Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Er norden í orden? Thorsson skrifar í HelgarblaO DV. Síðan Einar Már Guðmundsson sagði um árið Norden er i orden virð- ist ekkert skemmtilegt hafa borið fyr- ir á þingum Norðurlandaráðs - né eiga að gera það. Tímanum virðist varið i langdreginn geispa; umræður syfjulegt mas um það hvort þessar samkomur séu yfirleitt til nokkurs, enda norræn samvinna bara orðin tóm um þessar mundir: norden er ekkert i orden - norðrið er bara í orði. Það var því nýstárleg reynsla að heyra að einhver maður á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi hefði í raun og veru sagt eitthvað og hressandi að heyra í útvarpinu brot úr þrumu- ræðu færeyska ráðherrans Tórbjöms Jacobsens þar sem hann átaldi þing- heim harðlega fyrir að ræða ekki á þessum samráðsvettvangi Norður- landanna ofríki og yfirgang Dana gagnvart Færeyingum sem viö höfum fylgst agndofa með síðasta árið, en eyða timanum í að velta því fyrir sér hvort bjóða eigi Eystrasaitsríkjunum inngöngu i þennan mikla svefnsal. Þar undanskildi Tórbjörn að visu Steingrím J. Sigfússon sem virðist hafa bjargað því sem bjargað varð af sæmd íslendinga með því að taka sköruglega undir málstað Færeyinga, og tókst þannig enn að auka veg Vinstri grænna í augum okkar lands- manna. Einn er þó sá stjómmálaflokkur í landinu sem manni finnst að hefði átt að láta sérstaklega að sér kveða í þessu máli og það er Sjálfstæðisflokk- urinn. Fulltrúar þess flokks virðast hafa verið of önnum kafnir við að skipa sér í raðir norrænna hægri flokka sem settu á oddinn samkvæmt fréttum að leiða Eystrasaltsþjóðir inn í Norðurlandaráð til að átta sig á því að í fyrsta lagi eru þeir ekki fulltrúar hægri flokks og í öðru lagi ber þeim fremur að styðja ófrjálsa Færeyinga en nýfrjálsar Eystrasaltsþjóðir. Sögulega séð stendur málstaður Færeyinga Sjálfstæðisflokknum sér- staklega nærri. Ef flokkurinn væri bara eins og hver annar norrænn hægriflokkur væri hann ekki í þeirri aðstöðu sem hann hefur haft nánast frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Þá væri ekki ósvipað umhorfs hér og Síðan Einar Már Guð- mundsson sagði um árið Norden er i orden virðist ekkert skemmtilegt hafa borið fyrir á þingum Norðurlandaráðs - né eiga að gera það. Tíman- um virðist varið í lang- dreginn geispa; umrœður syfjulegt mas um það hvort þessar samkomur séu yfirleitt til nokkurs, enda norrœn samvinna bara orðin tóm um þess- ar mundir: norden er ekkert í orden - norðrið er bara í orði. á hinum Norðurlöndunum - krata- flokkur í miðju valdakerfisins og smærri flokkar til hvorrar hliðar. Stóri norræni krataflokkurinn á ís- landi er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er líka stóri hægriflokkurinn. Hann er gamli ríkisforsjárflokkurinn. Hann er nýja vinstrið, hann er nýfrjáls- hyggjan, hann er þumbaralegi ein- angrunarflokkurinn, hann er Evrópu- flokkurinn, vettvangur kvótaeigenda og kvótaandstæðinga; hann er Flokk- urinn, hann er miðstöð Valdsins. Þetta er vegna þess að eftir að ís- lendingar öðluðust fullveldi runnu öll öflin sem stóðu í sjálfstæðisbarátt- unni saman í þennan flokk. Sjálfstæð- isflokkurinn öðlaðist þar með í ís- lenskum stjómmálum sömu stöðu og Afríska Þjóðarráðið hefur í Suður- Afríku og Kongressflokkurinn á Ind- landi. Og sé einhver arfleifð í þessum flokki þá er það arfur sjálfstæðisbar- áttunnar - arfur róttæklinga á borð við Benedikt Sveinsson, afa núver- andi Menntamálaráðherra sem gerðu ýtrustu kröfur um sjálfstæði þjóðar- innar af ámóta óraunsærri framsýni og þeir sem nú berjast fyrir sann- gjörnum skilnaði Færeyinga við Dani, sem ganga fram af sömu þótta- fullu óbilgiminni og íslendingar ættu að þekkja. Maður hefði því ætlað að Sjálfstæð- ismönnum hefði runnið blóðið til skyldunnar þegar færi gefst að skamma stór-Danina. En því miður. Þeir sváfú. Britney Spears olli aödáendum sín- um verulegum vonbrigðum þegar gerð nýs myndbands dróst úr hömlu. Britney sein með nýtt mynd- band Britney Spears er sennilega í hálf- gerðri ónáð hjá þeim sem halda úti tónlistarrásinni MTV um allan heiminn. Aðdáendur um víða ver- öld biða með öndina í hálsinum eft- ir að sjá nýtt myndband Britney við lagið Stronger sem væntanlegt er á markað. Tónlistariðnaðurinn hefur alið á spenningi vegna þessa máls vikum saman og á ákveðnum tíma var boðuð heimsfrumsýning