Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 56
34 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Tilvera . r>V Julia Roberts: Aldrei verið vinsælli Allar götnr síðan Julia Roberts sást sem götureynda Öskubusk- an, sem vinnur hjarta milljóna- mæringsins í Pretty Woman, hefur hún verið ein vinsælasta kvik- / myndastjarna heimsins og vinsældir hennar hafa * aldrei verið meiri en í Jf AJ dag. Er hún i algjör- 0 um sérflokki hvaö leikkonur varðar / og er sú eina af kynsystrum sín- um sem sett er í sama flokk og Jim Carrey, Tom ise, Adam og kvikmyndum, meðal annars í Myst- ic Pizza og Satisfaction. Það var samt ekki fyrr en með Pretty Woman að heimurinn tók við sér svo um munaði. Hún fór strax í efstu hæðir og hefur dvalið þar siðan. Sagt er að hún fái að kikja á öll bitastæðustu kvenhlutverk- in í Hollywood áður en öðrum eru sýnd þau. Feriil Juliu Roberts hefur tekið dýf- ur, en aldrei svo miklar að hún hafi ekki getað rétt úr sér. Á síðustu árum hefur hún réttilega verið gagnrýnd fyr- ir að velja aðeins örugg hlutverk, taka enga áhættu. Það er svo sem ekkert hægt að segja við því, hver vill ekki fá 20 milljón dollara fyrir tveggja til þriggja mánaða vinnu? -HK Sandler ! og fá- einir fleiri karlleik- arar, sem fá 20 milljón dollara fyr- ir kvik- mynd. fæddist í smábænum Smyma, sem er nokkurs konar viðhengi við Atlanta, og var faðir hennar sölumaður og móð- ir meðhjálpari í kirkju. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fjögurra ára. Roberts var mikil pabbastelpa og hún segir að það hafi haft djúp og varanleg áhrif á hana þegar hann dó, en þá var hún á tíunda aldursári. Draumur Juliu var að verða dýralæknir. Sá draumur fékk snöggan endi þegar hún fór sautján ára göm- ul til New York, þar sem systir hennar Lisa var að reyna fyr- ir sér sem leikkona. Hún fékk leikarabakteríuna og fór á námskeið meðan hún vann fyrir sér með ýmsu móti. í millitíðinni hafði bróðir hennar, Eric Ro- berts, verið að gera það gott og var meðal annars búinn að fá óskarstilnefningu sem besti leikari. Hann taldi leik- stjórann Eric Masterson á að gefa litlu systur tækifæri í Blood Red, kvikmynd sem hann var í aðalhlutverki í. Myndin þótti afspymu- léleg og engin tók eftir Juliu. Þetta var árið 1986 og það liðu tvö ár áður en Roberts fékk annað tækifæri. Roberts fékk fáein hlutverk í sjónvarpi m, Kvikmyndir Juliu Roberts Blood Red, 1986 Mystic Pizza, 1988 Satisfaction, 1988 Steel Magnolias, 1989 Pretty Woman, 1990 Flatliners, 1990 Sleeping with the Enemy, 1991 Dying Young, 1991 Hook, 1991 The Player, 1992 The Pelican Brief, 1993 Pret-a-Porter, 1994 Something To Talk About, 1995 Everyone Says I Love You, 1996 Michael Collins, 1996 Mary Reilly, 1996 My Best Friend's Wedding, 1997 Conspiracy Theory, 1997 Stepmom, 1998 Notting Hill, 1999 Runaway Bride, 1999 Erin Brockovich, 2000 andagagnrýni Up at the Villa Bragd- daufar ástríður ★★ Up at the Villa er nýjasta mynd breska leikstjórans Philips Haas. Handritið er byggt á smásögu eftir W. Somerset Maugham og er sögusvið myndarinnar Flórens á Ítalíu árið 1936. Kristin Scott Thomas fer með hlutverk hinnar glæsilegu Mary Patton sem er stödd í Flórens í boði lá- varðarins Sir Edgars Swift. Hún hyggst taka bónorði lávarðarins enda sr hann vellauðugur en hún bláfátæk. Hún tekur sér þó nokkurra daga um- hugsunarfrest og kynnist þá tveimur ólíkum