Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Side 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Ósjálfstæði í utanríkismálum Steingrímur gegndi embætti utanrikisráðherra í eitt ár, 1987-1988. Hann varð fyrir ámæli margra sjálfstæðismanna á ferli sínum sem utanríkisráðherra. Hann vingaðist við Gorbatsjov Sovétleiðtoga, átti samskipti við PLO og kvaðst fús til að hitta leiðtoga þeirra, Arafat, auk þess sem hann kvaðst tilbúinn að taka varnarsamninginn við Bandarík- in til endurskoðunar vegna deilna um hvalveiðar Islendinga. Steingrímur segist hafa rekið sjálfstæða utanríkisstefnu en tel- ur öðru máli gegna um utanríkis- ráðuneytið undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar: „Á síðustu árum liggur mér við að segja að Framsóknarflokk- urinn hafi rekið utanríkisstefnu í anda Sjálfstæðisflokksins. Bandarikjunum er fylgt í blindni. Ég veit ekki hvort þess finnist mörg dæmi að við förum eigin leiðir. Gleymst hefur að sjálfstæð þjóö þarf að hafa eigin stefnu og standa fyrir máli sinu. Hvernig stóð til dæmis á þvi að íslending- ar studdu ekki meirihluta þjóða heims sem vildi fá úr því skorið fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag hvort tilvist og notkun kjarn- orkuvopna stangaðist á við al- þjóðalög? Aldrei heyrði ég nein rök færð fyrir þeirri afstöðu. Mér þykir ekki síður vafasamt að styðja viðskiptabannið á írak. Að minu mati er banniö alvarleg mistök sem verður að leiðrétta. Fjöldamargir vel metnir einstak- lingar hafa lýst hroðalegum af- leiðingum bannsins. Það hefur styrkt einræðisherrann Saddam Hussein í sessi í stað þess að veikja hann. Um leið hefur það leitt hörmungar og dauða yfir al- menning í landinu. Börnin líða mest. Hátt settir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa bent á þessar staðreyndir hvað eftir annað á undanförnum árum. Is- lendingar hafa þagað.“ Utanlandsferðir og sambandsleysi Steingrímur segir frá eins og honum er einum lagið og er gjarn á að viðurkenna þau mistök sem honum hafa orðið á. Um utanrik- isráðherraár sín segir hann þetta: „Þetta rúma ár var mér eitt það erfiðasta á fimmtán ára ferli á formannsstóli Framsóknar- flokksins. Ég fann fyrir því að hafa ekki þau tengsl við grasrót- ina sem ég vildi hafa. Tíðar utan- landsferðir voru ein meginskýr- ing þessa. Útilokað var að hafa jafnmikil samskipti og áður við flokksmenn og félög í kringum landið. Af þessum sökum varð ég fyrir gagnrýni innan flokksins, ekki slst frá þeim yngri. Þeir höfðu vanist þvi að hafa greiðan aðgang að mér út af smáu og stóru. í mínum huga var gagn- rýnin réttmæt." í framhaldi af þessu gerir Steingrímur örlög flokksforingja í utanríkisráðuneytinu að um- talsefni: „Erfitt var að vera utanríkis- ráðherra og um leið málsvari Framsóknarflokksins í efnahags- málum. Hvoru tveggja var í raun fullt starf. Efnahagsmálin eiga að vera í brennidepli hjá formanni stjórnmálaflokks. Þau snúa að einstaklingum og fyrirtækjum og þeim veruleika sem við er að glíma í samfélagi á hverjum degi. Utanríkismál gera það ekki. Þótt utanríkismál séu afar mikilvæg- ur málaflokkur eru þau varasöm fyrir flokksleiðtoga." Steingrímur Hermanns- son segir Halldór Ás- grímsson hafi unnið gegn sér í Evrópumál- um á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum þegar EES-samningur- inn var til umfjöllunar. Halldór hafði á orði að ef Steingrímur hætti ekki þá myndi hann sjálfur hverfa frá stjórnmálaþátttöku. Þetta tvennt varð til þess að Steingrímur sagði skilið við stjórn- málin. Þetta kemur fram í fyrsta skipti í væntanlegri ævisögu Steingríms, Forsœtis- ráðherrann, sem kemur út á nœstunni. Stein- grímur segir þar klofn- ing þingflokks Fram- sóknarflokksins í EES- málinu hafa verið sér mikið áfrall. Orðrétt segir í bókinni: „í fyrsta skipti á for- mannsferli mínum snerist stór hluti þing- flokks Framsóknar- flokksins gegn leiðsögn minni. Eftir þá niður- stöðu taldi ég tímabœrt að hætta stjórnmálaaf- skiptum.