Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 50
58 A Tilvera LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Ferðamannaborgin Dublin: S Irar kunna listina aö skemmta sér - kemur á óvart er hvað miðbærinn er lítill og vegalengdir stuttar Samdrykkja í úthverfi Dublln Barirnir í Dublin eru misjafnir ogyfir sumum er nánast heimilisleg stemning. * Kaffi á Moka í Dublin er hægt aö velja á milli margra fjölþjóðlegra matsölu- staða sem bjóða upp á ágætan mat. Við South William Street 45 er til dæmis að finna ind- verska matsölustaðinn Khyber sem býður frá- bæra tandoorirétti og á Shank-veitingahús- inu í Tempel Bar er hægt að fá bragðgóða kartöflusúpu og kjúklingarétti. Af öðr- um skemmtilegum stöðum má nefna kínverska Irsk tónlist er víöa leikin á götum Götuleikarar eins og þessir eru algengir í Dublin og vegfarendur henda giarnan smápeningum í box til aö sýna velþóknun sína á tónlistinni. veit- ingahúsið Furama og spænska stað- inn La Paloma. Þeir sem vilja gott kaffi eftir matinn ættu að leita uppi Café Moka sem er rétt hjá Trinity Collegs eða Bewleys-kaffihúsin sem er að finna víöa í borginni. Kaffið á Bewleys er ekki eins gott og á Café Moka en innréttingarnar á stöðun- um eru vel þess virði að skoða vegna stílleysis. Tempel Bar-hverfið Tempel Bar-hverfið liggur sunn- an við ána Liffey í hjarta borgarinn- ar. Hverfið er þekkt fyrir listamenn og hönnuöi sem hafa komið sér þar fyrir. Þar er einnig að finna fjölda þara, kaffihúsa, matsölustaða, sýn- ingarsala, leikhúsa og verslana. Þeir sem vilja skemmta sér langt fram á nótt geta einnig fundið glað- væra næturklúbba sem virðast vera fullir af fólki öll kvöld vikunnar. Þeir sem ætla til Dublin að kaupa föt komast í feitt. Irska pundið er tiltölulega hagstætt og þar má finna föt á góðu verði. Kaupglaðir ættu að gefa sér góöan tima og ráfa á milli búða því verðiö getur verið mis- munandi. Verð á skóm er við allra hæfi og það er lika hægt að fá góða leðurjakka á hagstæðu verði. Úrval- ið af karlmannafötum er ótrúlega mikið og síst minna en af fötum fyr- ir kvenfólk. Þegar gengið er í norður frá Tempel Bar og farið yfir „Ha'penny" brúna á Liffey er komið í norðurhluta borgarinnar sem þyk- ir ekki eins finn og fátækt er þar meiri. Þar er þó að finna stórar verslunarmiðstöðvar og líflegt götu- líf. DV-MYNDIR V. HANSEN Templarabarinn Tempel Bar er einn vinsælasti pöbbinn í Dublin og mikiö sóttur af feröamönnum og innfæddum. Margt að sjá Eitt af því sem kemur á óvart í Dublin er hvað miðbærinn er lítill og vegalengdir stuttar. Tiltölulega auðvelt að fara allra sinna ferða gangandi og flestir eru fljótir að Með heppnina meö sér Þessi bingósalur lá inn af einni skranbúöinni noröan viö ána Liffey. rata í borginni. Þeir sem búa í Tempel Bar eru örstutt frá öllum helstu ferðamannastööum og ættu því að skoða sig um gangandi. Einnig er hægt að stökkva um borð í „Hop on - Hop off“-vagnana sem keyra um borgina. Hringferð með vögnunum tekur um eina klukku- stund og fimmtán minútur og er ekið um alla áhugaverðustu staði Dublinar með leiðsögn. Þeir sem hafa áhuga á að skoða náttúrugripa- safnið, St. Stephens Green, eða rit- höfundasafnið, geta farið úr vagnin- um hvernær sem er. Svo hægt að fara aftur