mönnum sem hvor um sig eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar. Philip Haas tekst að búa til nokkuð skammlausa kvikmynd sem ber öll einkenni virðulegra BBC-mynda. Handrit myndarinnar er ágætlega upp- byggt og sannfærandi og telst til kosta myndarinnar. Þaö eru hins vegar aðal- leikararnir, Kristin Scott Thomas og Sean Penn, sem eru ótrúlega slakir á köflum. Ástríðumar sem eiga að blossa á milli þeirra reynast heldur bragðdaufar og stundum er engu lik- ara en þeim sé beinlínir í nöp hvoru við annað. Þótt Haas nái sér ekki á strik í þessum efnum verður að segja honum til hróss að aukaleikaramir fara hreint á kostúm; þvi Anne Bancroft, Derek Jakobi og James Fox skila sínu með sóma. Up at the Villa er prýðileg sunnu- dagsmynd jafnvel þótt sú tilfmning skjóti upp kollinum að leikstjórinn hafl lagt upp með mikilfengleg áform í farteskinu en því miður aldrei náð á áfangastað. -aþ Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Philip Haas. Aðalhlutverk: Kristin Scott Thom- as, Sean Penn. Bresk, 2000. Lengd: 115 min. Leyfö öllum aldurshópum. Julia Roberts / hlutverki flóttabrúöarínnar í Runaway Bride. Þessari miklu frægð fylgir að vera í sviðsljósi fjölmiðla og hefur Roberts sagt að hún geti alltaf séð það í slúður- dálkum blaðanna á hverjum morgni með hverjum hún er, hverjum hún er að giftast eða hjá hverjum hún svaf um nóttina: „Þetta gerir ástarlíf mitt mun auðveldara en annarra, ég þarf ekkert að hafa fyrir þvi, ég sit bara heima og les um það.“ Hún getur nú samt kennt sjálfri sér um áhuga fjölmiðla á ástar- lífi hennar, þar sem hún hefur ekki verið við eina Qölina felld í þeim mál- um. í dag er' hún með leikaranum Benjamin Bratt og hefur það samband enst nokkuð lengi, en burtflognir kærastar eru margir og einn eigin- mann á hún að baki, söngvarann Lyle Lovett. Julia Roberts er ekki bara vinsæl vegna þess að hún fær bestu hlutverk- in og stendur sig vel í þeim. Hún er ímynd stúlkunnar sem vann sig áfram úr öskunni upp í prinsessu. Roberts msmmam ■ Erin Brockovic ★★ Erin Brockovicher er fyrst og síðast það sem þeir í Hollywood kalla „star vehicle" eða stjörnuvagn, sérhannaður pakki utan um sjarma tiltek- innár kvik- myndastjörnu. Og víst er að mikl- um ljóma stafar af ásýnd Juliu Ro- berts í þessari mynd. Hún leikur titilpersónu myndarinnar, blanka einstæða þriggja bama móður sem tekst að fá ritarastarf hjá lögfræði- firma með nokkurri útsjónarsemi. Júiia reynir vissulega af lifs- og sálarkröftum en hún er bara of mikil prinsessa, of glæsileg og of flegin í hálsinn til að hægt sé að gleyma stjörnunni og taka mann- eskjuna sem hún er að túlka fylli- lega trúanlega. -ÁS The Ninth Gate .1 () H N N Y I) i: I’ I* I - INJtiilh (,;ilc ★ í raun ætti Roman Polanski að vera á heimaslóðum í gerð kvikmynda sem fjalla um djöfladýrkun. Rosemary’s Baby er sjálfsagt ein albesta kvik- myndin sem gerð hefur veriö um þetta efni en hann bregst aðdáendum sínum í þetta skiptið. Eftir nokkuö forvitni- lega og ágæta byrjun missir Pol- anski tökin á ótrúverðugri sögu og aukinn vandræðagangur einkennir myndina eftir það. Allur þessi vandræðagangur sameinast í endi sem svo sannarlega er hægt að kalla endaleysu. Það er eins meö Polanski og leikarana, hann hefur greinilega ekki haft nægilega trú á því sem hann var að gera. -HK The Story of Us ★ The Story of Us er misheppn- uð kvikmynd