á myndbandinu á MTV. Þegar æstir aðdáendur stilltu á rásina sína á tilsettum tíma fengu þeir ekkert nýtt myndband, aðeins slappan sjónvarpsþátt með Britney sem menn líktu við misheppnað karaokekvöld. Þetta átti sér þær skýringar að gerð myndbandsins hefði dregist svo lengi að ekkert annað úrræði var fyrir hendi. Talsmenn Britney segja að það sem geri myndbandið erfitt í vinnslu sé að stjaman á að vera al- ein á skjánum allan tímann og sjá um allan dans i myndbandinu. Þetta verður að vera í góðu lagi og þess vegna hafa fullkomunarsinnar í hópi listamanna sem vinna með söngkonunni ekki enn orðið ánægð- ir. Hefur átt fimm heimili á þremur árum: Flökkukötturinn Ragnar treystir öllum „Ragnar hef- ur alltaf verið gæddur mikilli aðlögunar- hæfni. Hann hefur átt því láni að fagna að það hafa alltaf allir verið góðir við hann og hann treystir öllu fólki sem hann sér og hittir," sagði Rósa Sig- rún Jónsdóttir skúlptúrnemi sem herbergjar flökkuköttinn Ragnar um þessar mundir á heimili sínu í Kópavogi. Ragnar er eitt af þessu sérstæðu gæludýrum sem víða hafa þvælst þó ævi hans sé ekki löng. Ragnar fædd- ist á Grettisgötu 74 14. desember 1996, einn fimm systkina i ástríkri fjölskyldu. Hann flutti ungur á Víf- ilsgötu þar sem hann komst í eigu Jakobs Fals Garðarssonar og Vig- dísar Jakobsdóttur konu hans. Þar dvaldi Ragnar þó ekki nema um nokkurra mánaða skeið því þegar hjónin fluttu vestur í bæ varð Ragn- ar eftir í Norðurmýrinni. „Okkur þótti afar leitt þegar þing- lýstar reglur í vesturbænum komu í veg fyrir að Raggi gæti flutt með okkur á nýjan stað. Þetta er merkisköttur og við söknum hans alltaf pinulítið og reynum að hafa samband við hann reglulega,“ sagði Jakob Falur í samtali við DV. Ragnar fór ekki langt því hann flutti til nýs eiganda sem er Lilja Dröfn Pálsdóttir sem þá bjó á Mána- götu 23. Hún hýsti Ragnar lengur en nokkur annar hefur gert og er reyndar skráður eigandi hans enn í dag. Raggi töffari „Raggi er algjör töffari. Hann er kóngurinn i hverfinu hvar sem hann fer en er samt enginn harð- stjóri því hann á gott með að eign- ast vini,“ segir Lilja Dröfn. Það átti samt ekki fyrir Ragnari að liggja að verða virðulegur heim- ilisköttur á sama stað. Hann lenti næst hjá Ragnari Inga Reynissyni Ragnar, hinn þolgóði og víðförli köttur sem hefur búið á fimm stöðum á þremur árum Það er skráður eigandi Ragnars, Lilja Dröfn Pálsdóttir, sem er með honum á myndinni. vegi í Kópavogi og býr þar við gott atlæti. Hann er fyrir- mynd listsköp- unar umsjónar- manns síns og hefur setið fyr- ir á olíumál- verki, vatns- litamyndum og verið meitlað- ur í finnskt granit. Ragnar er þess vegna vön fyrirsæta en fram úr hófi matvandur og kræsinn eins og titt er um módel. Hann er að eðlisfari blíðlyndur og alla jafna róleg- ur heimilis- köttur. Hann er þó ekki haf- inn yfir slæm uppátæki og hefur verið staðinn að því að veiða fugla, myrða potta- blóm, stela fiski sem átti að vera í kvöld- og Önnu konu hans sem bjuggu á Mánagötu 10, svo enn var Ragnar í sínu gamla hverfl. „Hann gekk út og inn á nokkrum heimilum á þessum tíma. Hann drottnaði yfir hverfmu en hann átti einn einkavin sem var kötturinn Tommi sem bjó í nágrenninu. Tommi fékk að koma inn með Ragn- ari og Raggi gaf honum mat úr sín- um dalli sem er mjög óvenjulegt með ketti. Þeir vinirnir gistu til skiptis heima hjá hvor öðrum og sváfu þá í sama rúmi. Þetta sérstæða vináttusamband varð til þess að margir sem þekkja matinn og hafa uppi ýmsar spekálur sem ráðsettir heimiliskettir ættu að vera vaxnir upp úr. Hann liggur undir grun um að hafa komið sér upp fósturfjölskyldu í Kópavogi því stundum hverfur Raggi í meira en sólarhring og skil- ar sér samt þurr og saddur heim aft- ur. „Þetta er í hæsta máta grunsam- legt en sýnir best innræti kattarins og persónutöfra," sagði Rósa Sigrún að lokum. -PÁÁ Ragga segja að hann sé trúlega sam- kynhneigður," segir Lilja Dröfn þeg- ar hún rifjar upp árin i Norðurmýr- inni. í þessu sambandi er þó rétt að taka fram að Ragnar er geltur og því trúlega hafmn yfir slíkar vanga- veltur. Raggi módeiköttur Lilja flutti fyrir skömmu í Eski- hlíð og heldur heimili þar. Um svip- aö leyti fluttu Ragnar og Anna af Mánagötunni svo enn var Raggi köttur heimilislaus. Þá endaði hann í fóstri hjá Rósu Sigrúnu á Álfhóls-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.