum Reykjavíkur menningarborgar, leik- rit sem Hallgrímur Helgason hefur skrifað upp úr ljóði í bók sinni Ljóð- mælum. Ljóðið hét og heitir Leitin að Jónasi Hallgrímssyni. Það er ort kringum hugmynd sem er í megin- atriðum sú sama og leikritið byggir á. Og um hvað er eiginlega leikritið, Benedikt? „Það fjallar um töfranótt í Reykja- vík þegar skáldin lifna við og tala saman í bundnu máli. Það er að segja ungu skáldin í nóttinni gera það. Þessa nótt vakna skáld fyrri alda og ganga meðal hinna lifandi og sitja síðan í dómnefnd þegar rímorrustan mikla fer fram í nætur- lok,“ segir Benedikt. Halldór Kiljan Laxness er lelkinn af Þór Tulinius sem leitaðl tll.Pálma Gestssonar og Guömundar Ólafsson- ar sem báöir hafa túlkaö jöfurinn. Kjötsúpa eða bixímatur Hvemig leikrit er þetta, Bene- dikt? „Þetta er ekki eins og neitt leikrit sem ég hef séð. Þetta er svona kjöt- súpa, eða eins og íslenskur bixímat- ur. Þarna ægir öllu saman, allt get- ur gerst, þetta er ævintýri. Þetta er nóttin sem borgin er lostin töfra- sprota og allir geta rímað og ríma eins og óðir. Skáldin geta flogið og hvað sem er en þau nenna ekki að ríma. Þau eru búin að fá nóg af því. Þetta er „total theater". Þetta er ljóðaleikur, þetta er rappleikrit, þetta er eins og Bart Simpson. Þetta hefur verið leitin að form- inu, rétta forminu sem hentar ná- kvæmlega þessu leikriti og engu öðru. Þess vegna er þetta ekki eins og neitt annað.“ Hin horfnu skáld Það leiðir af sjálfu sér að á svið- inu vakna mörg skáld sem þjóðin elskar þótt þau séu horfin. Á svið- inu í Borgarleikhúsinu vaða uppi þeir Steinn Steinarr, Jónas Hall- grímsson, Einar Benediktsson, Benedikt Gröndal og Agli Skalla- grímssyni bregður fyrir. Síðast en ekki síst mun höfundur Njálu koma fram en Benedikt er gersamlega ófá- anlegur til þess að fara nánar út í sálmana um það hvers kyns hann muni vera, hver leiki hann eða neitt því tengt. Sumt verður fólk að sjá til að trúa, segir hann og er áreiðan- lega rétt. Á þessari töfranótt reika hin Töfranótt í Borgarleikhúsinu: Eins og íslensk- ur bixímatur - Benedikt Erlingsson leikstjóri setur upp Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason Eggert Þorleifsson leikari túlkar atómskáldiö Stein Steinarr. liðnu skáld um en ung skáld og lif- andi elta þau uppi og er hver á hött- unum á eftir sínu uppáhaldsskáldi. Umhverfið er næturlífið í Reykjavík með öllum sínum ljósum og hljóð- um, biðröðum og bílum, talandi skáldum og skúrkum. En enginn heimur er án hættu og ein hætta steðjar að öllum skáldum. Það er fjölmiðlasólin sem ekki má skína á þau því þá hverfa þau. Hverjir eru vondu kallarnir, Bene- dikt? Hjálparsveit skálda „Það eru fjölmiðlamenn og þau sem hundelta skáldin eru hin 01- ræmda Gyða sem skrifar í Menn og mýs og ljósmyndari hennar Fjölnir Stefánsson. En yfir skáldunum vak- ir Hjálparsveit skálda sem gætir þeirra fyrir hinum vondu öflum.