“ í rétt óútkomnu þriðja bindi ævisögu Steingríms Hermanns- sonar sem heitir Forsætisráðherr- ann er viða fjallað á opinskáan hátt um samskipti hans við arf- taka sinn, Halldór Ásgrímsson. Því er lýst hvernig Halldór beitti sér leynt og ljóst gegn Steingrími í / ævisögu sinni lýsir Steingrímur því hvernig afstaöan til þessa umdeilda kerfis varö þeim aö ágreiningsefni. „Þótt kvótakerfiö væri nær alfariö smíö Landssambands íslenskra útvegsmanna var þaö löngu runniö Halldóri í merg og bein. Hann tók gagnrýni á galla þess sem ádeilu á sig. Halldór varö aldrei þungbúnari en þegar hart var deilt á fiskveiöistjórnunarkerfiö. Þegar verst lét setti hann hljóöan eöa hann rauk út af fundi. “ Halldór vann gegn Steingríml Um afgreiðslu EES segir Stein- grímur: „Þegar EES-samningurinn var til lokaumfjöllunar á Alþingi vann Halldór Ásgrímsson að því á bak við tjöldin að fá þingmenn flokks- ins til að sitja hjá í atkvæða- greiðslu um samninginn. Ég hafði lýst yfir andstöðu minni. Nánustu fylgismenn Halldórs fylgdu hon- um í þessu efni. [...] Ég varð fyrir vonbrigðum með sum þeirra. Sér- staklega sárnaði mér að Finnur [Ingólfsson] og Ingibjörg [Pálma- dóttir] brygðust. Ég hafði talið þau á mínu bandi. Aðeins einu at- kvæði munaði að ég lenti 1 minni- hluta í eigin þingflokki." Halldór Ásgrímsson hótaði að hœtta fengi hann ekki formannsstól. Kvótakerfið runnið Halldórí í merg og bein. Vann gegn Steingrími bak við tjöldin í EES-mdl- um. Steingrímur einangraður í Seðlabanka og hitti samherja á laun. Oftast var kært með Halldóri og Steingrími og Steingrímur treysti Halldóri Þess sárari uröu vonbrigöin þegar Halldór vann gegn formanni sínum í ákveönum málum og fékk gróna flokksmenn á sitt band. „Þegar EES-samningurinn var til lokaumfjöllunar á Alþingi vann Halldór Ásgrímsson aö því á bak viö tjöldin aö fá þingmenn flokksins til aö sitja hjá í atkvæöagreiöslu um samninginn. Éghaföi lýst yfir andstööu minni... Aö- eins einu atkvæði munaöi aö ég lenti í minnihluta í eigin þingflokki. “ Evrópumálum og hrakti hann smátt og smátt út í horn i sínum eigin flokki. Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir jákvæðri stefnu gagnvart EES innan Framsóknarflokksins og tókst að koma í veg fyrir að stofnanir hans útilokuðu stuðning við samninginn. Steingrímur lýsir andrúmsloftinu í samskiptum þeirra Halldórs þannig: „! þingflokki Framsóknarflokks- ins talaði ég ákveðið fyrir þeim sjónarmiðum að EES-samningur- inn stangaðist á við stjórnar- skrána. Halldór Ásgrímsson þagði þegar þessi atriði bárust í tal. Sömu sögu var að segja um önnur ákvæði samningsins. Hann rök- ræddi þau aldrei við mig.“ Steingrímur upplifði sig stöðugt einangraðri í eigin flokki eftir að andróður Halldórs varð skýr. Um ástæður þess að Steingrím- ur kaus að sækja um stöðu seðla- bankastjóra segir hann: „Eftir að undirgangurinn hófst innan Framsóknarflokksins og óþolinmæði Halldórs jókst var að- eins spurning hvenær ég hyrfi að öðrum störfum. Satt að segja átti ég ekki úr mörgum kostum að velja í því efni. Erlendis er barist um starfskrafta fyrrverandi stjórnmálaforingja. Þeir geta valið úr spennandi verkefnum við stjórn fyrirtækja eða störf á al- þjóðavettvangi. Ég hefði getað orð- ið sendiherra. Ég afþakkaði það. Þá var ekki um margt að ræða. Eftir áralanga návist við efna- hagsmálin var Seðlabankinn ef til vill rökréttasti vettvangurinn í lok starfsævinnar." Halldór óþolinmóður Það kemur fram i bókinni að Halldór Ásgrímsson vildi gjarnan komast fyrr í formannsstól flokks- ins en Steingrímur var honum sammála um. Um óþolinmæði Halldórs segir hann: „Þennan vetur varð ég var við vaxandi óþreyju Halldórs að kom- ast í formannsstól Framsóknar- flokksins. Fleiri en einn og fleiri en tveir létu þess getið við mig að hann léti í það skína í trúnaðar- samtölum að færi ég ekki að hætta gerði hann það sjálfur. Á flokks- þinginu [1992] varð þessa enn frekar vart. Hörðustu stuðnings- menn Halldórs fyrir austan unnu að því leynt og ljóst að hann fengi sem flest atkvæði í formannskjör- inu. Ég hafði hlotið nánast rúss- neskt endurkjör allt frá formanns- kosningu minni árið 1979. Á þing- inu 1992 hlaut ég 286 atkvæði en Halldór 35, sem ég var reyndar ekki ósáttur við.“ Hispurslausar lýsingar Steingríms Hermannssonar í óútkominni ævisögu: Ýtt út í kuldann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.