Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Fréttir DV Erlent fréttaljós Nýi þjóðaröryggisráðgjafmn segir íciður sinn hafa orðið repúblikana árið 1952 vegna þess að demókratar í Jim Crow í Alabama hafl ekki vilj- að skrá hann þegar hann ætlaði að kjósa. Sjálf kveðst hún enn muna eftir deginum þegar hún hætti að vera demókrati. Það var skömmu eftir innrás Sovétrikjanna í Afganistan 1979. Þremur árum áður hafði Condoleezza látiö skrá sig sem demókrata og kosið Jimmy Carter í forsetakosningum. Henni þóttu við- brögð Carters við innrásinni í Afganistan kjánaleg og ekki nógu hörð. Næsta ár kaus hún Ronald Reagan í forsetakosningum. Hún er stálhörð í afstöðu sinni til ýmissa mála þótt nafn hennar, sem sótt er í tónlist, merki blíðlega og þótt hún sé blíð á yfirborði. Condoleezza var einkadóttir kennarahjóna. í bemsku var hún í frönskunámi, hún dansaði ballett og lærði á píanó. Hún fer enn á hverju sumri í æfingabúðir fyrir píanóleik- ara í Montana. Hún dáir Brahms. í háskólanáml hjá föður Madeleíne Albright Þegar Condoleezza var 15 ára hóf hún nám í háskólanum í Denver þangaö sem íjölskyldan hafði flutt. Eiginlega langaði Condoleezzu til að verða konsertpíanóleikari en hún gerði sér grein fyrir að hún hefði ekki næga hæfileika. Unga blökku- stúlkan leit inn á námskeið hjá Jos- ef Korbel sem var innflytjandi frá Tékkóslóvakíu. Korbel, sem er faðir Madeleine Albright, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, vakti áhuga Stúdentar mótmæltu niðurskurði hennar með hungurverkfalli en hún lét ekki undan. Óhrædd við karlana í kvöld- verðarboðinu Brent Scowcroft, þjóðaröryggis- ráðgjafi Geralds Fords Bandaríkja- forseta, hitti Condoleezzu um miðj- an níunda áratuginn með vopnaeft- irlitssérfræðingum við kvöldverö í Stanfordháskólanum. „Þarna voru nokkrir mestu heilanna í bransan- um og i þessum hópi var þessi unga stúlka. Og hún þorði að tjá sig. Hún var ekkert bæld vegna aflra sér- fræðinganna sem voru í kringum hana. Það sem hún sagði var skyn- samlegt. Mér þótti ástæða til að kynnast henni betur,“ sagði Scowcroft um fyrstu kynni sín af Condoleezzu. Þegar Scowcroft var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi Bush eldri var eitt af fyrstu verkum hans aö hringja í Condi eins og hann kallar hana. Hún var þá 34 ára. Á siglingu með Gorbatsjov Rice aðstoðaði menn Scowcrofts þegar Austur-Evrópa var að opnast. Þegar henni var tjáð að hún ætti að aðstoða við málefni Þýskalands mótmælti hún og kvaðst fást við vandamál Sovétríkjanna. „Þýska- land er sovéska vandamálið okkar,“ var svarið sem hún fékk. Condoleezza var viðstödd fundi George Bush, fyrrverandi forseta, og Mikhails Gorbatsjovs Sovétleið- toga þegar þeir ruddu brautina fyr- ir sameiningu þýsku ríkjanna og lýðræði í Austur-Evrópu. Á leið- togafundinum, sem haldinn var um borð í skipi í Miðjarðarhafi 1989, kynnti Bush hana fyrir Gorbatjsov með þessum orðum: „Hún segir mér allt sem ég þarf að vita um Sovétrik- in.“ Gorbatsjov virtist svolítið undr- andi en svaraöi svo: „Ég vona að þú vitir heilmikið." George W. Bush hefur átt erfitt með að leyna því að mesti veikleiki hans er á sviði utanríkismála. En með aðstoð Rice ætti hann að vera á grænni grein. Síðastliöna 18 mán- uði hefur hún stjómað nefnd ráð- gjafa í utanríkismálum sem matað hafa Bush og hans menn meö hug- myndum og upplýsingum um utan- ríkisstjómmál fyrr og nú. Eins og heimslögga Condoleezza aðhyllist festu Reag- ans í utanríkismálum. Hún gagn- rýndi samskipti Bills Clintons og Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta. Hún var andvig fjáraustri Vestur- landa í hítina í Rússlandi. „Rússar ættu að finna sér forseta sem ekki er spifltur," sagði hún um Jeltsín. Condoleezza gagnrýndi stjórn Clintons fyrir að hafa lagt of mikið af mörkum í minni háttar átök. Hún líkti Bandaríkjunum við heims- löggu sem þyti af staö um leið og út- kall kæmi. Hún segir að Bandaríkin eigi í staðinn að einbeita sér að raunveru- legri ógn gegn Bandarikjunum, eins og einræðisstjórnum, þjóðernis- stefnunni í Kína og Rússlandi sem gæti á ný orðið ógnandi stórveldi í Evrópu. Þegar Condoleezza lét af starfi staðgengils rektors Stanfordháskóla í fyrrasumar fékk hún tilboð um toppstöður afls staðar að í Banda- rikjunum. Hún afþakkaði af ótta við að missa innsýn i utanríkispólítík- ina. Byggt á Washington Post, Reuter o. fl. Condoleezza Rice var trompið í kosningabaráttu George W. Bush. Þau kynntust fyrst almennilega í sumarhúsi Bushfjölskyldunnar í Kennenbunkport í Maine fyrir tveimur og hálfu ári. Bush var þá farinn að íhuga fyrir alvöru að bjóða sig fram til forsetakosning- anna. Condoleezza hafði verið sér- fræðingur George Bush eldri í þjóðaröryggismálum í Hvita húsinu frá 1989 til 1991. Sérsvið hennar voru Rússland og Evrópa. Bush yngri og Condoleezza ræddu utanríkismál um borð í mót- orbát fjölskyldunnar og þau héldu áfram umræðum sínum í íþrótta- herbergi sumarhússins. Þegar sum- arfríinu var lokið var George Bush sannfærður um að hann hefði fund- ið sérfræðinginn sem gæti hjálpað honum að komast í Hvíta húsið. Nú hefur hinn verðandi forseti skipað Condoleezzu þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Vinkonan lést í sprengjuárás hvítra á kirkju Condoleezza, sem er 46 ára, ólst upp í Birmingham í Alabama á sjötta áratugnum þegar skilti, sem á var letrað „Aðeins fyrir hvíta“ gáfu blökkumönnum í skyn að þeir væru annars flokks. Ein bernskuvinkona Condoleezzu var meðal fjögurra telpna sem létust í sprengjuárás hvítra aðskilnaðarsinna á kirkju. Condoleezza hefur greint frá því að hún hafi ekki getað keypt sér hamborgara í bænum eins og hvítu börnin. Faðir hennar hughreysti hana og sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að hún gæti orðið forseti Bandaríkjanna. SÍOastliöna 18 mánuöi hefur Condoleezza stýrt nefnd sem mataö hefur Bush á hugmyndum og upplýsingum um utanríkismál. Nýr þjóöaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna Condoleezza Rice aðhyllist festu Reagans í utanríkismálum. Hún segir Bandaríkin eiga aö vera á varöbergi gegn einræðisríkjum og mögulegri ógn frá Rússlandi. Hún vill aö Bandaríkin hætti aö vera heimslögga sem þýtur af staö um leiö og útkall kemur. Condoleezzu á utanrikisstjórnmál- um og einkum málefnum Sovétríkj- anna. Hún varð lærisveinn Korbels og lauk doktorsnámi frá háskólan- um í Denver. Ritgerðin hennar fjall- aði um samskipti herja Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna. Doktorsritgerðin sætti reyndar harðri gagnrýni sumra. Einn gagn- rýnendanna sagði Condoleezzu ekki gera greinarmun á staðreyndum og áróðri. Hann sagði hana lýsa skoð- unum sem ekki væru byggöar á nægilegri þekkingu á staðreyndum. Condoleezza fékk kennarastöðu við Stanfordháskólann í Kaliforníu 1981. Hún varð vinsæll kennari og naut virðingar starfsfélaga sinna. Hún var 38 ára þegar hún varð stað- gengill háskólarektors og þurfti að rétta við slæman efnahag skólans. Stálhörð stjarna þrátt fýrir blíðlegt yfirborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.