þar sem við fylgjumst með hjónabandserfið- leikum milli- stéttarfólks sem þolir ekki hvað annað lengur. Eitthvað hafa stórstjörnurnar Bruce Willis og Michelle Pfeiffer séð við þessa sögu, sem kvikmynd- in nær ekki að skila, því ef ein- hverjir leikarar geta valið úr bita- stæðum hlutverkum þá eru það þau. Eða þá að þau hafi séö í gegn- um lapþunnt handritið og treyst á að leikstjórinn Rob Reiner, sem gert hefur góðar gamanmyndir, bjargaði málunum. -HK bandagagnrýni Liberty Heights ★★★ Gyðingar og annað fólk Það er mjög auðvelt að skipta ferli hins kunna leikstjóra Barrys Levinsons í tvennt. Öðru meg- in eru dýrar og stórar myndir á borð við Rain Man, Disclosure, Good Moming Vietnam og Bugsy og hinum megin era Baltimore- myndir hans, fjórar persónulegar myndir sem gerast allar á sjötta ára- tugnum í heimaborg hans, Baltimore. Þessar myndir era Diner, Tin Men, Avalon og nú síðast Liberty Heights, stórskemmtileg og mannleg mynd sem segir frá gyöingafjölskyidu árið 1954 þegar Rock ‘n’ roll er fyrst að heyrast og kynþáttamismunum er í algleym- ingi. Myndin er þroskasaga Bens, ungs gyðings, sem reynir að berjast gegn fordómum sem hann verður strax var við í æsku þegar hann kemur að sund- svæði þar sem stendur: Engir gyðing- ar, hundar eða litað fólk. Þegar hann er orðinn eldri reynir hann að brjóta fsinn, meðal annars með því að bjóða út svartri stúlku. Við fylgjum einnig fjölskyldu Bens í gleði og sorg. Faðir- inn rekur leikhús með nektardans- meyjum en hefur aðaltekjur sínar af rekstri ólöglegs lottós og eldri bróðir Bens, Van, verður ástfanginn upp fyr- ir haus af yfirstéttarstúlku sem hann á litla möguleika í. Liberty Heights er einstaklega lif- andi og skemmtileg mynd og inniheld- ur margar áhugaverðar persónur. Leikaramir, sem flestir era óþekktir, ná góðu sambandi við persónumar. -HK Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Barry Levinson. Bandarísk, 1999. Lengd: 127 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Bossa Nova ★★★ Rómantík í Ríó Bossa Nova gerist í Rio de Janeiro, þeirri skemmtilegu borg, þar sem sömbur og rúmbur heyrast á hverju horni og ástin er fljót að blossa og hverfa sfðan aft- ur. Myndin, sem leikstýrð er af Bruno Barreto (Dona Flora and her Husbands og Four Days in September) tekur á skemmtilegan máta á ástinni í öll- um sínum litum og er stundum nánast farsi. Barreto passar sig þó alltaf á þvi að hleypa rómantíkinni aö þegar galsinn er orðinn mikill. Hinar litríku persónur myndar- innar, sem allar eru ástfangnar, eru bandariskur enskukennari og fyrrum flugfreyja, lögfræðingur sem kann að sauma föt, bróðir hans sem er enn betri í sauma- skapnum, ungur laganemi, stúlka sem á auðvelt með að heilla strák- ana, fyrrverandi eiginkona lög- fræðingsins, sem býr með japönsk- um manni en vill eiginmanninn aftur, vinkona hennar sem er ást- fangin af manni sem hún hefur kynnst á Netinu og aldrei séð og fótboltakappi sem er á leiðinni í enska boltann. Líf þessa fólks tvinnast allt saman á skondinn hátt og er mikill hamagangur í lok- in. Myndin er síðan vel krydduð með lögum Antonio Carlos Jobim svo úr verður kokkteill sem kemur öllum í gott skap. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Amy Irving. Leikstjóri: Bruno Barreto. Brasilísk, 1999. Lengd: 95 mín. Leyfð öllum ald- urshópum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.