Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2001
Fréttir
x>v
Gífurleg fjárhagsleg verömæti og atvinnutækifæri:
Aðgöngugjald í þjóðgarða
- kemur til greina hér, segir umhverfisráðherra
„Þjóðgarðar hér á landi munu
verða miklu meirir tekjulind í fram-
tíðinni heldur en þeir eru nú. Þeir
munu skapa gífurleg fjárhagsleg
verðmæti og mörg atvinnutækifæri.
Aðgöngugjald
inn í þjóðgarð-
ana kemur til
greina hér eins
og annars staðar
og það verður
skoðað í fram-
tíðinni."
Þetta sagði
Siv Friðleifs-
dóttir umhverf-
isráðherra i
samtali við DV. Hún er nýkomin frá
Kenía, þar sem hún sat alþjóðlegan
fund umhverfisráðherra. í heim-
sókninni notaði Siv tækifærið og
heimsótti einn frægasta þjóðgarð
Kenía, Masai Mara, og kynnti sér
rekstur hans.
Nú stendur fyrir dyrum stofnun
Siv Friöleifsdóttir.
tveggja nýrra þjóðgarða hér á
landi. Annar þeirra verður á Snæ-
fellsnesi og standa vonir til að
hann verði opnaður á þessu ári.
Hinn verður á Vatnajökuls-
svæðinu og er áætlað að opna
hann árið 2002.
„í Kenía sá ég þá möguleika sem
menn hafa verið að nýta sér þar og
annars staðar," sagði Siv við DV.
„Umfangsmikil notkun er á þjóð-
garðinum. Keníabúar hafa náð að
nýta þjóðgarðana fyrir ferðamenn.
Þeir eru með upplýsingar um
dýralíf og skoðunarferðir á dýra-
lífi og gróðri. Þeir hugsa mjög vel
um þjóðgarðinn enda er hann mik-
il tekjulind hjá þeim. Hann skapar
miklar gjaldeyristekjur, ekki bara
á þjóðgarðssvæðinu sjálfu, heldur
einnig á öðrum svæðum, þar sem
ferðamenn leggja leið sína einnig
um.“
Varðandi íslensku þjóðgarðana
sagði Siv að áríðandi væri að skil-
|gp
Ac . ■ 4 '- /
V:'-' . ' ...JV ’ •- 'if*
mm
, fi
SBfi: 4 m .. __
~i . ' 't*. ,*V * ", v í
Þjóögaröar - sameign landsmanna
„Aðgöngugjald inn í þjóðgarðana kemur til greina hér eins og annars staðar
og það veröur skoðað í framtíðinni, “ segir umhverfisráðherra.
greina þá betur, ná fram sérstöðu
þeirra og búa til meira fræðsluefni
um þá. Á fjárlögum yfirstandandi
árs væri mun meira fjármagn til
Náttúruverndar ríkisins en áður
sem ætti að fara í þjóðgaröamál,
fræðsluefni um þá og svo fjölsótta
ferðamannastaði. Mikill vilji væri
hjá stjórnvöldum um að bæta úr.
„Það er mjög mikilvægt fyrir okk-
ur sem þjóð að vera með svæði
sem við skilgreinum sem þjóð-
garða og verndum,“ sagði Siv.
-JSS
, DV-MYND HARI
I göngutúr viö Landakotskirkju
Það er óhætt að segja að snjóþyngsli hafa ekki íþyngt landanum í ár og gleður það suma en aðra ekki. Meöan skíðafólk bíður eftir snjónum eru margir af
eldri kynslóðinni þakklátir fyrir auða jörðina.
Auglýst á næstunni
Lóðir I nýja hverfinu við Klettaborg
verða væntanlega auglýstar til um-
sóknar í næstu viku og viðbúiö að
margir muni sækja um þær.
Akureyri:
Eftirsóttar lóðir
auglýstar
Akureyrarbær mun í næstu viku
auglýsa eftir umsóknum í lóðir í
nýju hverfl sem byggja á við Kletta-
borg. Svæðið sem byggt verður á af-
markast af Borgarbraut í norður,
fyrirhugaðri Dalsbraut í vestur,
gamla verksmiðjusvæðinu í austur
og Kringlumýri og Kotárgerði í suð-
ur.
Á svæðinu á að byggja 19 einbýl-
ishús og 36 raðhúsaibúðir. Fastlega
má reikna með að þessar lóðir verði
mjög eftirsóttar. Þær eru miðsvæðis
í bænum, eru i brekku og útsýni til
norðurs yfir Eyjafjörð og til Vaðla-
heiðar er án efa frábært. -gk
Hlöllabátar:
Opna annan
stað í London
Eignarhaldsfélag Hlöllabáta
vinnur nú að því að opna tvo nýja
staði, annan í Lækjargötu í
Reykjavík og hinn í Leather Lane
í London, en þetta kemur fram í
frétt frá félaginu.
