Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 58
66
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
Tilvera DV
•tr-
í nóvemberverðursannkölluð myndbandaveisla
hjá okkurí söluturninum Póló Bústaðarvegi 130.
Þú borgar 500 kr. fyrir nýja vídeóspólu,
Maarud snakkpoka og 21 pepsí.
Ótrúlegt en satt.
Nýjarspólur daglega.
Fjöldi annarratilboða.
mmtilegt
nn ríða húsinu, glenna sig móti tunglinu og glotta djöfullega
Draugatrú skipar veglegan sess í íslensk-
um þjóðsögum og allt fram á okkar dag
hafa draugar lifað góðu lífi í hugarheimi
þjóðarinnar. Á síðustu árutugum hefur
dregið nokkuð úr trúnni en hún er langt
frá því að vera útdauð.
í grófum dráttum skiptast draugar í tvo
hópa, afturgöngur og uppvakninga. Aft-
urganga er draugur sem fer á kreik af
sjálfsdáðum en uppvakningur er sœrður
úr gröf sinni til einhvers konar þjónustu.
Báðir hóparnir eru tengdir jarðlíkaman-
um og samkvœmt þjóðtrúnni er sálin
tengd við afturgöngur en uppvakningar
eru sálarlausir.
sterkari en þeir voru í jarðlííinu.
Sé hins vegar ákveðið að halda
áfram skal særa uns draugurinn er
kominn allur upp.
í þjððsögum Jóns Árnasonar
segir að þegar draugar komi fyrst
upp úr gröfum sínum velli öll vit
þeirra, munnur og nasir, í froðu-
slefu og saur sem nefnist náfroða.
Særingarmaðurinn verður að
sleikja froðuna af draugnum og
væta tungu hans með blóði sem
tekin er undan litlu tá hægri fótar.
Að þessu loknu þarf særingar-
maðurinn að takast á við draug-
inn. Hafi draugurinn betur tekur
hann kuklarann með sér í gröfina
en hafi særingarmaðurinn betur er
draugúrinn skyldugur að þjóna
honum.
Líkjast erlendum draugum
Fyrr á öldum voru draugar á
flakki milli bæja eða fylgdu
ákveðnum mönnum. í seinni tíð
virðist sem þeir hafi tekið sér ból-
festu í ákveðnum húsum og haldið
sig þar, draugamir virðast þoku-
kenndari og ótengdir likamanum.
Draugamir era ekki lengur líkam-
legir og líkjast sífellt meira erlend-
um frændum. Þeir svífa í gegnum
veggi og era hálfgerðar gufur mið-
að við gömlu íslensku draugana.
Þeir eru hættir að rísa upp á lík-
börunum og segja: „Skemmtilegt
er myrkrið". -Kip
Gufan tók á sig manns-
mynd
Eyjasels-Móri er uppvakningur
sem magnaður var af lækni
nokkrum úr tíu fágætum lyfjum.
Læknir sendi drauginn í litlu glasi
til konu nokkurrar sem hann vildi
ná sér niður á. Þegar tappinn var
tekin úr glasinu steig vökvinn upp
og liðaðist um baðstofuna eins og
blárauð gufa. Þegar gufan þéttist
tók hún á sig mannsmynd sem
mikil ógn stóð af og eldur brann í
augum hennar.
Veran sem myndaðist
fór fljótlega að láta
á sér og kom
oftast fram í
mynd unglings-
pilts í mórauðum
fötum með hatt á
höfðinu og hlaut
nafnið Eyjasels-
Móri. Móri varð
snemma mjög
magnaður og virðist
hafa haft gaman af því
að kvelja og drepa skepn-
ur og oft kom það fyrir að
hlátrasköllin i honum runnu sam-
an við veinið í skepnunum sem
hann var að leika sér að þvi að
pína og drepa.