“ Eins og nærri má geta er mikil tónlist í leikritinu því hvað væri næturlíf án tónlistar og það er Ragnhildur Gísladóttir sem ber hit- ann og þungann af henni með Bene- dikt og félögum. „Ragnhildur hefur samið fjögur „hittlög" handa okkur til að nota í sýningunni og búið til margar hljóð- myndir." í leikritinu er lifandi tónlist því þar bregður fyrir hljómsveitum og þar er leikið á mýmörg hljóðfæri, bæði bassa, gítar, klarínettur, trumbur, hristur og margt fleira og allt þetta gera leikaramir. Dæmigerður íslendingur Benedikt hefur fjölbreytta reynslu að baki í leikhúsi og hefur brugðið sér í líki ýmissa kvikinda en það hefur flogið fyrir að í sumar hafi hann verið að leika í danskri sápuóperu. Það má vel reyna að spyrja Benedikt út í þetta einkenni- lega verkefni en það má líka reyna að draga úr honum tönn. Benedikt vOl sem minnst gera úr þessari landkynningu en þó tekst með mikl- um eftirgangsmunum og frekjuleg- um spumingum að draga eftirfar- andi staðreyndir málsins upp úr honum. . Eiginkona Benedikts, Charlotte Boving, er leikkona af dönsku bergi brotin. Henni var boðið hlutverk í þáttaröð sem danska sjónvarpið gerði og er að sögn Benedikts háðsá- deOa á lif nútímamannsins. Fram- leiðendur þáttanna spurðu Charlotte hvort hún þekkti ein- hvern íslenskan leikara og hún kannaðist vissulega við það. „Ég var síðan skrifaður þarna inn í lit- Theódór Júlíusson leikur athafnaskáldiö og milljónamæringinn Einar Benediktsson. ið hlutverk og kem fram í tveimur þáttum af átta. Ég held að þeir hafi fengið auka- styrk út á það að hafa íslending í þáttun- um,“ segir Benedikt og ítrekar að hlut- verkið sé svo lítið að það sé sambærOegt við að fá hlutverk eins farþega í þáttunum Taxi sem er hvað vinsælastur af dönsku sjónvarpsefni á Islandi. í hlutverki Benedikts í sápuóperunni kristallast að hans sögn aUir fordómar Jónas Hallgrímsson er leikinn af Steini Ármanni. Dana í garð íslendinga. Persóna Benedikts er rustafenginn, drykkfelldur, hávær ís- lendingur, giftur danskri konu. Islending- urinn fæst við að kenna fmnskan tangó í Kaupmannahöfn en hjónaband hans er í molum og dregur tO skOnaðar. „Það kemur í ljós þegar á að ganga frá því.að þau hjónin hafa aldrei skOið hvort annað og þurfa túlk tU að aðstoða sig við skilnaðinn." Þættirnir munu verða tUbúnir tU sýn- ingar í lok þessa árs og við hljótum að beina þeim óskum til innkaupastjóra sjón- varpsstöðva á íslandi að þess verði ekki langt að bíða að við fáum líka að sjá hug- myndir Dana um íslendinga kristaUast í Benedikt Erlingssyni. -PÁÁ Árni Pétur Guöjónsson leikur hiö drykkfellda bæjarskáld Benedikt Gröndal eins og allir muna eftir honum. Leikarar geta allt „Leikarar geta aUt,“ segir Benedikt og tekst að láta það hljóma eins og eitthvað sem aUir hafa aUtaf vitað. Það er áreiðanlega ekki heiglum hent að túlka á sviði nokkur ásæl- ustu skálda þjóðarinnar fyrr og síð- ar. Það kemur í hlut Þórs Tulinius að túlka nóbelsskáldið sjálft, HaU- dór KOjan Laxness, en Eggert Þor- leifsson bregður sér i gervi Steins Steinarrs. Steinn Ármann fær hins vegar að leika Jónas HaUgrímsson og Theódór Júlíusson leikur Einar Benediktsson en Árni Pétur Guð- jónsson leikur Benedikt Gröndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.