Félagið opnaði í byrjun janúar
fyrsta staðinn í Bretlandi á
Chancery Lane, sem er í miðju lög-
fræðingahverfi í London, og hefur
reksturinn gengið vonum framar.
Þessa dagana er síðan unnið að
því að auka hlutaféð um sex millj-
ónir að nafnvirði sem selja á til
nýrra fjárfesta á genginu tveimur.
Með því og rúmum fjórum milljón-
um, sem fara eiga i leigu á tækj-
um, verða nýju staðirnir tveir full-
fjármagnaðir. Nýju staðirnir verða
opnaðir í febrúar og mars og er
hugmyndin að reka staðina þrjá í
nokkra mánuði þar til reynsla og
tölur liggja fyrir. Eftir það er
stefnt á að fara á markað og leita
eftir rúmlega 60 til 100 milljónum
íslenskra króna í nýtt hlutafé. Það
fé á að nota til að opna átta til tólf
staði til viðbótar á einu til einu og
hálfu ári.
-MA
Veðrið í kvöld
Sunnanátt á landinu
unnanátt 10 til 15 m/s. Súld með köflum
sunnan- og vestanlands, en skýjað með
köflum og þurrt að mestu í öörum
landshlutum. Hiti 2 til 6 stig.
S5--------------------
Sólargangur og sjávarföll ■ Veðrið á morgun
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 18.09 17.47
Sólarupprás á morgun 09.12 09.04
Síðdegisflóð 14.24 18.57
Árdeglsflóð á morgun 03.19 07.52
Skýringar á veöurtáknum
Í^'-VINDÁTT «—HiTI
-10“
VINDSTYRKUR
í metrum á sekúndu
HEIÐSKÍRT
-&> -$3 ^3 O
IETTSKÝJAÐ HÁLF-
SKÝJA0
SKÝJAÐ ALSKYJAO
RIGNING SKÚRIR
SLYDDA SNJÓKOMA
ÉUAGANGUR ÞRUMU-
VEÐUR
SKAF-
RENNINGUR
Allt eftír v
i-wtv*
-JSUr
*u.:. m
Listaverkin í snjónum
Hvert einast snjókorn er listaverk. Það
er hins vegar mjög erfitt að sjá þaö
meö eigin augum og margir hafa reynt
að festa það á filmu með hjálp
snjóauka. Árangurinn hefur veriö
misjafn en sumum hefur tekist listavel
meö myndatökuna.
Urkomulítið norðaustantil
Suölæg átt víöa 10 til 15 m/s. Rigning með köflum sunnan- og vestantil,
en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 0 til 6 stig.
-Fvj-jjú dijgus
indur: / x
0-15 m/nt-s % f
Hiti2“til-2° 'Ví"
Suðvestan, 10 tll 15 m/s
og él, en þurrt norðaustan-
lands. Hltl 0 tll 2 stlg með
suður- og austurströndlnnl,
en annars vægt frost.
S*A
Vindur:
10-15 m/s
' Hiti 6“ tii 0°
Suðlæg átt viða 10 tll 15
m/s. Rlgnlng með köflum
sunnan- og vestantll, en
úrkomulítlð norðaustantll.
Hltl 0 tll 6 stlg.
fVliðvikuciai
Vindur:, ^
X-XmA
Hiti 2 til -4°
Vestlæg átt, snjókoma eða
él og kólnandl veöur.
1 Veðrið kl. 6
AKUREYRI snjóél -2
BERGSSTAÐIR snjóél ■4
B0LUNGARVÍK hagél -6
EGILSSTAÐIR -1
KIRKJUBÆJARKL. snjóél -2
KEFLAVÍK skafrenningur -1
RAUFARHÖFN snjóél -1
REYKJAVÍK skýjað -2
STÓRHÖFÐI snjóél -2
BERGEN léttskýjaö 1
HELSINKI léttskýjaö 2
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 4
ÓSLÓ alskýjaö 4
STOKKHÓLMUR 3
ÞÓRSHÖFN alskýjað 8
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4
ALGARVE heiöskírt 15
AMSTERDAM þoka 4
BARCEL0NA heiöskírt 14
BERLIN léttskýjaö 5
CHICAGO alskýjaö -1
DUBLIN léttskýjaö 5
HALIFAX léttskýjað -8
FRANKFURT heiöskírt 7
HAMB0RG þoka 2
JAN MAYEN slydda 1
L0ND0N léttskýjaö 9
LÚXEMBORG heiðskírt 8
MALLORCA rigning 12
M0NTREAL -18
NARSSARSSUAQ hálfskýjað -12
NEWY0RK alskýjaö 1
ORLANDO þoka 17
PARÍS VÍN þoka 7
WASHINGT0N alskýjað 5
WINNIPEG heiöskírt -24
Hiywtj ú ú Á'fci i!H>lu i W