í Ævisögu Eyjasels-Móra, sem
Hálldór Pétursson tók saman, seg-
ir að karlmenn á bæ nokkrum hafi
ætlað út í fjárhús til að gæta að
hvað gengi á. Þegar þeir nálguðust
húsin reið yfir þá grjót, freðið torf,
spýtnabrak og hornin af kindunum
sem Móri hafði verið að kvelja.
Sögðu mennirnir að eldglæringar
hefðu leikið um fjárhúsið og við
þær hafi þeir séð drauginn ríða
húsinu, glenna sig móti tunglinu
og glotta djöfullega.
Um tima var Móri í slagtogi við
kvendrauginn Bjama-Disu og fór
vel á með þeim. Einu sinni sást til
skötuhjúanna þar sem þau lágu á
hálffleginni húð Þorgeirsbola, með-
an tuddi draslaðist áfram, og segir
sagan að þau hafl látið ósiðlega vel
að hvort öðru og stunið hátt.
= 500 kr.
Ganga aftur i heift og
hefndarhug
Menn geta gengið aftur af ýms-
um ástæðum, til dæmis er algengt
að menn sem hafa notið mikillar
gæfu í lífinu gangi aftur vegna
þess að þeir vilja ekki skilja við
hana. Þeim sem látast af slysförum
eða fyrir eigin hendi er gjarnt að
ganga aftur og sumir segja að þeir
séu á sveimi eins lengi og þeim var
ætlað að lifa. Flestar afturgöng-
ur eru þó hrein og bein ill-
menni sem snúa aftur í
heift og hefndarhug.
Djákninn á Myrká
gekk aftur vegna
þess að hann vildi
ekki skilja við ást-
ina sína og sama er
að segja um drauga
sem getið hafa börn
með lifandi konum.
Einu sinni kom það
fyrir á Prestsbakka í
Hrútaflrði að draugur
barnaði prestsdótturina og hélt
hún faðeminu leyndu fyrir föður
sínum. Bamið varð að lokum að-
stoöarprestur og þegar hann mess-
aði í fyrsta skiptið sökk kirkjan.
Aö vekja upp draug
Þegar vekja á upp draug skal
gera það aðfaranótt laugardags
sem er milli 18. og 19. eða 28. og 29.
dags mánaðarins. Nóttina áður
skal snúa faðirvorinu aftur á bak
og skrifa það á blað eða skinn með
fjaðurstaf úr keldusvíni. I staðinn
fyrir blek skal særingarmaðurinn
nota blóð sem hann tekur úr
vinstri handlegg sínum. Einnig
þarf að rista sérstakar rúnir á
kefli. Að þessu loknu skal velja sér
leiði, sem betra er að hafa lítið þar
sem særingarmaðurinn þarf að
takast á við drauginn seinna í ferl-
inu. Því næst skal leggja keflið á
leiðið og þylja öfugt faðirvorið og
galdraformúlur. Þegar draugurinn
fer að mjaka sér upp birtast sær-
ingarmanninum ofsjónir sem geta
staðið yfir í langan tíma vegna
þess hve draugurinn er tregur til
að rísa. Ðraugurinn þrábiður um
að fá að liggja í friði en því má
ekki svara né láta ofsjónirnar viUa
sér sýn. Þegar draugurinn er kom-
inn hálfur upp úr gröfinni þarf að
spyrja hann tveggja spurninga, en
ekki þriggja því þá hverfur hann
niður i gröflna. Fyrst skal spyrja
drauginn hver hann hafl verið í líf-
inu og síðan hversu sterkur hann
sé. Ef draugurinn segist hafa verið
meðalmaður að afli skal hætta við
særinguna, því draugar eru af-
skaplega sterkir og allt að tvöfalt
Bústaðarvegi 130 - Sími 588 7466
Afturganga er
draugur sem fer á
kreik af sjálfsdáö-
um en uppvakn-
ingur er særður úr
gröf sinni til ein-
hvers konar þjón-
ustu.