Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 15
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 I>V Helgarblað 15 Töluðu um tónlist - Russell vill vera tónlistarmaður í síðustu viku fengum við fregn- ir af því að Russell Crowe og Courtney Love hefðu dvalið saman á hótelherbergi hans um stund. Að sjálfsögðu þótti það líklegt að þar hefði eitthvað kynferðislegt átt sér stað og var fyrst um sinn ekki bor- ið á móti því af talsmönnum Russells og Courtney. En nú hafa þau stigið fram og sagt að ekkert ósiðlegt hafi farið fram á hótelinu, þau hafi einungis rætt um tónlist. Russell hafði mikinn áhuga á því að þau syngju dúett með hljóm- sveitum sínum en eins og kunnugt er þá er Courtney söngkona sveit- arinnar Hole. Sveit Russells er öllu ókunnari en hún heitir 30 Odd Foot of Grunts. Áhugi Crowe var því einungis á tónlistinni en ekki á Courtney sjálfri. Crowe lætur ýmislegt flakka Russell Crowe var ekki með Courtney Love. Courtney getur huggað sig við það (ef hún er þá eitthvað sorg- mædd) að hún komst alla leið á hótelherbergi leikarans en það eru ekki allar sem komast svo langt. Nýlega hitti Russell framleiðanda í partíi og leist honum vel á. Hann bauð konunni sígarettu sem hún og þáði. Því miður þekkti lífvöröur Russells ekki konuna og hélt að þar væri kominn aðdáandi sem væri eitthvað að kássast upp á stjörnuna. Hann gekk því að kon- unni og sagði henni að fara. Russell var ekki meiri herra- maður en það að hann greip ekki inn i brottreksturinn heldur leyfði veröinum að draga kerlu í burtu en kallaði á eftir henni: „Þú fékkst að minnsta kosti ókeypis sígar- ettu“. Séntilmaður hann Russell. Hrossataði rigndi yfir aðdáendur - DiCaprio skotviss með eindæmum Oft flýgur fiskisagan þegar Leon- ardo DiCaprio mætir á svæðið. En ný- lega flugu ekki fiskisögur heldur ann- að og að sumra mati verr lyktandi. í þetta skipti var það hann sjálfur sem kom hreyfmgu á hlutina. Leonardo og Cameron Diaz hafa verið í Róm að taka upp myndina Gangs of New York þótt ekki liggi á lausu útskýringar á því hvers vegna mynd með þessu nafni er tekin upp í Róm. Þau voru samt í Róm og urðu fyrir nokkru óhappi þegar hestvagn valt um koll og olli nokkru uppnámi. Þrír slösuðust en Cameron og Leon- ardo sluppu með skrekkinn. Þau voru hrædd og í miðri hringiðunni stukku inn ljósmyndarar að taka myndir af geðshræringunni. Leonardo varð viti sínu fjær af reiði yfir því hve ónær- gætnir ljósmyndararnir voru. Camer- on öskraði en Leonardo gerði sér litið fyrir og þreif hrossaskít upp af göt- unni og fór að kasta í ljósmyndarana. Hann skaut mörgum taðskotum og skaut fast og reyndist ótrúlega skot- viss að sögn ljósmyndaranna. Tals- maður Leonardos hefur haldið því fram að reiði hans hafi meðal annars verið vegna þess að ljósmyndararnir hafi verið fyrir sjúkrabifreiðum sem reyndu að komast að hinum slösuðu. Þegar mikið gengur á gerist oft eitt- hvað óvænt og það er eins með Leon- ardo og skotvissustu menn að nýting- in er sjaldnast 100%. Þess vegna lentu taðkögglarnir á aðdáendum stjörn- unnar sem vonandi taka þessu bara vel og fagna nýjum minjagripum. Hittinn meö hrossaskítinn Leonardo DiCaprio þykir afskaplega skotviss, BRCM Brostu með öllum líkamanum mm Febrúar er mjúkur mánuður Gefðu okkur góða ástæðu - og við endurgreiðum þér svefnsófann! Þú kaupir svefnsófa í IKEA. Þú tilgreinir á þátttökuseðli hvers vegna þú átt að fá hann endurgreiddan. I lok mánaðarins veljum við bestu ástæðuna og endurgreiðum viðkomandi svefnsófann. [JKEIIJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.