upp í næsta vagn og halda ferðinni áfram - farmiðinn gildir allan daginn. Danny Boy írar eru stoltir af keltneskum uppruna sínum og geliska hefur verið kennd í skólum frá þvi þjóðin hlaut sjálfstæði 1938. Þeir eru hljóðfæri sem er. Þeir sem hafa heyrt tónlist dverganna segja hana dásamlega fallega og ljóðræna. Rory Dall O’Cahan, höfundur „Danny Boy“, sagði að hann hefði heyrt lag- ið þegar hann var að ganga fram hjá frægum dvergasteini í norðurhluta Derry-héraðs. Sagt er að dvergunum sé mjög annt um tónlistina og hefni sín grimmilega á hverjum þeim sem lærir hana og þykist síðan vera höf- undur hennar. Ódýrar regnhlífar Þrátt fyrir mikla úrkomu á ír- landi ættu allir að geta notið dvalar- innar, landið er fallegt, fólkið vin- gjamlegt og menningin fjölbreytt. Þeir sem ætla til írlands ættu að muna eftir því að hafa með sér regn- fatnað og vatnshelda skó. Ef það gleymist er hægt að fá ódýra regn- hlíf á næsta götuhorni. Góða skemmtun. -Kip Dublin á írlandi er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu þessa dag- ana. Borgin er meira en þúsund ára gömul og byggðist upphaflega sem dönsk verslunarborg. Nafnið Dublin vísar til þess hversu úrkomusamt er í borginni og þýðir víst upphaf- lega fúlipyttur eða drullupollur. Veðrið á írlandi er álika breytilegt og á Islandi og að meðaltali rignir 140 daga á ári. í Dublin og nágrenni býr rúmlega ein og hálf milljón manns og er um helmingur þeirra undir þrítugu. íslendingar ættu að kunna vel við sig í borginni, fólkið er vingjarnlegt og kurteist og svo virðist sem ís- lendingar séu vel liðnir. Irar kunna listina að skemmta sér með áfengi og á hverju kvöldi fyliast krárnar af fólki sem drekkur ómælt magn af Guinness-bjór og talar um daginn og veginn. Á flestum stöðum sem túrista sækja er að finna lifandi tón- list og glaðlegt fólk. Helsti gallinn við annars skemmtilega tónlist íra er hversu hátt hún er spiluð. Það er nánast vonlaust að heyra hvað nokkur maður er að segja og enda samtöl oftar en ekki með því að menn sitja og kinka kolli hver til annars án þess að heyra um hvað er ver- ið að tala. Mlchelangelo götunnar Gangstéttamálarar eru algengir á götum borgarinnar en þurfa aö sæta lagi vegna þess hversu mikiö rignir í Dublin. einnig óþreytandi að segja frá páskauppreisninni 1916 en hún hleypti nýju lífi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. írskar þjóðsögur eru fullar af sög- um um draugakastala og hauslausa drauga sem ríða um sveitir lands- ins. Dublin Bus Tours bjóða upp á rúmlega tveggja tíma draugaferð þar sem meðal annars er farið á slóðir Bram Stoker, höfundar Dra- kúla. Frægustu þjóðsagnaverur Irlands eru litlir, sóðalegir og skapvondir dvergar sem nefnast „Leprechaun". Uppruni dverganna er óþekktur og þeir eru afskaplega mannfælnir. Þeir sem eru svo óheppnir að mæta litlu mönnunum verða að passa sig mjög vel að móöga þá ekki og þiggja ekki góðgerðir af þeim. Vitað er um fólk sem hefur fallið í freistni og ætlað sér að vingast viö dvergana en slíkt hefur í öllum tilfellum haft hörmulegar afleiðingar. Dvergarnir geta orðið nokkur hundruð ára gamlir og eru stálminnugir. Sagt er að þeir hafi gott tóneyra og geti spilað á hvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.