Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 5
5
LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2001
IDV Fréttir
Mjög mikil loðnuveiöi gæti verið fram undan því ástand stofnsins er mjög gott:
Stöðvar verkfall veiðarnar?
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur segir að miðað við kynþroska
loðnunnar sem
hefur fundist að
undanfórnu úti
fyrir Austur-
landi geti
loðnuvertíðin
staðið a.m.k. út
marsmánuö.
„Botninn hefur
oft dottið úr
veiðunum upp
úr 20. mars en
oft hefur það
líka gerst að
veiðarnar hafa
í apríl,“ segir
Hjálmar. Hann segir að niðurstaða
Hjálmar
Vilhjálmsson:
Þetta lítur alveg
ágætlega út núna.
staðið yfir fram
Óveðrið í gær:
Veðurofsi olli
skemmdum
á bílum
SendiferðabíO fauk út af veginum
við ísafjarðardjúp í rokinu sem gekk
yfir landið í fyrrinótt, og jafnframt
skemmdust átta bílar töluvert mikið á
Neskaupstað.
Lítill sendiferðabíll fauk út af veg-
inum á Nauteyri snemma í gærmorg-
un. Engin slys urðu á fólki en bíllinn
skemmdist eitthvað.
Bílunum átta var lagt á bílastæði
norðanmegin við nýja frystihúsið á
Neskaupstað. Að sögn lögreglunnar
gekk sand- og grjótfok yfir bílana með
þeim afleiðingum að gluggar í þremur
þeirra brotnuðu og skemmdust hinir
fimm töluvert. -SMK
Víkurskarð:
Rúta fauk
út af vegi
Hópferðabíll fauk út af veginum i
Víkurskarði á milli Akureyrar og
Húsavíkur á níunda timanum í gær-
morgun. Mjög hvasst var á svæðinu
er atvikið átti sér stað og að sögn
lögreglunnar á Húsavík var tölu-
verð hálka á veginum. Ökumaður
og farþegi sem í bílnum voru sluppu
ómeiddir og sagði talsmaður lög-
reglunnar að þeir mættu þakka það
bílbeltunum sem þeir voru spenntir
í. Rútan var töluvert skemmd eftir
veltuna. -SMK
Reykjavíkur-
hótelin setja
nýtt janúarmet
í tekjukönnum Samtaka ferðaþjón-
ustunnar fyrir janúar árið 2001 kemur
fram að meðalnýting hótela á lands-
byggðinni fyrir nýliðinn janúarmán-
uð hefur aukist miðað við sama tíma-
bil á síðasta ári. Meðalnýting í janúar
2001 er 16,99% en í janúar 2000 var
hún 12,68%. í könnuninni taka þátt 10
hótel á landsbyggðinni með 603 her-
bergi. Verðlag hefur einnig hækkað
þvi i janúar 2001 var meðalverðið
4.488 kr. en 4.215 í janúar 2000.
Meðalnýting hótela í Reykjavík í
janúar 2001 hefur ekki verið meiri eða
40,7 %, hæst komst hún í janúar á síð-
asta ári og þá í 37,23%, í könnunni
taka þátt 10 hótel með 1.079 herbergj-
um. Þá hefur verðlag einnig hækkað í
janúar. Á þessu ári var verðið 5.048
krónur en á sama tímabili í fyrra var
það 4.956.
Ef miðað er við meðaltalsnýtingu
undanfarin ár í Reykjavík og á lands-
byggðinni hefur meðalnýtingin allt
árið frá árinu 1996 til ársins 2000 i
Reykjavík farið úr 63% i 71%. Hins
vegar virðist landsbyggðin ekki vera
eins vinsæl hjá ferðamönnum. Nýt-
ingin fyrir allt árið 19C3 „r 43% og
hélst þannig árið 1997, minnkaði um
eitt prósent 1998 en fyrir árin 1999 og
2000 hefur meðalnýtingin lækkað um
5% miðað við árið 1998. -DVÓ
20 tulípanar
og glervasi
1.499kr.
Rómantískur
kvöldverður
fyrir tvo í Apótekinu
í Austurstræti
fyrir aðeins 2.900 kr.
á manninn.
apótEk
har • grill
Komíó á blómiegu sambandi.
Komió í Bíómavaí!
Opió tii ki. 21 í kvöid.
Ástin biómstrar hjá okkur
frá morgni til kvölds.
loðnurannsókna sem staðið hafa
yfir að undanfórnu verði lögð fram
eftir helgina, og þá um leið lagðar
fram tillögur fyrir ráðherra um
heildarkvóta á vertiðinni.
Hjálmar segir að í heildina líti
málin vel út hvað varðar loðnuna
og segir flotann geta „veitt eðli-
lega“, svo framarlega sem veðurfar
verði hagstætt. Nú er eftir að veiða
um 60 þúsund tonn af upphafskvót-
anum auk þeirra 200 þúsund tonna
sem Hafrannsóknastofnun hefur
þegar gefið grænt ljós á. Það virðist
hins vegar ljóst aö Hafrannsókna-
stofnun mun leggja til talsvert meiri
kvóta og niðurstaðan verði sú að að-
eins óhagstætt veður og verkfallið
sem hefst 15. mars semjist ekki, geti
komið í veg fyrir mikla veiði alveg
fram til mánaðamóta mars/apríl
eða jafnvel lengur.
Hjálmar segir að ýmislegt hafi
komið á óvart á vertíðinni sem
stendur yfir. „Það má eiginlega
segja að flest hafi komið á óvart
núna. í fyrsta lagi er greinilegt að
meirihluti hrygningarstofnsins setti
sig niður út af Vestfjörðum á sínum
tíma og er núna kominn suður á
Látragrunn. Þá er kynþroski Vest-
fjarðaloðnunnar talsvert á undan
þeirri sem er út af Austurlandi og
það er andstætt því sem hefur verið
ef göngur hafa komið að vestan."
Að sögn Hjálmars er meginreglan
sú að eftir að loðnugöngur út af
Austfjörðum koma upp að landinu,
veiðist úr þeim í um það bil þrjár
vikur. Veiðitíminn eftir að fyrsta
loðnan kom inn á grunnslóð verði
þó lengri en þrjár vikur því loðnan
komi ekki öll inn á grunnslóðina í
einu. Hjálmar segir þó borðleggj-
andi að núna verði veiðum ekki lok-
ið fyrir 15. mars þegar sjómanna-
verkfallið á að skella á. „Ég sé eng-
in merki þess, enda vitum við ekki
til að það sé nein loðna komin inn á
grunnslóð fyrir austan eöa út af
austanverðri suðurströndinni,"
sagði Hjálmar. -gk
Upplýsingasími 5800500
Blómaverslun á netinu www.blomaval.is
Karlmenn!
Nú ®r að standa sigl
Konudagurinn er á morgun, sunnudag. Opnum kl. 8.
Sérstök
hjónabandssæla
fylgir öllum
konudagsblómum:
Einn miði, keyptur
á almennu verði,
og 50% afsláttur af
öðrum miða
á leiksýninguna
„Á sama tíma síðar"
Leikfélag íslands
og Hekla kynna: