Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2000, Side 39
F LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 DV _______4& Tilvera - og reyndi að róa móðurina Jón Hrólfur Baldursson, klippari á Effect, er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Það er nóg að gera hjá hárgreiðslufólki á þessum árs- tíma því ef það er einhvem tímann á árinu sem við viljum vera fln þá er það einmitt á jólunum. „Það er vægast sagt búið að vera brjálað að gera og fuilt af fólki, sem er jafnvel vant að klippa sig heima, kemur núna og lætur laga og gera fínt, þannig að við getum ekki kvartað," sagði Hrólfur. Þegar Hrólfur talar um að laga hár, þá lék blaðamanni forvitni á því að vita hvað væri versta tilfelli sem hann hefði lent í. „Ég held aö það versta sem ég hef lent í sé þegar ung kona kom með tvær stúlkur á stofu sem ég var að vinna á hér áður fyrr. Litlu stelpumar voru nýbúnar að kynn- ast og voru að leika sér saman heima hjá annarri þeirra. Það vildi svo til að móðir gestsins hafði ætl- að að sækja hana því hún ætlaði í Bónus, en mamma hinnar stúlkun- ar sagði að þær væru svo góðar saman að það væri ekkert mál að líta eftir henni á meðan hún versl- aði. Nema hvað, ekkert heyrist í stúlkunum úr herberginu og móð- irin ánægð með nýjan leikfélaga dóttur sinnar, en ákveður samt að kíkja á þær. Þegar henni var litið inn var „gestabamið", sem hafði víst verið með krullaða englalokka niður á mitti, komið með klipp- ingu upp á hnakka. Dóttir hennar var að vanda sig við að klippa hár- ið sem næst hnakkanum og var hin glaðasta með verkið þegar móðir hennar kom inn. í hend- ingskasti kom hún svo niður á stofu til okkar og ég er ekkert að ýkja það að móðirin var skelfingu lostin. Ljósu lokkarnir voru famir af „gestabarninu" sem hún vissi varla hvað hét. Hún bað mig að reyna að bjarga einhverju áður en stúlkan yrði sótt. Það var litlu hægt að bjarga þar sem þær höfðu náð að klippa á hinum ýmsu stöð- um alveg upp við höfuðið. Ég gerði mitt besta og reyndi að róa móður- ina sem var gjörsamlega gráti nær. Móðirin fékk samúð mlna alla þeg- ar hún gekk út af stofunni með stúlkurnar og önnur þeirra með knallstutt hár með tveimur spenn- um tylltum í hárið. Þetta var hræðilegt. Ég hef oft hugsað til þessarar konu og viljað vita hvern- ig þetta fór því hún var greyið al- veg í öngum sínum,“ sagði Hrólfur og bætti svo við: „En svo við snúum okkur að matargerðinni þá verð ég að gefa þessar uppskriftir því þær eru það allra besta svo ég tali nú ekki um fyrir „hvítlauksaödáendur". Hvítlaukstortilini 1 pk. tortilini með kjötfyllingu l skinkupakkning 10 sveppir 1/2 paprika (græn) svartur pipar Aðferð: Tortilinið er soðið. Sveppirnir skomir, steiktir á pönnu og kryddað- ir aðeins með svörtum pipar. Skink- Hrólfur Baldursson matgæöingur „Hún baö mig aö reyna aö bjarga einhverju áöur en stúlkan yröi sótt. Þaö var litlu hægt aö bjarga þar sem þær höföu náö aö klippa á hinum ýmsu stööum alveg upp viö höfuöiö. “ an er skorin niður og bætt á pönn- una. Því næst paprikunni niðurskor- inni. Sósa 1 piparostur 1/2 1 rjómi 1 grænmetisteningur 11/2 tsk. af muldum hvítlauk í dós Aðferð: Hitið rjómann og ostinn þar til fer að sjóða. Hinu bætt út í og látið malla í dágóða stund. Sósunni og tortilininu er síðan'' hellt á pönnuna sem verður að vera við vægan hita. Meðlæti: Það er alltaf gott að hafa hituð smábrauð með þessum rétti. Ég gerði mitt besta Skinku- og osta- fyllt ungnauta- sneið með sítrónu-smjöri Þessi klikkar ekki, gómsæt og gimileg. Fyrir fjóra. 800 g ungnautainnralæri, skorið í 8 sneiðar 4 sneiðar skinka 50g mozarella ostur salt og pipar Sítrónusmjör börkur af 3 sítrónum, skorinn i mjóar ræmur 200 g smjör 2 tsk. hlynsíróp Meðlæti 1/2 blómkál 1/2 spergikál 4 vorlaukar 8 meðalstórar kartöflur, afhýddar Berjið sneiðamar örþunnt. Legg- ið skinkuna og ostinn á annan helming sneiðanna, brjótið saman Nýkaup Þarsem ferskleikinn byr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. og lokið vel. Grillið í 5-10 mínútur á hvorri hlið. Grillið kartöflurnar í 20-30 mín. og léttsjóðið grænmetið. Bræðið smjörið með sítrónuberkin- um, bragðbætið með hlynsírópi. Meðlæti Grillsteiktar kartöflur, soðið blómkál, spergikál, vorlaukur og sítrónusmjör. Dökk súkkulaðimús Fyrir 6 200 g suðusúkkulaði 5 stk. eggjarauður 50 g sykur 1 1/2 dl rjómi 5 stk. eggjahvítur 30 g vanillusykur 2 msk. Grand Marnier-líkjör (má sleppa) Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða örbylgju. Þeytið saman eggjar- auður og sykur uns létt og ljóst. Þeytið rjómann. Þeytið eggjahvít- urnar með vanillusykrinum uns þær eru stífar. Súkkulaðið á að vera vel volgt, ekki heitt, þegar öllu er blandað saman. Hrærið eggjarauð- unum út í súkkulaðið með þeytara. Því næst er rjómanum blandað í með sleikju og síðast eggjahvítu- blöndunni (og líkjörnum, ef vill). Setjið í glös og stóra skál og látið stífna í kæli. Berið fram með þeytt- um rjóma og ávöxtum. Bakaðir bananar með piparmyntu- súkkulaði Góður með framandi ávöxtum. Handa Jjórum 4 þroskaðir bananar 100 g piparmyntusúkkulaði Skerið bananana með hnif eftir endilöngu, þó ekki í gegn, og notið helminginn af hýðinu. Pressið hlið- amar út á við. Brjótið súkkulaðið í bita og raðið í bananann, 4-5 bitunr*- í hvern. Bakið á miðlungsheitu grilli í u.þ.b. 15 mínútur. Meðlæti Rjómaís með ferskum berjum og ástríðualdinum (passion fruit). -eJa/f/'é úr eftú^ ú/1 Síðustu ár hefur skátahreyjingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörghundruðíslensk heimili 10 áraábyrgð 12 stœrðir, 90 - 500 cm Stálfóturjylgir Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stojublómin Eldtraust Þarfekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili Skynsamlegjjárfesting \Q Bandalag islenskra skáta ÓSKAJÓLAGJÖF BÍLAÁHUGAMANNSINS SígrLnÚf^rðu 'lab“ðBen Knnalunnn 'haí MÖGNUÐ BÍLAMYNDBÖND Eigulegar myndbandsspólur sem allir bílaáhugamenn vilja að eignast. Verð kr. 1.990,- til 2.490,- Bilabuö Benna • Vagnhofða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is Kringlunni gjafavöruverslun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.