Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Síða 14
14
__________________________________LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
Helgarblað ______________________________DV
í frumskógi
jólaboðanna
- nokkrar léttar leiðbeiningar
Eitt af því leiðinlegasta sem kemur fyrir í jólaboðum er þegar einhver óskaplega
hrifinn nýbakaður eigandi kemur með jólagjöfina sína í veisluna og vill endilega
sýna öllum hana. Um þessar mundir eru það stafrœnar myndbandstökuvélar sem
tröllríða öllum samkomum og stórhœttulegt að sofna í hœgindastól með majones-
klessur í skegginu því þá verður til nœrmynd af því, öllum til
skemmtunar nema þér.
Það er gaman í jólaboðum
Jóladagur er sannkallaöur hátíðisdagur í mörgum fjölskyldum á íslandi því þá safnast stórfjölskyldan saman á
einum stað, oft á einhverju heimili sem er þungamiöja ættarinnar en í mörgum fjölskyldum tíðkast að uppkom-
in systkini skiptist á um aö halda jólaboðiö. Þessi mynd er ekki tekin í jólaboði hjá íslenskri fjölskyldu en þetta
er fjölskylda sem hefði fyrir fáum árum verið velkomin í hvaöa jótaboö sem er. Þetta er nefnilega Ewing-fjöl-
skyldan í sínu finasta pússi í samkvæmi á Southfork-búgarðinum.
að er gaman í jólaboðum.
Jóladagur er sannkaUaöur há-
tíðisdagur í mörgum fjölskyld-
um á íslandi þvi þá safhast stórfjöl-
skyldan saman á einum stað, oft á ein-
hverju heimili sem er þungamiðja ætt-
arinnar en í mörgum fjölskyldum
tíðkast að uppkomin systkini skiptist á
um að halda jólaboðið. Stundum er
þetta eina skiptið á árinu sem allir ár-
hringir ættartrésins safnast saman á
einn og sama staðinn. Einstakir báikar
fjölskyldunnar hafa ef til vill meiri
samskipti en aðrir og því geta sam-
skiptin í jólaboðinu verið allt frá því
að vera innileg og afslöppuð yfir í að
vera þvinguð, jákvæð og yfirborðs-
kennd.
Þeir sem hafa mætt árum saman í
sama jólaboðið með sama fólkinu eru
orðnir vanir en nýliðar geta misstigið
sig á svelli samskiptanna og þá er oft
verr af stað farið en heima setið. í
myrkviðum ókunnra íjölskyldna geta
sem hægast leynst tígrisdýr. Lítum að-
eins nánar á nokkur atriði sem varða
jólaboð og það sem sækjast skal eftir
og hvað skal varast.
Hver á að ráða?
Valdajafnvægi er hugtak sem flest
gift fólk skilur. Það er til í ýmsum út-
gáfum, allt frá friðsömu traustu jafn-
vægi en í sumum hjónaböndum er orð-
ið ógnarjafnvægi betur til þess fallið að
lýsa ástandinu. Sú gullna regla gildir í
jólaboðum að sá sem tilheyrir fjöl-
skyldunni sem jólaboðið er í fær að
ráða öllu. Hann, eða hún, ræður
hvenær þið mætið, hvenær þið farið, í
hvaða leikjum þið takið þátt og leggur
yftrhöfuð allar línur í samskiptum.
Þetta er best svona.
Siðareglur og samskipti
Það sem þykir gott og gUt í sumum
fjölskyldum getur þótt óhæfa í öðrum.
Sumar fjölskyldur sitja í greindarleg-
um hring og ræða stefhur og strauma
í bókmenntum jólanna og ástand og
horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Aðrar fjölskyldur þegja saman yflr
góðri vídeómynd í jólaboðmu eða fara
í gegnum ferskar og Ulkvittnar kjafta-
sögur. Það er gott að vita fyrirfram í
hvemig boð maður er að mæta. Ef það
er gáfulega útgáfan þá er um að gera
að lesa fram á nótt. Ef það er hin útgáf-
an þá er nóg að vita hvemig formúlan
fór síðast og hver er nýjasta kærasta
hans þama leikara, þú manst...
Fyrsta kossinn
Sumar fjölskyldur era mjög innUeg-
ar og þar kyssast menn af engu tUefni
og knúsa hverjir aðra við öU möguleg
tækUæri. í öðmm fjölskyldum brosa
menn litið og kinka kofti hver tU ann-
ars þegar þeir mæta í jólaboðið. Þetta
getur veriö nauðsynlegt að vita fyrir
þann sem er t.d. að mæta í jólaboð i
fyrsta skipti í viðkomandi fjölskyldu
svo hann verði sér ekki tU skammar,
annaðhvort með því að þykja fleðuleg-
ur svo jaðrar við áreitni eða þurrari en
eyðimörk á manninn svo aUir halda að
hann þykist of góður fyrir þessa fjöl-
skyldu.
Blessuð börnin
Böm era aUtaf mjög áberandi í jóla-
boðum. Jólin era hátið barnanna og
þau era því eðlUega miðdeplar allrar
athygli. Þau era enda orðin hálfærð af
eftirlæti, gjafaflóði og sykuráti langt
fram yflr það sem þau geta þolað í
meðalári.
í ókunnum fjölskyldum er ekki víst
að það borgi sig aUtaf að spytja bamið
hver eigi það. Það getur kostað útskýr-
ingar sem era orðnar algengar á tím-
um raðhjónabanda.
„Þetta er yngri stelpan sem Nonni
átti með henni Gunnu sem hann var
giftur áður en hann tók saman viö
Sissu. Þetta er frænka hennar sem
Sissa á með háifbróður Nonna sem var
þriðji maðurinn hennar."
Það era tvær aðferðir sem era best-
ar tU að eiga við böm í jólaboðum.
Önnur er að leiða þau alveg hjá sér
með sína klístraðu fingur og stöðugu
spumingar. Hin er að leggjast flatur á
gólfið og leika við grisUngana á þeirra
eigin forsendum og vinna sér þannig
inn aðdáun fuUorðinna ef maður þarf
á henni að halda.
Brauð og leikar
í mörgum jólaboðum tíðkast að fara
í einhverja leiki. Stundum era það
samkvæmisleikir sem hafa þann tU-
gang einan að hafa ofan af fyrir böm-
unum og sjálfsagt að taka þátt í þeim.
Stundum era það vitsmunalegir leUiir
á borð við Scrabble, Trivial Pursuit
eða eitthvað af því tagi. Hér gUdir auð-
vitað að taka þátt með sönnum ólymp-
íuanda og láta ekki óhóflegt keppnis-
skap hlaupa með sig í gönur. Það er
leiðinlegt að sjá fuUorðna karlmenn
slást í jakkafótum út af fótboltaspUinu
og það er líka leiðinlegt að auðmýkja
tUvonandi tengdafólk sitt með því að
rúUa því upp í einhveijum spuminga-
leik.
Vertu með en enga stæla.
Almennar siðareglur
Það er gaman í jólaboðum og sjálf-
sagt að taka sem flesta tali og spyija þá
almæltra tiðinda og fiska upp fréttir af
vexti og viðgangi flölskyldunnar. Þó er
rétt að hafa i huga að jólaboð era ekki
heppUegur vettvangur fyrir harðvitug-
ar deUur eða móðganir af nemu tagi.
Það er ekki víst að það borgi sig að
ræða mikið um áfengi við þann er ný-
kominn úr meðferð eða tala mikið um
ofbeldi við þann sem lemur konuna
sína. Einnig er rétt að forðast að ræða
við fóUi um atvinnu þess því það getur
leitt tU lengri og nákvæmari skýrslna
en nokkur maður kærir sig um. Sá
sem hefur emu srnni eytt heUu jóla-:
boði fastur i sófa miUi dýralæknis og
leigubUstjóra gerir það aldrei aftur.
Ástfangin pör ættu ekki að sýna
hvort öðra ótUhlýðUeg blíðuhót í fjöl-
menni þótt hugur þeirra standi tU
þess. Það er ekki víst að aUar fjölskyld-
ur þoli djúpkossa og stunur í sófanum
við hliðina á langömmu.
Ný leikföng
Eitt af því leiðinlegasta sem kemm*
fyrir í jólaboðum er þegar emhver
óskaplega hrifinn nýbakaður eigandi
kemur með jólagjöfina sína í veisluna
og vUl endUega sýna öUum hana. Um
þessar mundir eru það stafrænar
myndbandstökuvélar sem tröllriða öU-
um samkomum og stórhættulegt að
sofna í hægindastól með majoneskless-
ur í skegginu því þá verður tU nær-
mynd af því, öUum tU skemmtunar
nema þér.
Þegar GSM-símarnir vora hvað vin-
sælust jólagjöf var ástandið óbærUegt.
Fyrst hringdi pakki undfr hveiju ein-
asta jólatré um aUan bæ, stundum fyr-
ir jól. Svo í jólaboðunum sátu flissandi
frændsystkini og sendu SMS-skUaboð
mUli herbergja daglangt eða hringdu
hvort í annað á klósettið. Þetta er sem
betur fer búið í bUi. Hafðu þennan
hryUing í huga áður en þú tekur nýja
GPS-tækið þitt með í jólaboðið af því
að þig langar svo tU að sýna einhverj-
um það.
-PÁÁ
Er hún ólétt?
Anne Heche leikkona vakti sannarlega
athygli í kvikmyndaborginni Hollywood
þegar hún opinberaði samkynhneigð sina
og ástarsamband sitt við leikkonuna Ellen
DeGeneres. Síðan hefur kastljós fjölmiðla
verið nokkuð á þeim stöUum umfram þaö
sem það venjulega er.
Mikla athygli vakti þegar Heche og
DeGeners slitu sambandi sínu og Heche
var handtekin reikandi um, tuldrandi sam-
hengislaust rugl. Þetta fór samt aUt vel að
lokum en síðan hafa fjölmiðlar sýnt henni
mikinn áhuga, sérstaklega ástalífi hennar.
Nýlega hafa sögur um að hún hafi hneigst
tU karlmanna á ný og sé barni aukin eftir
einn þeirra, orðið sifeUt háværari.
Sagt er að hinn tilvonandi faðir sé
myndatökumaður að nafni Coley Laffoon
en talsmenn Heche bera þær fregnir tU
baka. Þeir neita reyndar einnig að hún sé
bamshafandi og telja að hér séu aukakíló
á ferðinni. Eins og oft áður trúir enginn
talsmönnum leikara og í HoUywood er
mikiö spáð í það þessa dagana hver sé faö-
ir bamsins sem samt er ekki víst að sé
bam.
Anne Heche leikkona
Hún vakti athygli þegar hún lýsti yfir samkynhneigð
sinni en nú herma fréttir að hún sé barni aukin.